Morgunblaðið - 12.03.2000, Side 20
20 SUNNUDAGUR 12. MARS 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
DRAUMURINN
SEM RÆTTIST
Jón Þórarinsson tónskáld var einn þeirra
manna sem hvað mest börðust fyrir stofnun
Sinfóníuhljómsveitar Islands. Hann var
fyrsti stjórnarformaður hljómsveitarinnar
og framkvæmdastjóri hennar á árunum
1956-61.1 tilefni af fimmtíu ára afmæli Sin-
fóníunnar ræddi Hrafnhildur Hagalín við
Jón um sögu hljómsveitarinnar og mótun
hennar í gegnum árin.
Jón Þórarinsson Morgunblaðia/Golli
ISLENSKA þjóðin mun vera
eina sjálfstæða menningar-
þjóð í heimi, sem ektó hefur á
að skipa fastri symfóníuhljóm-
sveit Nú er svo komið að þessu máli
verður ekki lengur skotið á frest “
Þannig hefst greinargerð samin af
Jóni Þórarinssyni árið 1947 sem lögð
var til grundvallar frumvarpi til laga
um málefni Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands og rekstrarsjóð hennar árið
1947. Jón var þá nýkominn heim úr
námi frá Bandaríkjunum og þótti
ástandið í íslenskum tónlistarmálum
bágborið. „Ég hafði verið í námi í
tónfræði og tónsmíðum í Ameríku
frá 1944 til 1947 og stuttu áður en því
tímabili lauk datt mér í hug að fá
kennara minn, Paul Hindemith, til
þess að koma og stjórna tónleikum á
Islandi. Þá höfðu verið starfandi hér
áhugamannahljómsveitir, Hljóm-
sveit Reykjavíkur lengst af, og ég
vissi að Hindemith var alvanur að
fást við áhugamannasveitir og myndi
hafa gaman af þessu. Hann reyndist
fús til þess að koma. Ég hringdi þá
heim en fékk þær fréttir að nú væri
því miður engin hljómsveit starfandi
í Reykjavík. Og ég verð að játa að ég
fékk nú dálítið olnbogaskot við þess-
ar fregnir.“ Jón sigldi heim um
haustið og hóf störf á Tónlistardeild
Ríkisútvarpsins. Hann segist fljót-
lega eftir heimkomuna hafa verið
boðinn í mat hjá Hauki Gröndal, sem
var einn af tólf postulum Tónlistarfé-
lagsins og mikill áhugamaður um
hljómsveitarmálin. „Fyrir utan mig
var þar aðeins einn gestur, Björn
Jónsson kaupmaður, sem síðar varð
framkvæmdastjóri Tónlistarfélags-
ins. Báðir höfðu þeir spilað í þeim
hljómsveitum sem hóað hafði verið
saman hér og báðir voru félagar í
Tónlistarfélaginu. Og tilgangur
þeirra var hreinlega sá að yfirheyra
mig um það hvort ég hefði einhverja
afstöðu í þessu máli og hvort hægt
væri að nota mig til einhvers. Ég var
auðvitað fús til þess og það var þá
sem ég byrjaði að semja langar og
miklar greinargerðir í samráði við
Pál ísólfsson sem var yfirmaður
minn í útvarpinu.“
í ársbyrjun 1948 byijuðu þeir Jón
og Páll á því að leita til Éysteins
Jónssonar kennslumálaráðherra og
færðu honum eina af greinargerðun-
um sem Jón hafði sett saman. Ey-
steinn sýndi málinu áhuga og fékk
menntamálanefnd neðri deildar til
þess að flytja frumvarp um rekstrar-
sjóð hljómsveitarinnar. „Það var þá
búið að breyta drögunum sem við
höfðum gert töluvert mikið en frum-
varpið gekk út á það að leggja sér-
stakan skatt á bíómiða og sá skattur
átti að renna í sjóð sem yrði notaður
til þess að koma hljómsveitinni á
kreik og halda henni gangandi. Við
vorum svo heppnir að við komum að
þessu á hárréttum tíma. Island var
nýorðið lýðveldi og hægt var að
segja með sanni að Islendingar væru
líklega eina sjálfstæða menningar-
þjóðin í heiminum sem ekki ætti sin-
fóníuhljómsveit. Við bentum líka á að
Þjóðleikhúsið væri nú að taka til
starfa og að þar myndi verða þörf
fyrir slíka hljómsveit og að í stærri
löndum væru yfirleitt fjórar mis-
munandi hljómsveitir starfandi, þ.e.
borgarhljómsveitir, ríkishljómsveit-
ir, útvarpshljómsveitir og leikhús-
hljómsveitir. Vitanlega gætum við
ekki hugsað til þess að hafa fjórar
slíkar stofnanir starfandi í jafnlitlu
landi en hins vegar ættum við að
geta rekið eina með sæmilegum
myndarskap. En frumvarpið náði þó
ekki fram að ganga í þetta sinn.“
Jón segir margar ástæður liggja
þar að baki. Málið hafi til að mynda
ekki verið nógu vel undirbúið meðal
þingmanna. „Þarna voru gamlir og
virðulegir þingmenn sem sögðust
vera búnir að lifa alla ævi án þess að
leggja stórfé í svona nokkuð. Jónas
frá Hriflu skrifaði til dæmis grein í
Mánudagsblaðið þar sem hann sagði
meðal annars að þessi strákur þarna,
sem var ég, vildi ráða fjörutíu em-
bættismenn til þess að syngja fyrir
þjóðina! Það var augljóst að menn
höfðu ekki nægilegar forsendur til
þess að skilja út á hvað þetta gekk og
féll nú málið niður um sinn.“
Orrahríð í útvarpsráði
Haustið 1949 komst svo aftur
skriður á hljómsveitarmálið. Jón
Þórarinsson, tónlistarfulltrúi Rítós-
útvarpsins, lagði áherslu á í útvarps-
ráði fjórða október að „gangskör
verði gerð að því að koma tónlistar-
málum útvarpsins í betra horf‘. Jak-
ob Benediktsson var formaður út-
varpsráðs og var hann velvijjaður
málinu en við af honum tók Olafur
Jóhannesson, síðar forsætisráð-
herra, en hann snerist andvígur
gegn því. „Við hann átti ég hörðustu
rimmu sem ég hef átt við nokkum
mann því hann var einstaklega rök-
fastur og fylginn sér. Við vildum að
útvarpið tæki af skarið með því að
taka forystu í fyrstu tilrauninni við
að setja á stofn sinfóníuhljómsveit.
Vissulega hafði Ólafur frambærileg
rök þar sem útvarpið var í fjársvelti
og það fé sem það hafði til ráðstöfun-
ar í dagskrárkostnað var skorið við
nögl. Við vorum auðvitað að heimta
óeðlilega stóran hluta af því. En
samt sem áður fór það svo að við
höfðum þetta í gegn. Við Páll ísólfs-
son komumst að þeirri niðurstöðu í
samráði við Jónas Þorbergsson út-
varpsstjóra að útvarpið yrði að láta
til skarar skríða til að sanna að þetta
væri hægt og sjá svo til hvort ekki
fengjust opinberir styrkir í kjölfarið.
Fyrsta skrefið í þessa átt var stigið
seint á árinu 1949. Þá fengum við það
samþykkt í útvarpsráði að ráða fjóra
útlenda hljóðfæraleikara til að hægt
væri að manna rétt skipaða hljóm-
sveit. Það var einn flautuleikari, einn
óbóleikari, einn fagottleikari og einn
hornleikari og eftir harða baráttu
var samþykkt að tilraunin yrði gerð í
fjóra og hálfan mánuð. Hún byggðist
auðvitað mikið á því að hljóðfæra-
leikararnir myndu slá af sínum eðli-
legu kaupkröfum í von um að hægt
væri að sannfæra menn um að
hljómsveitin væri bráðnauðsynleg. í
öllum þessum slag í útvarpsráði var
ævinlega lögð rík áhersla á það að
þegar reynslutímabilinu lyki yrði út-
varpið laust allra mála og allt félli í
sama farveg og verið hafði ef ekki
fengjust opinberir styrkir. Fyrri
helming ársins 1950 var því ekki vit-
að hvort nokkurt framhald yrði á
starfsemi hljómsveitarinnar. Þá var
það borgarstjórn Reykjavíkur með
Gunnar Thoroddsen borgarstjóra i
broddi fylkingar sem lagði styrk til
starfseminnar og því var hægt að
halda henni gangandi út árið 1950.
Við þurftum sem sagt ekki að senda
útlendingana til baka og gátum tekið
upp þráðinn um haustið.“
Fyrstu tónleikarnir
Hinn níunda mars árið 1950 voru
fyrstu hljómleikar hinnar nýju Sin-
fóníuhljómsveitar haldnir í Austur-
bæjarbíói. Þeir þóttu takast prýðis-
vel og að sögn Jóns virtust þeir ætla
að hafa tilætluð áhrif því mörgum
kom á óvart hvað hægt væri að gera.
„Við fórum nú varlega í prógramm-
gerð en eitt af þeim verkum sem
leikin voru á tónleikunum var Div-
ertimento eftir Haydn. Það var aðal-
lega valið til þess að sýna nýju menn-
ina sem við vorum með og leyfa þeim
að láta ljós sitt skína. Þannig reynd-
um við að leggja áherslu á mikilvægi
þeirra. Opnun Þjóðleikhússins var
einnig mikið tilefni en þá var í fyrsta
lagi fluttur sérstakur Hátíðarforleik-
ur sem Páll hafði samið og í opnunai’-
sýningunni sjálfri, Nýjársnóttinni
eftir Indriða G. Einarsson, var frum-
samin tónlist eftir Árna Björnsson.
Hljómsveitin gerði þetta kvöld því að
miklu meiri viðburði en ella hefði
orðið. Seinna um vorið kom svo
sænska óperan hingað með Brúð-
kaup Fígarós eftir Mozart og var það
ein alskemmtilegasta óperusýning
sem sýnd hefur verið í Reykjavík.
Með þeim kom ágætur hljómsveitar-
stjóri sem lagði sig t líma við að fága
hljómsveitina og hefla af henni van-
kanta og gekk það mjög vel. Þetta og
fleira varð til þess að mörgum varð
ljóst að þama væri komið nýtt afl
sem ekki var hægt að leiða hjá sér.“
Styrkur kom frá borginni árið
1950 og ári síðar kom Alþingi með
sitt framlag, sem þá var prósenta af
skemmtanaskatti. „Síðan hefur
þetta nú haldist og má segja stjórn-
málamönnum til hróss að þeir hafa
aldrei brugðist í því eins og vel hefði
getað orðið fyrstu árin. Það sem
kannski var erfiðast á þessum fyrstu
árum þegar ég var stjórnarformaður
og síðan framkvæmdastjóri var
verðbólgan. Við gerðum áætlanir í
samræmi við fjárveitingar en þegar
kom að því að borga var upphæðin
alltaf mitóu hærri og því vantaði iðu-
lega upp á. Þetta var auðvitað svipað
hjá flestum opinberum stofnunum á
þessum árum.“
Allir kallaðir til
Á íyrstu árum Sinfóníunnar var
ekki hægt að manna hljómsveitina
eingöngu með faglærðum tónlistar-
mönnum. Allir sem vettlingi gátu
valdið voru því kallaðir til og hljóm-
sveitin var skipuð jafnt sjálflærðum
sem faglærðum. Jón segir breyting-
arnar miklar frá því að þetta var.
„Nú eru haldin mjög ströng og
stundum jafnvel sársaukafull hæfn-
ispróf því faglærðu fyrsta flokks
tónlistarfóltó hefur fjölgað gríðar-
lega. Nú eru um áttatíu fastráðnir
hljóðfæraleikarar í Sinfóníunni en á
þessum fyrstu árum voru þeir ekki
nema fjörutíu. I þá daga var mikill
skortur á blásurum, einkum tréblás-
urum. Tónlistarfélagið hafði reynt að
gera átak í því að bæta úr þessu með
því að styrkja þrjá menn til náms á
tréblásturshljóðfæri. Þetta voru þeir
Árni Bjömsson á flautu, Andrés Kol-
beinsson á óbó og Egill Jónsson á
klarinett. Þessir menn komu auðvit-
að í góðar þarfir þegar heim kom.
Flautuleikarar voru ekki aðrir til en
Ámi til að byrja með nema einn mað-
ur sem hafði lært af sjálfum sér í
Lúðrasveitinni. Andrés Kolbeinsson
var eini óbóleikarinn og fagottleikari
var enginn þangað til við fengum
manninn frá Þýskalandi. Reyndar
höfðum við útvegað honum Jan
Moravec fagott en hann var frægur
fyrir að spila á hvað sem var og varð
hann fagottleikari á mjög skömmum
tíma.“
Hljómsveitin hafði fyrst aðsetur í
Austurbæjarbíói en síðan í Þjóðleik-
húsinu og upphaflega var æft í gamla
útvarpssalnum í Landssímahúsinu.
Það var svo af sérstökum ástæðum
sem hljómsveitin missti það æfinga-
húsnæði. „Þegar Aram Khatchatur-
ian kom hingað til lands til að stjórna
hljómsveitinni á tvennum tónleikum
árið 1951 þá var svo mikið slagverk í
verkunum hans að dömurnar sem
unnu hjá símanum á næstu hæð fyrir
neðan kvörtuðu yfir okkur. Við vor-
um svo reknir þaðan út í kjölfarið. Þá
leigðum við Gúttó sem stóð þar sem
bflastæði þingmanna er núna. Þar
var dálítill salur með pínulitlu sviði
sem ekki kom okkur nú að neinu
gagni. Og þar héldum við aldrei tón-
leika.“ Að sögn Jóns voru haldnir
margir tónleikar í Austurbæjarbíói á
þessum fyrstu árum og tónleikar
Tónlistarfélagsins voru haldnir þar.
„Ég held að hljómsveitin hafi alls
ekki hljómað verr í Austurbæjarbíói
en í Háskólabíói en það varð auðvitað
aðeins rýmra um hana eftir að hún
flutti þó það muni nú kannski ekki
nema um það bil tvö hundruð sætum
í sal. Þegar Háskólabíó var byggt
undir forystu dr. Alexanders Jó-
hannessonar var beinlínis gert ráð
fyrir því að þar yrði heimili hljóm-
sveitarinnar og lagt í töluverðan
kostnað þar að lútandi. En þegar
menn þekkja annað betra þá finnst
mönnum Háskólabíó ekki gott tón-
leikahús. Nú er loksins að rætast úr
húsnæðiseklu hljómsveitarinnar og
búið að gefa út stórar yfirlýsingar.
Ég er reyndar ekki alveg sáttur við
þá stefnu sem málið hefur tekið en
hef haft vit á að þegja um það því síst
vildi ég tefja fyrir því að Sinfóníu-
hljómsveitin fengi loksins þak yfir
höfuðið. Ég fagna því að málið sé nú
loksins að komast í höfn.“
Sinfóníuhljómsveit
Islands
Á fyrstu árum Sinfóníunnar voru
þríi’ starfsmenn á skrifstofu: Fram-
kvæmdastjóri í fullu starfi, ritari í
hálfu starfi og skrifstofustjóri einnig
í hálfu starfi. Þegar Jón tók við starfi
framkvæmdastjóra tók hann á leigu
tvö lítil risherbergi á Ránargötu en
þar varð fljótlega of þröngt og varla
hægt að halda þar stjórnarfundi.
Stjómsýslan flutti því fljótlega á
Skólavörðustíg 12 og þar hafði hún
aðsetur til ársins 1961 þegar útvarp-
ið tók hljómsveitina aftur að sér.
,Á árunum áður en ég tók við
framkvæmdastjórastarfmu var
hljómsveitin búin að vera undir út-
varpinu í tvö ár en í lok þess tímabils
munaði litlu að hún lognaðist út af.
Frá haustmánuðum 1955 og fram yf-
ir áramót lá hún alveg niðri. Þá vildi
okkur það til happs að Friðrik Dana-
konungur kom hingað í heimsókn.
Þar sem hann var talinn músíkalskur
maður og hafði sjálfur stundum
stjórnað dönsku Tívolíhljómsveitinni
þótti nauðsynlegt að endurvekja Sin-
fóníuhljómsveitina. Það var gert að
frumkvæði Bjama Benediktssonar,
sem þá var menntamálaráðherra.
Var hún þá aftur gerð að sjálfstæðri
stofnun með sína sérstöku stjórn
sem hét Hljómsveitarráð og var
Ragnar Jónsson í Smára formaður
þess. Eitt af því fyrsta sem ég gerði
eftir að ég tók við framkvæmda-
stjórastarfmu var að skrifa forsætis-
ráðuneytinu bréf og fá leyfí til þess
að hljómsveitin, sem áður var bara
kölluð Sinfóníuhljómsveitin, mætti
heita Sinfóníuhljómsveit íslands. Og
til þess að undirstrika það að eitt-
hvað væri meint með þessu var fitjað
upp á þeirri nýjung að fara í ferðir út
á land. Við fómm varlega af stað,
flugum til Akureyrar og fómm það-
an í bíl norður í Mývatnssveit.
Fyrstu tónleikarnir utan Reykjavík-
ur vom haldnir í Skjólbrekku í
Mývatnssveit og síðan á Akureyri
sama dag. Þama var troðfullt út úr
dyrum og þakklátustu áheyrendur
sem ég hef fyrir hitt. Á þessum fimm
ámm sem ég starfaði sem fram-
kvæmdastjóri var farið í langar ferð-
ir út á land á hverju ári, ýmist til
Vestfjarða eða Norður- og Austur-
lands. Þá var ekki búið að finna út að
fólk ætti að fá dagpeninga í svona
ferðum heldur bara mat og einhvern
stað að sofa á. Þetta var því tiltölu-
lega ódýrt fyrir hljómsveitina og
varð til þess að landsbyggðarmenn
hættu að hnjóðyrðast út í hana. Ég
man eftir því að ég hitti þingmenn
sums staðar sem höfðu verið þverir í
þessu máli og játuðu sig alveg sigr-
aða þegar komið var í þeirra heima-
þorp. Landsbyggðarfólki fannst að
þetta væri til marks um að litið væri
til þeirra."
Á tíu ára afmæli hljómsveitarinn-
ar segir Jón að hljómsveitin hafi ver-
ið búin að halda tónleika á fjörutíu
stöðum utan Reykjavíkur. ,A þess-
um tíma vom félagsheimilin að rísa
út um allt land og við höfðum því síst
verri aðstöðu til að spila þar en hér í
Reykjavík. Annað nýmæli varð feiki-
lega vinsælt og stækkaði hóp áheyr-
enda til mikilla muna en það vora
konsertuppfærslur á ópemm. Við
byrjuðum á því í Austurbæjarbíói
með II Trovatore og tónleikarnir
vom endurteknir fjómm eða fimm