Morgunblaðið - 20.01.2000, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Askur
og
Embla
MYNDLIST
Morgunblaðið/Sverrir
Takist Vögnu að forðast of sniðugar lausnir, en leyfi sér í staðinn að
vinna með náttúrunni að gerð þessara merkilegu höggmynda er engin
hætta á öðru en að verk hennar þróist til óvæntra átta, segir m.a. í
dómnum.
Gallerí Polil, Rauð-
arárstíg
TRÉSTYTTUR, VAGNA
SÓLVEIG VAGNSDÓTTIR
Til 23. janúar. Opið daglega frá kl.
10-18, laugardaga frá kl.
10-17, og sunnudaga frá kl. 14-17.
VAGNA Vagnsdóttir er fædd á
Ósi í Amarflrði, síðla árs 1935. Eftir
því sem ég best veit hefm- hún verið
búsett á Þingeyri síðustu ár. Það er
ekki langt síðan Vagna fór að tálga
rekavið og annað fundið tré með
sjálfskeiðungi sínum, en hann er
hennar eina verkfæri. Á sýningunni í
Fold er vel á fjórða tug verka sem
Vagna hefur sett mark sitt á og um-
breytt í sérstæðar styttur. Manni
verður fljótlega starsýnt á svip þess-
ara fígúra því Vagna hefur merkilega
sýn á andlitsfall höggmynda sinna.
Þannig snúa varir niður og munnur-
inn er eilítið skakkur. Augun eru lok-
uð, eða vísa að minnsta kosti þannig
að fígúrui-nar horfa til jarðar eins og
fólk sem er fullt lotningar og beiðist
forláts á næi-veru sinni. Um leið
skynjar áhorfandinn að þetta eru
dreymandi verur, afspyrnu ójarð-
neskar og teygðar í sveig eins og kín-
verskar fígúrur.
Þannig hverfist heimur Vögnu um
sjálfan sig og allt stendur kyrrt þótt
engin útkoma sé eins og sú næsta.
Vissulega em verk Vögnu misjöfn að
gæðum, enda eru þau merkilega ólík
þótt ýmis smáatriði séu líkust leir-
mótífi eins og Wagner hefði orðað
það. Best finnst mér Vagna þegar
hún umbreytir litlu með þeim merki-
legu afleiðingum að stytturnar lifna
og lyftast upp. Ef til vill eru þær ekki
ýkja margar, stytturnar sem búa yfir
slíkum töfrum, en þær eru þó nægi-
lega margar til að færa manni heim
sanninn um ágæti hennar sem lista-
manns.
Vagna er sjálímenntuð að öllu leyti
og verður að telja merkilegt hverjum
tökum hún hefur náð á efniviðnum
með vasahnífnum einum vopna.
Smágerð verk takast á við stærri, oft
þannig að smáu verkin eru rækilegar
út skorin á meðan þeim stæiri er
leyft að halda sínum náttúrulega
uppruna með spírulaga handleggjum
sínum og kræklóttum fótum.
Eins leyfir Vagna viðnum að halda
einkennum sínum og verða þá til
ýmsar fígúrufléttur úr sprekunum.
Takist Vögnu að forðast of sniðugar
lausnir, en leyfi sér í staðinn að vinna
með náttúrunni að gerð þessara
merkilegu höggmynda er engin
hætta á öðru en að verk hennar þró-
ist til óvæntra átta.
Halldór Björn Runólfsson
Baryshnikov
til Konunglega
ballettsins?
^«í?ra-bí1aaið-
skrafað um það, hver
muni taka við Kon-
unglega ballettinum,
þegar Anthony
Dowell sleppir þar
stjórnvelinum á næsta
ári, en búist er við til-
kynningu þar um í
marz nk.
The Daily Tele-
graph fjallar um mál-
ið á dögunum og segir
Mikhail Baryshnikov
vera bezta kostinn, en
þessi rússneski ball-
ettdansari, sem á sín-
um tíma flúði vestur
um haf, er sagður
geta hugsað sér að
stjórna balletthúsi á nýjan leik.
Hann er nú 51 árs með glæsileg-
an feril sem dansari og stjórnandi
American Ballet Theatre í níu ár.
Áhrifamesti dansari tuttugustu
aldar hefur hann ver-
ið nefndur.
Þeir aðrir, sem
blaðið segir helzt
koma til greina, eru:
Kevin McKenzie, list-
rænn stjórnandi Am-
erican Ballet Theatre
síðan 1992, Derek
Deane, listrænn
stjórnandi enska
þjóðarballettsins síð-
an 1993, ballettdans-
mærin Sylvie Guill-
em, frönsk, en hefur
starfað við Konung-
lega ballettinn síðan
1989, Ross MacGibb-
on, Skoti og fyrrver-
andi stjarna Konunglega balletts-
ins, og tvíeykið Seymour/Baldwin,
sem eru kanadísk fyrrverandi
sljarna ballettsins og breskur
danshöfundur.
Míkhail
Baryshnikov
Hugo Williams
hlaut T.S.
E liot-ver ðlaunin
London. Morgunblaðið.
LJÓÐSKÁLDIÐ Hugo Williams
hlaut ljóðaverðlaun þau, sem
kennd eru við T.S. Eliot og eru að
sögn Iárviðarskáldsins Andrews
Motion þau verðlaun, sem flest
ljóðskáld langar að fá. Til verð-
launanna var stofnað 1993 á 40
ára afmæli Ijóðvinafélagsins og til
heiðurs ljóðskáldsins, sem stofn-
aði það.
í íjölmiðlum lýsa dómnefndar-
menn því, hversu erfitt var að
velja úr þeim tíu bókum, sem í úr-
slitakeppnina komust, en höfund-
ar þeirra auk Williams voru; Ann
Carson, Michael Hofman, Paul
Durcan, Tom Paulin, Kathleen
Jamie, Michael Laskey, Carol Ann
Duffy, Bernard O’Donoghue og
C.K. Williams. Formaður dóm-
nefndarinnar var Blake Morrison.
Verðlaunabók Hugo Williams
heitir Billy’s Rain og er hans
fimmta ljóðabók. I henni er 51
Ijóð, sem fjallar um liðið ástar-
samband og þótt ljóðin þurfi ekki
að vera bundin stað og stund, hef-
ur skáldið ekkert farið leynt með,
að þau séu byggð á ástarsam-
bandi, sem hann átti utan hjóna-
bands.
Ummæli um skáldskap Hugo
Williams ganga út á einfaldleika
ljóða hans, sem leyni oft meiri
merkingu, en virðist við fyrstu
sýn.
Frelsi o g fleira
BÆKLR
Stjórnmálaheimspeki
Höfundur: Hannes Hólmsteinn
Gissurarson. Utg. Hið íslenska bók-
menntafélag, 1999.
ÞAÐ er vel til fundið hjá Hannesi
Hólmsteini Gissurarsyni stjórn-
málafræðingi að hefja bók sína,
Stjómmálaheimspeki, á þeirri
spumingu hvort viðskipti séu kjarn-
inn í og forsenda eiginlegs frelsis
einstaklinga. Vitnar Hannes þarna í
skrif Benjamíns Constants frá nít-
jándu öld, en Constant var franskur
stjómmálamaður. Þá vitnar Hannes
einnig í orð Jóns Sigurðssonar, sem
benda til þess að forsetinn hafi ekki
verið alveg frábitinn þessari skoðun.
En þetta tæmir auðvitað ekki það
sem Hannes hefur að segja um
frelsi, enda er hugtakið margrætt og
flókið, eins og glögglega kemur í Ijós
í umfjöllun Hannesar. í bókinni
fjallar hann um nokkur helstu hug-
tök stjórnmálaheimspekinnar og
greinir frá hugmyndum manna um
þau. Auk frelsishugtaksins eru það
lög, ríkisvald, réttlæti og lýðræði
sem fjallað er um. Mikið ber á hug-
myndum íslenskra hugsuða, enda er
bók Hannesar gefin út í ritröðinni
íslensk heimspeki.
í kaflanum um frelsið heldur
Hannes því reyndar fram, að frelsi
sé hluti af eðli nútímamannsins, í
þeim skilningi að nú á dögum hafi
menn vitund um sig sem einstakl-
inga, en áður fyrr hafi menn ekki
haft þessa vitund. Hugmyndir um
einkalíf og einkamál séu orðnar
sjálfsagðar, en fornmönnum hafi
verið slíkt framandi. „Með frum-
spekilegu orðalagi má því segja, að
einstaklingsfrelsið sé í senn eðli nú-
tímans og sjálf einstaklingsins“ (bls.
65).
Hvort sem Hannes er beinlínis
sammála áðumefndri kenningu
Constants eða ekki, þá gefur það
bókinni aukið vægi að byrjað skuli á
því að vekja máls á þessari hug-
mynd, því með þeim hætti tengist
bókin strax í upphafi beint við þær
hugmyndir sem virðast fyrirferðar-
miklar í íslenskum hugmyndaheimi
einmitt núna. Það er algengt viðhorf
að menn telji samasemmerki vera á
milli viðskiptafrelsis og einstakl-
ingsfrelsis og umgangast margir þá
hugmynd eins og sjálfgefin sannindi.
Jafnvel þótt Hannes taki hvorki al-
veg undir kenningu Constants né
hafni henni afdráttarlaust gerir
hann ljósa grein fyrir því að um hug-
mynd er að ræða, en ekki einfald-
lega bara staðreynd. Þetta er þarft
verk.
En stundum virðist Hannes fara
ansi nærri því að falla í þá gryfju að
gefa sér staðreyndir sem ekki blasa
við og færa þyrfti einhver rök fyrir.
Til dæmis fullyrðir Hannes: „Tækn-
in hefur ekki tekið völdin af mönn-
um, heldur þjónar þeim dyggilega“
(bls. 147). Maður þarf auðvitað ekki
að vera sammála þeirri kenningu,
sem Martin Heidegger hélt fram, og
Páll Skúlason hefur viðrað, að tækn-
in hafi leitt til firringar manna, en
áhrif tækninnar í mannheimum er
gífurlega umdeilt atriði meðal heim-
spekinga og af þeirri ástæðu einni er
fullyrðing Hannesar of skilyrðislaus.
I frelsiskaflanum, sem og hinum
köflum bókarinnar, byggir Hannes á
hugmyndum fjölmargra heimspek-
inga sem hafa í gegnum tíðina fjallað
um þessi efni og oft etur hann þeim
saman, eða tekst á við þá sjálfur. Þá
leggur hann til atlögu við hugmynd-
ir kollega síns, Kristjáns Kristjáns-
sonar, heimspekiprófessors, sem
skrifað hefur bók um frelsishugtak-
ið. Þótt Hannes gangi í smiðju ann-
arra er bók hans þó fjarri því að
vera þurrleg sagnfræði, heldur er
hún lífleg og vel skrifuð og eins og
áður er nefnt hefur hún beina skír-
skotun til íslenskrar samtíðar. Veitir
kannski ekki af að inn í íslenska
samtímaumræðu komi skilmerkileg
greining á mörgum þeim hugtökum
sem oft virðast þar hent á lofti án
þess að ljóst sé hvað átt er við.
Er það til dæmis sjálfgefið að for-
sjónarhyggja (eða paternalismi) sé
með öllu óverjandi þegar kemur að
deilum um klámiðnað? Hvemig er
hægt að ræða um það, á einhvem
annan hátt en með því einu að skipt-
ast á fullyrðingum, hvort réttlætan-
legt sé að banna fyrirbæri á borð við
klám? Af skrifum Hannesar má til
dæmis læra sitthvað um þetta.
í kaflanum um ríkisvaldið vekur
Hannes máls á þeirri spurningu
hvert eigi að vera hlutverk ríkisins í
samfélaginu. Þar er aftur komið að
spurningu sem mikið fer fyrir í um-
ræðum á Islandi núna, enda tengist
hún áðurnefndri spurningu um
frelsi. Hannes segir meðal annars að
þýski heimspekingurinn Georg W.F.
Hegel hafi haldið því fram að ríkið
væri einskonar sáttasemjari sem
hefði það hlutverk að sjá um að ein-
staklingar hefðu nokkurnveginn
jafna samkeppnismöguleika. Veltir
Hannes því fyrir sér hvort þetta sé
ekki óþarfi og að borgaralegt skipu-
lag sé „heppilegri eða greiðfærari“
leið en „ríki Hegels" (bls. 152).
Hannes fjallar um heimspeki
Hegels af kannski meiri sanngirni
en áður hefur verið gert í íslenskri
heimspeki af engilsaxneskum upp-
runa, en lætur þess reyndar ógetið
að til er sú túlkun á skrifum Hegels
um ríkið, að hann hafi fyrst og
fremst séð það sem nauðsynlegan
vettvang fyrir athafnir mannanna,
fremur en beinan þátttakanda í má-
lefnum þeirra, og með þeim hætti
óhjákvæmilegt. Kenning Hegels um
ríkið var því eiginlega ekki kenning
um ríkisvald. Þótt Hegel liti svo á,
að ríkið væri næsta skref fyrir ofan,
eða á eftir borgaralegu samfélagi,
þýddi það ekki að ríkið ryddi borg-
aralegu skipulagi úr vegi, heldur var
það fremur vettvangurinn sem
tryggði möguleikann á því. Ríkið,
samkvæmt Hegel, var þannig ekki
hreinn valkostur við borgaralegt
skipulag, heldur var til um leið og
það. Þessi hugmynd um ríkið felur
því alls ekki í sér að frjálsum við-
skiptum sé úthýst. Þetta viðhorf til
ríkisins er náskylt því sem Páll
Skúlason hefur nefnt skynsemisvið-
horf til ríkisins og Hannes víkur að.
I inngangi gerir Hannes grein
fyiir þeim greinannun á stjómmála-
fræði og stjórnmálaheimspeki, að
hin fyrrnefnda fjalli um „stjórnmál
eins og þau eru“, en hin síðarnefnda
fáist við hugmyndir um stjórnmál
„eins og þau ættu að vera“ (bls. 11).
Þótt þessi greinarmunur sé almennt
gildur og hafi þann ótvíræða kost að
vera skýr og skilmerkilegur þá er
hann eiginlega villandi þegar kemur
að heimspeki Hegels. Hann leit
nefnilega alls ekki svo á að heim-
speki gæti sagt mönnum fyrir verk-
um.
En það er ekki stórkostlegur galli
á bók Hannesar að hann láti þessa
túlkunarmöguleika ógetið. Skilning-
ur hans á Hegel er reyndar fyllilega
í samræmi við þá viðkunnanlegu
kenningu að Hegel hafi verið fyrsti
jafnaðarmaðurinn.
Kristján G. Arngrímsson