Morgunblaðið - 20.01.2000, Síða 66
66 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Dýraglens
Kringiunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Grettir
Smáfólk
WHAT'5 THIS
LI6HT FOR7
/ THISIS
I MV GRAMPA'S
NEW CAR..
17 HAS SELLS,
ANP LI6HTS,
ANP SUTTON5
FÖR EVERVTHIN6.
REMINPS
VOU TO FEED
THE D06..
Þetta er nýi bíllinn hanns afa. Til hvers er Til að minna á að
Hann er með flautu og þetta ljðs? gefa hundinum.
//-/a
Ijós og takka fyrir allt.
Aldnir í anda
Frá Guðmundi Erni Jónssyni:
ÞEGAR byrjað var að bjóða upp á
ókeypis framhaldsnám fyrr á öldinni
var þeirri stéttaskiptingu sem þá
var við lýði á Islandi eytt og synir
verkamanna gátu orðið læknar og
lögfræðingar. Nú hafa ungir flokks-
félagar mínir komist að því að það
voru mikil mistök.
Þeir eyða nú megninu af kröftum
sínum í að berjast fyrir mismunun
og telja að aðeins
sumir eigi að fá
tækifæri til að
spreyta sig á
námi og aðeins
örfáir eigi að fá
tækifæri á að
hefja rekstur í
undirstöðu-
atvinnugrein
þjóðarinnar, út-
gerð.
Fyrir þessa
sannfæringu
sína, að í mismun-
uninni felist
framtíðin, eru
þeir tilbúnir að fórna þjóðarhag.
Þeir eru ekki tilbúnir að fara hag-
kvæmustu leið við nýtingu auðlind-
anna eins og aðrar vestrænar þjóðir,
það er með uppboðum.
Uppboð á langtímakvóta opnar
nýjum mönnum leið inn í útgerð í
samkeppni við þá sem fyrir eru, og
samkeppnin ein leiðir til hagkvæmni
John Locke
(1632-1704)
sýndi, þegar á
17. öld, fram á
að gjafakvdti
væri hið eina
rétta.
og samkeppnin er mest þar sem
flestir geta tekið þátt, eins og t.d. í
hugbúnaðargeiranum þar sem lítið
þarf til að hefja rekstur.
Rökin fyrir gjafakvótanum eru að
núverandi útgerðarmenn hafi fjár-
fest í tækjum til að nýta auðlindina
og eigi hana því. Á sama hátt ættu
skjólstæðingar Félagsbústaða leigu-
íbúðirnar sem þeir búa í, þeir eru jú
þeir einu sem nýta þær og hafa fjár-
fest í húsgögnum í þær.
Þessi rök telja fyrrverandi ótrún-
aðargoð ungu mannanna, OECD og
Milton Friedman (frjálshyggjumað-
ur og nóbelsverðlaunahafi í hag-
fræði), ekki nægjanleg og styðja
uppboð á kvótum. Einnig hefur
hæstiréttur gefið gjafakvótanum
gula spjaldið.
Með þessi skilaboð í vasanum
hafa ungu mennimir orðið að leita
sér leiðsagnar aftur á 17. öld, til
Johns Lockes (1632-1704), en hann
mun lýsa þeim veginn inn í hið nýja
árþúsund.
Ungir sjálfstæðismenn ættu öðr-
um fremur að vera óháðir boðberar
frelsis og jafnréttis. Ættu að berjast
fýrir því að allir hafi tækifæri til að
menntast og nýta hæfileika sína,
þjóðinni allri til hagsbóta. Sú mis-
munun til náms og atvinnu sem þeir
boða nú er því sorgleg.
GUÐMUNDUR
ÖRN JÓNSSON,
Laugalind 1, Kópavogi.
Stöldrum
aðeins við
Frá Jónínu Baldursdóttur:
EG get ekki lengur orða bundist yfir
góðmennsku íslenskra yfirvalda
gagnvart erlendum flóttamönnum. Á
meðan of margir Islendingar eiga
hvorki ofan í sig né á, og fá sáralitla
hjálp frá ríkisvaldinu, er stanslaust
tekið á móti fólki utan úr heimi. Hér
fær það húsnæði, húsbúnað, heilsu-
gæslu, tannlæknaþjónustu, náms-
efni sniðið að þeirra þörfum; einfald-
lega allt sem það þarf til að koma
undir sig fótunum, á kostnað ís-
lenska ríkisins. Neinei, ekki mis-
skilja mig, þetta er allt gott og bless-
að svo langt sem það nær.
Vissulega á þetta fólk bágt og þarf
á hjálp að halda, og ég er ekkert
óánægð með veru þess hér.
En mér er bara spum: Hvað eru
margir Islendingar á landinu okkar
sem þyrftu á sömu aðstoð að halda?
Eigum við ekki að staldra aðeins við
og skoða stöðuna hér heima?
Ég er sjálf lífsreynd kona og hef
upplifað það meðal annars að vera
einstæð með tvö börn, atvinnulaus,
húsnæðislaus og eiga ekki mat
handa bömunum mínum svo dögum
skiptir.
Óg ég veit að þannig er komið fyr-
ir mörgum íslendingum í dag, og
margir sem mundu taka því fegins
hendi að fá tækifæri til að koma und-
ir sig fótunum á ný, á sama hátt og
flóttamennimir.
Ég vil taka það fram að ég hef það
ágætt í dag og er ekki að grenja á
hjálp, en mér er annt um samlanda
mína sem fá ekki tækifæri til að
koma undir sig fótunum.
Eigum við ekki að hugsa fyrst um
okkur sjálf til að vera fær um að
hjálpa öðrum?
Ég skora á íslensk yfirvöld að
íhuga þessi mál, viðurkenna vandann
hér heima og hætta að nota þessar
móttökur á erlendum flóttamönnum
til að upphefja sjálfa sig í útlöndum.
Það era nú þegar of margir ís-
lenskir flóttamenn erlendis!
JÓNÍNA BALDURSDÓTTIR,
Brimnesbraut 35, Dalvíkurbyggð.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Brúðhjón
A11ur borðlninaður GIæsi 1 eg gjaídVdra • Briíðlijóndlistdi
Vr-i/jkvvV VERSIl/NIN
Ltuigavegi 52, s. 562 4244.