Morgunblaðið - 07.03.2000, Síða 47

Morgunblaðið - 07.03.2000, Síða 47
MÓRGÚNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐ JÚDÁGÚÍÍ 7.' MARS 2000 4*7' Aðaltollhafnir í Þorlákshöfn og á Höfn FYRIR skömmu mælti ég fyrir frum- varpi um breytingu á tollalögum þess efnis að aðaltollhafnir verði við- urkenndar í Þorláks- höfn og á Höfn í Homa- firði. Hér er um gamalt hagsmunamál að ræða sem í tvígang áður hef- ur verið lagt íyrir Al- þingi en ekki náð fram að ganga. Mál þetta er þverpólitískt því þing- menn úr öllum stjórn- málaflokkum á Austur- landi og á Suðurlandi, nema vinstrigrænum, era meðflutningsmenn. Hér er um af- ar brýnt réttlætismál að ræða fyrir báðar þessar byggðir. Nýjar aðaltoll- hafnir myndu leiða til einföldunar á tollafgreiðslu, aukinnar hagkvæmni og betra eftirlits með tollmálum í við- komandi byggðarlögum. Þorlákshöfn er eina fiski- og flutningahöfn Suður- landsundirlendis og Sunnlendingar standa einhuga um höfnina nú sem fyrr. Framsýnir samvinnumenn und- ir forystu Egils heitins Thorarensen náðu víðtækri samstöðu Amesinga og Rangæinga um byggingu Þorláks- hafnar um og eftir miðja síðustu öld. Ibúar svæðisins telja eðlilegt að höfn- in njóti þessara réttinda enda eru fastar siglingar frá Þorlákshöfn t.d. til Portúgal með fisk. Einnig hefur margoft komið fram áhugi á feijusigl- ingum til útlanda frá Þorlákshöfn enda ágætis aðstaða til staðar þar sem Herjólfur siglir daglega milli lands og Eyja. Um langt skeið hafa verið miklir vikurflutningai- frá Þor- lákshöfn og margoft hafa komið upp hug- myndir um iðnað, jafn- vel stóriðju, á svæðinu við Þorlákshöfn. Þá eru bæjaryfirvöld í Þorláks- höfn að velta fyiir sér hörfægingu, eða hör- þvotti, sem gæti orðið ný og spennandi iðn- grein í tengslum við bændur á Suðurlandi og hugsanlega víðar. í öll- um framtíðaráformum íbúa og bæjarstjórnar- manna er gert ráð fyrir að Þorlákshöfn verði aðaltollhöfn. Þannig hefur verið reistar frysti- og kæligeymslur í Þorlákshöfn undir nafninu Kuldaboli og eru þær Tollþjónusta Það er afar brýnt allra hluta vegna, segir ísólfur Gylfí Pálmason, að auka tollþjónustu í Þorlákshöfn og á Höfn í Hornafirði. einar fullkomnustu geymslur sinnar tegundar á íslandi. Einnig hefm- ver- ið reist tollvörugeymsla, þannig að heimamenn hafa svo sannarlega búið í haginn hvað aðaltollhöfn varðar. Fyrir ört vaxandi byggðarlag eins og Höfn í Homafirði er einnig afai- brýnt að öðlast réttindi aðaltollhafnar. Bæj- aryfirvöld á Höfn eins og í Þorláks- höfn hafa margsinnis sent stjórnvöld- um beiðni um breytingar á tollalögum þannig að hafnimar megi verða aðal- tollhafnir. Út frá landfræðilegri legu aðaltollhafna í landinu kemur í ljós að á Austurlandi er syðsta aðaltollhöfnin Eskifjörður og næstá tollhöfn á Suð- urlandi em Vestmannaeyjar. Á milli þessara staða er löng siglingaleið og á sama hátt er landleiðin óralöng. I til- lögunum er ekki gert ráð fyrir að leggja niður aðrar tollhafnir s.s. toll- höfnina á Selfossi, sem þjónar Suður- landi vel, heldur að fjölga aðaltoll- höfnum um þessar tvær. Á íslandi eins og annars staðar eiga byggðar- lög í samkeppni sín á milli um þjón- ustu, íbúafjölda o.fl. Það er því afar biýnt allra hluta vegna að auka toll- þjónustu í Þorlákshöfn og á Höfn í Hornafirði. Fyrir nokkrum misserum urðu miklar umræður um eiturlyfja- flæði og eiturlyfjaneyslu á Höfn. Vís- asta leiðin til þess að draga úr og koma í veg fyrir ólöglegan innflutning eiturlyfja er að auka tollgæslu. Um- talsverður árangur hefur náðst að undanfornu við að upplýsa ólöglegan innflutning eiturlyfja og ber að þakka tollvörðum og lögreglu fyrir þann árangur, en betur má ef duga skal. Flutningsmenn tillögunnar skora á stjómvöld að verða við þessari beiðni, en málið heyrir undir fjármálaráðu- neytið. Gamalt máltæki segir að allt er þá þrennt er og nú er tækifæri til þess að ýta þessu brýna hagsmuna- máli Sunnlendinga og Austfirðinga úr vör og efla tollþjónustu í Þorlákshöfn og Höfn í Homafírði með því að gera hafnimar að aðaltollhöfnum. Höfundur er alþingismaður. ísólfur Gylfi Pálmason REYKINGAR Dauðans alvara... Bæklingur Hjartaverndar er á leið til þín Kynntu þér málið! Styrktaraðilar útgáfu Islandspóstur ■ Landsbanki Islands hf. ■ Lyf og heilsa hf. Pharmaco hf. ■ Prentsmiðjan Oddi hf. ■ Tóbaksvarnarnefnd HJARTAVERND Náttúruleg lausn á náttúrulegu vandamáli Konur! Velkomnar í Lyfju Lágmúla í dag og á morgun kl. 14-18 til að fá ráðgjöf um Vivag -hylki og -sápur. Einnig í Lyfju Hamraborg þriðjud. 7. mars kl. 14-18 og Lyfju Setbergi miðvikud. 8. mars kl. 14-18. 20% afsláttur Hatðu hraðaná með Olivetti prenturum og faxtælqum Smith & Norland eykur enn vöruval sitt og býður nú Olivetti prentara og faxtæki sem eru afkastamikill og traustur búnaður. ítöisk hönnun eins og hún gerist best. Bjóðum einnig gott úrval af Fujitsu Siemens tölvum. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • Fax 520 3011 • www.sminor.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.