Morgunblaðið - 20.01.2000, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 39
LISTIR
FRABÆR
TANGÓ Á LA
BUENOS AIRES
TÓNLIST
Geislaplötur
Astor Piazzolla
Astor Piazzolla: Primavera Porte-
no, Verano Porteno, Otono Porte-
no, Invierno Porteiio, Revoluciona-
rio, Oblivion, Libertango, Le Grand
Tango og Milonga en Re. Flytjend-
ur: Izumi Tateno Trio: Auður Haf-
steinsdóttir (fiðla), Bryndís Halla
Gylfadóttir (selló), Izumi Tateno
(pianó). Heildartími: 50’07. Útgáfa:
Firebird - King Record Company,
Japan KICC 286. Dreiflng: Japis.
TÓNLISTIN er alþjóðleg, það
sannast svo ekki verður um villst
þegar hlustað er á þennan íslensk-
fínnsk-japanska disk með argen-
tínskri tónlist! Auðvitað geta allir
hljóðfæraleikarar spilað nóturnar
sínar - hvaðan sem þær eru nú
upprunnar - en það er hreint ekki
sjálfgefið að tónlistin skili sér á
sannfærandi hátt til hlustandans.
Það gerir tónlistin svo sannarlega
á þessari framúrskarandi fínu
plötu frá tríói sem nefnist Trio
Izumi Tateno en hljóðritunin var
gerð í Finnlandi í febrúar s.l. Tríó-
ið er að tveimur þriðju hlutum
skipað Islendingunum Auði Haf-
steinsdóttur fiðluleikara og Bryn-
dísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara.
Izumi Tateno er Japani sem
starfað hefur i Finnlandi um árabil
og skýrir það ef til vill áhuga hans
á að hljóðrita geislaplötu með
tangótónlist. I Finnlandi er nefni-
lega sterk hefð fyrir tangódansin-
um og myndast hefur þar í landi
afar sérkennilegt fyrirbrigði sem
er hinn finnski tangó. En hér er
leitað til upprunans, Argentínu, og
lögin níu sem eru á plötunni eru öll
úr smiðju eins þekktasta tangótón-
skálds Argentínumanna, Astors
Piazzolla (1921-1992). Þetta eru
allt afar grípandi lög, tilfinningarík
og ástríðuþrungin, skaphitinn er
mikill - þarna er heitt og sveitt. Og
ekki fer á milli mála að tangóinn er
dauðans alvara. Þótt dansarnir séu
flestir svipaðir að uppbyggingu og
virki keimlíkir við fyrstu kynni þá
eru þeir það alls ekki þegar betur
er að gáð. Hver um sig hefur sín
ótvíræðu sérkenni sem gerir hlust-
unina að fjölbreyttri upplifun sem
verður ekki eitt augnablik þreyt-
andi eða tilbreytingalaus. Hér eru
allir dansarnir leiknir af tríóinu í
heild sinni nema lokalögin tvö.
Diskurinn hefst á fjórum árs-
tíða-„portenos“ (pórteno = frá
Buenos Aires): Primavera- (vor),
Verano-(sumar), Otono- (haust) og
Invierno- (vetur) Portenos. Þetta
eru grípandi lög með mikilli stíg-
andi en flest hafa þau þó hljóðlátan
millikafla. Otono Porteno er sér-
lega tilkomumikið og seiðandi og
eiga þær Auður og Bryndís þar
glæsilega einleiksspretti. Lagið
Revolucionario er nokkuð sérstakt,
tónmálið er frjálslegt og impróvís-
erandi og hljómagangur á stundum
nýklassískur. Lokadansinn Mil-
onga in Re fyrir fiðlu og píanó er
hægari og blíðlegri en hinir dans-
arnir. Þetta er óhemjufallegt lag
og afburðavel leikið af þeim Auði
Hafsteinsdóttur og Izumi Tateno.
Le Grand Tango fyrir selló og pía-
nó er viðamesta verkið á plötunni
og er sennilega þekktasta tónsmíð
Piazzollas. Samleikur Bryndísar
Höllu og Izumi Tatenos er feikna-
góður,þetta er í einu orði sagt eld-
glóandi spilamennska. Libertango
er einnig nokkuð þekkt lag (getur
verið að dægurlagasöngkonan
Grace Jones hafi komist á vin-
sældalistann með þetta lag fyrir
10-15 árum?). Sérkennilega óró-
legt lag sem endar eiginlega „upp í
loft“.
Hljóðfæraleikur þremenning-
anna á plötunni er framúrskarandi
og það sem mest er um vert er að
þeim tekst að samsama sig alger-
lega tónlist Piazzollas, framandi
tónmáli sem svo fátt á skylt með
tónlistarumhverfi okkar. Það
finnst mér mikið afrek.
Bæklingurinn með diskinum er
sérkapítuli sem best er að hafa
sem fæst orð um - hann er á jap-
önsku! Til allrar guðslukku má þó
greina nöfn listamannanna, tón-
skáldsins og lagaheitin. En eigin-
lega finnst mér að maður geti kraf-
ist meira - þótt diskurinn sé að því
er mér er tjáð aðeins ætlaður fyrir
Japansmarkað.
Hljóðritunin hefur tekist ein-
staklega vel, jafnvægið milli hljóð-
færanna er eins og best verður á
kosið og hljóðmyndin öll afar eðli-
leg og skýr. Svona á að hljóðrita
kammermúsík.
Þetta er ómissandi plata fyrir
alla tangófíkla og fólk sem er for-
vitið að kynnast öðruvísi tónlist.
Valdemar Pálsson
á heima
Heimskautasög’ur
HÚSASMIDJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
BÆKUR
Ínúítasögur
KAJAK DREKKHLAÐINN
AFDRAUGUM
Höfundur: Lawrence Millman. Sig-
fús Bjartmarsson islenskaði. Bjart-
ur, Reykjavík 1999.157 bls.
Á ÖNDVERÐUM níunda áratugn-
um ferðaðist Lawrence Millman um
Grænland og Kanada til að safna
saman þeim Inúítasögum sem hér
birtast. Hann er því ekki eiginlegur
höfundur bókarinnar Kajak drekk-
hlaðinn af draugum heldur frekar
eins konar ritstjóri eða ábyrgðarmað-
ur. Millman leitaði víða fanga, bæði
ferðaðist hann mikið og svo trúði
hann því að hver sem er gæti búið yfir
merkilegri sögu. Lesanda verður þó
fljótlega Ijóst að hér er ekki um
reynslusögur einstaklinga að ræða
heldur eru sögumar birtingarmyndir
sameiginlegs menningararfs Ínúíta,
sögur sem Millman segir að hafi varð-
veist kynslóð fram af kynslóð í munn-
legri geymd.
í inngangi segir ennfremur að
þessi bók hafi að geyma „langar og
áður ósagðar sögur; hálfgleymdar
sögur; smáskrýtlur af nábúunum; og
meira að segja fáeinar lengri og
merkilegri goðsagnir." Þessi lýsing
nær ágætlega utan um þá óhefluðu og
óðu sagnaflóru sem hér er að finna en
goðsögubragur umlykur þó stærri
hluta verksins en þama er gefið til
kynna. í fyrstu sögunum er sköpun
ýmissa náttúrufyrirbrigða lýst, svo
sem sólar og mána, vindanna, sjávar-
dýranna og konunnar. Að greint sé
frá sköpun konunnar í sama kafla og
segir frá því hvemig skögultennur
rostunga urðu til úr stirðnuðu hori er
reyndar lýsandi fyrir stöðu kvenna í
sagnaarfi Ínúíta.
Endurtekið þema er matarleit og
veiðiferðir. Hungursneyð blasir sífellt
við þeim sem sagt er frá og vel stað-
sett öndunarop á ísnum er fundur
sem er gulls ígildi. En ef í harðbakk-
ann slær og um aðra kosti er ekki að
velja em sögupersónumar ekki endi-
lega mótfallnar því að taka sér
mannakjöt til munns og em eiginkon-
umar þá það fyrsta sem lendir á
pönnunni. Bömin það næsta.
Flestar em sögumar stuttar,
nokkrar aðeins örfáar línur, eins og
sagan af veiðimanninum Uutaaq sem
er reyndar svo stutt að hægt er að
hafa hana hér eftir í heild sinni: „Ung-
um veiðimanni sem Uutaaq hét varð
einu sinni á sú slysni að gleypa oddinn
af skutli sínum. Þetta olli nokkmm
þjáningum því oddurinn ýttist í inn-
yfli hans. Hann greip þá til þess ráðs
að reka við í átt að náhvelavöðu.
Skaust skutuloddurinn þar með úr
rassi hans og í gegnum hjörtu allra
náhvelanna. Uutaaq var eftir það
hylltur sem mesti veiðimaður í heimi.
Hann óð líka beinlínis í kvenfólki það
sem hann átti eftir ólifað.“ Frásögnin
af Uutaaq er reyndai- í léttari kantin-
um, myrkari sögur er líka að finna þar
sem eitt algengasta stef hinna íjöl-
mörgu, en keimlíku, sagna er kúgun
og valdbeiting. Níðst er á minnimátt-
ar í hverri sögunni á fætur annarri,
hvort sem það em böm, undirmáls-
fólk eða konur og virðist það alltaf
eiga að vera jafnskondið.
Samfélagið sem sagnimar lýsa er
grimmt og svo sem ekki ýkja aðlað-
andi en það í sjálfu sér er enginn ljóð-
ur á bókinni. Hinn nútímalegi blær
sem Millman Ijáir sögunum með því
að rita þær í slangurkenndu talmáli
og einkennileg hótfyndni sem vel gæti
verið viðbót samtímasögumanna, rýr-
ir gildi þeirra hins vegar mjög. Mill-
man tekur reyndar fram að sögumar
hafi ekki verið þýddar með nákvæmni
að leiðarljósi heldur læsileika og það
að koma inntakinu til skila. En vandi
bókarinnar liggur einmitt í togstreitu
milli forms og innihalds. í eðli sínu er
goðsagan myndhverfing sem birtir
djúpbyggingu þeirrar menningar
sem hún sprettur úr, en sú merking-
arvídd Ínúítasagnanna þurrkast út í
kæruleysislegu, jafnvel fyllerís-
kenndu, andrúmslofti bókarinnar. Af
sumum sagnanna er hægt að brosa,
eins og þeirri af veiðimanninum Uuta-
aq, fleiri em þó nauðaómerkilegar og
enn aðrar hálfógeðfelldar.
Björn Þór Vilhjálmsson
0] Electrolux
• Ryksuga
• 1600W
• Inndraganleg snúra
• Fylgihlutageymsla
• Ofnæmissía
• Mjög hljóðlát
^49GL
'ALSA
með Carlos
If áföstudags-^~—^
jk kvoldum
Simar 551 5103
1 5 og 551 7860
Olga sýnir
í Galleríi
Nema
hvað
OLGA Pálsdóttir opnar sýn-
ingu á morgun, fóstudag, kl. 18
í Galleríi Nema hvað á Skóla-
vörðustíg 22c.
Meginþema sýningarinnar
era manneskjan, miðpunktur
tilverannar og frjáls leikur með
form mannslíkamans.
Sýningin er opin frá fimmtu-
degi til sunnudags kl. 14-18.
Síðasti sýningardagur er
sunnudagurinn 30. janúar. Allir
velkomnir.
Hilluplan fyrir lausar vörur
og bitar fyrir vörubretti.
Þunga-
vörurekkar
Trygg gæði - Gott verð!
ISO9001
Öryggis- og gæðastaðlar
" 4
Einfalt f uppsetningu
Skrúfufrftt
Smellt saman
f allar áttir
Umboðs- og heildverslun
Nethyl3-3a-110Reykjavík
Sími53 53 600- Fax5673609
Tilboð
25% afsláttur
fimmtudag - sunnudags
I Herraskór
Stærðir 40-47
Verí nð 4.995,-
Teg. 2U7. Utur svartur
Stærðir 40-45
Jíuið úðui 5.9957
Verí nó 4.495,-
Teg. 783027. Utur svartur
Stærðir 40-45
Jluið liðui 5.9957
Yerð nú 4.495,-
Takmarkað magn
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
DOMUS MEDICA
við Snorrobrout - Reykjovík
Sími 551 8519
KRINGLAN
Kringlunni 8-12 - Reykjovik
Sími568 9212
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS