Morgunblaðið - 20.01.2000, Blaðsíða 54
, í54 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Jóla-, líknar-
o g styrktar-
merki 1999
Jóla- og styrktarmerki 1999.
FRIMERKI
Jðl 1999
Jólamerki Barnauppeldissjóðs
Thorvaldsensfélagsins, Framtíð-
arinnar á Akureyri, Rotaryklúbbs
Hafnarfjarðar, Líknarsjóðs
Lionsklúbbsins Þórs, Ung-
mennasambands Borgarfjaröar,
Kaþólska safnaðarins, Neistans -
styrktarfélags hjartveikra barna,
Rauða kross íslands
og Hins ísienska biblíufélags.
AÐ vanda hefst fyrsti þáttur nýs
árs með fréttum af jóla- og líknar-
merkjum liðinna jóla. Hefur Bolli
Davíðsson í Frímerkjahúsinu sem
fyrr látið þættinum flest þessara
merkja í té og jafnframt ýmsar
upplýsingar um þau.
Eins og fram kemur í fyrirsögn,
hefur nú verið bætt við hana orðinu
styrktarmerki. Er það gert vegna
þess, að æ fleiri samtök eru að fara
inn á þá braut að gefa út merki til
nota á jólapóst til þess að afla fjár
til margvíslegrar góðgerðar- eða
styrktarstarfsemi. Er því ekki
ófyrirsynju, þótt nú sé farið að nota
orðið styrktarmerki. Af sjálfu sér
leiðir, að það orð á reyndar við um
öll þau merki, sem út hafa komið
fyrir hver jól allar götur, síðan
Thorvaldsensfélagið reið á vaðið
með sín jólamerki árið 1913.
Vitaskuld hafa jólamerki þessa
gamalkunna félags ævinlega verið
styrktarmerki. A jaðri þeirrar 12
merkja arkar, sem félagið gaf út
fyrir þessi jól, stendur eimitt: Allur
ágóði rennur til veikra barna.
Ég hef oft látið í Ijós áhyggjur
yfir harðnandi samkeppni á þess-
um markaði, bæði innbyrðis milli
góðgerðarfélaga og svo ekki síður
við sjálfan Póstinn, sem gefur út
sérstök jólafrímerki, en þau hljóta
auðvitað að keppa við sjálf jóla- og
líknarmerkin. Að ég tali nú ekki um
nýliðin jól, þegar Pósturinn hleypti
13 jólasveinum á kreik með frí-
merkjum sínum. Leizt mér í sann-
leika ekki á blikuna, hvorki fyrir
Póstinn né líknarfélög landsins. En
hér hefur mér skjátlazt. Rífandi
sala varð í jólasveinum Póstsins og
þeir munu næstum hafa horfið af
markaði. Áhugi erlendra safnara
reyndist mikill og þá ekki sízt á hin-
um sérkennilegu búningum þeirra
og látbragði. Vafalaust hefur þetta
hvort tveggja stuðlað mjög að sölu
þessara sérstæðu og skemmtilegu
frímerkja.
Þrátt fyrir áhyggjur mínar um
aukna samkeppni, sem yrði til þess
að dreifa kröftum líknarfélaga um
of, virðast aðrir vera fullir mikillar
bjartsýni. í fyrra komu út níu
merki frá sjö félögum, en merkjum
fjölgaði verulega að þessu sinni,
ekki síður en hjá Póstinum. Var
þess vegna úr mörgu að velja fyrir
þá, sem halda enn þeim góða sið að
senda vinum og kunningjum jóla-
og nýársóskir. Að því er ég hef
fregnað gáfu níu félög eða samtök
út merki að þessu sinni. Tvö þeirra
senda jafnvel margar gerðir, svo að
merkin urðu óvenjumörg, sem
safnarar verða að ná í söfn sín.
Telst mér til, að þau séu alls 34, og
er engan veginn víst, að hér hafi öll
kurl komið til grafar.
Thorvaldsensmerkið verður að
venju fyrst í röðinni, enda hefð
þess langelzt meðal jólamerkja
okkar. Merki þetta nefnist Móðir
og barn, og höfðar það nafn einmitt
til þess verkefnis, sem það á að
styrkja og nefnt var hér framar.
Guðlaug Halldórsdóttir textíllista-
kona hefur hannað merkið. Er
merkið mjög fallegt og stílhreint. -
Þá gaf Kvenfé-
lagið Framtíðin
á Akureyri út
sérlega fallegt
merki, mynd af
logandi kerti á
skál, skreyttri
jólatrésgrein. -
Rotaryklúbbur
Hafnarfjarðar
gaf merki með
íslenzku vetrar-
landslagi, þar
sem sjá má
sauðkindur
krafsa í snjóinn
eftir stráum og
svo einnig snjó-
tittlinga^ í ætis-
leit. - Á merki
Lionsklúbbsins
Þórs er mynd af
kirkjunni á hin-
um sögufræga
stað, Keldum á
Rangárvöllum. -
Ungmenna-
samband Borg-
arfjarðar gaf
enn út merki
með mynd af
Álftaneskirkju á Mýrum, sem reist
var 1904. Hafa þá birzt á merkjum
sambandsins myndir af alls 13
kirkjum í Mýra- og Borgarfjarð-
arsýslum. Hófst þessi útgáfa 1987
með mynd af Borgarneskirkju. -
Kaþólski söfnuðurinn sendir af
sama látleysi og áður merki sitt
með óbreyttri teikningu frá fyrri
árum, en nýju ártali.
Styrktarfélag hjartveikra barna,
Neistinn, gefur í fyrsta skipti út
verulega fallegt jólamerki. - Rauði
kross Islands bætir heldur betur
við safn jólamerkja, því að hann
sendi félagsmönnum sínum jóla-
kveðju með alls 18 merkjum með
mismunandi myndefni. Fylgja hér
einungis tvö sýnishorn. Myndirnar
eru eftir Brian Pilkington og hafa
allar nema ein birzt áður í bókinni
Englajól. Merkin eru mjög falleg
og lýsa jólastemmningunni frá
mörgum hliðum. - Þá bættist Hið
íslenska biblíufélag í hópinn og
sendi „aðventugjöf til félaga sinna
og velunnara í fyrsta skipti í ár,“
eins og það er orðað með jólakveðj-
unni. Þar segir, að jólamerkin hafi
félagið fengið frá danska Biblíufé-
laginu. „Þau eiga að minna okkur á
jólaguðspjallið og lofsöng englanna
á jólanótt." Danskur listamaður,
Judy Marie Bonnesen, hannaði
þessi sérstæðu jólamerki. Hverju
þeirra fylgir viðhengi með hluta af
jólaguðspjallinu, þannig að það er
allt á einni örk, sem í eru níu merki.
Örkin er hinn eigulegasti safngrip-
ur sem heild, en hér fylgir aðeins
eitt merki með viðhengi. Framlag
þeirra, sem keyptu þessi merki,
rann til kaupa á barnabiblíum til
barna í afskekktum héruðum Síb-
eríu.
Að endingu birti ég hér til nokk-
urs fróðleiks skiptingu merkja á
jólapósti til venjulegs heimilis fyrir
þessi jól. Jólabréfin voru alls 56. Af
þeim voru einvörðungu jólafrí-
merki á 31 bréfi eða 55,36%, 13 bréf
með Rauða kross merki til viðbótar
eða 23,21%, tvö bréf með Thor-
valdsen eða 3,58%, eitt með Biblíu-
félaginu eða 1,79%, eitt með Neist-
anum eða 1,79%. Loks voru almenn
frímerki á 4 bréfum eða 7,14%, vél-
stimpluð á 3 eða 5,34% og gúm-
stimpill á einu bréfi eða 1,79%. Að
sjálfsögðu er þetta ekki einhlít við-
miðun, en hún getur samt verið
nokkur vísbending um notkun
frímerkja einvörðungu og svo aftur
á móti styrktarmerkja samhliða
frímerkjum. í þessu dæmi voru
frímerki á 62,50%, en svo með
styrktarmerkjum til viðbótar
30,37%. Þannig var tæpur þriðj-
ungur með einhvers konar jóla-
merkjum og bróðurparturinn af
þeim frá Rauða krossinum.
Jón Aðalsteinn Jónsson
Útsala á yfirstærðum fyrir stórkostlega menn
40% afsláttur aðeins í Herragarðinum Laugavegi 13, dagana 20. til 22. janúar.
fierm
GARÐURINN
-klæðirþigvel
LAUGAVEGI13
www.lyngvik.is sími: 588 9490
Ármann H. Benediktsson, lögg. fasteignasali, GSM 897 8020
Geir Sigurðsson, lögg. fasteignasali, GSM 896 7090
Jón Guðmundsson, sölustjóri, GSM 897 3702.
lyngviK
Fasteignasala - Síöumúla 33 Félag Í^fösteignasala
Opið virka daga frá kl. 9-18, sunnudaga frá kl. 12-14
VANTAR
2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir austan
Kringlumýrarbrautar.
NÝTT - ÁLFTANES
Erum með í sölu raðhús, 160 fm. V. 9,4 m. Parhús 160— 200
fm. V. frá 10,650 m. Húsin eru á tveimur hæðum með inn-
byggðum bílskúr og skilast í júní 2000, fokheld og frágengin
að utan. Frábær staðsetning við sjávarsíðuna, glæsilegar
eignir. Ath. Einnig erum við með til sölu lóðir fyrir einbýlishús.
Traustur byggingaraðili. ÍAV (1097)