Morgunblaðið - 12.03.2000, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 11
því að greina erfðaefnið og kannar
hvort það bregst vel eða illa við lyfl
sem hann telur að sjúklingurinn
þurfi.
Tæknin sem við höfum notað er
eins konar sambland af tölvutækni,
sameindalíffræði og DNA-vísind-
um.“
Hann segist sjá íyrir sér að Nan-
ogen geti átt samstarf við UVS í
krabbameinsrannsóknum, örgjörf-
inn geti nýst þegar rannsaka þarf
áhættuþætti og bera saman fjölmörg
lífsýni með tilliti til krabbameins-
gena eða gena sem hafa áhrif á þróun
krabbameins. Rannsóknin tæki mun
skemmri tíma en ella.
Ekki fengu fréttamenn að fylgjast
með öllum viðræðunum á Madison-
hótelinu í Washington enda stundum
verið að fjalla um viðskiptaleyndai’-
mál. En ljóst var að erlendu sérfræð-
ingarnir voru hrifnir af því sem ráða-
menn og starfsmenn UVS kynntu.
„Þetta var erfitt en mjög gefandi,"
sagði einn starfsmanna UVS eftfr
umræðumar og bætti við að í sumum
tilvikum hefðu rannsóknimar á Is-
landi verið komnar mun lengra áleið-
is en gestimir hefðu átt von á.
Rannsóknir vísindamanna hér-
lendis á stökkbreyttum genum er
eiga þátt í myndum brjóstakrabba-
meins hafa vakið athygli í vísinda-
tímaritum og þar að auki hefur UVS
tekist að greina genabreytinguna
sem talið er að valdi svonefndri
snemmkominni fullorðinssykursýki.
UVS hefur þegar gert þrjá sam-
starfssamninga, við Landsspítala-há-
skólasjúkrahús, Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri og Krabbameins-
félagið og er ljóst að það er í krabba-
meinsrannsóknunum sem ráðamenn
fyrirtækisins gera sér mestar vonir
um að að ná árangri. Gögnin sem
Krabbameinsfélagið hefur safnað um
ýmsar gerðir krabbameins á Islandi
undanfama áratugi geta orðið fjár-
sjóður íyrir vísindamenn.
Um 700 miHjónir í bankanum
Fyrirtækið var stofnað 1998 og nú
vinna alls 16 manns í húsakynnum
þess við Lyngháls. Einnig fjármagn-
ar UVS fimm stöðugildi á rannsókna-
stofum Krabbameinsfélags íslands
en öflugir aðOar standa að fyrirtæk-
inu. Má nefna Burðarás, eignar-
haldsfélag Eimskip, Nýsköpunar-
sjóð, Þróunarfélag íslands og
Uppsprettu sem er í eigu Kaupþings.
Starfsmenn UVS fá auk þess að gera
kaupréttarsamninga á hlutabréfum.
Stefnt er að því að fyrfrtækið fari á
markað eftir tvö ár.
Þegar er búið að útvega vel yfir
700 milljónir króna til rekstrarins og
mest af því fé er enn í bankanum. A
hinn bóginn eru tölvur dýrar og ann-
ar stofnkostnaður við rannsóknir hár
og því brýnt að finna leiðir til að
markaðssetja þekkinguna sem verið
er að framleiða. Einkarekin fyrir-
tæki verða, þegar upp er staðið, að
hafa tekjur á móti útgjöldunum en
reynslan erlendis er samt sem áður
að fjárfestar eru stundum reiðubúnír
að sýna mikla þolinmæði gagnvart
hátæknifyrirtækjum sem rekin eru
með tapi í upphafi. Vonin um mikinn
ágóða síðar meir, ekki síst af einka-
leyfum og lyfjaframleiðslu, er þá
haldreipið en oft munu líftæknifyrir-
tæki hafa starfað árum saman án
þess að hafa krónu í tekjur.
Snorri Þorgeirsson segir að vænt-
anlegir liðsmenn alþjóðlega vísinda-
ráðsins séu ekki eingöngu mjög færir
vísindamenn heldur hafi sumir ára-
tuga reynslu af fyrirtækjarekstri á
þessu sviði. Þeir geti orðið mikilvæg-
ir bakhjarlar og hugmyndasmiðir,
geti varað við mistökum og bent á
leiðir til að selja það sem UVS býr til;
nýtt, íslenskt hugvit.
„Það er að verða til algerlega ný
atvinnugrein í líftækni og erfðarann-
sóknum á íslandi, þegar búið að
stofna tvö fyrirtæki sem ég held að
eigi bæði að geta blómstrað og þau
eiga að geta orðið fleiri. Við þurfum
að tryggja að til staðar sé nóg af
menntuðu fólki á þessu sviði. Einnig
verðum við að geta séð til þess að
starfið sé til langs tíma og ég er mjög
bjartsýnn á að okkur takist það.
Tækifærin sem hafa orðið til bæði
hjá íslenskri erfðagreiningu og nú
hjá okkur hafa fengið fólk til að halda
heim frá útlöndum. Eg held að þetta
geti á nýrri öld og kannski næstu
orðið sá atvinnuvegur sem verði um-
svifamestur hjá okkur, þar verði
helstu tækifærin."
V ísindamenn mega
ekki fullyrða um of
LEROY Hood, sem er prófessor í líf-
fræðilegri læknisfræði við læknadeild
háskólans í Washington-ríki, er upp-
runalega menntaður í ónæmisfræði.
Staða hans við háskólann er kostuð af aðaleig-
anda tölvurisans Microsoft, Bill Gates. Hefur
Hood átt mikið samstarf við Gates sem sagður er
hrifinn af mikilli hugmyndaauðgi prófessorsins.
Hood er mikill áhugamaður um bætta vísinda-
kennslu í grunnskólum en ekki síst þekktur fyrir
að hafa á sínum tíma með rannsóknum sínum
lagt grundvöllinn að því að hægt yrði að greina
genamengi mannsinns en líkur
eru taldar á að því starfi verði lok-
ið á árinu.
„Okkur hjá Caltech tókst að
hanna sjálfvirka raðgreininn sem
notaður er við að greina genarað-
frnar, sem er mikilvægasta tækið
við genamengisrannsóknimar. Ég
vann hjá Caltech í 22 ár og á þeim
árum bjuggum við til tæki sem
notuð eru við DNA- og prótín-
rannsóknir. Þama er um að ræða
margvíslegan búnað sem skiptir
sköpum í sameindalíffræði.
Sjálfur stofnaði ég fyrirtæki
sem framleiðir þessi tæki fyrir
markað, nú er það hluti af öðra
fyrirtæki, Perkin-Elmer, er tók
þátt í að stofna Celera Genomies
og leggur til tölvubúnaðinn sem
Celera notar við genamengisvinnu
sína. Perkin-Elmer er nú orðið
heimsfrægt milljarðafyrirtæki í
dolluram.
Sjálfvirkur greinir var skilyrði
fyrir því að hægt yrði að finna
genaraðirnar vegna þess að gögn-
in eru svo mikil að vöxtum."
Óljóst hvort Celera
nær markmiðinu
Einkafyrirtækið Celera Gen-
omics hefur beitt sams konar
tækni en annarri nálgun en Gena-
mengisáætlunin (The Human
Genome Project) við greininguna,
en að hinni síðamefndu standa op-
inberar stofnanir eins og Banda-
ríska heilbrigðisstofnunin, NIH,
orkumálaráðuneytið í Washington
auk nokkurra háskóla í Bandaríkj-
unum og Sanger-stofnunarinnar í
Bretlandi. Hood segir að enn sé
ekki ljóst hvor aðferðin sé betri.
„Ég á eftir að sjá hvort Celera-
mönnum tekst sjálfum að greina allt genamengið
og mikið af því sem fyrirtækið er að birta byggist
á gögnum sem opinberir aðilar í Bandaríkjunum
hafa gert aðgengileg öllum. Ég á við að ef Celera
nyti ekki þessara gagna er ég ekki viss um að
þeir gætu lokið verkinu," segir Hood.
Hann segist þó telja það hrapalleg mistök að
banna fyrirtækjum að fá einkaleyfi á genaröðum
í mönnum. Lyfjafyrirtæki muni þá ekki leggja
hundrað milljóna dollara í rannsóknir á hættu-
legu meingeni. „Þá gæti annað fyrirtæki hugsan-
lega hirt allan hagnaðinn af rannsóknunum, fjár-
festingin væri til einskis. Á hinn bóginn ætti að
setja mjög skýrar reglur og takmarkanir um
einkaleyfi á þessu sviði. Ég álít að menn ættu að-
eins að geta fengið einkaleyfi á ákveðnum hlut-
um gensins, ekki öllu geninu sem slíku.
Ef ríki ákvæði að banna öll einkaleyfi í gena-
rannsóknum myndi það merkja að líftækni
myndi ekki geta náð þroska, uppfinningar
myndu ekki njóta vemdar.“
Hood hefur sjálfur stofnað mörg líftæknifyrir-
tæki og þau náð góðum árangri. En oft er rætt
um hagkvæmni stærðarinnar, er ekki betra að
reka eitt, stórt fyrirtæki sem ræður við margvís-
leg verkefni samtímis?
„Haft hefur verið eftir Bill Gates að markviss
stefna sé undirstaða alls annars í nýju fyrirtæki.
Öll fyrirtækin sem ég hef komið á fót hafa haft
afar ólík markmið. Eitt fyrirtækið sem ég stofn-
aði fékkst við gerð tækja til að nota við rannsókn-
ir í sameindalíffræði, annað var hefðbundið
genarannsóknafyrirtæki og þau vora því í eðli
sínu mjög ólík.
Einnig hef ég átt framkvæði að stofnun fyrir-
tækja sem helga sig rannsóknum í ónæmisfræði,
krabbameinsrannsóknum, genamengisrann-
sóknum og fleira.
Skammvinn ævi fyrirtækja
AJlt era þetta ólík svið í líffræðinni og ef
markmiðin væru öll í einum potti myndi aldrei
verða neitt úr neinu. Menn myndu ráfa fram og
aftur. Fyrirtæki hafa takmarkaða getu til að
Miklu skiptir að nýju fyrir-
tæki í líftækni sé stjórnað
af fólki sem er reiðubúið að
leggja nótt við dag fyrstu
árin, segir bandaríski vís-
indamaðurinn Leroy Hood.
byrja með, ég á við fjölda starfsmanna, tæki og
fjármuni."
Mörg líftæknifyrirtæki hafa átt skamma ævi.
Hvað telur Hood að þurfi að hafa í huga til að
tryggja vöxt og viðgang nýs líftæknifyrirtækis?
„Eg held að þau gefi upp öndina af tveim
ástæðum. Annars vegar vegna þess að þau hafa
ekki skýra framtíðarsýn og hafa ekki markað sér
ákveðna stefnu í rannsóknunum og rekstrinum.
Hins vegar skortir þau stjómendur sem era fær-
ir um að fylgja stefnunni og hugmyndunum eftir.
Síðari ástæðan er mjög oft mikilvægasti þátt-
urinn í að fyrirtækið hrynur. Stjórnandi nýs fyr-
irtækis þarf að vera afar hugmyndaríkur og
hann þarf að vinna 18 stundir á sólarhring, alla
daga vikunnar. Það er svo margt sem þarf að
sinna fyrstu árin og starfið er því ógnvekjandi,
ekki á færi allra. Býsna erfitt getur verið að finna
fólk sem getur og vill taka að sér svona starf.“
Hann er spurður um genalækningar, era lík-
legt að mönnum takist einhvern tíma að vinna
bug á sjúkdómum með þeim?
„Ég tel að mjög erfitt sé að ná tökum á gena-
lækningum, enn er eftir að leysa tæknileg vanda-
mál í tengslum við þau. Og þar að auki er hugs-
anlegt að aldrei hafi hugmynd í líffræði
einkennst af jafn miklu skrami og genalækning-
ar. Fyrir tíu áram sögðu talsmenn genalækninga
að þær væra svarið við öllum sjúkdómum og það
álít ég að sé ragl. En ég held að tæknilegu vand-
kvæðin verði leyst á næstu fimm til tíu áram og
þá muni genalækningar geta komið að góðu
gagni gegn vissum sjúkdómum. Þær verða samt
sem áður ekki allsherjarlausnin sem sumir tals-
menn hafa fullyrt að þær verði.“
Hood er spurður hvernig hann meti líkumar á
að jafn fámenn þjóð og íslendingar verði öflug á
sviði líftækni- og genarannsókna.
„Ætli menn sér að ná árangri, og það skiptir
ekki máli hvert viðfangsefnið er, verða þeir að
átta sig á því hvað þeir hafa til ráðstöfunar fram
yfir aðra. Ég er sannfærður um að fyrirtæki á
borðviðUVS
getur átt sér bjarta framtíð og grandvöllur er
fyrir mörg fyrirtækd á sviði líftækni á íslandi þar
sem menn nýta sér sérstöðu þjóðarinnar. Þá á ég
meðal annars við að fyrir hendi era traustar upp-
lýsingar um sjúkdóma langt aftur í tímann og til
era söfn lífsýna, einnig að fyrir hendi er um-
fangsmikil þekking á ættartengslum. Mestu
skiptir að nýtt fyrirtæki fylgi markvissri stefnu,
þá nýtast mannafli og peningar vel.
Ég álít að fyrirtækin sem notfæra sér þessar
aðstæður í landinu ættu að vera fleiri en tvö eða
þrjú. Það væri hryggilegt ef þau yrðu ekki fleiri
af því að þarna er um að ræða svo mikilvæga auð-
lind og svo margvíslega, einstæða
möguleika að eitt fyrirtæki gæti
ekki hagnýtt sér nema lítið brot af
þeim.“
íslendingar um
allan heim
Hann bendir á að hægt sé að
stækka grunninn sem byggt er á
með því að kanna aðstæður meðal
fólks af íslenskum ættum í Kan-
ada og annars staðar. Þá myndi
fjöldi sjúkdómstilfella fara að
verða svo mikill að hægt yrði að
fást við veralega flókin viðfangs-
efni.
„En þúsund tilfelli er nógu mik-
ið til þess að hægt er að gera ýms-
ar athyglisverðar rannsóknir í líf-
fræði og læknisfræði og niður-
stöðurnar komið að miklu gagni,
einnig með því að hagnýta upplýs-
ingar um tíðni í fjölskyldum og
fleira.
Hægt væri að finna og greina
t.d. gen sem valda brjóstakrabba-
meini á íslandi og ég geri ráð fyrir
að þau hafi sams konar áhrif á þró-
un meinsins meðal annarra þjóða,
í öllum samfélögum. Við vitum
þegar að ákveðið gen, BRCA2,
sem veldur brjóstakrabba á ís-
landi gerir það einnig í öðrum
löndum, munstrið er svipað.
Þarna gæti því verið um mjög
mikilvægar uppgötvanir að ræða.
Niðurstöðurnar yrðu almenns eðl-
is og því hægt að yfirfæra þær
milli samfélaga."
Brjóstakrabbamein
og viðbrögð
Dæmi era um að konur í Banda-
ríkjunum hafi látið fjarlægja
bijóstin vegna þess að þær reynd-
ust vera með gen sem geta valdið brjóstakrabba.
Síðan hefur með frekari rannsóknum komið í Ijós
að áhættan í tengslum við genið er minni en fyrst
var talið. Hvaða lærdóma má draga af þessu?
„Ef vísindamenn fullyrða of mikið er það
slæmt. Vandinn er sá að við getum greint sjúk-
dóm án þess að geta læknað hann og hvemig á þá
að nota greininguna? Margir era þess vegna á
móti því að gerðar séu reglubundnar skoðanir
meðal almennings til að uppgötva gen sem geta
valdið sjúkdómi. Það eina sem hægt er að segja
er að viðkomandi sé með slæmt gen, ákveðnar
líkur séu á að hann eða hún fái sjúkdóminn um
sextugsaldur. Kannski er hægt að gera ýmislegt
til að reyna að spoma við honum en við vitum í
reynd ekki með vissu hvort aðgerðirnar koma að
gagni.
Ein af þeim getur verið að fjarlægja bæði
brjóstin, eins og var gert þegar konurnar reynd-
ust vera með BRCAl eða BRCA2. Mér finnst
þetta mjög harkaleg aðgerð til að fyrirbyggja
sjúkdóm.
Þetta djúp á milli greiningar og lækningar er
óhjákvæmilegt þegar við beitum rannsóknum til
að berjast gegn sjúkdómum og skilja hvað veldur
þeim. En við verðum að gæta okkar vel í sam-
skiptum við almenning þegar við eram á því stigi
að geta greint en ekki læknað. Fólk verður að
skilja til fulls hvernig upplýsingamar geta komið
því að gagni en einnig valdið tjóni. Vandinn er að
sumir vilja vita en aðrir ekki og því ekki til eitt
einfalt svar við því hvað beri að gera. Læknar
verða þess vegna að gera sér grein fyrir því hver
sjúklingurinn er og aðstoða hann við að ákveða
hvort hann vilji vita um áhættuna vegna slæmra
gena. Fyrir suma er betra að vita en fyrir aðra er
það hræðilegt áfall.“
Vitum við, almenningur, yfirleitt hvað átt er
við þegar sagt er að áhættan sé svo og svo mikil í
prósentum?
,Alnienningur hefur oftast ekki hugmynd um
hvað þetta merkir. Þetta verða því læknar og
ráðgjafar að vera færir um að útskýra vel,“ segir
Leroy Hood.
Ljósmynd/Kristján Jónsson
Leroy Hood, prófessor við Washington-háskóla.