Morgunblaðið - 20.01.2000, Side 52

Morgunblaðið - 20.01.2000, Side 52
-32 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Mannfólkið njóti vafans EINU viðbrögðin til að stöðva fólksstraum- inn sem flykkist á höf- uðborgarsvæðið er að byggja risaálver á Austfjörðum, það stærsta í Evrópu. Mik- il er hugmyndafátækt- in hjá ráðamönnum. Nú er það álver, áður voru það refabú og lax- eldi. A Islandi eykst sí- fellt bilið á milli annars -H'egar þeirra sem mega og eiga og hins vegar Jóns og Gunnu. Ekki þrífast allir á því að selja verðbréf og kvóta og litlar líkur eru á að margar konur verði framkvæmda- stjórar í risaálveri við Reyðarfjörð með útsýni yfír Hólmana sem eru friðlýstir sem náttúruvætti. Heyrst hefur frá landshornum að lífeyrissjóðirnir eigi að fjármagna ævintýrið. Þar á bæ hefur kvisast út um hreinsanir og uppsagnir hjá líf- eyrissjóðum og verkalýðsforystu Austurlands til að tryggja að þar reynist enginn óþægur ljár í þúfu. A Austfjörðum vantar sárlega .^jölbreytta atvinnu en ekki eina lausn sem gleypir allt rafmagn sem hægt er að framleiða í náinni fram- tið og er því dragbítur ó aðra at- vinnuuppbyggingu. Þetta fyrirtæki tek- ur allt of stóra tolla af hálendisperlum Islend- inga sem Landsvirkjun hefur fengið frítt hjá íslensku þjóðinni. Ferðamenn koma ekki til Austfjarða til að skoða risaálver eða gruggug gervilón með skurðum og háspennu- línum. Lögformlegt um- hverfísmat í upphafi skyldi end- irinn skoða. Mér létti þegar ég sá athuga- semdir skipulags- stjóra: „Athuga þarf svæðið þar sem fyrirhugað álver verður staðsett með tilliti til aurskriðna." Það er að segja undir Hólmatindi þar sem risaálver er á pappírum. Hólmatin- dur er yfir 1000 metrar á hæð. Ég gekk oft þama um hlíðar Hólmat- inds því að sem unglingur vann ég á sumrin við heyskap á þessu fallega svæði. Mér varð þá oft starsýnt á stórgrýtisurðir sem fallið höfðu víða með skriðum niður eftir lækjar- skorningum úr Hólmatindinum langleiðina niður í fjöru. Nú síðast í haust féllu aurskriður á þessu svæði og tepptist vegurinn á milli Eskifja- rðar og Reyðarfjarðar á nokkrum Óbyggðirnar Tökum höndum saman og friðlýsum öræfín norðaustan Yatnajök- uls, segír Ólöf Stefania Eyjólfsdóttir. stöðum. Það er von að menn séu hræddir og að farið sé með þetta sem feimnismál. Það er von mín að skipulagsstjóri fái frið til að ljúka lögformlegu um- hverfismati og leggi einnig hag- fræðilegt mat á arðsemi álversins, þess stærsta í Evrópu og allra virkjananna á hálendinu í kjölfarið svo að þjóðin sitji ekki uppi með kostnað upp á 200 milljónir við gerð varnargarða til varnar aurskriðum í Hólmatindi eins og varnargarðamir á Siglufirði kostuðu. Því að risaál- verið nær yfir svo gífurlega breitt svæði þvert undir skorningum í Hólmatindinum. Veðurfarsbreyting- ar vegna hækkunar á hitastigi í loft- hjúpi jarðar hafa átt sér stað sem valda aukinni úrkomu og meiri lík- um á aurskriðum og snjóflóðum sem hafa tekið sinn toll af þjóðinni. Stafalogn er oft í Reyðarftrði svo dögum skiptir, því að fjörðurinn er þröngur og umluktur háum fjöllum. Skipulagsstjóri hefur einnig til at- hugunar mengun sem gæti safnast þar upp og orðið hættuleg heilsu íbúanna. Umhverfisráðherra er nið- ursokkinn við að rannsaka „kam- fylu“-bakteríur í kjúklingum. Verð- ugt verkefni væri líka fyrir umhverfisráðherra að huga að því að böm Reyðarfjarðar og Eskifja- rðar fái að njóta vafans og þeirra heimahagar verði ekki gerðir óbyggilegir vegna mengaðs and- rúmslofts. Mannréttindi og frumbýlisréttur Við látum okkur koma við eyðingu regnskóga í Brasilíu og Borneo. Við fylltumst kvíða og vanmætti þegar Rússar hugðust fyrr á öldinni breyta farvegi tveggja stærstu fljóta Síberíu, Yenisey og Ob til suðurs. Enn fremur fyllumst við vandlæt- ingu vegna útrýmingar dýrategunda í öðmm álfum. Hvað með hreindýr og fugla og gróður á hálendi Is- lands? Við höfum samúð með frum- byggjum sem sviptir hafa verið veiðilendum forfeðranna en hver era viðbrögð á vora landi heima fyrir? Hvernig er frambyggjaréttur Jóns Jónssonar, sjómanns, tryggður til að róa til fiskjar? Eða Gunnu fisk- verkakonu sem unnið hefur í frysti- húsinu í 30 ár þegar kvótinn er seld- ur og fluttur til vinnslu annars staðar? Hvernig fer fyrir afkomend- um Jóns og Gunnu í þessum sjávar- þorpum þegar þeim eru allar bjargir bannaðar og verða að greiða til sægreifanna 70% leiguskatt á hvert kíló sem fæst upp úr sjó? Varðar okkur eitthvað um það? Verða íbúum Sögueyjunnar búin sömu örlög og Azteka og Inka í Suð- ur-Ameríku? Er það vilji Austfirð- inga að drekkja einstæðum gróður- vinjum, „hálendisþjóðgarði Islands", fyrir erlenda álfursta? Kyoto-bókunin og dýr raforka til heimila Verður þjóðin látin borga háar fjárhæðir vegna aukinnar mengunar Ólöf Stefanía Eyjólfsdóttir sökum stóriðju á íslandi í Kyoto- samningi þjóða á nýrri öld? Sú spurning verður sífellt áleitnari hvort raforka hækki svo í kjölfarið til hins almenna neytanda þegar menn tala um að raforkan verði seld langt undir kostnaði til stóriðju? Dýr raforka og dýrar neysluvörur ásamt kvótasukki, þetta þrennt telja landsbyggðarmenn helstu ástæður fyiir straumi fólks á suð-vestur- hornið. Til dæmis er svartolía notuð við bræðslu og skipsflotinn notar frekar svartolíu við löndun sem er ódýrara heldur en að kaupa raforku við bryggjur. f stærstu blöðum landsins birtast dag hvem greinar um ástand sjávarbyggðanna og mót- mæli gegn fórnum hálendisdjásna sem aldrei koma til baka. Afleiðing af skammsýni og aðgerðaleysi stjórnvalda. Þjóðin er orðin langeyg eftii- því að kosningaloforð ráða- manna verði efnd og fyrirheitin fögra um sátt við þjóðina og landið. Þjóðgarður á Austurlandi Tökum höndum saman og friðlýs- um öræfin norðaustan Vatnajökuls með Eyjabakka, einstæða fossa og landsvæðið kringum Snæfell, sem er fegurst fjalla og stolt Austurlands. Þjóðgarður sem er nú þegar ein- stæður í okkar heimsálfu og þótt víðar væri leitað. Leggjum okkar af mörkum til að spoma við þynningu ósonlagsins yfir norðurhveli jarðar. Verðum vörslumenn meðal þjóða en ekki eyðingaröfl. Þá getum við verið stolt af því að vera íslendingar og getum horft framan í afkomendur okkar í upphafi nýrrar aldar. Styðjum baráttu Umhverfisvina um að þjóðarlög séu virt í umhverf- ismálum á íslandi. Hafið samband við skrifstofu Umhverfisvina í síma 533 1180. Höfundur er húsmóðir og Austfirðingur. J? BAÐSTOFAN GLÆSILEG SÉRVERSLUN MEÐ ALLT I' BAÐHERBERGIÐ BÆJARLIND 14 > KÓPAVOGI • SÍMI 564 57 OO FUSAR’HREINL/ETIST/eKI-BAÐINNRÉTTINGAR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.