Morgunblaðið - 07.03.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 07.03.2000, Síða 6
... 6 ÞRIBJUDAGUR 7. MARS 2000_______________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Töluverðar skemmdir urðu á þaki vélsmiðju Stáls á Seyðisfirði. Fyrir miðri mynd sést hvar stór hluti þaksins rifnaði af. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Gamla skipasmíðastöðin á Seyðisfirði hýsir nú mjölgeymslu SR-mjöls. Plötur fuku af húsinu, bæði af hlið þess og endagafli. Aftakaveður á Norðaustur- og Austurlandi á sunnudag V eðurhæð allt að 60 metrar á sekúndu Kröpp lægð norðaustur af landinu olli mjög hvassri nv-átt á Norður- og Austur- landi á sunnudag og aðfaranótt mánudags. Meðalvindur fór víða yfír mörk þess sem kallast fárviðri, en í verstu hviðunum varð hraðinn allt að 60 metrar á sekúndu. Víða varð tjón af völdum veðurhamsins, fólk sat fast í bifreiðum sínum á heiðum uppi, þak rifnaði af þaki húss á Þórshöfn og ______prammi með krana, tönkum og________ vinnuskúr fauk á haf út á Seyðisfírði. Ofsairetur(111rindstig) Rok (10 vindstig) Stormur (9 vindstig) Hvassvilri (8 vindstig) Vindhraði á sjálfvirkum mæli á Sandvíkurheiði víndhraði .* * ** *. frá laugardegi til mánudags m/s . * , 4. mars | 5. mars 2000 60 Fárviðri (12 vindstig), vindur ýfir 32,7 m/s 40 —;-------|----f----1----r 6. mars 2000 VNDHVmUR Sunnan - suðvestan | Vestnorðvestan - norðvestan átt HÖRÐUR Þórðarson, veðurfræð- ingur á Veðurstofu íslands, segir að vindraði upp á 60 m/sek sé með því mesta sem gerist hér á landi og telst vera ríflega 200 km hraði á klst. Samkvæmt veðurmælingum komu tvær slíkar hviður í Odds- skarði í fyrrinótt, en þess má geta að þegar vindhraðinn er orðinn 32,7 m/s telst orðið fárviðri - 12 vindstig. Tíu mínútna meðalvindur í skarðinu var um 40 metrar á sek- úndu. Mjög tók að hvessa upp úr miðj- um sunnudeginum, en Veðurstofan spáði þá stormi, eða 20-25 metrum á sekúndu, og snjókomu á Norður- og Austurlandi síðdegis. Það gekk eftir, en Hörður segir að veður- hæðin hafi orðið nokkru hærri þegar verst lét en ætlað hafi verið. Veðrið gekk smám saman niður eftir því sem leið á gærdaginn. Þrennt beið næturlangt á Sandvíkurheiði Björgunarsveitir frá Vopnafirði og Bakkafirði komust í gærmorg- un til tveggja bifreiða sem setið höfðu fastar á Sandvíkurheiði milli fjarðanna frá því á sunnudag. Vegna ofsaveðurs hafði björgunar- sveitarmönnum frá Bakkafirði ekki tekist að komast á heiðina. Ekki var fannfergi á veginum um að kenna, heldur var skyggni lítið sem ekkert og erfitt að halda bif- reiðum gangandi vegna stormsins. Sólveig Helga Ákadóttir hélt á bifreið sinni frá Bakkafirði yfir til Vopnafjarðar um kaffileytið á sunnudag. Hugðist hún komast heim áður en illviðrið skylli á. Venjulega tekur tuttugu til þrjátíu mínútur að aka þessa leið, en þeg- ar ekkert hafði spurst til konunnar um klukkustund síðar hélt faðir hennar, Aki Guðmundsson frá Bakkafirði, í félagi við annan mann, Marínó Jónsson, á jeppa- bifreið þess síðarnefnda upp á heiðina til leitar. Gekk þeim ferðin ágætlega í fyrstu, en síðan fennti fyrir loftinntak jeppans og drapst þar með á honum. Áki og Marínó létu Neyðarlínuna vita um ástand mála og biðu svo átekta. „Síðan tók við hrikalegt veður, sannkallað gjörningaveður eins og maður las um í ævintýrum hér í eina tíð,“ sagði Áki í samtali við Morgunblaðið í gær. „Bíllinn hrist- ist og nötraði, drullusokkarnir rifnuðu af og við vorum orðnir ansi smeykir um að rúðurnar færu þá og þegar,“ bætti hann við. Ór- skammt frá þar sem jeppi þeirra félaga stóð er veðurmælingastaur og hann sýndi mest 58 m/sek í nokkrum kviðum um nóttina. Biðu í 17-18 tíma Sólveig Helga lét fyrirberast í bifreið sinni, en hún lenti utan í vegarkanti í blindbyl rétt fyrir kl. 17. Sat bifreiðin pikkföst og reyndi konan fyrst um sinn að moka frá púströri, en gafst svo upp á því og U kom sér fyrir í kaldri bifreiðinni, f nokkuð blaut. Björgunarmenn frá Vopnafirði komust til hennar um áttaleytið í gærmorgun og fluttu hana þegar til Vopnafjarðar. Var hún heil á húfi, en nokkuð köld eft- ir volkið. Björgunarmenn frá Bakkafirði komust loks upp á heiðina um tíu- leytið í gærmorgun og fundu þá , jeppabifreið. Hafði þá veður geng- ið nokkuð niður, en var þó enn ! mjög hvasst. Voru mennirnir flutt- 9 ir heilir á húfi niður í Bakkafjörð, en bifreiðin var svo sótt síðdegis í gær. Er hún talsverð skemmd. „Við höfum svo sannarlega feng- ið nóg af þessum stórviðrum að undanförnu. Haustið hér var ynd- islegt, en eftir áramót hefur al- mættið líklega verið að jafna skuldirnar," sagði Áki. Fjórðungur af þaki húss á Bakkafirði fauk út í hafsauga í veðurhamnum um nótt- 1 ina og í býtið þurftu björgunar- p menn að berja klaka utan af bátum í höfninni. Talið var að ella myndu þeir sökkva sökum ísingarinnar. Þá bilaði rafiínan milli Vopnafjarð- ar og Bakkafjarðar í óveðrinu og rafmagn var skammtað í gær af þeim sökum. Viðgerð tókst síðdeg- is í gær. Pramma rak út á haf Á Seyðisfirði var veður í fyrri- I nótt með versta móti og lýstu 1 heimamenn því sem einhverju því versta um mjög langt skeið. Engan sakaði, en talsvert tjón varð á mannvirkjum. Þá urðu nokkur tré í bænum veðrinu að bráð og lágu trjágreinar um allan bæ í gær. Tvær stórar hurðir á netagerð- arhúsi Fjarðarnets brotnuðu og hið sama átti sér stað í fleiri hús- l um í bænum, m.a. gamla Kaupfé- lagshúsinu. Þar er þó engin starf- semi nú um stundir. Þakplötur 1 rifnuðu af húsi vélsmiðjunnar Stáls og nokkrar skemmdir urðu á hús- næði skipasmíðastöðvarinnar, þar sem nú er mjölgeymsla SR-mjöls. Pramma, sem settur hafði verið upp við svonefnda Leiru og stóð þar á sérstökum fótum, rak á haf út í óveðrinu. Þrír tankar höfðu staðið á prammanum, auk krana og vinnuskúrs. Tveir tankar virð- j ast hafa fokið á haf út og við það léttist pramminn svo hann fór fljótlega sömu leið. Hann fannst svo í gærmorgun. Tankarnir voru tómir og í eigu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Skv. upplýsingum frá lögreglu í gær var engin hætta talin á meng- un af völdum þeirra. í gær var unnið að því að smíða nýjar hurðir á hús netagerðarinnar í stað þeirra sem fuku. Eru þær engin smás- I míði, eða fjórir metrar á hæð og breidd. Þá brotnuðu fjölmargar rúður í húsnæði trésmiðjunnar Töggs. Nokkuð fennti inn á vélar tré- smiðjunnar, en í gær var talið ólík- legt að um mikið fjártjón væri að ræða. Átt bú falsað málverk? tímarit Sláandi samantekt um falsanir á málverkum íslenskra listamanna og margt fleira forvitnilegt í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar. Mál og menningl malogmenning.is I Laugavegi 10 • »mi oio áZóOO • Síöumúla 7 • Sími 510 2500 Þak fauk í heilu lagi af íbúðarhúsi á Þorshöfn „Allt í einu varð hrikaleg sprenging“ ÞAK fauk því sem næst í heilu lagi af íbúðarhúsi á Þórshöfn í veðurhamn- um á sunnudagskvöld. Rétt undir kl. sjö var sem þak hússins lyftist í einu lagi í einni kviðunni, en skyndilega seig það aftur. Skömmu síðar fauk það hreinlega af og eftir í húsinu stóðu íbúarnir - sex manns, þar af fjögur börn, í hífandi ofsaroki. „Það er erfitt að lýsa þessu. Allt í einu varð hrikaleg sprenging. Börn- in voru að horfa á Stundina okkar í sjónvarpinu og ég sat ásamt föður mínum í eldhúsinu að drekka kaffi. Skyndilega heyrðist hvellur og stór Ijósakróna í eldhúsinu hrundi í gólf- ið. Andartaki síðar fór vesturhluti þaksins í heilu lagi af og afgangurinn rann niður í garð. Þetta gerðist allt ótrúlega hratt,“ segir ívar Jónsson, íbúi í húsinu, sem stendur ofarlega í kauptúninu á Þórshöfn, á stað þar sem oft verður mjög vindasamt. ívar selflutti börnin ásamt föður sínum út í bíl fyrir utan húsið. Var eitt barn borið í einu, því feðgarnir þurftu að nota aðra höndina til að halda sér svo þeir fykju ekki í ofsa- rokinu. Húsið er tæplega hálfrar aldar gamalt og ívar telur líklegt að það sé ónýtt. Hann bjargaði innanstokks- munum úr því í gærkvöldi og naut liðsinnis félaga sinna í björgunar- sveitinni á Þórshöfn. „Við vorum hér um tíu með tvo sendibíla og náðum að taka það mesta. Síðan fórum við og tjóðruðum niður viðbyggingu húss hér neðar í þorpinu og gerðum að öðrum sem var í hættu,“ sagði ívar. Hann segir þetta versta veður þar um slóðir um árabil, en á stundum sem þessum sé geysilega dýrmætt að finna stuðning samborgaranna. Allir hafi lagst á eitt um að bjarga verðmætum og ekki vílað fyrir sér að vinna við það næt- urlangt við slæm skilyrði. Von er á fulltrúa tryggingafélags frá Reykjavík til Þórshafnar í dag til að meta skemmdimar á húsinu. Að- eins útveggimir standa eftir og ívar vann í gær við að taka það sem eftir var í húsinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.