Morgunblaðið - 27.01.2000, Side 35

Morgunblaðið - 27.01.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 35 LISTIR Form með blátt gler í miðju. Verkið er frá 1994 og er gert úr leir og sandsteyptu gleri. Netuppboð nýjung hjá Sotheby’s Islendingur selur fyrsta nútímaskúlpt- úrinn á Netinu FYRSTI nútímaskúlptúrinn sem boðinn var upp á Netinu hjá upp- boðsfyrirtækinu Sotheby’s í des- ember síðastliðnum var eftir ís- lenska myndhöggvarann Ki'istínu Guðjónsdóttur. Sotheby’s hóf starfsemi á Netinu skömmu fyrir jól undir hatti Amazon.com, stærstu bókaverslunar á Netinu. Kristín var meðal fyrstu mynd- höggvaranna til að sýna á þessum vettvangi en hún sýnir á vegum Rodney Derrick Fine Arts. Eitt verka hennar varð fyrsti nútíma- skúlptúr sem boðið var í með þess- um nýja hætti á vegum uppboðs- fyrirtækisins. Frægt og viðurkennt fyrirtæki Kristín telur að með þessu opn- ist sér miklir og góðir möguleikar en auk fyrsta verksins hefur hún nú þegar sýnt fímm önnur verk hjá Sotheby’s á Netinu. Hún segir að hingað til hafí ekki selst mikið af listaverkum á Netinu, m.a. sök- um þess að fólk hafi ekki treyst þeim viðskiptamáta nægilega vel. Sotheby’s sé hins vegar það frægt og viðurkennt fyrirtæki að fólk þori fremur að eiga við það við- skipti. Form með blátt gler í miðju Verkið, sem hún nefnir Form með blátt gler í miðju, er unnið úr leir og sandsteyptu gleri. Verk Kristínar má sjá á vefsíðu er hún hefur unnið að síðan 1996. Myndir af verkum hennar, smíði þeirra sem og svipmyndir frá fjölmörgum sýningum er hún hefur tekið þátt í má fínna á vefslóðinni www. art.net/~stina. Kristín er sem stendur búsett í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Hún hélt fyrstu einkasýningu sína í Bandaríkjunum á FÍóa-svæðinu (Bay Area) í Kaliforníu síðastliðið haust og heldur þriðju einkasýn- ingu sína á Islandi í Galleríi Fold næsta haust. k Lagersala Jakkaföt Stakar buxur Skyrtur o.ft. Sængurföt Heilsukoddar Undirdívanar Springdýnur ^Z3Pggjabakkadýnur Rafmagnsrúmbotnar VERSLUNIN LYSTADÚN SNÆLAND Skútuvogi 11 • Sími 568 5588 Við vorum að fá nýja sendingu... Sjáðu auqlýsi auglysinguna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.