Morgunblaðið - 20.01.2000, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 20.01.2000, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Guðmunda S. Gunnars- dóttir sýnir í Gerðubergi GUÐMUNDA S. Gunnarsdóttir opnar sýningu í Félagsstarfmu í Gerðubergi á morgun, föstudag, kl. 16. í tilefni dagsins mun Gerðu- bergskórinn syngja undir stjórn Kára Friðrikssonar, við harmón- ikkuundirleik Benedikts Egilsson- ar og píanóundirleik Unnar Ey- fells. Einnig er Vinabandið með hljóðfæraleik og söng. Guðmunda S. Gunnarsdóttir fæddist á Kirkjubóli, Valþjófsdal í Önundarfirði 1. mars 1923. Hún var búsett á Þingeyri við Dýra- fjörð í 25 ár, en fluttist árið 1967 til Reykjavíkur og starfaði hjá Aburðai’verksmiðju ríkisins í Gufu- nesi í 23 ár. Guðmunda lauk námi í teiknun og málun í bréfaskóla Hand- menntaskóla íslands. Einnig hefur hún sótt námskeið í vatnslitamálun hjá Hörpu Björnsdóttur. Guð- munda tók þátt í samsýningu starfsmanna Aburðarverksmiðj- unnar árið 1985. Þetta er fyrsta einkasýning Guð- mundu og eru flestar myndirnar unnar á tímabilinu 1990-1999. ---------------- Skissur af regni BJARNE Werner Sorensen verð- ur með leiðsögn um sýningu sína í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, á laugar- daginn, 22. janúar. Á sýningunni eru málverk og grafíklist hins dansk-færeyska Bjarne, en henni lýkur 24. janúar. Bjarne Werner Sorensen nam við Listaháskólann á Jótlandi og verk hans hafa verið sýnd í Kaup- mannahöfn og New York. Hann hefur hlotið margar viðurkenning- ar fyrir listsköpun sína og er nú formaður Norræna grafíkfélags- ins. Á sýningunni í Hafnarborg, sem ber yfirskriftina „Skissur af regni“ endurspegla verkin sýn lista- mannsins á viðfangsefni sitt og til- raun hans til að festa í myndverki það sem í raun er óstöðvandi, sí- fellt á hreyfingu. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12 til 18. BÆKUR Ljóð AÐEINS EITT LÍF eftir Sigurbjörn Þorkelsson. 96 bls. títg. höf. Prentun: Offsetþjónustan ehf. Iteykjavík, 2000. LJÓÐ ER eins konar skilaboð frá skáldi til lesanda. Þá hefur skáldi vel tekist þegar það kemur boðskap sín- um til lesandans með þeim hætti að lesandanum skiljist nákvæmlega hvað skáldið er að fara. Þessi ljóð Sig- urbjöms Þorkelssonar eru einföld og auðskilin. Þau eiga því að rata rétta leið til þess sem les og meðtekur. Grunntónninn er lífið, sem gefst að- eins einu sinni, og ljós trúarinnar sem varir að eilífu. Sigurbjöm lýsir trúar- reynslu sinni og boðar öðmjn fagnað- arerindi kristinnar tráar. Án tráar- innar hefði lífið engan tilgang. í trá á Guð skal maður lifa, starfa og njóta. Ljóst er að Sigurbjörn hefur hlotið tráarlegt uppeldi. Bamatráin vísar honum svo veginn á fullorðinsárum. Og sem faðir þriggja sona biður hann að þeir feti sömu leið. Hann minnist séra Friðriks og yrkir um friðsældina í Vatnaskógi. Hinn fræðilegi tráar- lærdómur er honum jafnframt hug- Úthlutað úr Kvikmyndasjóði íslands 132 milljóna framlög og 150 milljóna vilyrði SEX kvikmyndir hlutu vilyrði til framleiðslu árið 2001 þegar úthlutað var úr Kvikmyndasjóði Islands í gær, alls 137,8 milljónir króna. Þá var út- hlutað 116,2 milljónum til framleiðslu sex kvikmynda á þessu ári en þrjár þeirra höfðu fengið vilyi’ði við úthlut- un síðasta árs. Vilyrði til framleiðslu árið 2001 hlutu ennfremur fimm heimildar- og stuttmyndii’, samtals 12,2 milljónir, en tvær heimildannyndir og ein teiknimynd hljóta framlög á árinu 2000 í samræmi við vilyrði síðasta árs. Þá hlutu tíu aðilar framlög til handritsgerðar og -þróunar á árinu 2000, 300.000 kr. hver. Alls nema framlög til kvikmyndagerðar á þessu ári 132 milljónum króna og útgeftn vilyrði til kvikmyndagerðar árið 2001 eru samtals 150 milljónir. Nýr vefiir um íslenska kvik- myndagerð Við úthlutunina opnaði Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra nýj- an vef á Netinu um íslenska kvik- myndagerð, á slóðinni www.ice- landicfilms.com, en þar er verið að byggja upp allsherjar gagnagrunn um íslenskar biómyndh-. í ávarpi sínu við úthlutunina gerði Þorfinnur Ómarsson, framkvæmda- stjóri Kvikmyndasjóðs, að umtals- efni hina miklu uppsveiflu sem nú er í íslenskri kvikmyndagerð og vísaði þar til nýrra kvikmynda sem nú ganga í kvikmyndahúsunum. „Þess- ar myndir eru allar stórar og miklar og hafa hlotið lof gagnrýnenda og al- mennings, sem greinilega þyrstir í ís- lenskar kvikmyndir. Til viðbótar má geta þess að enn fleiri inyndir eru væntanlegar á næstu vikum og mán- uðum og það er mín trá að íslenska kvikmyndabylgjan muni skella á meginlandi Evrópu og víðar síðar á árinu,“ sagði Þorfinnur. Hann sagði fjárhagsgrundvöll Kvikmyndasjóðs hafa batnað verulega síðustu misser- in. Hann hafi raunar tekið stakka- skiptum með því samkomulagi sem gert var milli menntamálaráðherra, fjármálaráðherra og aðila í íslenskri kvikmyndagerð í desember 1998 um stóraukin framlög ríkisins til Kvik- myndasjóðs. „Ég leyfi mér að fullyrða að í kjöl- far þessa samkomulags hafi myndast mikil bjartsýni og hugur í mannskapnum. Þessi mikla bjartsýni endurspeglast í þeim umsóknum sem bánist sjóðnum í haust. Alls bárust 205 umsóknir, sem er næstum því tvöföldun frá því í fyrra en þá voru umsóknirnar 130. Þar af eru 47 um- sóknir vegna framleiðslu á stórum bíómyndum, en í fyrra voni þær 30 og 20 árið þar áður. Auk þess bárust 92 umsóknir um handritsstyrki, 46 umsóknir um heimildarmyndir, 18 um stuttmyndir og tvær um teikni- myndir." Vilyrði fyrir hæstu styrkjunum á næsta ári hlutu ísfilm til framleiðslu á myndinni Mávahlátur í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar, 40 milljónir, og íslenska kvikmyndasamsteypan til framleiðslu á myndinni Fálkar í leikstjóm Friðriks Þórs Friðriksson- ar, einnig 40 milljónir. Þá fékk ís- lenska kvikmyndasamsteypan vil- yrði fyrir 30 milljónum til myndarinnar Regínu í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur. Vilyrði um 10 milljónh’ hlaut Islenska kvikmynda- samsteypan vegna myndarinnar Monster í leikstjórn Hal Hartleys, Kvikmyndafélag íslands fékk 10 milljóna vilyrði vegna myndaimnar Islenski draumurinn, sem Robert Douglas leikstýrir, og Zik Zak kvik- myndir fengu 7,5 milljóna vilyrði fyr- ir myndina Gemsar í leikstjórn Mika- els Torfasonar. Eftirtaldir hlutu vilyrði til fram- leiðslu iieimildar- og stuttmynda árið 2001: Ólafur Sveinsson, 2,5 milljónir til myndarinnar Býrðu í bragga?, Kvikmynd, 3 milljónir til myndarinn- ar Við byggjum hús eftir Þorstein Jónsson, Litla gula hænan, 3 milljón- ir til myndarinnar NAO, PAM og SU eftir Ásthildi Kjai-tansdóttur, Kvik- myndasmiðjan, 3 milljónir til mynd- arinnar Viktor eftir Árna Ibsen og Vilhjálm Ragnarsson, og Gjörninga- klúbburinn, 700.000 til myndarinnar Fyrsta hjálp eftir Eiránu Sigurðar- dóttur, Dóru Isleifsdóttur, Jóní Jóns- dóttur og Sigránu Hrólfsdóttur. Áhættulán veitt í fyrsta sinn Kvikmyndirnar sem hljóta styrki til framleiðslu á þessu ári að undan- gengnu vilyrði síðasta árs eru Sólon Islandus, sem Margrét Rún Guð- mundsdóttir leikstýrir og Islenska draumaverksmiðjan framleiða, 47,5 milljónir, Ikingut, sem Gísli Snær Erlingsson leikstýrir og íslenska kvikmyndasamsteypan framleiðir, 42 milljónir, og Villiljós, sem Ásgrím- ur Sverrisson, Dagur Kári Péturs- son, Einar Þór Gunnlaugsson, Inga Lísa Middleton og Ragnar Bragason leikstýra og Zik Zak kvikmyndir framleiða, þær 18 milljónir sem þeg- ar hafði verið lofað auk 2,5 milljóna viðbótarvilyrðis. Þá hlýtur 101 ehf. 2.5 milljóna viðbótarframlag til myndarinnar 101 Reykjavík í leik- stjórn Baltasars Kormáks. Nú eru í fyrsta sinn veitt áhættulán til tveggja mynda. íslenska kvikmyndasam- steypan fær 2,5 milljóna króna áhættulán til að ljúka við myndina Óskabörn þjóðarinnar í leikstjóm Jó- hanns Sigmarssonar og Pegasus fær 1.5 milljónir til undirbúnings mynd- arinnar Sjálfstætt fólk í leikstjóm Hector Babencos. Eftirtaldh- hlutu 300.000 kr. hver til handritsgerðar og -þróunar: Am- aldur Indriðason: Dauðarósir, Börk- ur Gunnarsson: Jólatréð, Erlendur Sveinsson: Sunna, Huldar Breið- fjörð: Skuggi Ugga, Jón Armann Steinsson: Georg í mannheimum, Lars Emil Ái’nason: Jóhann risi, Karl Ágúst Ulfsson: Draumur í dós, Pálmi Gunnarsson: Fyrirboðinn, Margrét Örnólfsdóttirq Úthverfa- drottningin, og Sveinn Ó. Gunnars- son: Rökkvi. Síðar á árinu verður svo úthlutað til þeirra sem komast áfram samtals 2,5 milljónum króna. Heimildarmyndirnar tvær sem hljóta framlög á árinu 2000 að undan- gengnu vilyrði síðasta árs eru í gegn- um linsuna eftir Grétu Ólafsdóttur, Susan Muska og Æsu Siguijónsdótt- ur í framleiðslu Nýja bíós, 3,3 millj- ónir, og Tyrkjaránið á Islandi eftir Hjálmtý Heiðdal og Þorstein Helga- son, í framleiðslu Seylunnai’ ehf., 2,5 milljónir. Þá fær teiknimyndin Litla lh’fan ljóta eftir Gunnar Karlsson og Friðrik Erlingsson, í framleiðslu Skii'pó ehf., 4,5 milljónir. I úthlutunarnefnd Kvikmynda- sjóðs 1999 sátu Bjöm Vignir Sigur- pálsson, Christof Wehmeier og Úlf- hildur Dagsdóttir en fonnaður nefndarinnar var Vilhjálmur Egils- son. Undirnefnd vegna handrita- styrkja skipa Bjarni Jónsson, Salvör Nordal og Steinunn Sigurðardóttir. Morgunblaðið/Golli Kristín Marja Baldursdóttir, höfundur skáldsögunnar Mávahlátur sem Isfilm hyggst gera kvikmynd eftir, Margrét Örnölfsdóttir, annar tveggja handritshöfunda Regínu, Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri og framleiðandi Fálka og María Sigurðardóttir, leikstjóri Regínu. Fálkar, mávar og bófar FÁLKAR heitir mynd sem þeir f hana mikla peninga. Fálkar komi Friðrik Þór Friðriksson og Einar Kárason hafa verið með í bígerð í allmörg ár og Islenska kvikmynda- samsteypan hefur nú fengið 40 mill- jóna króna vilyrði til framleiðslu hennar á næsta ári en áætlaður framleiðslukostnaður er 214,6 mill- jónir. Friðrik Þór er ekki margmáll um myndina þegar hann er spurður út í efni hennar en segir þó að hér sé mikil örlagamynd á ferðinni. „Þetta er gömul hugmynd sem við Einar höfum verið að þróa mjög lengi. Hún hefur alltaf Iegið í loftinu - en nú steypir fálkinn sér á 320 kíló- metra hraða og fær byr undir báða vængi,“ segir hann og upplýsir enn- fremur að sagan hefjist á Islandi en svo berist leikurinn til Þýskalands og Þjóðveijar séu tilbúnir að leggja Ljóð og trú stæður. Orð eins ogupp- risa, synd og náð eru hvergi innantóm séu þau skoðuð í réttu sam- hengi með öðrum kenni- setningum helgra fræða. Þvert á móti telj- ast þau til fnimatriða í lífinu. Með bæninni rækir maðurinn sam- band sitt við Guð. En kærieikurinn, sem Páll postuli lagði svo mikla áherslu á, vísar hinum tráaða veginn gegnum ævidagana. I ljóðinu Dyggðir og lestir er talið upp það sem kristnum manni ber að forðast, og ennfremur hitt sem hann skyldi leggja stund á, vilji hann auðga og fegra líf sitt í samræmi við trá sína: Fégimdoghroki, sjálfselska og Iausmál tunga, baktalogrógburður, hagræðing á sannleikanum, svikoglygar, Sigurbjörn Þorkelsson eru lestir sem draga manninn nið- urísvaðið og hafa orðið mörgum að falli. Heiðarleiki og hógværð, uppörvunogsannsögli, þjálpsemi og kærleikur sem spyr ekki um endur- gjald, erudyggðir sem gera manninn meiri ogmannlífiðfegra. Allt telst þetta til meginatriða í ljóðum Sigurbjöms. Efa- hyggju gætir tæpast. Sýnt er að boðskapurinn er honum fyrir öllu. Stíllinn einkennist af ein- faldleika og hefðbundnu orðavali. Traust heitir eitt stysta ljóðið. Þar kemur Sigurbjörn þó fyrir kjarnan- um í tráarjátningu sinni: Égtreystiþér Jesús, þúertmittathvarf, þúertmittE Hinnsanniskjöldur, mín eina hlíf. Hér er mikið sagt með fáum orð- um. Vafalaust fer þó fyrir brjóstið á þeim, sem mætur hafa á íslenskri kveðskaparhefð, að Sigurbjörn yrkir bæði hér og víðar með rími en engum ljóðstöfum. Afstaða þeirra er þá bæði skiljanleg og réttmæt þar sem stuðla- setningin er sannarlega upprunalegii en rímið og löngum höfð sem mæli- kvarði á rétt og rangt í bragfræðinni. Oþarft er að taka fram að ljóð Sig- urbjöms miða aðeins til þess sem í þeim stendur. Orð hans búa hvorki yfir undirmerkingu né annars konar dulinni skírskotun. Þó lífið ogtniin sé hvort tveggja alvörumál kýs Sigur- björn að tjá sig með barnslegri ein- lægni. Ljóðunum mun síst ætlað að skyggja á sjálfan boðskapinn. Sá sem biður um framleg tilþrif og nýstárleg stílbrögð verður að leita annað. í inn- gangi kveðst Sigurbjörn tileinka bók- ina »2000 ára fæðingarhátíð frels- arans og 1000 ára afmæli kristnitöku á Islandi.« Hvors tveggja minnist hann einnig í Ijóðum bókarinnar. Kápumynd - gerð að hugmyndum höfundar - er í góðu samræmi við efni Ijóðanna, í senn bæði jarðnesk og himnesk. Erlendur Jónsson þar allnokkuð við sögu. „Ég er bara í hinum vængjuðu verum núna,“ segir Friðrik Þór. Kvikmyndin Mávahlátur er byggð á samnefndri skáldsögu Kristínar Maiju Baldursdóttur. fs- film framleiðir myndina en leik- sijóri hennar er Ágúst Guðmunds- son. Mávahlátur hlaut einnig vilyrði um 40 milljónir til fram- leiðslu á næsta ári. Áætlaður fram- leiðslukostnaður er 173,9 milljónir króna. „Þetta er sérdeilis íslensk mynd, því fáar sögur sem skrifaðar hafa verið hafa eins marga undir- tóna sem byggja á þjóðlífinu og þessi. í henni eru beinar tilvitnanir í íslendingasögurnar, islenska þjóðtrú og annað slíkt,“ segir fram- leiðandinn, Kristín Atladóttir. Hún kveðst vonast til þess að þau geti tekið myndina í haust, helst alla í Hafnarfirði, en þar er sögusvið skáldsögunnar. títlit er fyrir að um 20-30% framleiðslukostnaðarins fáist úr breskum sjóðum. Dans- og söngvamynd Regína er dans- og söngvamynd fyrir alla fjölskylduna, að sögn leik- stjórans, Maríu Sigurðardóttur, en höfundar handritsins eru þau Mar- grét Ornólfsdóttir og Sjón. Regína fékk 30 milljóna króna vilyrði frá Kvikmyndasjóði en áætlaður fram- leiðslukostnaður myndarinnar er 128,6 milljónir. „Aðalsöguhetjurnar eru Regína, tíu-ellefu ára gömul stelpa, og vin- ur hennar, Pétur, sem bæði eiga heima í Reykjavík. Þau fara að elt- ast við bófa og leikurinn berst inn á elliheimili, þar sem gamla fólkið tekur fullan þátt í leiknum. Sagan er æsispennandi, því það eru galdr- ar í henni. Stelpan kemst að því að hún hefur þann ciginleika að þegar hún syngur getur hún látið fólk gera hluti sem hún syngur um. En ljóðin verða að ríma og hún og Pét- ur hjálpast að við að semja,“ segir María. Hún kveðst hafa unnið mik- ið með börnum í bíó og verið að- stoðarleiksljóri í einum tíu eða tólf myndum, en þetta er í fyrsta skipti sem hún er sjálf leikstjóri kvik- myndar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.