Morgunblaðið - 20.01.2000, Side 55

Morgunblaðið - 20.01.2000, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Þorrafagnaður Neskirkju HINN árlegi þorrafagnaður Neskirkju verður haldinn nk. laug- ardag 22. janúar kl. 13. Fram verð- ur borinn hefðbundinn þorramatur á hlaðborði, síldarréttir og heitt saltkjöt. Margt verður sér til gamans gert. Nokkur pör frá samtökunum „Kom- ið og dansið“ sýna dans. Reynir Jónasson marserer með nikkuna og leikur undir fjöldasöng. Verði er mjög stillt í hóf eða 1.400 kr. á manninn. Þátttaka tilkynnist í síma 511-1560 milli kl. 10-12 og 16-18 til föstudags. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Samkoma á Her í kvöld SAMKOMUR samkirkjulegu bænavikunnar halda áfram í kvöld og verður samkoma í Herkastalan- um í kvöld, fímmtudag 20. janúar. Prédikun kvöldsins flytur sr. Hjalti Guðmundsson, dómkirkjup- restur. Fulltrúar safnaðanna lesa ritn- ingarorð og einnig verður mikill og góður söngur eins og alltaf er á samkomum á Hernum. Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-17. Bústaðakirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-16 í safnaðarheim- ilinu. Æskulýðsfélag Neskirkju og Dómkirkju. Sameiginlegur fundur í safnaðarheimili Neskirkju kl. 20. Grensáskirkja. Mæðramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Ljós lífsins, þagn- aríhugun kl. 20. Taize-messa kl. 21, fyrirbæn með handaryfirlagningu og smurning. Tómas Sveinsson. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorgunn kl. 10-12. Söngstund með Jóni Stefánssyni kl. 11. Svala djákni les fyrir eldri börn. Kirkjan er opin til bænagjörðar í hádeginu. Endurminningahópur karla kl. 13- 15. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Kyrrðarstund kl. 12. Orgel- leikur til kl. 12.10. Að stundinni lok- inni er léttur málsverður í boði í umsjá veitingahússins Asks. Sam- vera eldri borgara kl. 14. Fyrsta samvera á nýju ári. Dagskrá í umsjá þjónustuhóps kirkjunnar, sóknar- prests og kirkjuvarðar. Neskirkja. Æskulýðsfélag Nes- kirkju og Dómkirkju. Sameiginleg- ur fundur í safnaðarheimili Nes- kirkju kl. 20. Seltjarnarneskirkja. Starf fyrir 6-8 ára börn kl. 15-16. Starf fyrir 9- 10 ára börn kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. TTT-starf fyrir 10- 12 ára í Ártúnsskóla kl. 16.30- 17.30. Breiðholtskirkja. Mömmumorg- unn á föstudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Foreldramorgn- ar kl. 10-12 í umsjá Fjólu Gríms- dóttur og Bjargar Geirdal. Kl. 11.15 leikfimi aldraðra. Kl. 18 bænastund. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar í síma 554- 1620, skriflega í þar til gerðan bænakassa í anddyri kirkjunnar eða með tölvupósti (digranes- kirkja@simnet.is) netfang prestsins er: skeggi@ismennt.is Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11- 12 ára drengi kl.17-18. Grafarvogskirkja. Foreldra- morgnar kl. 10-12. Fræða'ndi og skemmtilegar samvenistundir, heyrum guðs orð og syngjum með börnunum. Kaffisopi og spjall. Allt- af djús og brauð fyinr börnin. Æskulýðsstarf fyrir unglinga kl. 20- 22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára kl.16.30. Kópavogskirkja. Samvera aldr- aðra í safnaðarheimilinu Borgum kl. 14-16. Kyrrðar- og bænastund í kirkjunni kl. 18. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarð- ar. Seljakirkja. Strákastarf fyrir 9- 12 ára á vegum kirkjunnar og KFUM kl. 17.30. Ilafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrii’ ung börn og foreldra þeirra kl. 10-12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Op- ið hús fyrir 8-9 ára börn ÍV onarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrð- arstund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Biblíulestur kl. 21. Fríkirkjan í Hafnarfírði. Opið hús fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30. Víðistaðakirkja. Foreldramorgn- ar kl.10-12. Opið hús fyrir 10-12 ára böm kl. 17-18.30. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 10 foreldramorgnar. Kl. 14.30 helgistund á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, dagstofunni, 2. hæð. Heimsóknargestir velkomnir. Kl. 17.30 TTT-starf 10-12 ára. Kl. 18 kyrrðar- og bænastund með Taize- söngvum. Koma má fyrirbænaefn- um til prestanna með fyrirvara eða í stundinni sjálfri. Lágafellskirkja. TTT-starf fyrir 10-12 ára börn frá kl.17-18. Umsjón Hreiðar og Sólveig. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Hvammstangakirkja. Kapella Sjúkrahúss Hvammstanga. Helgi- og bænastund í dag kl. 17. Fyrir- bænaefnum má koma til sóknar- prests. FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 5i£* Reyklaus árangur NICORETTE Apótekið Smáratxxgi - S. 564 5600 • Apótekið Nýkaup Mosfellsbæ - S. 566 7123 Apótekið Smiðjuvegi - S. 577 3600 • Apótekið Iðufelii - S. 577 2600 (F' Apótekið Firði Hafnarf.-S. 565 5550«Apótekið Hagkaup Skeifunni -S. 563 5115 Apótekið Suðurströnd - S. 561 4600 • Apótekið Spönginni - S. 577 3500 Apótekið Nýkaup Kringlunni - S. 568 1600« Apótekið Hagkaup Akureyri - S.461 3920 PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 ^ Sími 562 3614 „Heilsusamlegt mataræði á unga aldri leggurgrunninn að góðri heilsu" Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir samhenginu í heilsufari okkar. Með skynsamlegu fæðuvali frá því móðurmjólkinni sleppir búum við í haginn fyrir framtíð barna okkar og hreysti þeirra, alla ævi. Beinin eru gott dæmi. Þau öðlast styrk sinn á fyrri hluta ævinnar. Börn þurfa því nægilegt magn af þeim efnum sem Ijá beinunum styrk. Þar skiptir kalk höfuðmáli, en D-vítamín er einnig nauðsynlegt til að kalkið nýtist við uppbygginguna. D-vítamín er að finna í lýsi og ýmsum fiski. Langmikilvægasta uppspretta kalks er hins vegar mjólk og mjólkurvörur. „Mjólk" er samheiti yfir alla drykkjarmjólk, nýmjólk, léttmjólk, undanrennu og fjörmjólk. Einnig má fá kalk úr öðrum mjólkurvörum, s.s. osti og sýrðum mjólkurvörum. Hollusta styrkir BEINVERND ÍSLENSKUR MJÓLKURIÐNAÐUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.