Morgunblaðið - 12.03.2000, Side 1

Morgunblaðið - 12.03.2000, Side 1
STOFNAÐ 1913 61. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hryðju- verk á Sri Lanka Colorabo. AFP. FJÓRIR skæruliðar Tamíl-tígra á Sri Lanka sprengdu sjálfa sig í loft upp í gær og sá fimmti var skotinn áður en hann gat farið að dæmi fé- laga sinna. Höfðu hermenn setið um þá frá því í fyrrakvöld en alls féllu 28 menn í átökunum og 64 særðust. Tamílamir virðast hafa ætlað að sprengja sig í loft upp á föstudag er bílalest með ráðherrum og öðrum frammámönnum fór frá þinghúsinu en einn þeirra virðist hafa sprengt sprengjuna fyrir slysni nokkru áður. Fórust þá margir en félagar hans flýðu inn í byggingu. undan her- mönnum. Þar sprengdu síðan fjórir menn sprengjur, sem bundnar voru við þá, og sá fimmti var felldur. Auk þeirra sem féllu særðust 76. Flestir þeirra sem féllu voru óbreyttir borgarar sem urðu fyrir kúlum frá hryðjuverkamönnunum í átökum þeirra við hermennina. Lög- reglan telur hins vegar að skotmark Tamílanna hafi fyrst og fremst verið Anuruddha Ratwatte, varnarmála- ráðherra Sri Lanka, en hann hafði tekið þátt í umræðum á þingi. Sólin sleikt í Eftir fremur erfíðan vetur er daginn tekið að lengja svo um munar enda ekki nema vika í jafndægur á Morgunblaðið/Ásdís sundlauginni vori. Þessi sólarmynd var tekin í Sundlaug Kdpa- vogs í gær. Tvær meginfylkingar takast á í kosningunum á Spáni í dag Þjóðarflokki Aznars for- sætisráðherra spáð sigri Madríd. AP, AFP. SPANVERJAR ganga að kjörborð- inu í dag í almennum þingkosningum og bendir margt til að Þjóðarflokkur Jose Maria Aznars forsætisráðherra muni bæta við sig fylgi og fara áfram með völdin á næsta kjörtímabili. Byr- lega hefur blásið í spænskum efna- hagsmálum á síðustu árum og leggur Aznar áherslu á að landsmenn snúi bökum saman og veiji það sem áunn- ist hefur. „Hættum ekki því, sem við höfum, og hverfum ekki aftur til óvissunnar fyrir fjórum árum,“ er boðskapur Aznars til spænskra kjósenda og skoðanakannanir sýna að þeir eru margir sammála honum um það. Þjóðarflokkurinn hefur nú 156 sæti af alls 350 á þingi og líklegt þykir að þeim fjölgi eitthvað í kosningunum í dag. Sósíalistaflokkurinn, sem hefur 141 þingsæti, og Vinstrabandalagið, Jose Maria Aznar, forsætisráð- herra Spánar, á fundi með stuðningsmönnum sfnum. kommúnistar, sem hafa 21, hafa myndað með sér kosningabandalag og þeir luku kosningabaráttunni með því að skora á alla vinstrimenn að mæta á kjörstað. Kannanir benda hins vegar ekki til áð miklar breyt- ingar verði á fylgi vinstriflokkanna. Kosningasigur Þjóðarflokksins 1996 batt enda á 14 ára valdatíð sós- íalista en hann, eins og sósíalistar áð- ur, hefur orðið að reiða sig á stuðning héraðaflokkanna, ekki síst flokks Katalóníumanna. Efnahagsmálin í öndvegi Kosningabaráttan hefur að mestu snúist um efnahagsmálin og hefur Aznar heitið að halda við hagvextin- um, sem verið hefur um 4% á ári, og draga enn úr atvinnuleysinu en það hefur farið úr 20% í 15%. Sósíalistar lofa hins vegar jafnari skiptingu þjóð- artekna, viija endurskoða einkavæð- ingu núverandi ríkisstjómar og hækka framlög til lífeyrisþega. Raunar er enginn skortur á kosn- ingaloforðum hjá stóru fylkingunum tveimur. Þjóðarflokkurinn lofar að lækka skatta, tryggja fulla atvinnu og auka framlög til menntamála og hann ætl- ar ekki síður en sósíalistar að bæta kjör lífeyrisþega. Vegur það þungt á Spáni þar sem hlutfall eftirlaunaþega er mjög hátt og fæðingartíðnin sú lægsta innan Evrópusambandsins. Báðar fylkingamar taka mörg dæmi af því sem verið hefur að gerast annars staðar í Evrópu. Sósíalistar vilja til dæmis fara að dæmi Blair- stjómarinnar í Bretlandi og fjár- magna sum af loforðum sínum með skatti í eitt sinn á einkavædd ríkisfyr- irtæki en Þjóðarflokkurinn vill einka- væða með sama hætti og í Frakklandi þar sem áherslan er lögð á að tryggja áframhaldandi rekstur og atvinnu. ÖRLAGAGYÐJUM BOÐINN DANS TÓLG í TILTEKTINA Foringi var fallinn Ofgnótt _ og óánægja í Kísildal New York. Daily Telegraph. FJÖLSKYLDUR í Kísildal í Kaliforníu, miðstöð tölvu- og netiðnaðarins í Bandaríkjun- um, eiga nú við nýtt vandamál að stríða. Annars vegar er það ofgnótt allra hluta og hins veg- ar sú tilfinning þeirra sem ekki hafa efnast með skjótum hætti að þeir hafi orðið undir í lífinu. Eru það ekki síst börnin sem líða fyrir hvort tveggja. I Kísiidal hafa margir efnast óheyrilega á skömmum tíma og það hefur haft margvísleg og ekki alltaf holl áhrif á bömin sem geta fengið næstum allar sínar óskir uppfylltar. Á þetta ekki síst við um fjölskyldur þar sem menn flíka auðæfunum óspart og viðhorf barnanna til lífsins og tilverunnar ein- kennist af hroka og yfirlæti. Vegna þessa er það orðinn nýr iðnaður að halda námskeið fyr- ir þetta fólk þar sem reynt er koma því inn hjá því og einkan- lega börnunum að til séu önnur verðmæti en peningar. í Kísildal og annars staðar í Kaliforníu býr líka fólk sem ekki veður í peningum án þess þó að líða neinn skort og því og börnum þess finnst oft sem þau hafi orðið undir í barátt- unni um skyndigróðann. Veld- ur það margs konar streitu- einkennum, einkum hjá unglingum, sem líta stundum á foreldra sína, sem verða að vinna fyrir brauðinu í sveita síns andlitis, sem hverja aðra fátæklinga. Iridium- kerfínu lokað? BANDARÍSKA fjarskiptafyrirtæk- ið Motorola hefur tilkynnt að hafi ekki fundist kaupandi að gervi- hnattasímafyrirtækinu Iridium fyrir 17. mars nk. verði þjónustu þess hætt. Iridium hefur átt í miklum erfið- leikum og lagði inn gjaldþrotsbeiðni í ágúst sl. Hefur Motorola, sem á hlut í því, haldið því á floti síðan en aðrir fjárfestar hafa hætt stuðningi sínum, nú síðast fjárfestingarfyrirtækið Eagle River Investment. Iridium reisti eftirlitsstöð fyrir gervihnetti í Eiðahreppi fyrir fjórum árum og viðbúið er að rekstri hennar verði hætt finnist ekki kaupandi að fyrirtækinu. Þá má nefna að pólfar- arnir íslensku notast við Iridium- síma en hafa einnig Argos-senditæki til öryggis. Sænsku pólfaramir eru hins vegar aðeins með Iridium-síma. MORGUNBLAÐHE) 12. MARS 2000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.