Morgunblaðið - 12.03.2000, Síða 33
32 SUNNUDAGUR 12. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
LÍNUR SKÝRAST
VESTRA
FÁTT virðist nú geta komið í
veg fyrir að þeir A1 Gore,
varaforseti Bandaríkjanna, og
George W. Bush, ríkisstjóri í
Texas, takist á í forsetakosning-
unum í haust. Við upphaf barátt-
unnar vegna forkosninga Demó-
krataflokksins og Repúblikana-
flokksins síðastliðið haust gengu
flestir út frá því sem vísu að Gore
og Bush myndu bera sigur af
hólmi. Báðir urðu þeir hins vegar
að takast á við mun harðskeyttari
keppinauta, en í fyrstu var talið.
Þannig tókst þeim Bill Bradley
og John McCain að velgja þeim
Gore og Bush verulega undir
uggum í upphafi þótt að þeir hafi
orðið að játa sig sigraða eftir að
kosið var í tæplega tveimur tug-
um ríkja á þriðjudag.
Að þeirri hrinu lokinni má
segja að hin eiginlega kosninga-
barátta fyrir forsetakosningarn-
ar sé hafin.
Það getur verið forvitnilegt að
velta því fyrir sér, hvaða áhrif
forkosningarnar hafa haft á
framboð þeirra Bush og Gores.
Gore átti að mörgu leyti undir
högg að sækja við upphaf barátt-
unnar. Vissulega nýtur hann þess
að vera vel kynntur meðal kjós-
enda á grundvelli þess að hafa
gegnt embætti varaforseta und-
anfarin tvö kjörtímabil og hafa á
þeim tíma jafnframt náð að afla
sér verðmætrar reynslu, ekki síst
á sviði alþjóðlegra samskipta. Á
móti kemur að öll þau margvís-
legu mál er komið hafa upp á síð-
ustu árum í tengslum við Bill
Clinton forseta hafa vart orðið til
að efla stöðu varaforsetans. Þar
að auki er það eðli varaforseta-
embættisins að sá sem því gegnir
verður að miklu leyti að halda sig
til hlés. Margir höfðu því þá
ímynd af Gore að hann væri stíf-
ur, þurr og að flestu leyti óspenn-
andi stjórnmálamaður er legði
meira upp úr háfleygri stefnumót-
un en pólitískri baráttu.
Sú harða atlaga er Bradley
gerði að Gore gerði varaforsetan-
um kleift að byggja upp sjálf-
stæða ímynd óháða Clinton og
varaforsetaembættinu. Gore varð
að hrista af sér slenið og varpa
ímynd kerfiskallsins út í hafsauga
jafnvel þótt að það kostaði að
hann gæti þá lagt minni áherslu
en ella á þau störf sem hann hefur
unnið síðastliðin rúmlega sjö ár í
Hvíta húsinu. Hann flutti höfuð-
stöðvar sínar til Nashville í
heimaríkinu Tennessee en þær
höfðu upphaflega verið við K-
stræti í Washington, táknmynd
hins miðstýrða valds höfuðborg-
arinnar. Ekki spillti heldur fyrir
að Bradley réðst að Gore frá
vinstri sem gaf honum tækifæri til
að móta sér stöðu á hinni pólitísku
miðju.
Bush á aftur á móti við þann
vanda að stríða að hann hefur á
síðastliðnum vikum og mánuðum
fjarlægst hina pólitísku miðju.
Eigi hann að geta sigrað í sjálfum
forsetakosningunum í haust verð-
ur hann að endurheimta þá stöðu
er hann hafði í upphafi baráttunn-
ar að vera fulltrúi „mýkri gilda“ á
hægri vængnum. Úrslit flestra
kosninga, í Bandaríkjunum rétt
eins og annars staðar, ráðast á
miðjunni en ekki jaðrinum. Sú
sterka staða er Ronald Reagan
hafði á sínum tíma byggðist til
dæmis ekki síst á því að hann náði
til sín stórum hópi kjósenda
Demókrataflokksins. Þegar Bill
Clinton færði flokk sinn inn á
miðjuna á nýjan leik árið 1992
endurheimtu demókratar Hvíta
húsið.
Rétt eins og Gore hafði Bush í
upphafi það sterka stöðu skv.
skoðanakönnunum að nær sjálf-
gefið þótti að hann yrði forseta-
efni repúblikana. Ekki spillti fyr-
ir að kosningasjóðir hans voru
orðnir digrari en sjóðir nokkurs
annars frambjóðanda. Það kom
því Bush í opna skjöldu er Mc-
Cain fór skyndilega að þjóta upp í
könnunum. Sigur McCains í for-
kosningunum í New Hampshire
sannaði að ekkert er sjálfgefið í
stjórnmálum. Kjósendur kunnu
greinilega að meta hreinskilni
hans og þrátt fyrir að hann ætti
að baki langan feril í öldunga-
deildinni var ekki litið á hann sem
hefðbundinn stjórnmálamann
heldur umbótasinna er hikaði
ekki við að tala tæpitungulaust
og taka afstöðu í umdeildum mál-
um. Að auki var hann stríðshetja
er dvalið hafði langtímum saman
í fangabúðum Norður-Víetnama.
Tókst honum að laða til sín fjöl-
marga kjósendur og þá ekki síður
demókrata en repúblikana, en í
nokkrum ríkjum er flokksaðild
ekki skilyrði fyrir þátttöku í for-
kosningum flokkanna.
Með því að færa sig lengra til
hægri í því skyni að ná til
flokkskjarnans, er ræður úrslit-
um í forkosningum flokkanna, og
beita óspart því mikla fjármagni,
er hann hafði til umráða tókst
Bush að snúa stöðunni sér í vil á
nýjan leik. Jafnframt hefur hann
sýnt að hann kann að berja frá
sér og framkoma hans í sjónvarpi
og í kappræðum hefur slípast til.
Hann er hins vegar sárari eftir
þennan slag en varaforsetinn eft-
ir glímu sína við Bradley. Kosn-
ingasjóðir Bush eru nær uppurn-
ir og það verður ekki auðvelt
fyrir hann að feta sig inn á miðj-
una á nýjan leik. Helsta verkefni
hans á næstu vikum hlýtur þó að
vera að hefja þá ferð og jafnframt
að ná til sín þeim fjölmörgu kjós-
endum, er studdu McCain. Með
því að draga sig einungis í hlé úr
baráttunni en hætta ekki við
framboð virðist McCain ætla að
reyna að þrýsta á Bush og fá
hann til að taka upp einhver af
helstu stefnumálum sínum. Vafa-
lítið verður ríkisstjórinn að koma
til móts við McCain að einhverju
leyti gegn stuðningsyfirlýsingu.
Stefna frambjóðenda í alþjóða-
málum skiptir máli fyrir aðrar
þjóðir. Það sem af er kosninga-
baráttunni er ekki hægt að
greina marktækan mun á utan-
ríkisstefnu Gore og Bush. Það á
eftir að koma í ljós, þegar nær
dregur, hvort um einhvern
stefnumun er að ræða á þeim
vettvangi.
Ég hitti Gunnlaug
Scheving í Lista-
mannaskálanum. Það
var kominn gamall
maður í heimsókn: -
Faðir minn, sagði
hann. Svo bauð hann
mér kaffi á Hressingarskálanum og
þangað örkuðum við. Á leiðinni
sagði hann mér, að hann hefði viljað
lýsa umhverfinu, þegar hann byrj-
aði að mála, fólkinu í kringum sig:
Ég hafði lítinn áhuga á að líkja
einvörðungu eftir náttúrunni. Mér
fannst ég hlyti þá að týna sjálfum
mér. Mér þykir maðurinn skemmti-
leg fyrirmynd. Ekki sízt sjómaður-
inn. Það er gaman að koma út á sjó
og sjá vélina, sjóinn og manninn
vinna saman. Þessi andstæðu-
kenndi samhljómur á vel við mig.
ég hef lítið gaman af mynd, þar sem
manninn vantar. Og svo er það vél-
in. Hún er eins og hjarta, heldur
áfram að hamra í reglubundnum
takti, á hverju sem veltur. Það er
gaman að hlusta á þetta bank. Það
er eins og stef í sinfóníunni miklu.
Og svo kemur þytur 'vindsins og
stundum óveðursýlfur og nístir
merg og bein. Þetta er vafalaust
slæm sinfónía, en mér þykir vænt
um hana. Það er skemmtileg mót-
sögn í þessu, finnst þér ekki? Mað-
urinn er eins og eggjárn eða plógur,
sem ristir í gegnum náttúruna.
Þetta er hressandi. Þetta er líf. Og
gaman að vinna með það.
Eftir stundarþögn spurði ég til
að segja eitthvað:
Þykir þér alltaf
gaman að mála?
- Nei, ekki fyrst
þegar ég byrja á
mynd, ekki fyrr en ég
er farinn að sjá ein-
hvern árangur.
Ég sagði:
- Þú átt við, þegar myndin er far-
in að tala?
Gunnlaugur svaraði:
- Ég á við þegar myndin fer að
tifa. Jóhannes hét úrsmiður á Seyð-
isfirði, þegar ég var strákur. Hann
átti einu sinni að gera við klukkuna
hans fóstra míns. Svo var farið með
hana til Jóhannesar og ég látinn
bursta hana þar á verkstæðinu til
að spara heimilinu aura. Mér fannst
þetta leiðinlegt starf, því það var
gott veður úti. Jóhannes talaði um,
að hann vildi gera úr mér úrsmið,
því hann hélt ég væri handlaginn.
Þá segi ég við hann: - Þykir þér
úrsmíði skemmtilegt starf? Hann
svaraði: - Nei, ekki alltaf. En það
er svo gaman, þegar þær fara að
tifa. Svona er það með mig og mál-
verkin. Mér finnst leiðinlegt að
vinna þau fyrst framan af, en það er
gaman, þegar þau fara að tifa.
Ég minnti hann á, að sumar
klukkur tifa aldrei. Þá svaraði hann
ákveðinn:
- Ég held flestar klukkur Jó-
hannesar vinar míns hafi gert það.
Ég sagði:
- Þetta er þolgæði, segir þú.
Gunnlaugur svaraði:
- Já, þolgæðið ræður úrslitum.
Margir hafa gáfur, en skortir út-
hald og bregðast þegar á reynir.
Gefast hreinlega upp.
Ég sagði:
- Þolgæðið er gott. Það er að
minnsta kosti nauðsynlegt, þegar
maður þarf að hitta Ragnar í
Smára. Bezt við reynum að ná í
hann eitthvert kvöldið. En segðu
mér, hefurðu gaman af ljóðum?
- Sumum ljóðum, já. En ég hef
mest gaman af stökum og kvæða-
brotum eftir Jón Arason. Það er
skáldskapur eftir mínu höfði.
Svo greiddi hann þjónustunni og
við fengum okkur bfl heim til hans
vestur á Nesveg 78. Við töluðum
um bfla á leiðinni:
- Þeir eru þægilegir, sagði ég, en
ætli þeir drepi mann ekki á endan-
um?
- Jú, svaraði Gunnlaugur, ég
hugsa þeir geti verið bráðhættuleg-
ir. Þú skalt gæta þín að hafa alltaf
opinn einhvern glugga, þegar þú
ert í bfl. Mér er sagt að flestar
draugasögurnar nú á dögum gerist
í bílum eða í sambandi við þá. Það
er loftleysið og gasloftið, sem
streymir frá vélinni. Fólk fær
martröð og fer að sjá ýmislegt
óhreint. Grímur gamli Thomsen
sagði um Stokkseyrardrauginn, hef
ég heyrt, að hann væri ekki annað
en loftleysið í sjóbúðunum.
Ég skrúfaði rúðuna niður.
M.
HELGI
spjall
+
SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 33
IMORGUNBLAÐINU síðastlið-
inn sunnudag var réttmæt gagn-
rýni á málfarið á 24-7 sem dreift
er með Morgunblaðinu, þótt það
komi ritstjóm blaðsins ekkert við
að öðru leyti, jafnvel síður en sum
auglýsingablöo sem fylgja Morg-
unblaðinu. Bréfritari bendir rétti-
lega á mörg vond dæmi um útlendar slettur
og augljóst að 24-7 þarf að taka sig taki og
nota móðurmálið skammlaust eins og efni
standa til.
Það er svo sannarlega ástæða til að fylgjast
með því sem verður.
Enskuskotin tilgerð er engu blaði til fram-
dráttar, hvort sem því er dreift með blaði allra
landsmanna eða ekki.
Greinarhöfundur gagnrýninnar, Gísli Ás-
geirsson, hefur þannig fulla ástæðu til að tala
um „þjónkun við enska tungu“ og virðingar-
leysi við móðurmálið. Lélegur og metnaðar-
laus frágangur ber vitni um subbuskap sem
lesendur hafa enga ástæðu til að umbera.
Við eigum að koma í veg fýrir að hér verði
með tímanum talað einhvert enskuskotið
hrognamál, eins og tíðkast t.a.m. á Bahama-
eyjum, en þar búa menn við arfleifðarlausan
samtíma og táknrænt að helzta atvinnustarf-
semin í höfuðborginni, Nassau, er spilavíti
mafíunnar.
Viljum við verða slík þjóð? Vill unga fólkið
það? Ekki verður því trúað að óreyndu. Sér-
kennalaus þjóð er lítils metin.
Hitt er svo annað mál, að ekki er hægt að
tala um 24-7 sem fýlgirit Morgunblaðsins,
enda í engum tengslum við ritstjórn þess. Og
víða er pottur brotinn.
EN SNÚUM okkur
JÓnaS 021 að öðru efni, sem þó
tengist því sem hér
hefur verið sagt.
Enginn vafi er á því að Jónas Hallgrímsson
var einhver mesti nýyrðasmiður íslenzkrar
tungu. íslendingar hafa að vísu frá fýrsta fari
verið opnir fyrir nýjum ferskum hugmyndum
og aldrei talið eftir sér að setja þær á bækur í
nýjum búningi. Þær hafa haft áhrif á innlend-
ar bókmenntir og samlagazt íslenzkum veru-
leika í þessum nýju ritverkum. Þannig var
unnið þegar stefnan var tekin á 12. og 13. öld
og sú stefna hefur ríkt hér á landi allar götur
síðan. Og enn blasa vörðurnar miklu hvar-
vetna við, þýðing Odds á Nýja testamentinu,
Guðbrandsbiblía, þýðing Jónasar á Stjörnu-
fræði Ursins, svo að nokkurra sé getið.
I bókinni Um Jónas, 1993, segir í IX kafla, I
fylgd með stjörnum: „í þessari þýðingu (á
stjömufræðinni) sem er svo fagurlega gerð að
helzt minnir á prósaljóð með köflum gerist
Jónas einn eftirminnilegasti nýyrðasmiður
tungunnar og semur orð eins og ljósvaki (í
annarri merkingu en nú, að vísu, þ.e. eter sem
fyllir himingeiminn þar sem ljósið kviknar í
„smágjörvu“ frumefni), aðdráttarafl, safn-
gler, sporbaugur, fjaðurmagn, sólbraut, ljós-
fræði, miðflóttaafl, sólmyrkvi, rafurmagn og
sjónauki. Jónas afsakar nýsmíði sína en segist
hafa það sér til afsökunar að nýyrði séu ætíð
leið í fýrstu, eins og hann kemst að orði,
„þangað til eyru vor fara að venjast þeim“. En
allt lofi „skaparans miklu dýrð“ og „þrautgóð
sólin minni hvern dag á tungutak drottins og
almættisverk hans“.
I ævisögu Páls Valssonar um Jónas Hall-
grímsson, sem út kom í fyrra, er minnzt á
þetta þýðingarstarf og komizt svo að orði, að
Jónas leggi „í vissum skilningi grunninn að
sjálfstæðri íslenskri hugsun um heiminn".
Úndir þetta má taka en það hefur frá fornu
fari verið tilgangur flestra, ef ekki allra helztu
þýðenda sem hafa reynt að breyta erlendum
áhrifum í íslenzkan veruleika og með því veitt
ómetanlegum verðmætum inn í þann þjóðar-
faiyeg sem við köllum íslenzk menning.
Islendingum hefur löngum verið tamt að
laga þýðingar sínar að íslenzkum aðstæðum
eins og Jónas hafði að markmiði, bæði þegar
hann þýddi ljóð og óbundið mál, enda talar
hann í bréfi um að hann hafi „endurgert"
Stjörnufræði Ursins, en ekki þýtt. Þessar
„endurgerðir" birtast wða í fomum ritum
okkar og má segja að þær hafi ævinlega tekizt
vel og orðið þáttur í ritlist lítillar þjóðar sem
hefur sótt meira og minna allan sinn orðstír á
heimsmarkaði, svo að talað sé inn í nútíma-
tízku, í þá frægð sem forn bókmenning hefur
aflað okkur.
Á þetta er minnzt af því tilefni að Morgun-
blaðinu hefur borizt tímaritið Tölvumál, des-
emberhefti 1999, en þetta er tímarit Skýrslu-
REYKJAVIKURBREF
tæknifélags íslands og fjallar m.a. um
tölvuorð og nýyrðasmíð í tengslum við tölvur
og hugbúnað. Þetta er að sjálfsögðu hið mikil-
vægasta mál og ekki síður mikilvægt, hvemig
til tekst í þessum efnum en þegar Jónas snar-
aði Ursin á íslenzku, en aðrir guðfræðilegum
ritum eða alls kyns vísindum; þegar íslenzkir
höfundar til foma voru að leggja „litla fjár-
götu“, svo að vitnað sé í Jónas, sem síðar varð
„að breiðum ogruddum þjóðvegi“.
■■■■■■■■■I EF VIÐ NÁUM ekki
Tölvuöld os- tökum á því að eign-
nvvrríi ast haldgóð °S nokk-
‘‘j j1U1 uð gagnsæ orð í því
tölvumáli sem fram undan er, þá er jafnvíst að
enskan nái undirtökunum og flóðgáttin bresti,
þar sem sízt skyldi. Samningur um íslenzkun
á tölvuskjám er bæði til fyrirmyndar og harla
mikilvægur, en hitt er ekki síður mikilvægt að
tölvumálið sjálft falli í þann farveg sem einn
er okkm- samboðinn með tilliti til arfleifðar og
þeirra markmiða sem við höfum sett okkur.
Fyrmefnt tímarit er ekki sízt af þeim sökum
harla athyglisvert framlag og sýnir að metn-
aðarfullt hugsjónafólk er víða önnum kafið við
ræktun þess hugbúðnaðarmáls sem við þurf-
um að tileinka okkur, hægt og bítandi, en það
gerum við ekki nema með góðri undirstöðu-
menntun og þá ekki síður ræktun þess tungu-
taks sem er ekki einungis ákjósanlegt, heldur
lífsnauðsynlegt, ef við ætlum að bera höfuðið
hátt og halda þeirri reisn sem verið hefur; sem
sagt, ef við ætlum að lifa af sem rótgróin
menningarþjóð. Ef við leggjum kollhúfur og
látum vaða á súðum, er voðinn vís. Þá breytist
íslenzkan fýrr en síðar í einhvers konar
hrognamál sem mundi smita út frá sér og
eyðileggja innviði tungunnar, rætur hennar
og þann blómlega ávöxt sem arfleifðin ein get-
ur nært og þroskað.
Það er rétt sem ritstjóri tímaritsins, Einar
H. Reynis, segir, að ekkert í sögu tölvunnar
hefur dregið jafn rækilega að sér athygli og
Netið, intemetið, alnetið eða lýðnetið. „Nöfn-
in eru mörg en allt ber að sama bmnni og á
skömmum tíma hefur það [Netið] vaxið svo
mjög, og teygt anga sína svo víða og snert svo
margt að með ólíkindum er. Það er alveg sama
hvar borið er niður. Alls staðar kemur Netið
við sögu.“ Netið er ekki lengur hnýsileg við-
bót, heldur hornsteinn í margvíslegri starf-
semi. „Nú er svo komið að sum íslensk fyrir-
tæki byggja starfsemi sína annaðhvort í æ
ríkari mæli eða jafnvel alfarið á Netinu. Fyrir-
tæki fara jafnvel úr hefðbundnum viðskiptum
yfir í að reka starfsemina alfarið á Netinu."
Það sem að okkur snýr er fyrst og síðast
hvernig til tekst, og þá ekki sízt hvemig okkur
tekst að laga alþjóðlegt netmál að íslenzkri
tungu, þannig að hún verði vel nothæf í þessu
alþjóðlega umhverfi. Það liggur í hlutarins
eðli að við eigum ekki að gleypa erlent og al-
þjóðlegt netmál gagnrýnislaust, heldur eigum
við að vinna úr því eins og lax nærist á skel-
fiski án þess breytast í næringu sína. Til þess
þarf í senn ákveðni, þolgæði og þá ekki sízt
mikla hugkvæmni. Ekki er annað að sjá en
tónninn í tímaritinu sé þessu marki brenndur
og áherzla lögð á að laga þennan erlenda vef-
heim að íslenzkum aðstæðum. Það mundi vera
í sátt við hina upphaflegu stefnu okkar í þess-
um málum, það mundi vera í anda þeirra hug-
sjóna sem íslenzk menning hefur byggzt á og
það mundi ekki sízt reist á þeim metnaði sem
efni standa til.
Þróunin er hröð. Skilin milli gagnagrunna
og tímarita em nú óljósari en áður og samrani
grunnanna er að taka á sig ákveðið form, eins
og kemur fram í grein Hrafnhildar Hreins-
dóttur, yfirbókavarðar hjá Landssíma ís-
lands, en þar kemur fram að menntamála-
ráðuneytið hefur gengizt fyrir því að
samningar tókust um aðgang að Encyclo-
pædia Britannica Online (þ.e. samvirkt eða sí-
tengt) „og era íslendingar að því ég best veit
eina þjóðin sem hefur samið um slíkan lands-
aðgang“. Það er auðvitað mikilvægt að kenna
ýmsa þætti Netsins og hvemig það getur
komið okkur að beztum notum og þá þarf ekla
sízt að leita leiða til að fá aðgang að rafrænum
tímaritum. í þessum efnum hafa þó íslenzk
bókasöfn farið sér hægt, enda bæði fá og smá,
miðað við aðrar þjóðir. En engum skyldi koma
annað til hugar en við eigum eftir að nýta okk-
ur Netið til fulls - og það á mjög skömmum
tíma.
Netið er til margra hluta nytsamlegt. Það
má ekki sízt nota það eins og beintengt sam-
band eða beintengdan miðil, rétt eins og síma.
Það á ekki sízt eftir að breyta samskiptum
Laugardagur 11. mars.
manna í milli. Að þessu vfloir Aðalsteinn J.
Magnússon í grein sinni um Netið sem miðil
þegar hann segir m.a.: „Framþróun í samfé-
laginu og vilji mannsins til samskigta tvinnast
saman. Éyrir þúsund áram gengu Islendingar
til Rómar til að skrifta og fá svör við sínum
spumingum. Seinna færðist þessi þjónusta
nær fólkinu þegar kirkjan kom til þess. Á
þessari öld varð hægt að hlusta og síðan sjá
páfann í Róm með tilkomu nýrra miðla. Nú er
mögulegt með Netinu að komast í samband
við leiðbeinendur heiman úr stofu hvenær sól-
arhringsins sem er.“
Þetta getur ekki sízt gagnazt í fjarkennslu.
En það má þá einnig ræða við Blair, forsætis-
ráðherra Breta, án milliliða og með beinteng-
ingu, ef svo mætti segja, eins og ung íslenzk
stúlka gerði ekki alls fýrir löngu. Það var fróð-
legt og forsætisráðherrann kom sér út úr
erfiðri spumingu, eins og stjómmálamenn
gera; með því að sniðganga hið raunveralega
vandamál, en leggja áherzlu á falskt öryggi
sem Islendingar og aðrar þjóðir treysta ekki,
enda engin ástæða til, því að um líf okkar í
landinu gæti verið að tefla, ef fiskimiðin yrðu
menguð vegna geislavirkni frá Sellafield-stöð-
inni. Um það getur enginn fullyrt, hvort svo
gæti farið, og því bezt að hafa vaðið fyrir neð-
an sig. í þessum efnum er engu að treysta og
það sem aflaga fer verður ekki aftur tekið.
Þess vegna er öraggast að hætta ekki á neitt,
hvað sem öllum hagsmunum líður. Það er víð-
ar til sýndarveraleiki, eða tilbúinn heimur, en
á cyberspace vefjarins. I veraleikanum er
ekki gert ráð íýrir tilbúnum heimi en á Netinu
er cyberspace, eða sýndarveraleiki Netsins,
viðurkennd staðreynd. Samt er hægt að nota
það í gallhörðum viðskiptum, ef fullkomnu að-
gangsöryggi er sinnt. Um þetta er einnig rætt
í fyrrnefndu tímariti. En þó er mikilvægast
það sem segir í grein Sigrúnar Helgadóttur,
sem er formaðpr Orðanefndar og tölfræðing-
ur á Hagstofu íslands.
Og skal nú að því vikið.
Orðanefnd, ritnefnd og allir höfundar efnis í
íýrrnefndu tímariti hafa átt samstarf um
orðaforða sem er notaður í greinunum í blað-
inu. Orðanefnd hefur lesið yfir allar greinar,
orðtekið þær og gert tillögur um breytingar,
ef ástæða þótti til. Afraksturinn er orðalisti
sem fylgir grein Sigrúnar, mjög athyglisverð-
ur og til fyrirmyndar eins og þessi vinnubrögð
öll.
I orðalistanum era m.a. þessi orð:
accessibility, aðgengileiki, aðgengi
analog, flaumrænn
application software, verkbúnaður,
verk hugbúnaður
backbone, hryggur, grannnet
browser, vefskoðari, vafri
CD quality, gæði á við geisladiska
CD-ROM games, tölvuleikir á
geisladiskum
code, kóti, kóði
computer telephony, tölvusímtækni
data channel, gagnarás
data server, gagnaþjónn
data type, gagnatag
digital watermarking, stafræn
vatnsmerking
downloading, niðurflutningur
e-mail, tölvupóstur, rafpóstur
fax, símabréf, símbréf
fax machine, fax equipment, bréfasími
format, forsníða
hard disk, harðdiskur
host, hýsitölva
index file, lyklaskrá
mail server, póstþjónn
modem, mótald
multicast, margvarp
network net, netkerfi
network policy, netreglur
offline, sérvirkur
online, samvirkur, sítengdur
online bookstore, netbókabúð
public key, dreifilykill
resolution, leysni, sundurgreining
sound file, hljóðskrá
streaming, renning
web server, vefþjónn.
I fyrrnefndri grein Sigrúnar Helgadóttur
segir m.a. svo: „Þetta blað fjallar nær ein-
göngu um fyrirbærið sem á ensku kallast Int-
ernet. En ekki hefur enn tekist að finna ís-
lenskt heiti iýrir þetta fyrirbæri sem sátt er
um.
Um tíma notaði Morgunblaðið heitið Alnet
fyrir Intemet en því heiti var hafnað af tækni-
mönnum. Fjölmiðlar, þar með talið Morgun-
blaðið, nota nú yfirleitt heitið Netið, ritað með
stóram upphafsstaf. Það er í sjálfu sér ekki
vond lausn í texta eins og blaðagrein, þegar
ekki leikm- vafi á hvað átt er við. Það gengur
hins vegar ekki í tæknilegum texta. Til era
margs konar net. Enska orðið network er
einnig þýtt með net. Þegar net eða Netið kem-
ur fyrir í upphafi setningar er ekki unnt að
greina á milli né heldur greinist munur í töl-
uðu máli. Samsett orð þar sem Intemet og
network era fyrri liður verða þá einnig tvíræð.
Dæmi um þetta era heitin Intemet conn-
ection og Intemet server. Einnig era til
network connection og network server.
I 3. útgáfu Tölvuorðasafns er orðið Lýðnet
gefið sem þýðing á Internet. Þegar leitað var
að íslensku heiti fyrir Intemet var gefin sú
skýring að munurinn á því neti og öðrum fjöl-
netum væri sá að þetta net væri öllum mönn-
um aðgengilegt en önnur slík net bundin við
t.d. tiltekin fýrirtæki. Þá komu í hugann orð
eins og almenningsnet, almannanet eða al-
þýðunet en af því forliðir þeirra orða era
óþarflega langir þá kom fram sú hugmynd að
segja heldur lýðnet sbr. orðin lýðveldi, lýð-
ræði, lýðskóli, lýðréttindi og mörg fleiri.
Nú virðast þó mai'gir vera farnir að nota
enska orðið Intemet sem íslenskt orð, beygja
það eins og íslenska orðið net og setja á það
greini. Það sem menn finna að orðinu er hins
vegar að það þykist vera íslenskt, en hvert
mannsbam sér að það er ekki svo.
Það er því úr vöndu að ráða. Margir, þar
með taldir orðanefndarmenn, telja mjög mið-
ur ef enska heitið Intemet festist í málinu.
Orðið lýðnet (sem við viljun nú frekar rita með
litlum staf) er ekki frátekið og það er ekki
unnt að hafa neitt á móti því af tæknilegum
ástæðum. Orðanefndin leggur því eindregið
til að því sé gefið tækifæri og menn prófi að
nota það. Það má stytta í netið eins og Inter-
net þegar ekki leikur vafi á hvað við er átt.
Online - sam-
virkur, offline
- sérvirkur
OFT OG LENGI hef-
ur orðanefndin fjallað
um íslensk heiti fyrir
ensku heitin online og
offline. I fyrstu útgáfu
Tölvuorðasafnsins
vora gefnar þýðingarnar viðtengdur fyrir on-
line og frátengdur fyrir offline. Þessi orð
hlutu ekki náð fyrir augum tölvunotenda. I
annarri útgáfu var reynt að þýða online með
forliðnum sambands- og offline með lýsingar-
orðinu sambandslaus. Þegar 3. útgáfa Tölvu-
orðasafns kom út héldum við að lausnin væri
fundin. Þar vora lögð til orðin innankerfis og
utankerfis. Við áttuðum okkur á því að merk-
ing orðanna online og offline hafði breyst tölu-
Á Mýrum.
vert. Þegar þýðingarnar sambands- og sam-
bandslaus vora settar á flot í 2. útgáfu
Tölvuorðasafns vora orðin notuð í þeimi
merkingu. Tæki vora annaðhvort tengd tölvu
eða ekki. Nú getur online átt við eitthvað sem
er hugsanlega samofið eða sem starfar með
einhverju öðra. Orðanefndin gerði nýja atlögu
að þessum orðum fyrir skömmu. Þá var reynt
að hugsa málið alveg að nýju. Þá komu fram
tillögurnar samvirkur fyrir online og sérvirk-
ur fyrir offline. Þegar talað er um online help
yrði það samvirk hjálp. Hjálpin er samvirk
einhverju öðra, hugbúnaði eða einhverju á
neti, en hún er ekki tengd neinu. Ef manni er
boðið að vinna offline gæti það verið að vinna
sérvirkt. Prentari getur starfað sérvirkt.
Þessi orð má nota bæði sem lýsingarorð og at-
viksorð. Orðanefnd þiggur athugasemdir og
tillögur.
ENSKA ORÐIÐ
Application- application er eitt af
v:af„nn. þessum illþýðanlegu
VlOiang- orðum. Það er e.t.v.
vegna þess að merking þess er ekki vel ljós. I
annarri útgáfu Tölvuorðasafns stendur ein-
faldlega „tegund verkefnis sem tölva er látin
leysa“ og gefin er íslenska þýðingin viðfang,
þ.e. eitthvað sem fengist er við. Samsetning-
arnar application program, application soft-
ware og application package era þýddar sem
viðfangsforrit, viðfangshugbúnaður og við-
fangssyrpa. Ekki urðu þessi orð útbreidd, og
önnur tilraun var gerð þegar unnið var að
þriðju útgáfu Tölvuorðasafnsins. Orðið appli-
cation kemur ekki fyrir þar eitt sér en appli-
cation program heitir þar notkunarforrit,
application software heitir notkunarhugbún-
aður og application package einfaldlega hug-
búnaðarpakki.
Eftir birtingu þriðju útgáfu höfðum við
ástæðu til þess að skoða þessi heiti aftur og þá
datt okkur í hug að application program
mætti e.t.v. heita verkforrit, application
software verkefnahugbúnaður og application
package áfram hugbúnaðarpakki. En svo var
spurt nýlega hvort ekki mætti nota orðið
verkbúnaður um application software og væri
þá stytting á verk(efna)hugbúnaður. Appli-
cation software er í raun búnaður til þess að
leysa tiltekið verk. Það má spyrja hver sé
munur á application software, application
program og application package. Þetta er
e.t.v. allt saman verkbúnaður. Ef menn vilja
greina þama á milli má búa til samsetningarn-
ar verkbúnaðarforrit fyrir application pro-
gram, verkhugbúnaður fyrir application
software og verkbúnaðarpakki fyrir appli-
cation package. Orðanefnd þiggur eins og áð-
ur athugasemdir og ábendingar.“
Morgunblaðið/Golli
Ef við náum ekki
tökum á því að
eignast haldgóð
og nokkuð gagn-
sæ orð í þ ví tölvu-
máli sem fram
undan er, þá er
jafnvíst að enskan
nái undirtökunum
og flóðgáttin
bresti, þar sem
sfzt skyldi. Samn-
ingur um íslenzk-
un á tölvuskjám er
bæði til fyrir-
myndar og harla
mikilvægur, en
hitt er ekki síður
mikilvægt að
tölvumálið sjálft
faili í þann farveg
sem einn er bkkur
samboðinn með
tilliti til arfleifðar
og þeirra mark-
miða sem við höf-
um sett okkur
+