Morgunblaðið - 20.01.2000, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 35
ERLENT
*
Ovænt samstarf Einingar og kommúnista í dúmunni
Talið geta styrkt for-
setaframboð Javlinskís
Vladímír Putin, settur forseti Rússlands (t.h.), heilsar Gennadí Sel-
eznjov, forseta dúmunnar, neðri deildar þingsins, fyrir fund þeirra um
verkaskrá þingsins í Kreml í gær.
Moskvu. AFP, AP.
ÓVÆNT samstarf Vladímírs Pút-
íns, setts forseta Rússlands, og
kommúnista í dúmunni, neðri deild
þingsins, hefur vakið óánægju með-
al margra þingmanna, jafnt stuðn-
ingsmanna sem andstæðinga Pút-
íns. Margir þingmenn velta því nú
fyrir sér hvort þetta séu fyrstu al-
varlegu mistök Pútíns frá því hann
komst til valda og hægrimenn
sögðu að samstarf hans við komm-
únista gæti orðið til þess að nokkr-
ir mið- og hægriflokkar sameinuð-
ust á bak við framboð Grígorís
Javlinskís, leiðtoga Jabloko-flokks-
ins, í forsetakosningunum 26. mars.
„Aðeins einn maður stendur uppi
sem sigurvegari eftir þessa upp-
ákomu - Grígorí Javlinskí," sagði
Stanislav Govorúkhín, atkvæða-
mikill þingmaður Föðurlandsins-
Alls Rússlands, bandalags Jevgenís
Prímakovs, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, og Júrís Lúzhkovs, borg-
arstjóra Moskvu. „Þetta er í fyrsta
sinn sem raunhæft tækifæri gefst
til að bjóða sig fram gegn Pútín og
eitthvert vit er í slíku framboði."
Skiptu með sér embættum
í dúmunni
Flokkur Pútíns, Eining, samdi á
bak við tjöldin um að styðja komm-
únistann Gennadí Seleznjov sem
var endurkjörinn þingforseti á
fyrsta fundi nýja þingsins í fyrra-
dag. Þingmenn flokkanna tveggja
skiptu einnig með sér formennsku í
flestum nefndum dúmunnar.
Um hundrað þingmenn gengu út
úr þinghúsinu til að mótmæla sam-
komulaginu áður en gengið var til
atkvæða um embættin og mættu
ekki á þingfund sem haldinn var í
gær. Þeirra á meðal voru allir þing-
menn Föðurlandsins-Alls Rúss-
lands, Jabloko-flokksins og Banda-
lags hægriaflanna, auk nokkurra
þingmanna úr flokknum Héruð
Rússlands.
Júrí Lúzhkov lýsti samkomulagi
kommúnista og Einingar sem ein-
ræði meirihlutans og einu af
„fyrstu merkjunum um alræði bol-
sévíka". „Ruddalegur meirihluti,
sem traðkar á minnihlutanum, hef-
ur verið myndaður í dúmunni."
Þingforsetinn reyndi að gera lítið
úr deilunni og bað andstæðinga
sína að „taka ósigrinum með reisn“.
Slíðra sverðin fyrir
kosningarnar
Kommúnistar eru enn stærsti
flokkurinn í dúmunni en staða
þeirra veiktist verulega vegna góðs
árangurs Einingar og fleiri flokka í
þingkosningunum í desember.
Kommúnistar eru því mjög fúsir til
samstarfs við stjórn Pútíns og at-
kvæðagreiðslan í fyrradag bendir
til þess að hún líti ekki lengur á þá
sem alvarlega ógn.
Pútín hefur náð miklu forskoti á
Gennadí Zjúganov, leiðtoga komm-
únista, ef marka má skoðanakann-
anir. Nokkrir rússneskir fjölmiðlar
sögðu í gær að með samkomulag-
inu við Einingu hefðu kommúnistar
gefið til kynna að þeir myndu halda
að sér höndum í komandi kosning-
um og framboð Zjúganovs yrði að-
eins táknrænt. „Leiðtogar komm-
únista samþykktu að spara
kraftana í kosningabaráttunni -
láta líta út fyrir að Pútín sé ekki
eini kosturinn - og það réð úrslit-
um um þá ákvörðun Kremlverja að
semja við kommúnista,“ sagði dag-
blaðið Sevodnja.
Leita nýrra vina og
„lærimeistara“
Nokkrir rússneskir fréttaskýr-
endur töldu að Pútín hefði samið
við kommúnista til að koma í veg
fyrir að einn af hættulegri keppi-
nautum hans yrði kjörinn forseti
dúmunnar, sem er fjórða valda-
mesta embættið í landinu.
Aðrir töldu að Pútín hefði ákveð-
ið að halda sig í hæfilegri fjarlægð
frá umbótasinnum eins og Anatolí
Tsjúbajs, sem stjórnaði umdeildum
tilraunum til að koma á efnahags-
umbótum í Rússlandi eftir hrun
Sovétríkjanna. Tsjúbajs lýsti yfir
stuðningi við forsetaframboð Pút-
íns í síðasta mánuði en segja má að
það hafi verið bjarnargreiði þar
sem hann er illa þokkaður meðal
rússneskra kjósenda.
„Kenningar Tsjúbajs - pólitískar
jafnt sem efnahagslegar - hafa
gengið sér til húðar. Við leitum nú
að nýjum lærimeisturum," hafði
dagblaðið Vremja eftir embættis-
manni í Kreml.
Reynt að ná samstöðu
um Javlinskí
Aðrir telja hins vegar að Pútín
hafi orðið á mistök því samkomu-
lagið virðist hafa orðið til þess að
hann missti stuðningsmenn. Sergej
Kíríjenko, leiðtogi Bandalags
hægriaflanna, tilkynnti að flokkur-
inn myndi stofna sérstakt sam-
starfsráð með Jabloko-flokknum,
Föðurlandinu-ÖUu Rússlandi, og
Héruðum Rússlands. Ráðið kom
saman í gær og Kíríjenko sagði að
það myndi ákveða hvort flokkarnir
myndu styðja forsetaframboð
Javlínskís.
„Meðan vopnabræður Pútíns
leita nýrra vina og lærimeistara
vænkast hagur hugsanlegra and-
stæðinga hans,“ sagði Vremja.
„Eftir atburðina [í fyrradag] virðist
framboð gegn Pútín ekki lengur
vera svo fráleit hugmynd.“
Prímakov tilnefndur formlega
Jevgení Prímakov hafði sóst eftir
embætti þingforseta en dró fram-
boð sitt til baka fyrir atkvæða-
greiðsluna til að mótmæla sam-
komulagi Einingar og kommúnista.
Prímakov, sem var vinsælastur
rússneskra stjórnmálamanna áður
en Pútín tók að sópa að sér fylgi,
hefur ekki enn tilkynnt hvort hann
gefi kost á sér í forsetakosningun-
um. Stuðningshópur tilnefndi hann
fonnlega sem forsetaefni í gær, en
ekki var vitað hvort hann hyggst
fallast á tilnefninguna.
Aus>furvöllur
Hvort sem leið þín liggur á Austurvöll eða Austurland; upp á
hálendið eða upp íBreiðholterHonda CR-Vrétti ferðafélaginn.
Honda CR-V er vel búinn og sprækur sportjeppi á mjög
hagstæðu verði og sameinar bestu kosti jeppa og borgarbíls. XlilJiill JBLJunL
- betri bíll
Vatnagörðum 24 ■ Sími 520 1100 ■ www.honda.is
Akranes: Bílver s1„ slmi 431 1985. Akurayri: Höldur hf„ slmi 461 3000. Egilsstaðir: Blla- og búvólasalan hf., slmi 471 2011. Keflavik: Bílavík, simi 421 7800. Vestmannaeyjar: Bllaverkstæðið Bragginn, slmi 481 1535.