Morgunblaðið - 20.01.2000, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 53! -
UMRÆÐAN
Hófdrykkjualkóhólism-
inn og kristnihátíð
FÓLK talar um of-
drykkjuna og afleiðing-
ar hennar sem mikið
vandamál og vill bæta
þar úr þótt vitað sé að
það takist misjafnlega.
Hins vegar er hikað við
að ráðast að rótinni
sjálfri, hófdrykkjualkó-
hólismanum, sem er
hinn mikli bölvaldur,
enda einn blóðugasti
„ismi“ heims. Samt er
hann dýrkaður sem
guð væri af öfgafullum
sannfæringarþunga boðbera sinna.
Breiði vegurinn
Sannleikurinn er sá að ofdrykkju-
fólk kemur allt úr hópi þeirra sem
veg hófdrykkjualkóhólismans
ganga. Afleiðingar áfengisneyslu
eins og margs konar ofbeldi, auð-
gunarbrot, upplausn heimila, sjúk-
dómar, önnur fíkniefnaneysla, slys
og dauði fyrir aldur fram er allt á
vegi hófdrykkjualkóhólismans. Þar
þrífst líka best hvers konai- ómenn-
ing, kúgun og mann-
réttindabrot.
Kristileg hátíð
Hátíð til að minnast
1000 ára kristnitöku á
að halda á Þingvöllum í
sumar. Þótt flestum
finnist að á þeirri hátíð
eigi að þjóna einum
herra, þá hvíslaði púk-
inn á bitanum að rétt
væri að hafa hóf-
drykkjualkóhólismann
með í för og beygja að
minnsta kosti annað hnéð fyrir hon-
um. En góðir menn komu í veg fyrir
þann tvískinnung.
Verum heil í huga
Við sem viljum vera kristið fólk
eigum að vera heil í huga. Við höld-
um hátíð á Þingvöllum Guði til dýrð-
ar og okkur til þroska. Og það ætt-
um við að gera um land allt. Ekki
komast allir til Þingvalla. Öldur ljós-
vakans geta bætt þar um. Og hægt
væri að koma saman til hátíðahalda
Bindindi
Einfalt er að setja sér
það mark, segir Páll V.
Danielsson, að engin
áfengissala fari fram á
landinu hátíðisdagana.
á ýmsum stöðum. Þá er einfalt að
setja sér það mark að engin áfengis-
sala fari fram á landinu öllu hátíðis-
dagana og leggja þannig áherslu á
forvarnir í baráttunni gegn allri
vímuefnaneyslu og hjálp til handa
því fólki sem er í helgreipum fíknar-
innar. Vímuefnaneyslan er stærsta
vandamál þjóðarinnar. Til að bæta
þar úr geta stjórnvöld og þá ekki síst
sveitarstjórnir ráðið för. Höldum
vímuefnalausa kristnihátíð um land-
ið allt.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Páll V. Daníelsson
r
Handklæða-
ofnar
76,5x60 12.002,-
120x60 15.314,-
181x60 22.784,-
siA Ármúla 21, 533 2020.
JÍj JAWSmiVMJ &jjj\
r
--------------------------'N
HOTEL FLÚÐIR
I CE LANDAIR HOTEL5
„Góða nótt“
Hótel Flúöir býður þægilega gistingu ífallegu og rólegu umhveifi.
Frábærkosturfyrireinstaklinga og hópa allan ársinshring.
Upplýsingar og pantanir í síma 486 6630
Vertu gób við
húsbóndann
- einn dag á ári!
Bóndadagurinn
er ó föstudaginn.
Þú finnur réttu gjöfina í Kringlunni.
KriKq \€<K
Þ R R 5 E M /w I fl R T R Ð S L It R