Morgunblaðið - 12.03.2000, Side 26
26 SUNNUDAGUR 12. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Við hraunbrún Heklu, vestan Valnafjalla.
I rjúkandi
Hekluhrauni
Um 53 árum eftir lát Steinþórs
Sigurðssonar jarðfræðings við
Heklurætur, leggur dóttir hans,_
Gerður Steinþórsdóttir, upp í ferð
með félögum sínum í Ferðafélagi Islands
til að líta Heklugosið árið 2000 með eigin
augum, og er þetta frásögn hennar.
ins og gerðu ráð fyrir að hann væri
maðurinn til þess að ná til annarra
vísindamanna, sem var alveg rétt.
Hann hringdi strax í mig og spurði
hvort ég vildi fara með austur. Þeg-
ar þetta var lá konan mín, Rristín
Pálsdóttir, á sæng, hafði alið annað
af fjórum börnum okkar, Pál, tveim-
ur dögum áður. Við Kristín höfðum
kynnst í Skálafelli við skíðaiðkun og
hún hafði oft verið með mér í ferð-
um, svo og hafði Auður Jónasdóttir,
kona Steinþórs, ferðast með sínum
manni og við öll saman. Eg hafði
samband upp á fæðingardeild til
Kiistínar og sagði henni að ég þyrfti
að fara austur vegna gossins. Á með-
an hringdi Steinþór í fleiri menn til
að fara með okkur, vildi að við fær-
um a.m.k. á tveimur bílum. Hann
skipulagði einnig flugferð sem Pálmi
Hannesson tók þátt í og annan leið-
angur á bílum sem Árni Stefánsson
stjórnaði og Sigurður Þórarinsson
jarðfræðingur tók þátt í. Svo drifum
við okkur af stað og urðum fyrstir á
staðinn.
Steinþór var frumkvöðull
aðgerða
Á þessum tíma var engin skipu-
lagning til vegna svona nokkurs,
engin eldgos höfðu verið rannsökuð,
enda höfðu fá eldgos orðið á fyrri
helmingi aldarinnar auk þess sem
menn höfðu ekki tök á að komast að
þeim í óbyggð-
um. Þegar Kötlu-
gosið var sendi
sýslumaður tvo
menn á vettvang
og var þá allt um
garð gengið.
Gosið hafði í
Dyngjufjöllum
en þangað hafði
enginn maður
komist, aðeins
hafði sést bjarm-
inn frá gosinu.
Við fórum sem
sagt á tveimur
bflum að Heklu,
við Steinþór á
öðrum og Jó-
hannes Áskels-
son á hinum.
Þegar við kom-
um að Galtalæk
var gosið búið að
standa í eina fimm tíma, Sigurjón
bóndi æddi um hlaðið og var að safna
í sig kjarki til þess að flýja staðinn
með fjölskyldu sína, svo ógnarlegt
var gosið í fyrstu að hefði vindáttin
breyst hefði allt farið þar á kaf í
margar vikur. Þegar hann sá hins
vegar að menn voru farnir að
streyma að úr Reykjavík fór hann
ekki neitt. Við urðum smám saman
miklir vinir heimilisfólksins í Galta-
læk.
Sigurður Þórarinsson jarðfræð-
ingur kom svo á gossvæðið með
Árna Stefánssyni og hans hópi. Við
Steinþór og Jóhannes, Sigurður og
Áini og nokkrir fleiri vorum oftast
þarna meðan á gosinu stóð og lent-
um í mestu mannraunum í sambandi
við það. Guðmundur Kjartansson
jarðfræðingur þekkti þetta svæði af-
ar vel og hafði skrifað bók um Heklu
en hafði ekki frekar en við séð eldgos
áður. Trausti Einarsson stjömu- og
eðlisfræðingur var þama við rann-
sóknir líka. Steinþór skipulagði
rannsóknahópa vísindamanna til
þess að rannsaka allt sem laut að
eldgosinu, hann var frumkvöðull að-
gerða. Þegar að því kom að fara
þurfti niður í gíga sem eiturgufur
komu upp úr, þá fór hann þangað
niður með gasgrímu og áhöld og
dældi sýnishomi af lofttegundunum
í brúsa svo hægt væri að rannsaka
hvað þarna var á ferðinni. Hann fór
ofan í gíginn með gasgrímu og í hvít-
um stakk, þegar hann kom upp úr
duttu fötin utan af honum, svo grátt
höfðu hinar eitraðu gastegundir
leikið efnið í þeim.
Héldum að Hekla gysi ekki
aftur í eina öld
Við gerðum allir ráð fyrir því að
Hekla myndi ekki gjósa aftur meðan
við lifðum, hún hafði jú haft fyrir
reglu að gjósa á um það bil hundrað
ára fresti. Þess vegna vildum við
rannsaka allt sem hægt væri og gera
okkur Ijósa grein fyrir hverju og
einu. Oftast varð að hafa mjög snögg
handtök. Við fórum einu sinni fjórir,
lögðum bflunum fyrir neðan litlu
Heklu og gengum svo skáhallt upp
fjallshlíðina, upp á nyrðri öxlina og
klöngruðumst eftir endilangri gos-
sprangunni, fyrst upp á Toppgíg og
síðan í Axlargíg. Það rauk þá alls
staðar upp úr sprangunni. Við lent-
um í miklum hremmingum milli
Toppgígs og Axlargígs. Þar hafði
rignt miklum vikri niður og stigu
upp miklar gufur. Þegar við vorum
þar snerist vindáttin skyndilega og
við voram inni í svo miklu gufukófi
að við sáum ekki niður á fætur okkar
- töpuðum áttum og gátum varla
komist um, því mjög óslétt var
þarna. Þetta vora eitraðar brenni-
steinsgufur, líklega lífshættulegar.
Góð ráð voru dýr. Við mynduðum þá
röð, héldum hver yfir um annan og
þumlunguðumst áfram þannig, það
varð að fara ákaflega varlega, eng-
inn mátti týnast og alls ekki máttum
við detta. Eg veit ekki hvernig þetta
hefði farið ef allt í einu hefði ekki
komið vindpúst sem sópaði gufu-
mekkinum frá svo við sáum hvar við
vorum og hvert við gátum haldið.
Við voram svo uppgefnir á eftir að
þegar við settumst tveir og tveir
saman í bflana tvo eftir að hafa safn-
að saman nokkram fjarskiptatækj-
um sem hafði verið dreift í hring á
fjallinu sofnaði Steinþór við stýrið
og við lentum úti í skurði. Við vorum
að basla við að koma bflnum á réttan
kjöl þegar hópur af gáskafullu ungu
fólki kom allt í einu akandi af dans-
leik, þetta var á sunnudagsnótt.
Fólkið óð út í skurðinn til okkar á
sparifötunum til að hjálpa okkur.
Þegar bfllinn var kominn upp á veg-
inn sagði ég við Steinþór að ég
skyldi taka við stýrinu. Ekki hafði ég
ekið lengi þegar ég sofnaði og lenti
líka úti í skurði. Við meiddumst þó
ekki og komumst heim heilu og
höldnu í það skiptið.
Hinsta ferð Steinþórs
Hinn 2. nóvember fóram við
Steinþór og Árni Stefánsson síðustu
ferðina upp að Heklu fyrir veturinn.
Þá gaus ennþá einn gígur, svonefnd-
ur Hraungígur, sem rann hraun úr í
stöðugum straumi. Við gistum í
Næfurholti og fórum eldsnemma
upp að eldstöðvunum þrír saman,
Árni, ég og Steinþór, auk þess slóst í
för með okkur Ragna Ófeigsdóttir í
Næfurholti. Við skoðuðum gíginn
sem hraunið rann úr, það var gaman
að sjá hreyfingamar á hrauninu frá
brún gígsins sem við stóðum á. Við
kvikmynduðum hraunstrauminn.
Svo fór Ragna og nokkra síðar lagði
Ami Stefánsson af stað niður fjallið.
Við Steinþór urðum eftir að búa út
bakpokana okkar. Þá segir hann allt
í einu: Bíddu héma augnablik, ég
ætla að ná einu skoti ennþá. Þá vor-
um við ekki langt frá einum hraun-
kanti, suðaustur af Heklu. Steinþór
ætlaði að mynda hraunrennsli niður
bratta brekku skammt frá okkur.
Ég settist niður og beið á meðan
hann fór að mynda en sá ekki til, því
mishæð var á milli okkar. Svo fór
mig að lengja eftir honum og tók að
svipast um. Þá sá ég að eitthvað log-
aði þar sem ég bjóst við að hann
væri. Hann lá þar og það var kvikn-
að í fötunum hans. Eg hljóp til hans
og kastaði mér yfir hann til þess að
kæfa eldinn í fötunum yfir brjósti
hans. Þegar ég gætti betur að sá ég
að hann var dáinn. Öriítill blóð-
straumur vætlaði út úr munnviki
hans. Hann hafði fengið stóran stein
á brjóstið og við líkskoðun kom í ljós
að höggið var svo mikið að hjartað
slitnaði frá æðunum - hann hefur
dáið samstundis. Myndavélin hafði
kastast frá, við tókum hana síðar og
þegar myndin var framkölluð kom í
ljós að hann hafði verið að kvik-
mynda allstóran stein sem kom velt-
andi niður hlíðina. Steinþór virðist
hafa ofmetið fjarlægð steinsins sem
hann horfði á í gegnum linsu vélar-
innar, sem gerir allt minna en það
var.
Þegar ég fann að ekkert lífsmark
var með Steinþóri fór ég að hrópa í
hreinni örvæntingu. Þá bar að tvo
skáta sem heyrðu í mér köllin. Þeir
höfðu verið í fjallinu en voru á heim-
leið. Ég bað þá að láta vita hvað hefði
gerst, en Árni beið á jeppanum fyrir
neðan fjallið. Þeir fóru en ég beið á
meðan hjá Steinþóri. Langur tími
leið meðan Árni fór á jeppanum nið-
ur að Hólum, þar þurfti að klambra
saman böram áður en hægt var að
leggja af stað til að sækja okkur
Steinþór. Ég þurfti að flytja hann til
svo hraunið kæmi ekki á hann. Ég
var í góðu formi og gat borið hann í
snjónum en það var mjög erfitt.
Loks um miðja nótt komu Árni og
menn með honum til okkar og við
héldum svo til Reykjavíkur, að
Landakoti þar sem Úlfar Þórðarson
læknir, bekkjarbróðir minn, tók á
móti okkur.
Þess geldur minning hans
Við lát Steinþórs varð margt
óljóst. Auk þessa verkefnis sem
tengdist gosinu
stóð til að Stein-
þór yrði nokkru
seinna farar-
stjóri skíðahóps
sem átti að keppa
á Ólympíuleikun-
um. Það endaði
með því að ég
varð að taka að
mér fararstjóm
hópsins röskum
mánuði seinna,
þótt ekki væri ég
vel upplagður
eftir þetta slys.
Það dreifði þó
huganum að ég
hafði afar mikið
að gera á þessum
tíma.
Ég tók ákaf-
lega nærri mér
að missa vin
minn og ferðafélaga Steinþór Sig-
urðsson. Hann var óvenjulegur mað-
ur og skarð hans vandfyllt. Hann var
gæddur mjög fjölþættum og miklum
gáfum og hafði ótrúlegt úthald. Það
einkenndi hann líka að geta hugsað
jafn skýrt þótt hann væri kaldur,
svangur eða þreyttur og það er fáum
gefið. Ég gleymi aldrei þegar við
vorum að mæla í nístingskulda í
15.000 metra hæð á Mýrdalsjökli,
það er erfitt að eiga við mælitæki í
slíkum kulda og skrifa talnaranur í
bók. Ég dáðist að því hvað hann
hafði góða dómgreind og gat hugsað
rökrétt þótt hann væri þama bæði
hungraður, kaldur og þreyttur - þá
reyndi á. Við lentum oft í mjög mikl-
um erfiðleikum í ferðum okkar og
alltaf fann Steinþór ráð, hugmynda-
flugið var óþrjótandi. Hann hafði
líka næmt auga fyrir fegurð um-
hverfisins og kunni með hesta að
fara á allan hátt, búa upp á þá, ríða
vötn og hvaðeina. Þessir eiginleikar
hans allir gerðu hann tvímælalaust
að besta ferðamanni sinnar tíðar.
Það var hörmulegt að missa hann,
þennan eldhuga sem átti svo mikla
víðsýni og kom svo miklu í fram-
kvæmd - foringi var fallinn.
Eftir lát Steinþórs kallaði Ey-
steinn Jónsson ráðherra saman fund
á Hótel Borg með okkur sem höfð-
um verið við rannsóknir á Heklugos-
inu. Þrír menn, Trausti Einarsson,
Guðmundur Kjartansson og Sigurð-
ur Þórarinsson, voru skipaðir í
nefnd til þess að koma athugunum
þessum og niðurstöðum þeirra á
framfæri. Þeir sáu svo um útgáfu
ritraðar um þetta efni. Síðan hafa
aðrir menn gefið út bækur um Hekl-
ugos, m.a. kom út fyrir nokkra stór
bók um þetta efni, þar kemur fátt
fram um þann mikla þátt sem Stein-
þór Sigurðsson átti í rannsóknum
Heklugossins 1947. Hann dó áður en
hann gæti komið frá sér neinu af því
sem hann hafði safnað saman um
gosið - þess geldur minning hans í
dag. Sigurður Þórarinsson sagði í
eftirmælum um Steinþór að hann
hefði verið sá maður sem við máttum
síst missa. Það voru orð að sönnu.“
SEX torfærujeppar stóðu undir
gráum himni í krapanum við
skrifstofu Ferðafélags Islands í
Mörkinni 6 þegar ég renndi að
sunnudagsmorguninn 5. mars sl.
laust fyrir kl. tíu að morgni. Fólk
stóð rólegt í litlum hópum við bfl-
ana eða inni á skrifstofu. Förinni
var heitið að hraunjaðri Heklu og
veðurhorfur ótryggar. Nú fór
fólkið, á fimmta tug, að tinast inn
í bflana og ég kom mér fyrir í ein-
um með 44 tomma dekkjum. Hjá
Gunnari bflstjóra var GPS-tölva
með landakorti sem sýndi stað-
setningu bflsins sem grænan dep-
il. Haukur Jóhannesson, jarð-
fræðingur og forseti FÍ, settist í
fararsljórasætið.
Við vorum varla komin upp fyr-
ir Elliðaárnar þegar uppfræðslan
hófst, og voru bflarnir í talsam-
bandi. Haukur rakti sögu eld-
virkni á íslandi. Mikil eldgos hafa
áhrif á loftslag og fylgja þeim
kuldaskeið. Þannig var með
Skaftárelda 1783, sem höfðu áhrif
allt suður í Evrópu. Mér þótti
merkilegt að heyra Sigmund Ein-
arsson jarðfræðing, sem einnig
var fararstjóri, greina frá þeirri
tilgátu að gosið hefði átt þátt í
frönsku byltingunni árið 1789.
Það olli miklum uppskerubresti í
Frakklandi, þar sem var ótryggt
pólitískt ástand. „Gosið var korn-
ið sem fyllti mælinn," sagði Hauk-
ur. Ég leit út um gluggann. Allt
var grátt, himinn og land rann
saman. Svo braust sólin fram eitt
andartak og skein á lausamjöllina
sem þyrlaðist á veginum. Fyrir
framan mig sat Þorsteinn Jónsson
kvikmyndatökumaður og mundaði
vél sína. Það kom fyrirspurn úr
einum bflnum: „Er grámóskan á
Ingólfsfjalli aska?“ Jú, það reynd-
ist rétt. Svo var áð á Hellu.
Hekla var hulin sjónum okkar,
sú hin duttlungafulla drottning
fjallanna. „Hekla er megineld-
stöð. Hún er óvenjuleg að lögun
og gerð. Hún er aðeins keiiulaga
séð frá einni hlið, annars er hún
eins og bátur á hvoífi," sagði
Haukur. Hann rakti síðan sögu
Heklugosa eftir landnám. Haukur
dvaldi við gosið 1510 sem hefði
orsakað geigvænlegan upp-
blástur. Það var ekki fyrr en á
þessari öld með tilkomu Sand-
græðslu ríkisins, siðar Land-
græðslu ríkisins í Gunnarsholti
sem þeirri þróun var snúið við.
Þar hefði verið unnið kraftaverk
og nú væri náttúrulegur gróður
farinn að taka við. Sigmundur
greindi frá öskulagarannsóknum,
en þær eru notaðar til að al-
dursgreina hraun. Þeir Haukur
hafa unnið við rannsóknir og
kortagerð á Heklusvæðinu.
Hver brekka er
ein hraunbrún
Skammt frá Keldum sveigjum
við inn á Fjallabaksleið syðri og
ökum fram hjá sögulegum steini,
Gunnarssteini, og einhver rifjar
upp atburð úr Njálu. Rétt hjá er
stansað og hleypt úr dekkjum.
Leiðin liggur yfir örfoka hraun,
snævi hulið að mestu. Hver
brekka er ein hraunbrún og við
höldum inn á yngra og yngra
hraun. Það er komið él og mikill
krapi, hitinn 3,3 gráður á Celsíus.
Við förum mjög hægt. Hér var
slóð rudd í Heklugosinu 1991 en
nú eru engir á ferð. Fararstjóri
telur upp bæi sem fóru í auðn í
Heklugosum og leggur áherslu á
að varðveita vitneskjuna um ná-
kvæma staðsetningu þeirra.
Hafrafell er á vinstri hönd,
svart eins og hraunið en í vetrar-
búningi með örþunna öskuslikju.
Við höldum í norður. Það er
Steinþór Sigurðsson við kvikmyndatöku í Heklugosinu. f byrjun gossins
rifnaði háhryggur Heklu að endilöngu. Myndin er tekin í næst nyrsta
gígnum 4. aprfl 1947 og er í bókinni Eldur í Heklu.