Morgunblaðið - 20.01.2000, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000 61
MINNINGAR
I
ÞÓRDÍS
MA TTHÍASDÓTTIR
+ Þórdís Matthías-
dóttir fæddist á
Patreksfirði 7.
ágúst 1918. Hún lést
11. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Stein-
unn G. Guðmunds-
dóttir, f. 5.8. 1894,
d. 27.6. 1967, og
Matthías Pétur
Guðmúndsson, f.
22.2. 1888, d. 8.7.
1964. Þórdís var
þriðja í röð tólf
systkina. Þau eru:
Olgeir Haukur, f.
5.11. 1914, d. 19.8. 1928; Ás-
mundur, f. 30.8. 1916, d. 21.5.
1994; Málfríður Jóhanna, f. 7.6.
1920; Guðmundur Kristinn, f.
14.6. 1923, d. 7.8. 1939; Áslaug, f.
14.9. 1924, d. 16.12. 1997; Inga
Lára, f. 20.6. 1926, d.
5.1. 1998; Olgeir
Haukur, f. 7.8. 1928;
Erna Helga, f. 27.6.
1930; Jón, f. 20.8.
1931; Hallgrímur, f.
7.11. 1932; Lárus, f.
6.12. 1933, d. 4.7.
1935.
Þórdís giftist 11.
janúar 1941 Bjarna
Sveinssyni, múrara-
meistara, f. 25.5.
1915, d. 22.3. 1991.
Þau slitu samvistir.
Börn þeirra eru: 1)
Guðlaugur Bjarna-
son, f. 2.12. 1940, d. 18.2. 1988.
Eiginkona hans var Hrefna Her-
mannsdóttir, þau slitu samvistir.
Áður átti hann eina dóttur, Heið-
rúnu Hlín, eiginmaður hennar er
Hannes Siggason, eiga þau tvo
syni. 2) Steinunn, f. 27.8. 1944.
Eiginmaður hennar er Gunnlaug-
ur Fjólar, eiga þau þrjú börn og
fimm barnabörn. 3) Matthías, f.
24.7. 1946, fyrri kona hans var
Sonja Einarsdóttir, eignuðust
þau tvær dætur. Seinni kona
Matthíasar er Sonja Ej-fjörð og
eiga þau tvö börn. 4) Áslaug, f.
15.2. 1948, eiginmaður hennar er
Brandur Sigurðsson. Eiga þau
eina dóttur og áður átti Áslaug
soninn Guðjón Steingrímsson.
Áslaug og Brandur eiga fjögur
barnabörn. 5) Ólafur Sveinn, f.
26.8. 1952, eiginkona hans er
Lára Öfjörð Guðmundsd. Eiga
þau tvær dætur. 6) Rut, f. 17.7.
1954, sem var ættleidd af systur
Þórdísar, Málfríði, og eigin-
manni hennar, Sigurði Olafssyni.
Rut ólst upp í Vestmannaeyjum.
Fyrri maður Rutar var Olafur
Sigurjónsson, eiga þau þrjá syni
og eitt barnabarn. Seinni maður
hennar er Bjarni Sigurðsson.
Útfor Þórdísar fer fram frá
Víðistaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Móðirmín.
Ertu horfin? Ertu dáin?
Er nú lokuð glaða bráin?
Angurs horfi ég út í bláinn,
autt er rúm og stofan þín,
elskulega mamma mín.
Gesturinn með grimma ljáinn
glöggt hefur unnið verkin sín.
Ég hef þinni leiðsögn lotið,
líka þinnar ástar notíð,
finn hvað allt er beiskt og brotíð,
burt er víkur aðstoð þín
elsku góða mamma mín. -
Allt sem gott ég hefi hlotíð,
hefir eflst við ráðin þín.
Þó skal ekki víia og vola,
veröld þótt oss brjóti í mola.
Starfa, hjálpa, þjóna, þola,
það var alltaf hugsun þín,
elsku góða mamma mín. -
Og úr rústum kaldra kola
kveiktirðu skærustu blysin þín.
Flýg ég heim úr 5arlægðinni,
fylgi þér í hinsta sinni,
krýp með þökk að kistu þinni,
kyssi í anda sporin þín,
elsku góða mamma mín. -
okkur seinna í eilífðinni
eilíft ljós frá guði skín.
(Ámi Helgason.)
Kveðja frá
bömum þínum.
Að eilífðarljósi bjarma ber
Sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
Það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
Að leiðarlokum leitar hugurinn til
baka er ég kynntist Þórdísi fyrst.
Það var á þeim tíma er ég var að
kynnast dóttur hennar, Steinunni,
og varð ég tíður gestur á heimili
þeirra á Hraunkambi 9. Seinna flutti
ég inn á heimili Þórdísar og þar vor-
um við Steinunn í tæp tvö ár og með
okkar fyrsta barn í sex mánuði. Okk-
ar fyrsta íbúð var stutt frá heimili
Þórdísar og var því mikill samgang-
ur á milli heimila okkar. Samband
eiginkonu minnar við móður sína var
einstakt og byggt á gagnkvæmri
væntumþykju og umhyggju. Þórdís
tengdist mér strax vináttu- og
tryggðarböndum sem héldust alla
ævina. Þórdís ólst upp á kreppuár-
unum þegar flestir áttu varla til
hnífs og skeiðar og hún kom frá
bammörgu heimili þar sem þau
systkinin þurftu snemma að taka til
hendinni. Mér er það minnisstætt
hvað Þórdís gat gert mikið úr litlu þó
að efnin skorti á hennar heimili þar
sem hún var ein fyrirvinna með
fimm börn á sínu framfæri. Hún var
hógvær en stolt og gat látið að sér
kveða og sætti sig aldrei við annað
en að vera vel til höfð enda var hún
glæsileg kona. Minningamar sækja
fram í hugann, dýrmætar minningar
um ótal góðar samverustundir bæði í
gleði og sorg. Þórdís var um margt
sérstæð kona. Hún átti dug og
þrautseigju í ríkum mæli og öll
hennar skaphöfn einkenndist af um-
hyggju fyrir bömum sínum og
þeirra fjölskyldum. Allt vol og víl var
henni ekki að skapi. Hún var góð
amma og fylgdist vel með framgangi
barnabama og langömmubama
sinna og nú um þessi jól, þótt orðin
væri fársjúk, þá mátti hún ekki til
annars hugsa en þau fengju jólagjaf-
ir frá sér. Henni þótti sælla að gefa
en þiggja.
Þórdís hafði yndi af að ferðast og
fór hún nokkrar ferðir til barna
sinna í Svíþjóð og Kanada sem þar
bjuggu. Ég minnist þess er hún fór
með okkur hjónunum til Italíu 1984
og nú síðastliðið sumar er við fóram
til Egilsstaða í brúðkaup bróður-
dóttur hennar og hvað hún hafði
mikla ánægju af þeirri ferð. Þórdís
átti íbúð á Hjallabraut í tuttugu og
eitt ár og var heimili hennar alla tíð
mjög smekklegt og hreinlegt. Hún
var snillingur í matargerð sem og
handavinnu og má þess meðal ann-
ars sjá glöggt vitni í sumarhúsi okk-
ar hjóna „Hreiðrinu", þar sem hann-
yrðir hennar gleðja augað. Þar var
Þórdís tíður gestur hjá okkur og
mun ég sakna þess að sjá hana ekki
sitja á veröndinni í sumarsólinni að
sauma eða prjóna.
Þórdís keypti sér íbúð á Miðvangi
árið 1997 og gerði hana mjög fallega
og flutti þar inn, en eftir fyrstu nótt-
ina er hún var að búa um rúmið datt
hún og brotnaði illa og þurfti að
gangast undir aðgerð. Batinn var
hægur, en hún dvaldi á heimilum
dætra sinna meðan hún var að jafna
sig og dugnaður hennar kom henni
til sæmilegrar heilsu og naut hún sín
vel í íbúðinni sinni eftir það. Þórdís
varð fyrir miklu áfalli er hún missti
son sinn, Guðlaug, árið 1988, 47 ára
gamlan, en hann var búsettur í Kan-
ada.
Þrátt fyrir mótlæti og ástvina-
missi auðnaðist henni að sjá vonir
sínar rætast í góðum bömum og þau
sýndu henni mikla umhyggju í veik-
indum hennar. Þegar litið er yfir far-
inn veg má segja að Þórdís hafi verið
hamingjukona og ævi hennar endur-
speglaði stolt og umhyggju fyrir
börnum sínum.
Eftir lifir minningin um mæta og
góða tengdamóður sem ég mun
geyma.
Gunnlaugur Fjólar
Gunnlaugsson.
Elsku amma.
Mig langar að kveðja þig með ör-
fáum orðum. Það er skrýtið til þess
að hugsa að þú sért horfin á braut,
þú sem hefur verið svo stór hluti af
mínu lífi. ÖII mín æskuár tengjast
minningum af þér og núna hin síðari
ár leið varla sá dagur að ég hitti þig
ekki. Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að eyða með þér síðustu jól-
unum, þó að þér hafi ekki liðið sem
best. Þú varst alltaf svo góð við alla
og undir þér vel þótt ýmislegt bját-
aði á. Ég er þér þakklát hvað þú
varst alltaf góð við Sturlu, son minn,
þú varst alltaf að gauka einhverju að
honum. Ég mun aldrei gleyma því
þegar við töluðum um klæðnað og
glæsileg föt, þar áttum við sameigin-
legt áhugamál. Nú þegar þú ert far-
in, elsku amma, mun ég geyma um
þig dýrmætar minningar með sökn-
uði.
Hjartkæra amma, far í friði,
fóðurlandið himneskt á,
þúsundfaldar þakkir hljóttu
þínumlitluvinumfrá.
Vertu sæl um allar aldir
alvaldshendifalinver,
inn í landið unaðsbjarta
englar Drottins fylgi þér.
(Höf.ók.)
Kveðja,
Silja Rún.
Elsku besta amma, það er sárt að
þú skulir ekki lengur vera meðal
okkar.
Alltaf var gaman að koma til þín á
Hjalló. Þá var dregið fram allt það
besta, heimabakaðar kökur, kleinur
og ekki síst pönnukökurnar sem
vora ómissandi í öllum veislum og af-
mælum. Þú vildir alltaf allt fyrir
okkur gera og hvað mér, dótturdótt-
ur þinni, þótti gaman að fá að skoða
fallegu hlutina í skartgripaskríninu
þínu og eins að fá að skoða í klæða-
skápinn þinn því þú áttir svo fín föt.
Seinna eignaðist þú yndislega íbúð
við Miðvang sem þú fékkst ekki að
njóta sem skyldi. Þegar barnabarna-
bömin komu varst þú óþreytandi við
að prjóna og hekla handa þeim. Við
eigum eftir að sakna þess að sjá þig
ekki þegar við komum til mömmu og
pabba og eins þegar eitthvað er um
að vera í fjölskyldunni því þú varst
fastur punktur í tilveranni.
Elsku amma nú ertu komin á nýj-
an og góðan stað þar sem þér mun
líða vel.
Guð geymi þig.
Heba og Guðjón.
Elsku amma, eða öllu heldur
amma á Hjalló eins og við nefndum
þig alltaf, þó svo að þú byggir ekki
lengur á Hjallabrautinni heldur
varst þú flutt á Miðvanginn og þar
varst þú búin að koma þér svo vel
fyrir, allt svo snyrtilegt og fínt hjá
þér. En því miður fékkst þú ekki að
njóta þess nógu lengi að vera þar, þú
varst búin að vera mikið veik á spíta-
lanum en þó héldum við alltaf í þá
von að þú kæmir aftur heim. Þau
vora ekki svo ófá skiptin sem þú sast
heima hjá mömmu og pabba og féll
þér þá aldrei starf úr hendi. Þú vai'st
þá ávallt með einhverja handavinnu,
heklaðir teppi eða prjónaðir lopa-
sokka á bamabarnabörnin þín eða
að þú stóðst í eldamennsku og bak-
aðir pönnukökur með kaffinu. Alltaf
varstu jafn glæsileg og vildir alltaf
vera í nýjustu tísku. Elsku besta
amma, við vonum að þú munir hafa
það sem allra best hjá æðri máttar-
völdum sem munu varðveita þig, því
að þú átt það svo sannarlega skilið.
Farþúífriði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guð þérnúíylgi,
hans dýrðarímoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Kristín Fjóla og Bjarni Þór.
í dag kveðjum við Þórdísi Matt-
híasdóttur sem lést á St. Jósefsspít-
ala Hafnarfirði, eftir stutta en erfiða
sjúkdómslegu. Þórdís fæddist á Pat-
reksfirði 7. ágúst 1918 og var þriðja
elsta þeirra tólf systkina, en níu
náðu fullorðinsáram. Þórdís giftist
Bjarna Sveinssyni frá Hafnarfirði
11. janúai- 1941. Bjarni lést árið
1991. Þórdísi kynntist ég fyrir um
það bil 30 árum þegar náinn vinskap-
ur fjölskyldu minnar við Steinunni,
Gunnlaug og fjölskyldu hófst. Iðu-
lega var Þórdís á heimili þeirra þeg-
ar mig bar að garði, og var ætíð gam-
an að tala við hana um allt það sem
bar á góma. Hún var mikil dugnað-
arkona og ósérhlífin. Vann hún ætíð
mikið utan heimilis á sinni lífsleið.
Hannyrðakona var hún afburða
og liggja eftir hana margir fallegir
munir, bæði heklaðir, prjónaðir og
útsaumaðir.
Þórdís hafði yndi af að ferðast.
Var ég svo lánsöm að ferðast með
henni, Áslaugu, dóttur hennar, og
Hennýju, vinkonu okkar, til
Bahamaeyja haustið 1995. Á strönd-
inni sykurhvítu, þar sem pálmatrén
vora til staðar, komu innfæddir á öll-
um aldri og sögðu „góðan daginn,
mamma, megum við sýna þér eitt-
hvað skemmtilegt?" Síðan vora sett-
ar hálsfestar úr skeljum og alls kon-
ar heimatilbúnir fallegir hlutir í fang
Þórdísar. Suma hlutina keypti hún
og urðu þeir til þess að oft rifjuðum
við upp þessa skemmtilegu daga á
þessari fjarlægu eyju.
Sem sagt, innfæddir gerðu fast-
lega ráð fyrir því að þarna væri á
ferð mamma með dæturnar sínar
þrjár.
Þórdís og Bjami áttu miklu
barnaláni að fagna. Þau eignuðust
sex börn, en elsti sonur þeirra, Guð-
laugur, lést árið 1988, búsettur í
Kanada. Var það Þórdísi og Bjarna
mjög þungbært að sjá eftir syni sín-
um. Þórdís var mikill vinur barna
sinna og fjölskyldna. Samheldni
þeirra er mikil og hafa þau annast
móður sína einstaklega vel. Var hún
oftast með á góðri stund heima hjá
þeim, þegar eitthvað stóð til, og var
hún eins og jafnaldri okkar. Það var
hægt að láta allt flakka, og hló hún
gjarnan að vitleysunum, en aldrei
hef ég heyrt Þórdísi hneykslast, þótt
efni stæðu til.
Hún naut þess mjög að dvelja í
sumarbústað Steinu og Gulla í
Þrastaskógi, og var hún iðulega með
þegar farið var í þann unaðsreit. Þar
gat hún teigað í sig hreint birkiilm-
andi loftið og notið kyrrðarinnar, við
fuglasöng, sem einmitt þar er ein-
staklega mikill.
Þórdís var heilsuhraust fram á
efri ár. Það sem einkum háði henni
var að heyrnin var farin að dvína í
miklum mæli seinni ár. Með því að ,
gefa sér tíma og næði var hægt að
komast hjá því að hún þyrfti að
verða útundan í viðræðum. Kærar
þakkir, Þórdís mín, fyrir allar góðar
stundir á liðnum áram. Sendi börn-
um hennar og fjölskyldum, mínar
innilegustu samúðarkveðjur í þeirra
sorg.
Birna Loftsdóttir.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, -tengda-
móðir, amma og langamma,
UNNUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hraunbæ 103,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 18. janúar.
Jaröarförin auglýst síðar.
Kristinn Eysteinsson,
Þórunn S. Kristinsdóttir, Halldór Melsteð,
Þorgeir S. Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför móður okkar og tengdamóður,
ÞÓRUNNAR VIGFÚSDÓTTUR,
Skálpastöðum,
verður gerð frá Lundarkirkju laugardaginn
22. janúar og hefst athöfnin kl. 13.30.
Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 11.00 og frá
Borgarnesi kl. 12.30.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er vin-
samlegast bent á styrktarsjóð Dvalarheimilis
aldraðra, Borgarnesi.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Guðbjörg Þorsteinsdóttir Johansson, Nils Johansson,
Þorsteinn Þorsteinsson,
Guðrún Kristín Þorsteinsdóttir, Valgeir Jónsson,
Guðmundur Þorsteinsson, Helga Bjarnadóttir,
Vigfús Önundur Þorsteinsson, Auður Sigurðardóttir.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
EILEEN ÞÓREY BREIÐFJÖRÐ,
Heiðarhrauni 30b,
Grindavík,
verður jarðsungin frá Grindavikurkirkju föstu-
daginn 21. janúar nk., kl. 14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir.
Sverrir Vilbergsson, Elfn Þorsteinsdóttir,
Pétur Vilbergsson, Bjarnfrfður Jónsdóttir,
Gunnar Eyjólfs Vilbergsson, Margrét R. Gísladóttir,
Theodór Vilbergsson, Sesselja Hafberg,
Eyjólfur Vilbergsson, Katrín Þorsteinsdóttir,
Elín María Vilbergsdóttir, Sæmundur Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.