Morgunblaðið - 20.01.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 20.01.2000, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ómar Vinna við gatnagerð UNNIÐ er að gatnagerð við Hvammsveg í Kópavogi stjórinn þungt hugsi á meðan félagi hans athugaði um þessar mundir. Þegar myndin var tekin beið gröfu- lagnir í götunni. Ný þýðingaþjönusta hefur verið sett á stofn á Austurlandi Viðvörunar- kerfi fældi í burtu inn- brotsþjófa INNBROTSTILRAUN var gerð í söluturninn Spesíuna við Iðnbúð í Garðabæ um klukkan tuttugu mín- útur yfir fjögur í fyrrinótt og telur lögreglan að viðvörunarkerfi hafi fælt innbrotsþjófinn eða -þjófana í burtu áður en tókst að stela vörum. Dyr söluturnsins höfðu verið spenntar upp og við það fór í gang viðvörunarkerfi. Innbrotsþjófurinn eða -þjófarnir komust inn og náðu að róta til í söluturninum en hurfu fljótlega á braut og voru farnir þegar lögreglu bar að 3-4 mínútum síðar. Skemmdir reyndust minni- háttar og enginn liggur undir grun vegna verknaðarins. Seint í ágúst á síðasta ári var gerð tilraun til innbrots að nætur- lagi í sama söluturn, en þá var einn maður handtekinn. -----*-+-4--- Fjárhagsáætlun Norður-Héraðs Há framlög til skólamála Vaðbrekku, Jökuldal - Fyrstu um- ræðu um fjárhagsáætlun Norður- Héraðs er lokið. Tekjuliður áætl- unarinnar er upp á 80 milljónir. Þar af er reiknað með 65% til fræðslumála sem er nokkuð hátt hlutfall en virðist vera svipað í mörgum dreifbýlishreppum. Til sorp og frárennslismála er áætlað að fari 12%. Til yfirstjórnar sveit- arfélagsins 12%. Til félags- og heilbrigðismála 5% og þá eru eftir 6% til framkvæmda. Egilsstaðir. Morgunblaðið. ÞÝÐINGAÞJÓNUSTAN Lingua hefur tekið til starfa á Egilsstöðum. Þjónusta Lingua felst, auk þýð- inga, í túlkun, frumtextagerð og prófarkalestri á ensku, þýsku og ís- lensku. Eigandi Lingua er Philip Vogler, þýskættaður Bandaríkjamaður, sem búsettur hefur verið á íslandi síðan árið 1978. Philip er með BA- gráðu í ensku, MA-gráðu í almenn- um bókmenntum, nám í uppeldis- og kennslufræðum, leiðsögumanns- nám og hlaut Fullbrightstyrk til þýskunáms. Philip rak um árabil Útileikhúsið. Hann hefur starfað sem menntaskólakennari á Egils- stöðum og sinnir nú, auk þýðinga- þjónustunnar, vistvænni ferðaþjón- ustu og leiðsögn. Hann er um þessar mundir við nám í ferðamála- fræðum við Háskóla Islands, gegn- um fjarnám, en fjarvinnsla og raf- ræn netsamskipti eru helstu boðleiðir Lingua. I því sambandi má geta þess að Lingua þróar nú samskipti við erlenda aðila vegna heimasíðusmíða, en áætlað er að þær verði hluti af starfsemi Lingua í framtíðinni. Hundaræktar- félag íslands Vilja upplýs- ingar um hundana á Armótum HUNDARÆKTARFÉ LAG íslands hefur skrifað sýslumanninum í Rang- árvallasýslu bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvemig um- önnun og aðbúnaði hunda, í eigu bóndans á Armótum, sé háttað, en þar var 45 hrossum fargað í síðustu viku vegna langvarandi hirðuleysis. Samkvæmt skrám félagsins á bóndinn sex ættbókarfærða hunda og er talið að þar séu einnig nokkrir hvolpar. Hundaræktarfélagið spyr sýslumann hvemig staðið verði að að- gerðum komi í Ijós að hundarnir sæti illrl meðferð og býðst félagið til að að- stoða við endurfóstrun verði talið að þeir þurfi á nýjum heimilum að halda. ------------- Hraðakstur í hlýindunum LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði fimmtán bílstjóra vegna hraðaksturs í nágrenni Selfoss í gær. Sá sem hrað- ast ók mældist á 128 kflómetra hraða á klukkustund og tveir á 123 kQó- metra hraða. Varðstjóri lögreglunnar sagði að bensínfótur ökumanna hefði líklega þyngst vegna hins góða veðurs sem verið hefur á Suðurlandi síðustu daga. Þá hélt Selfosslögreglan áfram eft- irliti með bifreiðum sem ekki hafa verið færðar tfl skoðunar allt síðast- liðið ár. Ýmist hafa númer verið klippt af 15 bifreiðum eða eigendum þeirra gefinn viku frestur til að ráða bót á vanrækslu sinni. Vegna þessa vora höfð afskipti af sama fjölda bfla í gær. Rætt um NATO á ráðstefnu Samtaka um vestræna samvinnu V eitir okkur vernd hvað sem á dynur AFSTAÐA stjórnmálaaflanna á ís- landi til Atlantshafsbandalagsins, NATO, var meðal þess sem rætt var um á stuttri ráðstefnu Samtakanna um vestræna samvinnu og Varð- bergs á Hótel Radisson Sögu á þriðjudag en þar héldu framsögu þau Björn Bjarnason menntamála- ráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Þórunn Svein- bjarnardóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra. í upphafi fund- arins var vakin athygli á því að yfir- lýstur andstæðingur Atlantshafs- bandalagsins, NATO, Steingímur J. Sigfússon, héldi ræðu á fundi sam- taka sem í kalda stríðinu stóðu með NATO. Var haft á orði að þetta væri til marks um breytta tíma og að um- ræddur félagsskapur væri vettvang- ur fyrir umræður um utanríkismál og lifði góðu lífi þrátt fyrir endalok Kalda stríðsins. Steingrímur sagði vegna þessara ummæla að samtök hernámsandstæðinga lifðu einnig góðu lífi. Sagði hann sömuleiðis frá því að hann hefði vart fengið frið fyr- ir helstu fjölmiðlum landsins er það fréttist að hann myndi halda ræðu á þessum fundi. „Ég hafði ekki áttað mig á því að þetta myndi þykja heimssögulegur atburður enn þann dagídag." Björn Bjarriason var fyrsti ræðu- maður ráðstefnunnar og kvaðst hafa haldið fram þeirri skoðun, og taldi að hún ætti við gild rök að styðjast, að varnarsamningur íslands og Bandaríkjanna vasri ein af megin- ástæðum þess að Islendingar hefðu ekki sótt um aðild að Evrópusam- bandinu. „Ég er þeirrar skoðunar að það sem olli því að Svíþjóð, Austur- ríki og Finnland ákváðu að gerast aðilar að Evrópusambandinu á sín- um tíma en ekki að halda áfram að semja um aðild að Evrópska efna- hagssvæðinu hafi m.a. verið hrun Sovétríkjanna." Sagði hann að við hrun Sovétríkjanna hefðu þessar þjóðir fengið tækifæri til að tengjast stærri heild og skapa sér nýja her- stöð í samvinnu við ríkin í Vestur- Evrópu. „Nú eru þessi ríki þátttak- endur í því að skilgreina öryggis- hagsmuni Evrópu og skilgreina hlutverk ESB í öryggismálum.Við íslendingar höfðum ekki neinn slík- an hvata í sjálfu sér til þess að breyta um stefnu við hrun Sovétríkj- anna. Við þurftum ekki að nota tæki- færið til þess að breyta um stefnu í öryggis- og varnarmálum af því við höfðum aðildina að NATO. Við höfð- um varnarsamninginn við Bandarík- in sem tengir okkur með ákveðnum hætti inn í öryggiskerfi miklu stæn-i heildar, öryggiskerfi sem veitir okk- ur vernd hvað sem á dynur og hvað sem verður og gerist í austurhluta Evrópu.“ Kvaðst hann ennfremur þeirrar skoðunar að mikilvægi varn- arsamningsins væri ef til vill meira nú en nokkru sinni fyrr. „Hann skiptir okkur meira máli þegar við metum stöðu okkar í samfélagi þjóð- anna heldur en áður og það á ég ekki einungis við þá vernd sem hann veit- ir okkur heldur það pólitíska gildi sem samningurinn hefur.“ Sameinuðu þjóðirnar verði kjölfestan Steingrímur J. Sigfússon hefur lengi haldið því fram að Sameinuðu þjóðirnar ættu að verða kjölfestan í nýju öryggisgæslukerfi í heiminum og ítrekaði hann þá skoðun sína á fundinum. Kvaðst hann m.a. sjá fyr- ir sér að í þeirri heimsmynd væru engir herir í öðru landi, þ.e. allir þjóðarherir ættu að vera innan landamæra sinna eigin ríkja þannig að allar herstöðvar hvar sem væri í heiminum myndu hverfa. „I grunni verði um að ræða varnarlið innan eigin landamæra en að alþjóðlega öryggisgæslan verði á hendi stofn- ana eins og Sameinuðu þjóðanna eða svæðisbundinna stofnana eins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE.“ Þá lagði hann áherslu á mikilvægi þróunarsam- vinnu og friðsamlega lausn deilu- mála og sagði að í þessu framtíðar- skipulagi sem gæti verið komið á árið 2050 væri Island að sjálfsögðu herlaust og hlutlaust land. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing- maður Samíylkingarinnar, sagði m.a. að ekki væri víst að NATO-að- ildin yrði í nánustu framtíð það „tromp á hendi íslenskra stjórn- valda í samskiptum við umheiminn sem hún hefur verið á liðnum ára- tugum.“ Benti hún í því sambandi á að nýjustu fréttir frá Noregi hermdu að stjórnvöld hefðu þegar hafist handa við að skilgreina nýja stöðu í öryggis- og varnarmálum landsins. Sama verkefni blasti við hér á landi. „Staða íslands í samfél- agi þjóðanna er að breytasta og flest bendir til þess að þróun mála í Evrópu á næstu árum og áratugum verði með þeim hætti að smáríki á vesturhjara álfunnar verði ekki mik- ill áhrifavaldur í þeirri þróun nema að pólitískar ákvarðanir séu teknar um annað. Sá tími er einfaldlega lið- inn að við getum leyft okkur að horfa næsta gagnrýnislaust á framvindu mála austan hafs og vestan í trausti þess að ávallt verði tekið tillit til sér- stöðu lands ogþjóðar. Útkjálkapólit- íkin sem ég vil kalla svo er ekki far- sæl leið inn í nýja öld. Tryggja verður hagsmuni okkar með opnari huga og víðtækari samvinnu en hingað til á alþjóðlegum vettvangi með það að markmiði að rödd ís- lands sé rödd friðar og mannrétt- inda.“ Siv Friðleifsdóttir sagði í fram- sögu sinni ljóst að NATO myndi áfram gegna mjög mikilvægu hlut- verki í framtíðinni „varðandi það að ná fram friði í heiminum," eins og hún orðaði það. Sagði hún mikilvægt að íslendingar væru áfram í banda- laginu. Um varnarsamninginn sagði Siv að það mætti vel vera að hann hefði að einhverju leyti haldið Is- lendingum utan ESB eða alltént frestað að einhverju leyti umræðum okkar um þau mál. „En ég tel alveg ljóst að við verðum fyrr en seinna að taka hér djúpa umræðu um Evrópu- sambandsmálin og ég hlakka mjög til þess að fá skýrslu utanríkisráð- herra sem verið er að taka saman um stöðu íslands gagnvart Evrópu í framtíðinni. Mér skilst að hún eigi að draga fram stöðuna eins og hún er í dag, þannig að við getum átt dýpri umræðu um þá þróun, pólit- íska þróun sem er að verða í Evrópu og hvemig við snúum okkur í þeim málum í framtíðinni." Að loknum framsöguerindunum kom m.a. fram að nokkrir fundar- menn töldu afstöðu Samfylkingar- innar gagnvart NATO ekki nógu skýra og spurði Kjartan Magnús- son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, Þórunni að því hver af- staða Samfylkingarinnar væri gagnvart aðild að NATO. „í Sam- fylkingunni eru samankomnir nokk- uð óh'kir stjórnmálaflokkar þegar skoðuð er utanríkismálastefna þeirra hin gamla,“ sagði Þórunn og hélt áfram. „Við höfum hins vegar ráðist í það verkefni að hanna nýja utanríkisstefnu sem hentar nýrri öld. A dagskrá hennar er ekki að ganga úr NATO, það er alveg skýrt og hefur verið skýrt síðan við settum fram okkar stefnuskrá á liðnu ári.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.