Morgunblaðið - 20.01.2000, Side 50
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000
rffy, FASTEIGNA tf
í#J MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 570 4500, FAX 570 4505
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-18. Netfang: http://habil.ls/fmark/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Viggó Jörgensson, lögg. fasteignasali.
Laugavegur-
6 nýinnréttaðar íbúðir
m 1 1 1 1 J L WF w
úB-z: LL 4-LUX U, 1 1 1
Vorum að fá í sölu 6 vel skipulagðar íbúðir á 2. og 3.
hæð í reisulegu steinhúsi í hjarta borgarinnar. Um er að
ræða tvær 74 fm 3ja herb. íbúðir og fjórar 47 fm 2ja
herb. íbúðir. Svalir út af hverri íbúð og sérgeymsla í
kjallara. (búðirnar verða afhentar í maí 2000, fullbúnar
með vönduðum innréttingum en án gólfefna. Allar lagn-
ir, gler og gluggar endurnýjað. Möguleiki að kaupa bíla-
stæði á baklóð. Teikn. og frekari uppl. á skrifst.
0=
Skúlagata
V
Nýkomnar í sölu 2ja, 4ra og 5 herb. á 2., 3. og 4. hæð í endur-
nýjuðu lyftuhúsi. íbúðirnar afhendast tilbúnar til innréttinga eða
fullbúnar. Góð lofthæð, útsýni. Sameign í góðu ástandi. Teikn.
og frekari uppl. á skrifstofu.
SIMI: 562 0200
Þar sem allt snýst umfólk
U|Lp
9\a£u/i/ Vuxp>AjU>s
Orul eJv aJcJLasZ/ jíacp
V)tjja ojj ð ju’fuumtlú
ó4aaA Uttmal6Jí<íiM>
a/ pÓAÚucLvcjAs - cujp ^xxáx^ajl/iÁxx^A^L^JóJIÁaááíyv
j/iúí/ \ -V. yxnuxx/o 5. ^dh/ixxxxsv.
Sturla Birgisson matreiðslumeistari Perlunnar
var 15. sæti I Bocuse d’or ‘99, sem er
óopinber heimsmeistarakeppni einstaklinga
I matreiðslu.
Til að fullkomna rómantíska stund er tilvalið að fá sér snúning á dansgólfinu við Ijúfan söng
og undirleik Þóris Baldurssonar, Eddu Borg og Birgis Bald
uruns /LC/tta/ ntaÁAxÁiÆ
UMRÆÐAN
Betri kennsla —
Betra nám
DAGANA 21. og 22.
janúar næstkomandi
standa Stúdentaráð
Háskóla íslands,
kennslumálanefnd Há-
skólans og kennslusvið
Háskólans fyrir ráð-
stefnu sem mun bera
yfírskriftina Betri
kennsla - Betra nám.
Eins og nafnið gefur til
kynna verður fjallað um
kennslumál við Háskóla
íslands á ráðstefnunni
og leiðir til úrbóta 1
þeim málum. I fyrsta
lagi verður samhengi
kennslu og nýs fjár-
málaumhverfis Háskólans tekið til
umræðu. Nú hafa orðið miklar breyt-
ingar á rekstrarforsendum Háskól-
ans með nýlegum þjónustusamningi
á milli Háskólans og ríkisvaldins.
Margar spurningar hafa vaknað um
þetta nýja umhverfi, til að mynda
hvaða áhrif það mun hafa á kennslu,
námsmat og aðbúnað nemenda og
kennara. Þessum spurningum verður
reynt að svara eftir hádegi á föstu-
deginum.
A meðal ræðumanna verða
Ingjaldur Hannibalsson, formaður
fjármálanefndar Háskólans, Jón Við-
ar Sigurðsson, sem mun kynna
reynslu af svipuðu reiknilíkani við
Oslóarháskóla, og Stefán Arnórsson,
prófessor í jarðfræði.
Eftir framsögur verða pallborðs-
umræður og munu því allir sem hafa
áhuga á að setja sig inn í fjármál Há-
skólans geta kynnt sér málin og
spurt áleitinna spurninga. Dagskráin
á föstudeginum mun hefjast klukkan
13 og ljúka klukkan 16.30.
í öðru lagi verður tekið fyrir þver-
faglegt nám á háskólastigi. Sumir
hafa talið þverfaglegt nám vera eðli-
lega þjónustu Háskólans við samfé-
lagið og vinnumarkaðurinn geri kröf-
ur um slíkt nám á háskólastigi. Aðrír
hafa talið að þverfaglegt nám rýri
gæði háskólamenntunar. Þessum
sjónarmiðum verða gerð skil fyrir há-
degi á laugardegi en þá hefst dagskrá
klukkan 9:30. Meðal annars munu
talsmenn þverfaglegra námsbrauta
kynna starfsemi þeirra, Klara Gunn-
laugsdóttir frá Ráðgarði ræðir um
þarfir vinnumarkaðarins fyrir þver-
faglegt nám, nemendur í þverfaglegu
námi lýsa skoðun sinni á náminu og
Páll Skúlason, rektor, veltir því fyrir
sér hvort nýmæla sé þörf í kennslu.
Eftir framsögur verður blásið til
hópastarfs. Klukkan 12 á laugardegi
verður boðið upp á léttan hádegis-
verð í Odda. Við sem nú stundum
nám á háskólastigi sjáum fram á
miklar breytingar á kennslu og nýja
kennsluhætti. Skilgreina þarf hlut-
verk kennarans upp á nýtt og ákveða
hvers konar kennsla henti þörfum
nemenda um þessar mundir. Úrbæt-
ur og nýjar leiðir í kennslu verða til
umræðu eftir hádegi á laugardegin-
um.
Meðal annars mun David Wilkin-
son frá Oxford-Brookes University
lýsa hugmyndum sínum um endur-
menntun háskólakennara. Þá mun
Ráðstefna sem þessi,
segja þær Katrfn Jak-
obsdóttir og Sigríður
María Tómasdóttir,
veita yfírsýn yfír stöð-
una í kennslumálum Há-
skólans.
kennslustjóri Háskólans lýsa stefnu
skólans í þeim efnum, Ingvar Sigur-
geirsson frá Kennaraháskólanum
kynnir rannsókn sem hann gerði á
fyrirlestraforminu, Guðrún Geirs-
dóttir veltir því fyrir sér hvort Há-
skólinn þurfi kennslustefnu og ný-
neminn Sölvi Bjöm Sigurðarson lýsir
því hvemig kennslan á Háskólanum
virðist honum við fyrstu sýn. Margir
fleiri munu stíga í ræðustól. Að fram-
sögum loknum verður að nýju blásið
til hópastarfs. Ætlunin er síðan að
ráðstefnunni verði slitið klukkan 16 á
laugardeginum, af Hjalta Hugasyni,
formanni kennslumálanefndar Há-
skólans. Ráðstefnustjóri verður
Kristín Ingólfsdóttir, prófessor.
Öllum nemendum og kennurum
Háskóla íslands, sem öðmm, er hér
með boðið að sækja ráðstefnuna.
Hún verður haldin í stofu 101 í Odda.
Ráðstefna sem þessi er þarft framtak
og nauðsynleg til að veita yfirsýn yfir
stöðuna í kennslumálum Háskólans.
Hún mun vafalaust nýtast öllum
þeim sem hafa einhvern áhuga á
kennslufræðum, kennslustefnu Há-
skólans, námsframboði, þverfaglegu
námi og fjármálaumhverfi skólans.
Höfundar sitja í menntamálanefnd
Stúdentaráðs fyrir Röskvu.
Renault Magnum AE420.26 6x4, árg 1994, með kassa
°g frystir. Tveggja drifa (stellbíll) á fjöðrum allan
hringinn, selst með kassa, 8 metrar langur, 3 hurðir
öðru megin og 2 hinu megin, frystir með sjálfstæóri
dieselvél og einnig fyrir 220 volt, ABS, olíumió-
stöö, aksturstölva, krókur og tilh. rafm í rúóum,
speglum og fjarstýróar samlæsingar,
manngengtsvefnhús, akstur 459.000 km.
ásett
verð 3.900 þús.
án vsk.
Grjóthálsi 1 notaðir bflar
Síml 575 1225/26