Morgunblaðið - 27.01.2000, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.01.2000, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 25 S vínakj ötsútsala í Nýkaupi 22-42% afsláttur I DAG, fimmtudag, hefst svína- kjötsútsala í verslunum Nýkaups. Um er að ræða 16-18 tonn af fyrsta flokks, fersku svínakjöti og að sögn Arna Ingvarssonar, innkaupastjóra hjá Nýkaupi, er búist við að þessar birgðir endist fram að helgi. Hann segir að framleiðandinn sem Nýkaup kaupir af svínakjöt hafi átt töluvert umframmagn af fersku kjöti og vegna hagstæðra samninga sem náðust sé nú unnt að bjóða kjöt- ið á lægra verði en ella. Verðlækk- unin er frá 22% og upp í 42%. Sem dæmi má nefna að svínakót- elettur lækka úr 1.049 krónum kílóið í 749 krónur. Þá kostar svínahnakki með beini 499 krónur kílóið en kost- aði áður 859 krónur. Svínarifjasteik lækkar úr 398 krónum kílóið í 259 krónur. Nýtt Finest Call kokkteil- blöndun NÝLEGA komu á markað Finest Call kokkteilblöndur, í 11 flöskum, þær eru fáanlegar í 7 mismunandi bragðtegundum, Finest Call Bloody Mary, Finest Call Bloody Mary Extra Spicy, Finest Call Grenadin, Finest Call Pina Colada, Finest Call Margarita, Finest Call Mai Tai og Finest Call Strawberry Puree. Einnig er fáanlegt Mix Margarita salt í 227g dós. Wesson Shortening- feiti WESSON Shortening feiti, í 1,36 kg dós, er komin aftur á markað en hún hefur ekki verið fáanleg síðan í árs- byrjun 1998. Shortening hentar í all- an bakstur, þó sérstaklega í kleinu- bakstur og til djúpsteikingar. --------------- Tertumyndir VERSLANIR Hans Petersen hafa í samvinnu við Tertumyndir opnað nýjar leiðir í tertuskreytingum. Hægt er að fá prentaða ljósmynd á tertur sem síðan má borða. Ýmsir möguleikar eru í boði, t.d. ljósmynd- ir af afmælisbaminu, uppáhalds- íþróttahðinu, merki íþróttaliðs eða af vinsælli teiknimyndapersónu. Þá er hægt að fá texta skrifaðan á myndimar. Spurt og svarað um neytendamál Brennivúi frýs við -24°C Fyrirspurn barst varðandi ís- lenskt brennivín sem sett hafði verið í frystikistu þar sem bera átti drykkinn fram kaldan. Vínið hafði hins vegar frosið og vildi viðkom- andi fá skýringar á því hvers vegna það hefði gerst, því áfengi sem inniheldur 40% vínanda á ekki að frjósa við það hitastig sem venjulega er í heimilisfrystikistum. Svar: „Brennivín inniheldur 40% vínanda sem gerir það að verkum að það frýs ekki fyrr en við -24°C,“ seg- ir Jón Snorri Snorrason, fram- kvæmdastjóri Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar, sem framleiðir íslenskt brennivín. „I þessu ein- staka dæmi kemur fátt annað til greina en að frystikistan hafi ein- faldlega verið stillt á mestu kæl- ingu, en venjulegar heimiliskistur geta kælt allt niður í -26°C þrátt fyr- ir að mælt sé með því að hitastigið sé á bilinu -18—20°C. Það hefði auð- veldað útskýringar ef hitastig í við- komandi frystikistu hefði verið mælt, en fólk þarf alltaf að fylgjast með hitastigi í kistunum. Brennivín þykknar venjulega í frysti við -18°C en útilokað er að það frjósi við það hitastig." Ferskir kjúklingar skemmast fljótt ef gat kemur á umbúðir Ferskur kjúklingur var í vikunni keyptur á síðasta söludegi í Bónus í Hafnarfirði og reyndist hann úld- inn þegar heim var komið. Kjúkl- ingnum var skilað og fengin inn- eignarnóta. Kemur það oft fyrir að ferskir kjúklingar úldni innan leyfílegs sölutima og hver er skýr- ingin á því að sölutúninn er þá ekki styttur? Svar: „Það kemur ekld oft fyrir að ferskir kjúklingar skemmist,“ segir Róbert Skúlason, verslunar- stjóri í Bónus í Hafnarfirði. „Fersk- um kjúklingum er pakkað í loft- tæmdar umbúðir en ef gat kemur á þær og loft kemst að kjúklingnum, getm- hann skemmst á skömmum tíma. Ég geri ráð fyrir að það hafi gerst í þessu tilfelli. Ferskir kjúkl- ingar á síðasta söludegi eru fullkom- lega góð vara. Við erum með manneskju í starfi við að hafa eftirlit með kælivörunum sem fer því reglulega yfir kjötið. Skemmd vara á að sjálfsögðu ekki að vera í sölu heldur á að fjarlægja hana.“ 20 - 50% afslattur af öllum potlaplöntym GróSurhúsin eru úttroðin af glæsilegum pottaplöntum Fjöldi sjaldgæfra plantna og nýjunga í bland vií Meira úrval en nokkru sinni! NYTT BLOMASKEIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.