Morgunblaðið - 07.03.2000, Side 61

Morgunblaðið - 07.03.2000, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 61 FRÉTTIR i|M Úr dagbók lögreglunnar ——— 11 —— Talsvert um átök meðal manna Helgin 3. til 6. mars UM helgina urðu 68 umferðaró- höpp og 22 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur, m.a. einn sem ók á 125 km hraða á Miklu- brautinni. Talsvert var um átök í miðbænum þótt fáir væru á ferli. Unglingar undir 16 ára aldri voru ekki áberandi úti á lífinu að næturlagi. Tilkynnt var um tvö þjófnaðar- mál á veitingahúsum og einnig hópslagsmál fyrir utan veitinga- stað í miðbæ Reykjavíkur. Þar tókust á tveir hópar manna og var maður fluttur á slysadeild með minniháttar áverka. Ráðist á tnann á dansgólfi Tilkynning barst um slasaðan mann er hafði verið á dansgólfi skemmtistaðar þegar annar mað- ur réðst að honum og sló hann í læri og maga. Þegar sá slasaði kannaði áverkana komu í ljós skurðir á maga hans og læri ann- aðhvort eftir hníf eða gler. Hann var fluttur á slysadeild af lög- reglu. Var maður handtekinn sem svaraði til lýsingar á árásar- manninum. Aðfaranótt sunnudagsins er talið að 500 manns hafi verið í miðborginni þegar mest var. Fjórir menn komu á lögreglustöð allir ölvaðir og æstir og var í fyrstu ekki unnt að átta sig á til- gangi þeirra nema til að gera óskunda. Þeim var vísað frá en sló þá einn þeirra lögreglumann hnefahögg í andlitið, sem fluttur var á slysadeild. Aðilinn er veitt- ist að lögreglumanninum var fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu í fangageymslu. Síð- ar kom í ljós að mennirnir höfðu ætlað að koma gi-eiðslukorti sem þeir fundu til lögreglu. Tilkynning barst til lögreglu um 68 umferðaróhöpp yfir helg- ina, ríflega helmingur þeirra átti sér stað á föstudeginum. Að morgni föstudags varð árekstur tveggja bifreiða á Hringbraut. Annar ökumanna var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild til að- hlynningar. Umferðaróhapp varð á Vestur- landsvegi á föstudag þar sem langferðabifreið var ekið aftan á lögreglubifreið sem var við akst- ursþjálfun lögreglunema í for- gangsakstri. Síðdegis á laugardag var bif- reið ekið á ljósastaur á Vestur- landsvegi og hlaut ökumaður minniháttar meiðsli og er bifreið- in talin óökuhæf. Maður kom að máli við annan á aðfaranótt laugardagsins á Laugavegi og bað hann um að gefa sér peninga. Sá tók upp veski sitt og afhenti smápeninga, en þá hrifsaði hinn veskið af hon- um og hljóp á brott með 10-12 þúsund krónur sem hann hafði upp úr krafsinu. Pizzasendill rændur Aðfaranótt laugardagsins var pizzasendill rændur. Hann hafði verið sendur með pizzu í hús í austurborginni en þar kannaðist enginn við að hafa pantað pizzuna. Þegar hann var á leið aftur að bifreið sinni réðust tveir menn að honum og sneri annar hann niður og hótaði lífláti. Síðan tóku þeir pizzuna og 1.000 kr í peningum. 18 ára piltur var handtekinn um helgina og hefur hann játað að hafa pantað pizzuna og síðan ráðist á pizza- sendilinn. Brotist var inn í verslun á að- fararnótt mánudagsins og rúða brotin og stolið hljómflutnings- og myndbandstækjum. Ráðist var að ökumanni bif- reiðar í Árbæ á íaugardag og honum veittur áverki á gagn- auga. Hafði hann flautað á aðra bifreið og virtist það hafa farið í skapið á ökumanni og farþega í hinni bifreiðinni með þeim afleið- ingum að þeir réðust að honum. Tilkynnt var um tvo aðila á bif- reið sem otuðu kúbeini að fólki á Vesturlandsvegi. Þeir fundust ekki þrátt fyrir eftirgrennslan. Til stympinga kom við verslun í austurborginni þegar átti að loka versluninni á sunnudags- kvöld. Starfsmaður verslunarinn- ar varð fyrir aðkasti unglinga sem fyrir utan voru. Veittust þeir að honum og veittu honum áverka á andliti. Unglingunum var ekið heim og rætt við for- eldra. Kerti brann niður á sjónvarps- tæki í húsi í austurbænum á laugardag með þeim afleiðingum að kviknaði í sjónvarpinu og nokkrar skemmdir hlutust af völdum reyks. Fjórir voru fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Svo virðist sem kveikt hafi verið í dagblöðum við leikskóla í Grafarvogi, svo af hlutust skemmdir á klæðningu. Aðfaranótt mánudags kviknaði í bifreið á bifreiðastæði í Grafar- vogi og er bifreiðin talin ónýt ásamt því að skemmdir urðu á hlið nærliggjandi bifreiðar. Um helgina var haft sérstakt eftirlit með unglingum og úti- vistartíma. Sérstakt eftirlit var í Mosfellsbæ en þar var nokkrum unglingum vísað heim. Ekki varð vart við neina ölvun meðal ung- linga. Foreldrarölt var einnig mjög virkt í borginni. PtMmm Ufier þ ÞÓR HF Reykjavfk - Akureyri Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sfmi 461-1070 Fermingarmyndatökur Svipmyndir Hverfisgötu 18, sími 552 2690. -c Tölvtinámskeið Internetið og tölvupóstur 10 kennslustundir Word og Windows fyrir byrjendur 20 kennslustundir Word II 20 kennslustundir EXCEL fyrir byrjendur 20 kennslustundir TMngumálanámskeið - ferðafólk Hraðnámskeið fyrir ferðafólk Enska - Franska — Spænska — ítalska - Sænska - Norska 3ja vikna námskeið 12 kennslustundir Körfugerð Melónukarfa 5 kennslustundir Garðyrkjunámskeið Heimilisgarðurinn 8 kennslustundir Innritun í simunu564 1507 og 564 1527vjílfyÍ8-21 Fimm unnu sér þátttökurétt á Islandsmoti í backgammon FIMM manns unnu sér rétt til þátt- töku á íslandsmóti í backgammon á fyrsta úrtökumóti af fjórum sem fram fór á laugardag á veitingahús- inu Sirkus við Klapparstíg. Back- gammonfélag Reykjavíkur stóð fyrir úrtökumótinu en keppt var í fimm riðlum og hlaut sigurvegari hvers rið- ils þátttökurétt á Islandsmótinu. Þeir eru Einar Einarsson, Hannes Hlífar Stefánsson, Róbert Harðarson, Sig- rún Baldvinsdóttir og Vilma Björk Ágústsdóttir. Næsta úrtökumót fer fram á laugardaginn á veitingahúsinu Grand Rokk við Smiðjustíg. Mjög mikil aðsókn var að úrtöku- mótinu og þurfti að vísa fólki frá þar sem fullt var orðið í alla riðlana, að sögn Gríms Grímssonar, formanns Backgammonfélags Reykjavíkur. Veitingahúsið Sirkus gaf þremur efstu keppendum mótsins rauðvíns- flösku. Álls munu 16 manns taka þátt í íslandsmótinu svo enn á eftir að spila um þátttökurétt í ellefu sæti. Næsta úrtökumót verður á veit- ingastaðnum Grand Rokk við Smiðjustíg og hefst það klukkan tvö. Þátttakendur eru hvattir til að mæta tímanlega til að skrá sig, ekki seinna en kl. 13:45. Einnig er hægt að senda ósk um skráningu á netfangið back- gammonfelag@yahoo.com. Auk þess sem keppt verður um sæti á íslandsmótinu mun Grand Rokk gefa þeim sem skipa þrjú efstu sætin viskíflösku Ertu á aldrinum 15-18 ára? Þyrstir þig í nýja reynslu og ævintýri? Viltu öðruvísi menntun? Meiri víðsýni? Ef þú gerist skiptinemi á vegum AFS lærir þú nýtt tungumál, kynnist ólíkri menningu, eignast nýja vini og öðlast dýrmæta reynslu sem endist þér ævilangt. ••• en tíminn er að renna út! Ennþá er möguleiki á ársdvöl í Hong Kong og nokkrum öðrum löndum í Suður-Ameríku og Evrópu, hálfsársdvöl í Brasilíu, Japan, Frakklandi og Þýskalandi og sumardvöl í Bretlandi, ítaliu, Kanada og Sviss. Brottfarir í júní til september. Umsóknarfrestur fer að renna út. AFS á Íslandí Ingólfsstræti 3 I 2. hæð I s(mi 552 5450 I www.afs.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.