Morgunblaðið - 20.01.2000, Síða 40

Morgunblaðið - 20.01.2000, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 41 fltorgtiiiMjifeifr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UNGLINGARNIR OGSAGAN ISLENDINGAR vita of mikið um sögu sína í hlutfalli við það, sem þeir skilja,“ segir Sigurður Nordal í íslenzkri menningu. Þessi orð koma upp í hugann þegar bág þekking ungu kynslóðarinnar á sögu þjóðarinnar og þá einkum tutt- ugustu aldarinnar er til umræðu. Sigurður er að benda á að það skortir ekki heimildirnar um sögu okkar heldur skiln- ing á þeim og samhengi þeirra. Orðin mætti einnig heim- færa upp á sagnfræðilega þekkingu almennt. Það er ekki nóg að þekkja allar staðreyndirnar, ef nota má það hugtak, það er ekki nóg að vita nöfnin og ártölin og þekkja helstu atburði heldur verður að skilja samhengið, hugsanirnar á bak við orð og gjörðir; þannig er ekki nóg að spyrja hvar og hvenær heldur einnig hvers vegna. Spurningin um þekk- ingu ungu kynslóðarinnar á sögu þjóðarinnar, hvort sem er fyrri tíma eða seinni, er með öðrum orðum flóknari en virð- ast kann í fyrstu, auk þess sem hún vekur ýmsar aðrar spurningar, svo sem um það hvernig sögukennslu er háttað í skólum og hvert við teljum vera hlutverk hennar. Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti efasemdum um að þekking ungu kynslóðarinnar á sögu tuttugustu aldarinnar væri eins og best yrði á kosið í grein sinni, Við áramót, sem birtist hér í blaðinu á gamlársdag. Vísaði hann til þess að ungt fólk sem heimsækti Stjórnarráðshúsið þekkti fæst af mynd þá stjórnmálamenn sem verið hefðu í forustu á öld- inni. Kvaðst hann hafa „þá trú að kennsla og þekking yngri kynslóðarinnar á síðari tíma sögu þjóðarinnar sé í molum.“ Sjálfsagt eru margir á sama máli og forsætisráðherra og hafa svipaða reynslu og hann. Hinu sama kynnast þeir, sem starfa með nýútskrifuðu fólki á vinnustað og undrast þekk- ingarleysi á mönnum og málefnum síðustu áratuga. I við- tölum við nokkra sagnfræðinga og skólamenn hér í blaðinu á þriðjudaginn komu fram efasemdir af sama tagi en einnig var bent á að slíkar efasemdir hefðu sennilega alltaf verið uppi. Nýleg könnun á söguvitund íslenskra unglinga í sam- anburði við jafnaldra þeirra í Evrópu bendir sömuleiðis til þess að söguleg þekking sé síst minni hér í þessum al- durshópi en annars staðar í álfunni. Einnig var vakin at- hygli á að áherslur í sögukennslu væru að breytast. Stað- reyndatalningar heyra sögunni til að miklu leyti enda er nú dregið í efa að þær skili tilætluðum árangri. Menn hafa líka komist að því að það stoðar lítið að kenna börnum söguefni sem ekki höfðar til þeirra. Ný aðalnámskrá tekur mið af þessu. I nýju kennsluefni í sögu fyrir 8. bekk verða jafn- aldrar nemendanna frá fyrri tíð í brennidepli, svo dæmi sé nefnt. Með því að skoða söguna út frá þessu sjónarhorni er hægt að skýra ýmsa siði og verðmætamat í samfélagi fyrri tíma og stöðu einstaklinga gagnvart fjölskyldu, þjóðfélagi og menningu á þann hátt sem nemendurnir skilja vel sjálfir og geta samsamað sig. Algengasta mælistikan á sögukunnáttu fólks er vafalaust þekking á staðreyndum. Hver gerði hvað hvenær og hvar? Þetta hafa verið algengar spurningarnar á söguprófum skólanna í gegnum tíðina. Ef við tökum Sigurð Nordal á orðinu veitir hins vegar ekki af að reyna að leita frekar skilnings á atburðunum sem orðið hafa og einstaklingunum sem tengdust þeim. Okkur skortir ekki heimildirnar eða vitneskjuna um atburðina heldur skilninginn á þeim. Þetta á ekkert síður við um sögu tuttugustu aldar en þeirrar tíundu eða þrettándu. Að vísu eru aðgengilegar og góðar bækur um samtímasögu ekki á hverju strái en enginn vafi leikur á því að tuttugasta öldin er sú best skrásetta hingað til. Það hefur heldur aldrei verið auðveldara að nálgast upplýsingarnar og þar standa unglingar dagsins í dag bet- ur að vígi en nokkru sinni fyrr. Þá vantar ekki upplýsing- arnar heldur leiðsögn um það hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru. Sumir halda því jafnvel fram að gríðarlegt upplýsinga- flæðið hafi brenglað söguvitund fólks, hver viðburðurinn á fætur öðrum þjóti eftir upplýsingahraðbrautinni með því- líkum hraða að fólk skynji þá ekki í samhengi, hvað þá sem samfellu, röklega þróun eða heild. Sagan eða tilfinning okk- ar fyrir henni sé því gufuð upp. í ljósi þessa þyrfti kennsla í samtímasögu ef til vill að miða að því að auka færni nem- enda í að greina þær upplýsingar sem þeir hafa úr að moða og lesa úr þeim sér til skilnings. Forsætisráðherra sagði í áramótagrein sinni að þeim færi fjölgandi sem þætti sagan ekki fyrirferðarmikill hluti af nauðsynlegasta veganesti til veglegra lífskjara, að saga þjóðarinnar og sameiginleg reynsla væri ekki megingrund- völlurinn. Ef þetta er rétt þá er nauðsynlegt að bregðast við með einhverjum hætti. Við erum og getum ekki verið annað en afurð fortíðar okkar. Viljum við leita skilnings á sjálfum okkur og samfélaginu verðum við því að þekkja sögu okkar. / Nýsköpunarverðlaun forseta Islands verða veitt á Bessastöðum í dag 166 NEMENDUR UNNU AÐ 127 VERKEFNUM ✓ I dag verða veitt á Bessastöðum nýsköpunarverðlaun forseta Islands fyrir árið 2000, en þau eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt hafa verið af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Fimm verkefni voru útnefnd nú, en þetta er í fímmta sinn sem verðlaunin eru veitt. Nýsköpunarsjóður námsmanna var stofnaður 1992 til þess að útvega áhugasömum nemendum sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun, jafnt fyrir atvinnulíf sem á fræðasviði. Sumarið 1999 hlutu 127 verkefni styrk og voru unnin af 166 stúdentum. HRAFNKELL HRAFNHILDUR EIRÍKSSON HANNESDÓTTIR Mælir æðar í augnbotni með tölvuforriti Rannsakaði vannýtta auðlind á Vesturlandi HRAFNKELL Eiríksson er tilnefnd- ur til nýsköpunarverðlaunanna vegna verkefnis um mat á æðum í augnbotn- um en hann hefur þróað aðferð til að finna og staðsetja æðar í augnbotni. Ætlunin er að það auðveldi læknum mat á þeim vegna rannsóknar á ýms- um augnsjúkdóm- um sem geta til dæmis orðið vegna sykursýki. Hrafnkell tók stúdentspróf frá MH vorið 1995 og lauk verkfræðiprófi frá Háskóla Islands síðasta vor. Hann stundar nú nám við Danmarks Tekn- inske Universitet í Kaupmannahöfn og vann augnbotnaverkefnið síðastlið- ið sumar og haust að mestu frá Dan- mörku. Leiðbeinendur hans voru þeir Jón Atli Benediktsson, prófessor í raf- magnsverkfræði, og Einar Stefáns- son, prófessor í augnlækningum. En af hverju valdi hann þetta verkefni sem tengist læknavísindunum? Spennandi að beita verkfræði í líftækni „Mér finnst spennandi að beita ýmsu því sem við höfum í verkfæra- kassa okkar í rafmagns- og tölvuverk- fræðinni á líftæknileg vandamál,“ seg- ir Hrafnkell. „Það eru miklir möguleikar á nýtingu tölvutækninnar, tölvurnar eru öflugar og þær má for- rita og nýta á svo margan hátt við þró- un á rannsóknartækni sem nota má í læknisfræði og fleiri greinum." Hrafnkell segir að sýnt hafi verið fram á að ýmsar breytingar verði á æðum í augnbotnum, svo sem legu þeirra, sveigju, breidd og fleira, til dæmis vegna sykursýki. Nauðsynlegt sé að sykursýkisjúklingar séu í reglu- legu eftirliti til að tryggja þeim með- ferð tímanlega vegna hugsanlegrar sjónskerðingar. Læknar geti metið þessar breytingar með skoðun sinni á augnbotnum sjúklings. Með því að út- búa fyrir þá sjálfvirkt kerfi mætti finna á auðveldari hátt og ódýrari þá sjúklinga sem ættu það á hættu að sjón þeirra skertist. Erfitt sé og tíma- frekt að mæla þessar breytingar með núverandi tækni og því hafi læknar oftast orðið að meta slíkar breytingar með berum augum. Segir hann að með aðstoð tölvuforrits geti læknar hins vegar skoðað á tölvuskjá ljósmynd af augnbotni sjúklings og mælt æðar sem þar koma fram og með sjálfvirkri aðferð megi mæla oftar, bera saman mælingar og stunda umfangsmeiri rannsóknir á æðabreytingunum. „Þetta er byrjunin og vonandi verð- ur tækifæri til að þróa þessa tækni frekar, gera mælingaraðferðina betri og nákvæmari," segir Hrafnkell og nefnir að við skólann sé einmitt verið að huga að svipuðum verkefnum sem hann kveðst vel geta hugsað sér að sinna. HRAFNHILDUR Hannesdóttir jarð- fræðinemi vann að verkefni síðastliðið sumar sem styrkt var af Nýsköpunar- sjóði námsmanna og nefnist „Van- nýtt auðlind á Vesturlandi". Hef- ur verkefnið nú verið tilnefnt til Nýsköpunarverð; launa forseta ís- lands. Hrafnhildur seg- ist hafatekið fyrir ákveðið svæði á Vesturlandi sem er lítt þekkt meðal ferðamanna og safna heimildum um náttúrufar og sögu svæðisins ásamt upplýsingum um hvers konar afþreyingu og þjónustu sem svæðið hefur upp á að bjóða. I framhaldi af þessu verkefni er svo markmiðið að gera svæðið aðgengi- legra fyrir ferðafólk og markaðssetja svæðið og skipuleggja framtíð þess með græna ferðamennsku í huga. Framtíðarmöguleikar í ferðaþjónustu Hrafnhildur er 22 ára og leggur stund á jarðfræði við Háskóla íslands. Hún á einnig að baki tveggja ára nám í umhverfis- og vistfræðinámi í Banda- ríkjunum. Hrafnhildur segist hafa unnið að þessu verkefni allt síðastliðið sumar en leiðbeinendur hennar voru Hafsteinn Helgason verkfræðingur og Ari Trausti Guðmundsson jarðfræð- ingur. „Verkefnið fólst í að safna heimild- um og gögnum, bæði fræðilegu efni og öðru sem skrifað hefur verið um þetta tiltekna svæði, sem er á eystri hluta Snæfellsness, á sviði náttúrufræði, jarðfræði, líffræði og sögu og að koma þessum upplýsingum í gagnagrunn. Markmiðið var annars vegar að kanna hvaða möguleikar væru til staðar í ferðaþjónustu á svæðinu, hvað væri nú þegar í boði s.s. varðandi gistimögu- leika, ferðir, hvort gönguleiðir væru merktar og fleira og hins vegar hvaða framtíðarmöguleikar væru til staðar, hvernig mætti nýta svæðið betur og skipuleggja það með ferðamennsku í huga,“ segir Hrafnhildur. Hún segist hafa safnað og farið í gegnum mikið magn heimilda. „Ég fór líka inn á svæðið og mér gafst tæki- færi til að taka myndir, auk þess sem ég tók viðtöl við nokkra ferðaþjón- ustuaðila,“ segir hún. Fallegt svæði sem allt of fáir þekkja Aðspurð um ástæður þess að hún valdi þetta viðfangsefni segir Hrafn- hildur hugmyndina hafa komið upp þegar hún starfaði hjá verkfræðistof- unni Línuhönnun. „Hugmyndin kom frá Þorsteini Helgasyni, sem þar vinn- ur á umhverfissviði, en hann var að leita að nema í þetta verkefni. Ég fékk aðstöðu til að vinna að verkefninu hjá Línuhönnun," segir hún. „Þetta er afskaplega fallegt svæði Hrafnkell Eiríksson Hrafnhildur Hannesdóttir sem ég held að allt of fáir þekki og það ættu að vera talsverðir möguleikar á að skipuleggja það með tilliti til ferða- þjónustu, vegna þess hvað það er lítið nýtt,“ segir Hrafnhildur aðspurð um helstu niðurstöður verkefnisins. „Það væri gaman að geta skipulagt svæðið með tilliti til grænnar ferðamennsku, sem er vistvæn og á að stuðla að því að sem minnst röskun verði á náttúru- fari. Það þyrfti að ráðast í að merkja gönguleiðir og gera svæðið aðgengi- legra en það er nú þegar töluverð þjónusta á jöðrum svæðisins, sem mætti nýta og auglýsa betur,“ segir hún. Hrafnhildur segir að Nýsköpunar- sjóðurinn veiti námsmönnum mjög þýðingarmikil og fjölbreytt tækifæri. Aðspurð hvort viðfangsefnið endur- spegli áhugasvið hennar eftir að námi lýkur segist hún hafa mikinn áhuga á náttúruvernd og á skipulagningu ferðaþjónustunnar, sem sé ört vax- andi. Ármann Gylfason ÁRMANN GYLFASON OG ÁSTMUNDUR NÍELSSON Þrif með tilliti til hönnunar búnaðar ÁRMANN Gylfason og Ástmundur Níelsson unnu að verkefni sem lýtur að hreinlæti í fiskiðnaði í samstarfí við Marel hf. Kröf- ur um hreinlæti í matvælaiðnaði hafa stóraukist á undan- förnum árum og eru hreinlætismál einn mikilvægasti þáttur daglegs reksturs matvæla- fyrirtækja. Þrif á matvælafyrirtækj- um eru viðamikil og erfitt getur reynst að þrífa flókinn tækjabún- að þannig að full- nægjandi árangur náist. Verkefni þeirra félaga fólst í því að kanna hrein- læti og þrif á bún- aði frá Marel í fisk- . vinnslu og benda á Astinundur lausnir til að bæta Níelsson hönnun hans. Ástmundur sagði að verkefnið hefði í raun verið margþætt. Hann sagði að um flókinn tækjabúnað væri að ræða hjá Marel og hjá því væri ekki komist að mikið væri um lokuð skot í tækjunum þar sem gætu safn- ast fyrir óhreinindi. „Við vorum að reyna að staðsetja þetta og koma með tillögur um breytta hönnun á tækjun- um frá Marel. Við heimsóttum líka nokkur frystihús og fylgdumst með þrifum þar. Við settum upp þvotta- ferli með hliðsjón af gögnum frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins sem okkur fannst duga best,“ sagði Ástmundur. Verkefni þeirra laut einnig lítillega að viðhaldi tækjanna en mörg þeirra hefur Marel þegar betrumbætt með tilliti til slíkra vandamála. Loks gerðu þeir efnatilraunir í tengslum við tær- ingu á málmum í tækjunum vegna efna og vatns og gerlamælingar á reimum tækjanna. Tilgangurinn með því var að reyna að finna út hvers konar reimar væru hentugastar í tækjabúnaðinn. Ástmundur segir að Marel hafi nú niðurstöðurnar undir höndum og fyr- irtækið geti vonandi nýtt sér þær til þess að breyta útfærslu á tækjum sín- um til þess að auðvelda þrifin. MARGRÉT EINARS- DÓTTIR OG BJARNI ÓLAFSSON Könnuðu kröfur EES MARGRÉT Einarsdóttir og Bjarni Ólafsson, laganemar við Háskóla Is- lands, unnu sl. sumar að verkefni sem ber heitið „Kröfur EES-samningsins til rökstuðnings stjórnvaldsákvarð- ana“, og er það á meðal þeirra fimm verkefna sem til- nefnd eru til Ný- sköpunarverðlauna forseta Islands árið 2000. Bjarni og Mar- grét eru 22 ára og Margrét Einarsdóttir bæði á þriðja ári í lögfræði. Þau unnu að verkefninu síðastliðið sumar og var Einar Gunnarsson, sendiráðsritari á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins, leiðbeinandi þein-a. Krafist rökstuðnings samhliða ákvörðunum stjórnvalda Verkefnið fólst í að rannsaka hvaða kröfur EES-samningurinn gerir til rökstuðnings stjórnvaldsákvarðana og hvort þess hafi verið gætt að mæta þeim kröfum þegar íslensk löggjöf var aðlöguð samningnum. „Meginreglan samkvæmt íslenskum rétti er sú, að stjórnvöld þurfa einung- is að rökstyðja ákvarðanir sem þau taka eftir á, ef aðili máls biður sérstak- lega um það innan 14 daga,“ segir Margrét þegar hún varbeðin að lýsa viðfangsefninu nánar. „Samkvæmt EES-rétti eru hins vegar í ákveðnum tilvikum gerðar kröfur til samhliða rökstuðnings stjórnvalda þegar ákvarðanir eru teknar. Það veitir borgurunum meira réttaröryggi og stuðlar að því að stjórnvöld segi strax á hvaða laga- ákvæðum þau byggja ákvarðanir sín- ar. Slíkt gerir borgurunum auðveldara með að skilja ákvarðanirnar, að þeir geti gengið úr skugga um að þær séu reistar á málefnalegum sjónarmiðum og að stjórnvöld hafi gætt rannsóknar- skyldu sinnar og tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem borgai’arnir hafa fram að færa,“ segir hún. Við úrlausn verkefnisins fóru Bjarni og Margrét í gegnum allan EES-rétt- inn, þ.e.a.s. EES-samninginn, við- aukaákvæði og bókanir og skoðuðu einnig dóma EB-dómstólsins í þeim tilgangi að kanna í hvaða tilvikum EB- rétturinn gerir kröfur um rökstuðning stjórnvaldsákvarðana. „Niðurstaðan er í fyrst lagi sú, að samkvæmt dómstólareglum sem EB- dómstóllinn hefur mótað, eru einungis gerðar kröfur um rökstuðning eftir að ákvarðanir eru teknar, líkt og á ís- landi. Hins vegar kom í ljós að í nokk- uð mörgum tilvikum eru gerðar kröfur um samhliða rökstuðning ákvarðana. Það á til dæmis við um ýmislegt sem + snýr að samkeppnislögum, veitingu at- vinnuleyfa til útlendinga o.fl.,“ segir Margrét. Hún segir að í Ijós hafi komið að í ákveðnum tilvikum séu þessar kröfur uppfylltar í íslenskum rétti. Umræddar kröfur um rökstuðning stjórnvaldsákvarðana hafi þá verið innleiddar þegar einstakar reglur eða tilskipanir voru innleiddar í íslenskan rétt, en í öðrum tilvikum hafi það hins vegar ekki verið gert. „I þeim tilvikum uppfyllum við ekki þær þjóðréttarlegu skuldbindingar sem á okkur hvíla,“ segir hún. Margrét sagði einnig að í sumum til- vikum hefur verið látið nægja að til- taka í reglugerð eða lögum að um málsmeðferð fari eftir EB-rétti. Það sé hins vegar þýðingarlítið orðalag vegna þess að hætt sé við að stjórn- völd fletti ekki upp í Evrópuréttinum þegar reynir á þessi ákvæði. Margrét bendir á að stjórnsýslulög- in veiti borgurunum einungis lágmarksréttindi og segir að þau hafi komist að þeirri niðurstöðu, m.a. í ljósi dómaþróunar Hæstaréttar, að í þeim tilvikum þegar EES-samningurinn leggur þá skyldu á herðar stjórnvalda að rökstyðja ákvarðanir samhliða beri að túlka stjórnsýslulögin til samræmis við þessar kröfur EES-samningsins. Eigum í rauninni að vera nokkurs konar verðir „Þetta var heilmikil vinna en við Bjarni áttum mjög gott samstarf og skiptum verkefnunum skipulega á milli okkar. Þetta gekk eins og í sögu.“ Hún segir að þau hafi unnið að verk- efninu í júní og júlí og lagt svo loka- hönd á það í september. Nýsköpunarsjóður námsmanna var stofnaður 1992 til að útvega áhuga- sömum nemendum sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknar- verkefni. Margrét segir það ómetan- legt fyrir námsmenn að fá tækifæri til þess að vinna svona rannsóknarvinnu. -Endurspeglar verkefnið áhugasvið þitt í lögfræðinni? „Já, stjómsýslu- réttur er afar skemmtilegt og spenn- andi réttarsvið, ekki síst vegna þess að svo stutt er síðan stjórnsýslulögin voru sett og ég tel að lögfræðingar framtíðarinnar hafi miklu hlutverki að gegna við að sjá til þess að stjómvöld framfylgi þessum lögum. Við eigum í rauninni að vera nokkurskonar verðir. Evrópurétturinn er líka heillandi," svarar hún. Margrét segir þau hafa lært mikið af þessu verkefni og það sé mikil hvatning að fá tilnefningu til Nýsköp- unarverðlaunanna. LÍSBET EINARSDÓTTIR Alvarlegar afleiðingar eineltis á vinnustöðum TALSVERT er um einelti á vinnu- stöðum hér á landi, en einelti getur m.a. falist í stríðni, útilokun, kynferð- islegri áreitni, neikvæðum athuga- semdum og skemmdarverkum. Af- leiðingar eineltis geta m.a. verið kvíði, þunglyndi, streita, minnkað traust til annarra og sjálfsvígshug- leiðingar. Engar verklagsreglur eru Lísbet Einarsdóttir hins vegar til um hvemig skuli bregð- ast við þegar eineltismál koma upp á vinnustöðum. Sá sem verður fyrir einelti stendur því uppi einn og óst- uddur. Þetta eru meginniðurstöður rannsóknar Lísbetar Einarsdóttur og Pálínu Guðmundu Benjamínsdóttur um einelti á vinnu- stöðum, sem þær unnu í félagsvís- indadeild Háskóla íslands undir stjóm dr. Guðbj- argar Lindu Rafnsdóttur. Upphaflega gerðu Lísbet og Pálína megindlega rannsókn til BA- prófs á einelti á vinnustöðum. I þeirri rannsókn voru sendir um 200 spurningalistar út á níu vinnustaði. Aðeins um 100 svör bárust en samkvæmt þeim höfðu um 20% orðið fyrir einelti. í sumum til- fellum höfðu afleiðingar eineltis verið alvarlegar því að 2-3 einstaklingar í hópi svarenda höfðu leitt hugann að sjálfsmorði. Lísbet sagði að þessi rannsókn- hefði vakið ýmsar spurningar og þess vegna hefðu þær haft áhuga á að skoða þetta mál betur með því að gera svokallaða eigindlega rannsókn, en hún byggist á ítarlegum viðtölum við einstaklinga þar sem leitast er við að kafa betur ofan í efnið en hægt er að gera í skoðanakönnun. Viðtöl voru tekin við fulltrúa stéttarfélaga, starfsmannastjóra fyrirtækja og þol- endur eineltis. Lísbet sagði að rannsóknin benti til að afleiðingar eineltis væru oftar en ekki alvarlegar. Það hefði komið fram í viðtölum við þá sem orðið hefðu fyrir einelti að það tæki einstaklinginn langan tíma að koma sér út úr vand- anum. Algengt væri að fólk gripi til þess ráðs að skipta um vinnustað, en það væri ekki eðlileg niðurstaða því þá væri sá saklausi að víkja. Lísbet sagði að þó að þolandinn upplifði einhverja áreitni á vinnustað sem einelti væri ekki víst að sá sem stæði fyrir eineltinu liti á atferlið sem einelti. Viðkomandi liti kannski á það sem saklausa stríðni. Engu síður hefði komið fram í könnuninni að fólk virtist gera sér glögga grein fyrir hvað einelti væri. Jafnframt hefði komið fram að fólk gerði sér góða grein fyrir afleiðingum eineltis. Enn- fremur kom fram að rúmlega 60% svarenda þekktu einhvern sem orðið hefði fyrir einelti. Lísbet sagði að í rannsókninni hefði verið lögð talsverð áhersla á hvernig væri hægt að bregðast við einelti. Þær hefðu sett fram verklagsreglur sem hefðu falið í sér leiðbeiningar um hvernig bregðast ætti við svona mál- um. Hún sagði að þær hefðu spurst talsvert fyrir um hvort einhverjar verklagsreglur væru til sem tækju á svona málum, en svörin hefðu öll ver- ið á einn veg; enginn kannaðist við slíkar reglur. í samtölum við fulltrúa verslunarmannafélagsins sem rætt var við hefði komið fram að umræða hefði átt sér stað innan félagsins um hvernig væri hægt að bregðast við einelti á vinnustöðum. Að öðru leyti kom fram að stéttarfélögin höfðu ekki fjallað um þessi mál. Lísbet sagði að tilgangur rann- sóknarinnar hefði ekki síst verið sá að setja fram upplýsingar sem gagnast gætu fyrirtækjum, stofnunum og þol- endum eineltis, til að uppræta eða koma í veg fyrir einelti. Forsætisráðherra Svíþjóðar vill aðild að EMU Yfirlýsingu Perssons tekið með varúð Viðbrögð við yfirlýsingu Perssons, forsætisráðherra Syíþjoðar, frá því í síðustu viku um að Svíum beri að stefna að EMU- aðild einkennast af axlayppingum, segir Sigrún Davíðsdóttir, þar sem ekkert kemur fram um hvenær og hvernig sú aðild eigi að eiga sér stað. YFIRLÝSING Görans Perssons, forsætisráð- herra Svía, um að sænsk- ir jafnaðarmenn stefni á að ganga í Efnahags- og mynt- bandalag Evrópu, EMU, tekur af öll tvímæli um stöðu forsætisráð- herrans í málinu. Það er þó eftir sem áður óljóst hvenær að inn- göngu kemur og hvern aðdraganda hún fær. Persson aftók einnig að nauðsyn væri á að Svíar uppfylltu skilyrði um þátttöku í fastgengi EMU, ERM, í tvö ár áður en að að- ild gæti orðið að raunveruleika. Þar með markar sænska stjórnin sér stefnu enn á ný upp á eigin spýtur, rétt eins og þegar Svíar ákváðu að vera utan EMU án nokkurs sam- ráðs við Evrópusambandið, ESB. Að vilja en geta ekki „Þetta er að vilja, en geta ekk'i,“ sagði Per Unckell, formaður þing- flokks sænska Hægriflokksins, um yfirlýsingu Perssons. Þótt yfirlýs- ing Perssons hafi verið skorinorð- ari en búist hafði verið við í kjölfar jákvæðis framkvæmdastjórnar flokksins þá fullnægir hún þó ekki þeim, sem eru áfram um sænska aðild að EMU. Bo Lundgren, formaður Hægri- flokksins, benti á að fyrst Persson styddi aðild væri það í andstöðu við sænska hagsmuni að þurfa að bíða með aðild um óvissa framtíð. Hann var því ósáttur við að Persson lét sér nægja að styðja aðild, án þess að gefa neitt til kynna um hvenær hún gæti orðið. Hann benti á að þar sem Svíar hefðu efnahagsábata af aðild töpuðu þeir stöðugt á því að vera ekki með, auk þess sem þeir yrðu af því að hafa áhrif. I sama streng tók Lars Leijon- borg, formaður Þjóðarflokksins, sem kallaði yfirlýsingu Perssons heigulshátt, því ekkert væri sagt um hvernig eða hvenær. í sjálfu sér breytti yfirlýsingin því litlu. Leijonborg segir í samtali við Svenska Dagbladet Persson hafa varpað aðild langt fram í framtíð- ina og yfirlýsing hans sé taktísk. Johan Lönnroth, talsmaður Vinstriflokksins, stuðningsflokks minnihlutastjórnar Perssons, segir menn þurfa að horfast í augu við að kjósendur muni ekki styðja sænska EMU-aðild í þjóðaratkvæða- greiðslu. Vinstriflokkurinn sér fram á að geta náð fylgi EMU- andstæðinga frá Jafnaðarmanna- flokknum, sem þegar hefur mátt sjá á eftir miklu fylgi til vinstri. Mats Odell frá Kristilega demó- krataflokknum er argur út í stjórn- ina fyrir að ætla bara að bíða og sjá til með hvenær best verði að ganga í EMU. Þar sem ákveðnar efna- hagsforsendur þurfi að vera fyrir hendi eigi stjórnin að freista þess að hafa jákvæð áhrif á úrslitaatriði eins og réttar aðstæður á vinnu- markaðnum og heppilega launa- myndun. Hér megi engan tíma missa. Meira tillit til flokksins en þjóðarhagsmuna Það ergir ýmsa stuðningsmenn sænskrar EMU-aðildar hvað Pers- son mælir skref sín um EMU-aðild augljóslega eftir aðstæðum í flokki sínum. I fréttatilkynningu sænskra vinnuveitenda eftir yfirlýsinguna segir að eðlileg afleiðing yfirlýsing- arinnar væri að stefna á snarlega aðild, en ekki slá henni á frest um óljósa framtíð. Áframhaldandi takt- ískar vangaveltur og hik séu Svíum. skaðlegar. Þegar þáverandi Evrópuráð- herra Ulf Dinkelspiel kynnti aðild- arviðræður Svía að Evrópusamst- arfinu 1993 sagði hann að síðar yrði tekin afstaða til EMU-aðildar. Hægrileiðtoginn Carl Bildt, þáver- andi forsætisráðherra, og jafnaðar- maðurinn Ingvar Carlsson, sem varð forsætisráðherra 1994, voru báðir sammála um að þetta var- færna orðalag væri já samstiga ESB-aðild. Sem nýbakaður forsætisráðherra kom Göran Persson öllum á óvart er hann notaði leiðtogafund ESB í júní 1996 til að koma með neikvæð- ar fullyrðingar um EMU, sem væri varasöm fyrirætlun er fæli í sér aukið yfírþjóðlegt vald. Um leið breyttist EMU-afstaða stjórnarinn- ar í „nei, enn sem komið er“. Það er frá þessari afstöðu, sem Persson er að hverfa. Persson hvatti síðan landa sína til að ræða málin, en hefur sjálfur ekki viljað láta skoðun sína í Ijós. Það sem hann hefur sagt hefur ver- ið neikvætt, en nú lætur hann sem hann hafi legið undir feldi í málinu, áður en hann hafi opinberað skoð- un sína. Hann sjái gallana á EMU,» en kostirnir við að vera í tryggu samstarfi er verji Svía gegn spá- kaupmönnum á fjármálamörkuðum vegi þyngra en hugsanlegt sjálfs- forræðistap. Nú stendur Persson hins vegar frammi fyrir litlum vinsældum al- mennt og flokki, sem er klofinn í EMU-afstöðunni. Þessi leið hans á vafalaust að vera liður i að taka á þessum flokksvanda. Hann virðist þó varla ætla sér stuttan og snarp- an aðdraganda að aðild, heldur langan og linan. Persson hefur ekki viljað binda hendur sínar og lofa þjóðar- atkvæðagreiðslu, segir hana þó eðlilegasta kostinn. Ekkert verður. gert meðan Svíar fara með ESB- formennskuna fyrri hluta næsta árs. Svo koma þingkosningar 2002 og þá er spurning hvernig hugsan- leg atkvæðagreiðsla eigi að liggja með tilliti til sem bestrar útkomu fyrir jafnaðarmenn í þeim. Þar hef- ur Persson reyndar viðrað þann möguleika að EMU-aðild mætti af- greiða í þingkosningum. Varla er það þó jafnaðarmönnum fýsilegur möguleiki, þar sem þá væri hætta á að EMU-andstæðir kjósendur jafn- aðarmannaflokksins flykktust á Vinstriflokkinn. « „Já, ég trúi að Svíar verði orðnir aðilar að EMU eftir fimm ár,“ er það eina sem Persson hefur viljað segja um tímasetningu aðildar. Það þykir EMU-stuðningsmönnum harla langur tími, en geta huggað sig við að fátt bendir til að Danir og Bretar verði nokkuð fyrr á ferð- inni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.