Morgunblaðið - 12.03.2000, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 12. MARS 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Forsetakosningarnar á Taívan
Tvísýn bar-
átta um for-
setaembættið
Hinn 18. mars næstkomandi verður kosið til forseta á
Taívan. Er úrslita kosninganna beðið með mikilli eftir-
væntingu að því er kemur fram í þessari grein eftir
Tómas Orra Ragnarsson, ekki síst í Austur-Asíu þar
sem þau geta haft mikil áhrif á öryggis og hernaðarmál
vegna viðkvæms sambands á milli Taívans og Kína.
Annars staðar er einnig vel fylgst með kosningunum,
einkum í Bandaríkjunum.
Forsetaframbjóðandinn Chen Shui-bian heilsar stuðningsmönnum
á ferð um borgina Keelung á Taívan.
UTLIT er fyrir að keppnin um for-
setaembættið verði afar tvísýn og
spennan er mikil. Valið stendur um
fimm frambjóðendur. Prír eru lík-
legastir til að bera sigur úr býtum en hinir
tveir hafa mælst með mjög lítið fylgi. Kosn-
ingabaráttan er að komast á endasprettinn og
frambjóðendurnir hafa verið að móta stefnu
sína og kynna fyrir kjósendum.
Þrír helstu frambjóðendurnir
Frambjóðandi Kuomingdang, flokks þjóð-
emissinna sem hefur stjómað Taívan frá 1949
er Lien Chen varaforseti og varaforsetaefni
hans er forsætisráðherrann Vincent Siew.
Lien er fulltrúi flokks sem hefur farið með
völdin á Taívan frá því þjóðemissinnar flúðu til
eyjunnar undan kommúnistum árið 1949. Chi-
ang Kai-shek stjórnaði með harðri hendi fyrstu
áratugina eftir komuna til Taívan. Sonur hans
Chiang Ching-kuo sem tók við embætti föður
síns byrjaði á færa stjómkerfi Taívan í átt til
lýðræðis. Hann lýsti því yfir að hann yrði síð-
asti meðlimur Chiang-ættarinnar sem stjóm-
aði Taívan og byrjaði á umbótum eins og að
lyfta herlögum sem höfðu verið áratugi í gildi.
Eftir dauða Ching-kuo tók núverandi for-
seti, Lee Teng-hui, við embætti forseta. Hann
hefur stýrt Taívan í átt til lýðræðis og for-
setakosningarnar nú em ákveðinn vendipunkt-
ur í lýðræðisþróuninni. Nú verður í fyrsta
skipti skipt um forseta í beinum kosningum en
í fyrstu forsetakosningunum 1996 fór Lee með
ótvíræðan sigur af hólmi en hann var þá sitj-
andi forseti kosinn af þinginu. Kuomingdang á
það á hættu að tapa kosningunum og tapa
þeirri stöðu sem flokkurinn hefur haft á Taívan
í fimmtíu ár.
Sá frambjóðandi sem er hvað líklegastur til
að fara með sigur af hólmi samkvæmt skoðana-
könnunum er fyrrverandi landstjóri, James
Soong. Hann var mjög vinsæll landstjóri og
þekktur fyrir að vera maður fólkins. Um tíma
var haldið að hann ætti möguleika á tilnefningu
Kuomingdang en eftir að Lien var valinn til að
vera frambjóðandi flokksins og Soong ákvað að
bjóða sig fram var hann rekinn úr flokknum.
Margir halda því fram að skynsamlegra hefði
verið að hann yrði frambjóðandi flokksins,
bæði vegna þess að hann hefur meira fylgi
meðal almennings en Lien og einnig myndi
hann ná að breyta ímynd flokksins til hins
betra. Innan flokkins var hins vegar ákveðið að
Lien færi fram vegna tengsla hans við Lee for-
seta sem vildi að Lien yrði frambjóðandi
flokksins. Soong og Lee hefur ekki komið vel
saman í gegnum tíðina enda Soong þekktur
fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum. Soong
var lengi framan af með mikla forystu í skoð-
anakönnunum en fylgi hans hefur minnkað
verulega eftir að ásakanir um spillingu komu
fram. Soong er sakaður um að hafa ekki gefið
upp kosningaframlög og lagt peninga inn á
reikninga fjölskyldumeðlima. Eftir að þessar
ásakanir komu fram minnkaði fylgi Soongs
verulega og eru nú allir þrír frambjóðendumir
með svipað fylgi í skoðannakönnunum. Soong
hefur neitað því að hann hafi brotið af sér og
sagt að forysta flokksins, þar á meðal Lee, hafi
vitað um og heimilað færslumar. Nefnd, sem
var skipuð til að rannsaka málið, komst að
þeirri niðurstöðu að þó að hann hefði ekki farið
að reglum um kosningaframlög hefði hann ekki
gert neitt ólöglegt. Soong og Lien sækja báðir
atkvæði til hefðbundinna fylgismanna Kuom-
ingdang. í fyrstu forsetakosningunum 1996
fékk núverandi forseti Lee Teng-hui rúmlega
fimmtíu prósent meðan næsti maður, fram-
bjóðandi DDP, var með 29 prósenta fylgi.
Þetta missætti nú innan Kuomingdang gefur
Chen Shui-bien, frambjóðanda Frjálslynda
lýðræðisflokksins, (DDP) góða möguleika á að
ná kostningu. Ah Bien eins og hann er kallaður
er fyrrverandi andófsmaður og hefur barist
gegn veldi Kuomingdang frá því á áttunda ára-
tugnum. Valdakerfið hafði horn í síðu hans og
talið er að leyniþjónusta Taívan hafi staðið fyr-
ir tilræði gegn konu Chen’s sem varð til þess að
hún lamaðist fyrir neðan milli. Chen er fyrr-
verandi borgarstjóri Taipei og þótt takast vel
til í sínu embætti. Hann sóttist eftir endurkjöri
1998 en tapaði naumlega fyrir frambjóðanda
Kuomingdang, Ma Ying-jeou, fyrrverandi
dómsmálaráðherra. Chen hefur lent í vand-
ræðum með að útskýra stefnu DDP gagnvart
meginlandinu en upprunalega stefna flokksins
var sjálfstæði Taívan. Hins vegar er ekki hægt
að halda slíkri stefnu til streitu þegar hótað er
að ráðast á eyjunna ef lýst er yfir sjálfstæði. I
ljósi þessa hefur stefna Fijálslynda lýðræðis-
flokksins smám saman breyst og segja má að
stefna Chen’s nú sé að viðhalda óbreyttu
ástandi. Ráðamenn í Peking hafa ekki legið á
þeirri skoðun sinni Chen sé þeim ekki að skapi.
En það kann að fæla óákveðna frambjóðendur
frá Chen en þeir eru nú um 25% sem kunna að
treysta Lien eða Soong betur til að fara með
samskipti við Pekingstjómina.
Helstu kosningamálin
Aðalmálið í kosningunum eru samskiptin við
Peking. í raun ríkir alger pattstaða. Ráða-
menn í Kína hafa lýst því yfir að þeir munu ráð-
ast á Taívan ef eyjan lýsir yfir sjálfstæði. Þetta
er grundvallaratriði í stefnu þeirra gagnvart
Taívan. Fyrstu og síðustu nýlendunni í Asíu,
Macao var skilað nú í desember til Kína og hafa
forystumenn kommúnistaflokksins margoft
sagt það undanfarið að Taívan-vandamálið eins
og það er nefnt verði leyst innan skamms.
Slagorðin vantar ekki en sameining Taívan og
Kína er langtum flóknara mál en skil Hong
Kong til Kína 1997. Skil á nýlendunni Macao
nú í desember voru enn einfaldara mál en
Portúgalar höfðu margoft lýst yfir vilja sínum
til að skila nýlendunni, Kínverjar í Macao
studdu yfirtöku og vilji var af beggja hálfu til
að komast að samkomulagi. Taívan aftur á
móti er ekki nýlenda neins lands og lýðræðis-
þróun undanfarinna ára gerir það að verkum
að ekki er hægt að líta framhjá vilja almenn-
ings í Taívan sem hefur engan áhuga á að vera
undir yfirráðum kommúnista. Yfirlýsing Lee
forseta um að líta bæri á samskipti Taívan og
Kína sem tveggja jafnfrétthárra ríkja virðist
hafa fallið í grýttan jarðveg meðal almennings.
Lee hefur verið gagnrýndur fyrir yfirlýsing-
una og Lien hefur upp á síðkastið reynt að
draga úr mikilvægi hennar, en hefur þó ekki
viljað draga hana til baka.
Eitt annað helstu kosningamálanna er spill-
ing innan valdakerfisins og Kuomingdang-
flokksins. Flokkurinn er búinn að vera við völd
frá 1949 og stór spillingarmál hafa hvað eftir
annað komið upp. Fjárfestingararmur flokkins
er eigandi að stórum hlutum í helstu fyrirtækj-
um á Taívan og hann er tengdur forystu
flokksins sterkum böndum. Áætlaðar eignir
flokksins eru að minnsta kosti 300 milljarðar
króna og árlegur hagnaður um 30 milljarðar.
Svo virðist sem ákveðin þáttaskil séu í stjórn-
málum á Taívan en áður var að miklu leyti litið
framhjá spillingu í valdakerfinu. Þingmenn
hafa oft á tíðum verið með sambönd við glæpa-
klíkur og jafnvel verið dæmdir menn áður en
þeir hafa komist á þing með atkvæðakaupum.
Pressan hefur verið mest á Lien enda hefur
hann um langt skeið verið í innsta hring Kuom-
ingdang. Hann hefur lagt til að viðskiptahags-
munir og flokksstarf verði skilið að þannig að
það verði ekki bein tengsl á milli flokksins og
þeirra viðskiptahagsmuna sem hann á að gæta.
Hinir tveir frambjóðendurnir hafa líka lagt
áherslu á þetta mál og fjármögnun kosninga-
baráttunnar. Þegar nær dregur kosningadegi
má búast við að Kuomingdang láti einskis
ófreistað í baráttunni. Atkvæðakaup hafa verið
fastur þáttur í kosningum undanfarinna ára og
peningar þeir sem flokkurinn hefur til umráða
geta skipt mikiu máli og styrkt stöðu Liens.
Hlutfall óákveðinna í skoðanakönnunum
undanfarið hefur verið um fjórðungur. Þessi
atkvæði skipta miklu máli. Hinn almenni kjós-
andi vill fyrst og fremst að samskiptin við Al-
þýðulýðveldið séu á þann veg að ekki sé hætta
á innrás frá Kína. Arið 1996 áður en Banda-
ríkin sýndu vilja sinn til að grípa inn í hugsan-
lega innrás Kína á Taívan hafði einn fimmti af
skráðum fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði
farið í greiðslustöðvun eða gjaldþrot, verð á at-
vinnu og íbúðarhúsnæði fallið um helming og
gjaldeyrisforði eyjunnar sem er einn sá stærsti
í heimi farið hríðlækkandi vegna millifærslna
frá Taívan til annarra landa. Kjósendur vilja
þess vegna öryggi og frið, þeir vilja ekki kjósa
yfir sig forystu sem stefnir afkomu, eignum og
hugsanlega lífi í hættu. Kuomingdang hefur
mestu reynsluna í utanríkismálum og kann af
þeim sökum að fá stóran hluta atkvæða hinna
óákveðnu. Kínveijar eru á móti kosningunum
almennt séð en þeir hafa sérstaka vanþóknun á
Chen Shui-bien vegna stuðnings hans við sjálf-
stæði Taívan. Einnig kann að þykja að nú sé
kominn tími til að leyfa öðrum að stjórna en
Kuomingdang, sérstaklega til að taka á þeirri
spillingu sem hefur viðgengist síðustu áratugi.
Þetta kann að styrkja stöðu Chens sem er
frægur fyrir röggsemi og gat sér gott orð sem
borgarstjóri Taipei. Eitt er víst, enginn fram-
bjóðendanna kemur til með að hafa hreinan
meirihluta kjósenda á bak við sig. Hvaða af-
leiðingar það hefur á eftir að koma í ljós þar
sem þetta gerist nú í fyrsta skipti. Forsetinn er
valdamikill og með Soong sem forseta kann
það að reynast honum erfitt að vinna með þingi
þar sem meirihluti er Kuomingdang-þing-
menn. Enn erfiðara verður fyrir Chen að vinna
með þinginu. Vilji kjósenda til að breyta til
kann að styrkja stöðu Soongs. Afstaða hans til
Kína er hógvær og líkleg til að halda friðinn við
kommúnistanna en jafnframt að takast á hend-
ur umbætur í valdakerfinu. Hann er heldur
ekki bundinn af yfiriýsingu Lees um tvö jafn-
rétthá ríki. Lee forseti verður eftir kosning-
amar formaður Kuomingdang-flokksins og
Lien líður fyrir að líta út eins og strengjabrúða
í höndum Lees. Fyrri afstaða frambjóðanda
Frjálslynda lýðræðisflokksins, Chens, sem
stuðningsmanns sjálfstæðis kann að koma hon-
um í koll og verða þess valdandi að kjósendur
treysta honum ekki til að fara með forsetaem-
bættið.
Samskipti Kína, Taívan
og Bandaríkjanna
Fyrir skömmu var gefin út skýrsla um saim
skipti Taívan og Kína af stjórninni í Peking. I
þeirri skýrslu er sagt að ef Taívanar haldi
áfram að draga lappirnar í samningaviðræðum
um sameiningu eigi þeir það á hættu að Kín-
veijar geri innrás á eyna. Áður höfðu Kínverj-
ar sagt að innrás yrði einungis gerð ef Taívan
lýsti yfir sjálfstæði eða væri tekið yfir af er-
lendum aðlilum. Markmiðið með þessari
skýrslu er að gera Taívönum það ljóst að þeir
geti ekki endalaust dregið lappirnar hvað varð-
ar sameiningu. Markmið Kínverja er einnig að
hafa áhrif á kjósendur í þá átt að kjósa annað-
hvort Soong eða Lien frekar en Chen vegna
stuðnings hans við sjálfstæði eyjunnar. Samn-
ingaviðræðurnar verða eftir sem áður mjög
erfiðar vegna þess að ekki er vilji, hvorki meðal
almennings né í valdakerfinu, til að sameinast
Kína á þeim forsendum sem bjóðast.
Hræringar í Bandaríkjunum koma líka til
með að hafa áhrif á samskipti Kína og Taívan.
Forsetakosningar eru á næsta leiti og ef
repúbhkani verður kosinn sem forseti kunna
Bandaríkjamenn að veita Taívan meiri stuðn-
ing en nú er. Nýlega voru samþykkt í fulltrúa-
deildinni lög sem kalla á meiri stuðning við
Taívan, sérstaklega hvað varðar hernaðar- og
öryggismál. Clinton hefur lýst því yfir að hann
muni beita neitunarvaldi ef þingmannadeildin
samþykkir lögin einnig. Stjórnin í Washington
reynir eftir sem áður að miðla málum á milli
Kína og Taívan en er í erfiðri stöðu. Stuðning-
ur almennings í Bandaríkjunum við Taívan er
mikill og hefur aukist, sérstaklega eftir að lýð-
ræðisumbætur komust á skrið. Hornsteinn
vamarstefnu Taívan hefur verið fólginn í að
geta keypt háþróuð vopn frá vopnaframleið-
endum í Bandaríkjunum. I Taívan er vilji fyrir
hendi að kaupa Patriot-flaugar og vera aðili að
eldflaugavarnarkerfi sem var upphaflega
hannað fyrir Japani vegna hugsanlegrar hættu
frá Norður Kóreu. Peking-stjómin er þessu
harðlega mótfallin. Aukinn stuðningur við
Taívan svo sem í formi vopnasölu, hernaðar-
samskipta og stuðnings við að eyjan verði
meðlimur í alþjóðasamtökum eins og Alþjóða-
viðskiptastofnuninni (WTO) og Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunni (WHO) mun ergja Kína-
stjórn sem sakar Bandaríkjamenn um að vera
með íhlutun í innanríkismál Kína. Fyrirtæki í
Bandaríkjunum sem eiga viðskiptahagsmuni í
Kína era geysisterk hagsmunasamtök sem
vilja halda friðinn við kommúnista til að geta
átt viðskipti við hinn geysistóra Kínamarkað.
Þau em nú í sinni stærstu herferð frá því að
NAFTA-samkomulagið var gert til að tryggja
Kína varar.Iegan rétt á sem hagstæðustum við-
skiptakjörum við Bandaríkin. Samskipti milli
Kína og Bandaríkjanna em nú á viðkvæmu
stigi einu sinni sem oftar. Kína þarf á stuðningi
Bandaríkjanna að halda til að tryggja inn-
göngu í Alþjóðaviðskiptastofnunina og fyrir-
tæki í Bandaríkjunum vilja að Kínverjar fái
inngöngu sem fyrst.
Höfundur er viðskiptafræðingur, búsettur í
Hong Kong en áður á Tafvan.