Morgunblaðið - 12.03.2000, Side 27

Morgunblaðið - 12.03.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 27 lausamjöll og blint þessa stundina, injög blint. „Vatnið í Vatnafjöllum fylltist af ösku í Heklugosinu 1947 og þá hvarf vatnið. I fjöllunum eru geysistórir gígar,“ upplýsir Haukur. Og loksins í gegnum grá- mann sjáum við hrauntungu úr Hekiu, lága á að líta, svarta með snjóföl. Þegar nær kemur rís hraunjaðarinn upp, sex til sjö metra á hæð, úfinn, og það rýkur úr hrauninu. Klukkan er hálffjög- ur og hér munum við dveljast í um þrjá ti'ma eða þar til skyggir og sjá hvort eldglóð lýsir í myrkr- inu. Fararstjóri segir að við meg- um ekki fara langt inn í hraunið og þurfum að gæta okkar, skarp- ar eggjar séu i hrauninu og auð- velt að skera sig. Flestir eru orðn- ir kaffiþurfí en allir fara út fyrst til að viðra sig og horfa á hraun- ið. Glóðin í hrauninu Þeir fyrstu lialda upp hraunjað- arinn og aðrir fylgja á eftir. Hraunið er víða laust og hrynur úr því. Skömmu síðar finnur Haukur eldglóð, og við hin kom- um og rýnum niður um svarta rauf á gullna glóð. Sumir fara enn nær og taka myndir. Aðrir hakla inn í hraunið, ráfa þar um, fáeinir finna sér upphitað sæti á góðum stað og sitja þar og upplifa augna- blikið. Fyrir rúmri viku hvfldi þetta grjót enn í iðrum Heklu. Einkum eru það útlendingar, þýsk stúlka og önnur hollensk, sem sitja þarna lengi, svo lengi að smám saman er eins og þær renni saman við kynjamyndir hraunsins og verði hluti af því. Ungur mað- ur frá Singapúr hlær, hann sest niður en sprettur upp. Sessan er of heit. Hann hafði næstum villst í hrauninu, segir hann á ensku við stúlkurnar. Þær segja mér að þær hefðu ekki haldið að þær mundu ganga i hrauninu. Þær voru að upplifa eitthvað framandi, eitt- hvað einstakt. Ég vel nokkra steina til að taka með mér heim og geng meðfram hraunjaðrinum og upp á hæð til að fá betri yfir- sýn. Það er hægt að sjá hvernig seigfljótandi hraunið hefur runnið fram og myndað tungu, en annað sé ég ekki, enga glóð. Þegar niður er komið eru nokkrar konur að skoða hraunmola í lófa sér. Elín Árnadóttir segir að þau hjónin fari til Kína í aprfl og ætli að gefa hraunmola, láta útbúa skilti með áletruninni „Hekla 2000“. Mér finnst þetta góð hugmynd. Ég frétti að einn í hópnum hefði brennt vettlinginn sinn, annar sviðið skósólana og sá þriðji skor- ið sig á hrauninu. Undir stjörnu- björtum himni Á meðan við dveljumst þarna hafa fáeinir bflar og tveir snjós- leðar rennt að hraunjaðrinum. Maður og náttúra. Utía-Heklá <: ' Ráuðöldur Höskuldsbjal Lambafell :í'''Keldur Hekluhraun 2000 Byggt á-bráðabingðákorti Guðrúnaf Svemsdóttur Mýrdals■ jökull Klukkan hálfsjö er snúið heim á leið. Það hefur fryst og færið er betra. Á heimleiðinni rekumst við á bilaðan jeppa og hann er tekinn í tog niður á Hellu. Þetta er jeppi þeirrar gerðar sem notaður var í Persaflóastríðinu, en hann er ekki gerður fyrir fslenskar aðstæður, segja menn. Frostið harðnar og það birtir yfir. I vestri hefur kvöldsólin tendrað glóð í skýjun- uin. I bflnum spjalla menn saman um allt milli himins og jarðar: út- búnað í jeppuin, rallíkeppnir og heimasiður, ferðamennsku, upp- eldismál, rilja upp endurminning- ar, ræða um kvikmyndagerð o.fl. o.fl. Úti er svartamyrkur en ljósin frá bæjunum við suðurströndina mynda perluband og stjörnur tindra á himni. Þegar við ökum fram hjá Hveragerði er klukkan farin að ganga ellefu og frostið komið niður í þrettán gráður. Norðurljósin bylgjast um himin- inn. Bfllinn þýtur áfram eftir veg- inum. Senn munu borgarljósin slökkva á stjörnum himinsins. Höfundur er ritari Ferðafélags ís■ lands. NAMSAÐSTOÐ fyrtr samrœmdu prófin í 10. bekk • Stærðfræöi • Enska • íslenska • Danska Innritun í síma 557 9233 frá kl. 17-19 Nemendahiónnstan sf. ■ ban^Hnirifg 10, Mjódd. Halðu hraðan á með Olivettl prenturum og faxtækjum Smith & Norland eykur enn vöruval sitt og býður nú Olivetti prentara og faxtæki sem eru afkastamikill og traustur búnaður. ítölsk hönnun eins og hún gerist best. Bjóðum einnig gott úrval af Fujitsu Siemens tölvum. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • Fax 520 3011 • www.sminor.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.