Morgunblaðið - 20.01.2000, Side 57

Morgunblaðið - 20.01.2000, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 57 LILJA SIGURÐAR- DÓTTIR + Lilja Sigurðar- dóttir fæddist í Garðabæ 13. októ- ber 1913. Hún lést á Sólvangi í Hafnar- firði 12. janúar síð- astliðinn. Foreldrar Lilju voru Sigurður Guðmundsson og Ingibjörg Guðmun- dsdóttir húsmóðir. Systkini Lilju eru Sigurður, lengi starfsmaður á Víf- ilsstöðum, látinn, kvæntur Sigur- björgu (Sissu). Þau bjuggu lengst af í Kópavogi ás- amt börnum; Laufey, húsmóðir, látin, bjó mörg ár í Vestmanna- eyjum með manni sínum Guð- mundi Jóelssyni, sjómanni, lát- inn, og börnum þeirra; Sigríður, húsmóðir, maður hennar var Kri- stján Andrésson, sjómaður, lát- inn, og bjuggu þau í Garðinum til fjölda ára og ólu börn sín upp þar. Eiginmaður Lilju var Friðfinn- ur Konráðsson, sjómaður, f. 3. ap- ríl 1920, d.24.janúar 1988. Börn Lilju eru: 1) Sigurbjörn Ragnar, f. 17. maí 1935, d. 6. mars 1979, lögreglumaður í Hafnar- firði, kvæntur Erlu Báru Andrés- dóttur. Þau eignuðust tvo drengi. Erla Bára átti þrjú börn fyrir. 2) Birgir, f. 4. október 1940, starfsmaður hjá Islenska álfélaginu, kvæntur Sigurveigu Gunnarsdóttur og eiga þau tvö börn saman. En Sigurveig átti tvö börn fyrir, þau búa í Hafnarfirði. 3) Ingibjörg, f. 12. júlí 1942, á fimm börn, hún býr í Grafarvogi í Reykjavík. 4) Magnea Inga, f. 16. janúar 1944. Magnea Inga ólst ekki upp hjá móður sinni frá tveggja ára aldri. 5) Karóh'na, verslunarmað- ur í Hafnarfirði, f. 31. október 1946. Giftist Þórði Þorvaldssyni, látinn, sjómanni og síðar lög- reglumanni í Hafnarfirði og eign- uðust þau þrjú börn. 6) Bára Fjóla, leikskólakennari í Hafnar- fírði, f. 10. júlí 1948, gift Halldóri Gunnlaugssyni, stýrimanni hjá Landhelgisgæslunni. Þau eiga tvo stráka. 7) Guðmundur, f. 2. nóvember 1949, sjómaður í Hafn- arfirði. 8) Reynir, f. 20. júní 1952, verkamaður í Reykjavík. Reynir á einn dreng. 9) Konráð, f. 24. september 1953, stundar sjó- mannatrúboð í Hafnarfirði og Reykjavík. Ókvæntur. 10) Sigurð- ur, f. 28. desember 1954, er starfsmaður hjá Isal og býr í Hafnarfirði, kvæntur Karlottu Hafsteinsdóttur. Þau eiga þrjár stelpur. 11) Sólrún, f. 3. ágúst 1956. Húsmóðir í Hafnarfirði. Á tvær dætur. 12) Sigfríður, f. 20. september 1959, og er hún búsett í Reykjavík. Lilja stundaði fiskvinnu á yngri árum og önnur verkamannastörf. Um tíma vann hún á búinu á Korpúlfsstöðum, sem Thor Jen- sen átti og rak með miklum glæsi- brag á sinni tíð. Um tíma var hún flokksbundin í Alþýðuflokknum, sem á þessum árum var helsti málsvari íslenskra verkamanna. Eftir að Lilja fæddi sitt fyrsta barn helgaði hún sig uppeldi barna sinna, heimilinu og velferð þeirra upp frá þeirri stundu. Lengi vel bjuggu Lilja og Friðf- innur í Halldórskoti á Hvaleyri, þar sem nú er golfvöllur Hafn- fírðinga. En á meðan þau bjuggu á Hvaleyrinni var búskapur stundaður á svæðinu og höfðu menn þarna hesta, kindur og mjólkandi kýr á að minnsta kosti tveimur bæjum. í kringum 1960 fluttist Lilja úr Halldórskoti á Hellisgötu 15 (Hafnarfirði og bjó hún þar í 16 ár. Útfór Lilju fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Jarðvist okkar hefst er við fæð- umst, en henni lýkur aftur á móti þegar við deyjum jarðneskum dauða. Þannig vil ég fá að minnast móður minnar í þessari grein minni. Um hálftíuleytið, sama dag og hún dó, hringdi síminn og mér voru færð tíðindin. Og óneitanlega gerist það, er slík- ar fregnir berast manni til eyrna, að þá fer hugurinn á stjá og ýmsar minningar rifjast upp sem tengjast þessari manneskju. Henni móður minni. Og ég vil þakka Drottni mín- um það að minningarnar eru bæði jákvæðar og góðar sem ég tengi við þessa konu. Var mamma enda alltaf einn af mínum bestu vinum og sú sem ég gat ávallt leitað til. Ég minn- ist þess alltént ekki að hafa fundið mig óvelkominn í húsi mömmu held- ur þvert á móti hjartanlega velkom- inn, og rúmlega það. Én mig langar til að víkja nokkr- um orðum að öðru. Eftir að síminn hringdi og mér voru sagðar frétt- irnar um andlátið, þá sýndi Drott- inn mér það að við, börnin hennar Lilju, fólkið sem hún bar sjálf í kviði sínum, fóstraði þar og ól síðan í heiminn, og í heiminum, vorum fólk- ið sem henni þótti alltaf vænst um og elskaði mest allra. Við vorum un- un hennar, líf hennar, vinir hennar og það sem hún lifði fyrir og þráði í hjarta sínu að hafa nærri sér. Og er elsti sonur hennar lést, Sigurbjörn Ragnar, kom sár í hjarta hennar og mikil sorg fyllti hana. Meiri kannski en nokkurn mann grunaði. En Lilja komst yfir sorgina. Vegna þess að tíminn getur læknað öll sár og mamma var að eðlisfari jákvæð og hugrökk manneskja og fær um að vinna bug á erfiðum kringumstæð- um. Lífið var ekki alltaf létt. Eins og skilja má hjá manneskju sem ól tólf mannvænleg og heilbrigð börn. Og oft voru fjárráð knöpp. Mörg mál komu upp sem þurfti að leysa úr. Misjafnlega erfið viðureignar. Og þar fram eftir götunum. En öll börnin komust á legg og flugu svo eitt og eitt burt úr hreiðrinu, án þess þó að tengslin við hana rofn- uðu. Síðan fóru barnabörnin að koma í pössun, og annað eftir því. Svo færðist aldurinn yfir og kraftarnir fóru þverrandi og hún móðir mín eyddi síðustu æviárum sínum á elliheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Gömul kona, södd líf- daga. En ávallt prúð og stillt. Eins og hennar var von og vísa. Og kom maður endrum og sinnum í heim- sókn til hennar. í hvert sinn er hún sá mann breiddist breitt bros yfir andlitið. Og er við settumst niður lagði hún hendur sínar á handlegg minn, en það gerði hún yfirleitt er við hittumst, því heyrn hennar var orðin slæm sem gerði allar samræð- ur stirðar. En í þetta sinn streymdi frá þessari öldnu manneskju þvílík- ur kærleikur Guðs að ég hef ekki áður upplifað neitt slíkt frá neinni annarri manneskju. Sem sagði mér meira en mörg orð fá gert um elsku hennar. Drottinn var búinn að fylla mömmu með sýnum Heilaga Anda. Það sýndi Drottinn mér á þennan SIGMUNDUR BIRGIR GUÐMUNDSSON + Sigmundur Birg- ir Guðmundsson var fæddur í Reykja- vík 24. janúar 1939. Hann lést á heimili sínu í Malmö í Sví- þjóð hinn 8. janúar siðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Bríet Ólafsdóttir, f. 11. desember 1906, d. 4. maí 1988 og Guð- mundur Jóhannsson, vélstjóri, f. 24. júní 1905, d. 12. júní 1973. Bríet og Guðmundur eignuðust sex börn og komust þau öll á fullorðinsár jarðsunginn frá Malmö í Svíþjóð í og eru þrjú þeirra á lífi. Sigmund- dag. ur var næstyngstur þeirra systkina. Sigmundur kvæntist í júní 1962 Anny Ólsen, f. 5. febrúar 1942. Börn þeirra eru Jenny Björk, f. 30.11. 1961, hennar maður er Haraldur Arason verkstjóri og eiga þau tvö börn, og Birgir Smári, f. 10.9 1971, ókvæntur og barnlaus. Hann er við nám í Svíþjóð. Sigmundur verður Laugardaginn 8. janúar síðastlið- inn andaðist Sigmundur B. Guð- mundsson á heimili sínu í Malmö í Svíþjóð. Sigmundur hafði veriðheilsuveill undanfarið. En samt kom fráfallið fjölskyldunni á óvart. Sigmundur og eiginkona hans, Anny M. Ólsen, fluttust til Svíþjóðar árið 1977 ásamt tveimur börnum sín- um, Jenny Björk og Birgi Smára. Anny, eiginkona Sigmundar, lést 1. janúar árið 1987. Þau hjónin komu sér upp fallegu heimili í Malmö. Jenny Björk, dóttir þeirra, hóf einnig búskap í Malmö ásamt manni sínum, Haraldi Ara- syni, og eiga þau tvö börn sem heita Hlynur og Marin. Sigmundur og Anny hófu fljótlega störf á ferjuskipi sem sigldi á milli Malmö og Kaup- mannahafnar. Hann sem háseti og bátsmaður en Anny og Jenny Björk við veitingastörf. Sigmundur fæddist í Reykjavík 24. janúar 1939. Foreldrar hans voru hjónin Bríet Ólafsdóttir og Guð- mundur Jóhannsson vélstjóri og var Sigmundur næstyngstur af sex systkinum sem voru Ólafur Byron, Guðbjörg Lilja, Jóhann Ingi, Mar- grét Erla og Guðrún Hanna og eru bræðurnir þrír nú allir látnir langt um aldur fram en systumar þrjár eru allar enn á lífi. Ungur byrjaði Sigmundur að stunda sjómennsku, eins og tíðkaðist á þessum árum, en sjómennskan höfðaði aldrei til hans svo þegar hann stofnaði til fjölskyldu, söðlaði hann um og byrjaði að vinna í landi við ýmis störf. Fljótlega eftir að þau komu til Sví- þjóðar festu þau kaup á stóru og fal- legu raðhúsi í Bara fyrir utan Malmö og þar hlúðu þau hjónin að sinni fjöl- skyldu og gerðu heimili sitt sérstak- lega fallegt og hlýlegt. Eftir lát eig- inkonunnar bjó Sigmundur þar ásamt syni sínum, Birgi Smára. Eftir lát Anny átti Sigmundur mjög á brattann að sækja og var líf hans oft örðugt á þessum árum og enginn dans á rósum og hugurinn leitaði oft heim á æskuslóðirnar. Sigmundur starfaði hjá mér und- irrituðum í nokkur ár við verslunar- störf áður en hann fór út til Svíþjóð- ar og var hann alveg einstakur starfsmaður á allan hátt. Orðhepp- inn og glaðsinna glæsimenni bæði innra sem ytra. Elsku Simmi minn, börnin okkar og við Dúddy, systir þín, þökkum þér langa og góða vináttu í gegnum árin. Blessuð sé minning þín. Kristján Páll Sigfússon. stórkostlega og eftirminnilega hátt. Algóður Guð getur notað sitt fólk til að blessa aðra með. Já, alveg fram í andlátið. Þess vegna skulu menn halda áfram að biðja fyrir ástvinum sínum og gefast ekki upp. Guð svar- ar bænum. En nú er móðir mín, blessunin, komin til himna. í ríki Föðurins á himnum. g þar mun ég hitta hana aftur. Eftir að ævi minni lýkur hér. Fyrirheit sem Drottinn Jesús Kristur vill gefa sérhverjum manni sem lifir undir sólinni. Sökum þess að Jesús Kristur er lífið sjálft sem nær útyfir þetta líf og inn í eilífðina. Alla leið til Guðs. Að endingu vil ég fá að þakka mínum himneska Föður fyrir hina yndislegu móður mína, sem reynd- ist mér svo vel og gaf mér margt gott í veganesti sem ég bý enn að, sem mér þótti afskaplega vænt um og elskaði afar heitt. Guð blessi systkini mín, barnabörn Lilju, barnabarnabörn og aðra aðstand- endur og styrki þau í sorginni. Bræður mínir og systur. Á sama hátt og Jesús elskaði alla menn, skulum við einnig elska hvert ann- að. í Jesú nafni. Amen. Konráð Friðfínnsson. Mamma og amma strákanna minna er dáin. Mig langar að minn- ast hennar með fáeinum orðum. Ég man fyrst eftir mér á Hval- eyrinni í Hafnarfirði þar sem nú er golfvöllurinn Keilir. Mamma bjó í Halldórskoti og hafði þegar átt fimm börn þegar ég fæddist. Við systkinin urðum tólf og átti hún átta okkar á meðan hún bjó á Hvaleyri. Halldórskot var lítið hús, um 50- 60 fm, og þarna bjuggu tvær fjöl- skyldur; Karólína Þórðardóttir ásamt nokkrum uppkomnum börn- um, yngsta syni sínum, Sigurjóni, og tengdaföður og svo mamma og pabbi og við systkinin, orðin sjö eða átta þegar Karólína flutti. Aðstaðan í Halldórskoti var harla frumstæð. Þarna var ekkert rennandi vatn né salerni. Vatnið var sótt út í brunn og því ausið upp með fötu. Rafmagn var komið á Hvaleyrina og í Hall- dórskoti voru rafmagnsofnar sem hituðu húsið en kolavél var í eldhús- inu sem mamma eldaði og bakaði í. Þvottavél var engin. Hún þvoði því allt í höndum. Á þvottadögum var oft hamagangur. Mamma reyndi að velja sólríkan og hlýjan dag, þvotturinn var borinn niður að brunni og við krakkarnir fengum það embætti að ausa úr brunninum til skiptis ofan í þvottabalann. Að sjálfsögðu þurfti að þvo oftar en á heitum dögum af svo stórri fjöl- skyldu. Þá man ég að þvegið var inni og síðan farið niður að brunni til að skola. Það var bæði kulsamt og erfitt verk að standa niðrivið brunn, skola þvott í kulda og trekk, en þetta þurfti móðir mín að gera. Mér er oft hugsað til jólanna sem ég átti í æsku. Þau voru hefðbundin með þrifum, nýjum fötum sem mamma saumaði, góðum mat og jólagjöfum. Eitt atriði var ekki jafn öruggt. Urðu jólin rauð eða hvít? Ef það snjóaði fengum við ís. Mamma bjó nefnilega til heimagerðan ís, setti í box og gróf í skafl til að hann stífnaði. Þetta var hægt ef jólin voru hvít. Oft hefur mamma átt erfiða daga þótt hún kvartaði aldrei. Pabbi var sjómaður og uppeldi barnanna að mestu leyti á hennar herðum, að- stæður lélegar og kjörin bág. Eftir að Karólína flutti með sinn hóp rýmkaðist um okkur. Sífellt stækkaði systkinahópurinn og fyllti í þau pláss sem hún hafði haft. í svona stórum barnahópi er oft mik- ið fjör. I minningunni var mamma alltaf með eitt barn í vöggu, eitt á hand- ' legg og eitt í pilsfaldinum en við hin ýmist úti eða inni í áhyggjulausum leik. Þrátt fyrir þetta hélt mamma sínu striki og ég man aldrei eftir að henni hafi fallið verk úr hendi. Allt- af fannst mér spennandi að fylgjast með þegar henni áskotnaðist gaml- ar flíkur og ævintýri líkast að sjá hvernig gamall frakki gat breyst í fallegar smekkbuxur. Það virtist allt leika í höndunum á henni móður minni, svo mikil hagleikskona var hún. Ég minnist þess þegar raf- magnið var að fara í Hafnarfirði en það gerðist alloft og mátti lítið út af bera. Oftar en ekki gerðist það þegar dimmt var orðið. Þá notuðum við krakkarnir tækifærið og fórum í feluleik. í stað þess að kveikja á kertum, leyfði hún okkur krökkun- um að leika og hélt síðan áfram með sín verk eins og ekkert hefði í skor- ist, þegar rafmagnið kom á aftur. Árið 1959 flutti fjölskyldan að Hellisgötu 15 í Hafnarfirði. Það húsnæði var töluvert stærra, renn- andi vatn en fá þægindi önnur. Nú var styttra í alla þjónustu. Mamma lét okkur óspart nota sundlaugina og balinn var lagður á hilluna nema fyrir yngstu bömin. Stöðugur straumur af vinum og vinkonum okkar krakkanna var inn og út alla daga. Heimilið oft eins og félagsheimili þótt þarna kæmu oft- ast sömu einstaklingarnir. Með árunum breyttist fjölskyldu- mynstrið. Nú komu inn í myndina tengdabörn og barnabörn. Sunnu- dagarnir urðu merkisdagar. Við systkinin hittumst hjá mömmu með maka og börn. Érændsystkinin fengu tækifæri til að kynnast enn þá betur og tengjast tryggðarbönd- um sem í mörgum tilfellum hafa % styrkst stöðugt síðan. Það hefur verið ómetanlegt fyrir barnabörn mömmu að fá að kynnast ömmu sinni á þessum árum og finna hjá henni þetta traust og þessa virð- ingu, sem henni var svo eiginlegt að sýna. Þessa sunnudaga var mikið skrafað, hlegið og gert að gamni. Mamma var sífellt að „hella upp á“ og bjóða kaffi um leið og hún hló dátt og innilega með okkur. Allt er breytingum háð. Mamma og pabbi skildu. Fljótlega flutti hún í annað húsnæði og hélt heimili með þeim sem enn bjuggu í foreldrahús- um. Fyrir allmörgum árum fór að bera á alzheimer-sjúkdómnum sem er mörgum svo erfiður, ekki síst aðstandendum. Síðast bjó mamma að Álfaskeiði 78 hjá Reyni bróður. Hann á heiður skilinn fyrir þá umhyggju og ósér- hlífni sem hann sýndi mömmu á hennar erfiðu tímum á meðan hún bjó hjá honum. En það kom að því að hún gat ekki lengur verið heima, þá orðin 84 ára. Fyrir um það bil tveimur árum fór hún á Sólvang í Hafnarfirði og lést þar þann 12. janúar 2000. Ég get ekki lokið þessum skrifum án þess að nefna þá frábæru um- önnun og hlýju sem hún fékk hjá starfsfólki fjórðu hæðar Sólvangs, hafið þökk fyrir. Elsku mamma, við Dóri, Sigur- dór og Skarphéðinn kveðjum þig með söknuði. Megi góður guð geyma þig. B. Fjóla. Útfararstofan annast meginhluta allra útfara d höfuSborgarsvæSinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Alúðleg þjónusta sem þyggir á langri reynslu Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf. VesturhlíS 2 - Fossvogi - Sími 551 1266-www.utfarastofa.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.