Morgunblaðið - 12.03.2000, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 37,
SIG URBJÖRN
METÚSALEMSSON
+ Sigurbjörn Met-
úsalemsson
fæddist í Litlabæ í
Stafneshverfi á Mið-
nesi 3. maí 1906.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja 26. febrúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Metús-
alem Jónsson, ættað-
ur frá Vopnafirði, og
Anna Eiríksdóttir,
ættuð frá Eyjafjöll-
um í Rangárvalla-
sýslu. Sigurbjörn var
einkabarn þeirra
hjóna.
Sigurbjörn kvæntist hinn 10.
nóvember 1930 Júlíu Jónsdóttur,
f. 27. júlí 1906, d. 11. september
1979. Júlía var dóttir hjónanna
Jóns Björnssonar og Guðrúnar
Gottskálksdóttur frá
Ölfusi í Árnessýslu.
Dætur Sigurbjörns
og Júlíu eru: 1) Guð-
rún Karlotta, f. 4.2.
1931, gift Halli Guð-
mundssyni, en hann
lést árið 1995. Þau
eignuðust fimm
börn og er eitt
þeirra látið. 2) Mar-
grét Eirikka, f. 10.2.
1934, gift Theódóri
Ólafssyni. Þau eiga
sjö börn. 3) Sesselja
Sóley, f. 13.10. 1940,
gift Guðjóni Óskars-
syni. Þau eiga þrjár dætur. 4)
Gotta Ása Ingibjörg, f. 30.12.
1941, gift Stefáni Þ. Guðmunds-
syni. Þau eiga fjögur börn.
Útför Sigurbjörns fór fram í
kyrrþey að hans eigin ósk.
vel en annað miður og lá hann ekki
á skoðunum sínum hvað það varð-
aði. Honum þótti mikil afturför
hvað sjávarútveg varðaði hin síðari
ár, þar sem útgerð hefðbundinna
vertíðarbáta hefur að mestu af-
lagst en veiðar hafa í auknum
mæli færst til stórra togara og
smábáta. Honum var það ljósara
en mörgum öðrum hversu mikil
hætta fylgir útgerð smábáta í mis-
jöfnum veðrum. Einnig átti hann
erfitt með að sætta sig við að fisk-
urinn í sjónum, sem haldið hefur
lífmu í þjóðinni í gegnum aldirnar,
skuli vera orðinn eign fárra
manna.
Afkomendur afa eru orðnir
margir. Hann bar hag þeirra mjög
fyrir brjósti og var aðdáunarvert
hversu vel hann fylgdist með þeim
öllum.
Við fráfall afa míns hef ég misst
góðan vin, vin sem ég á eftir að
sakna mikið. Eg votta dætrum
hans og öðrum aðstandendum
mína dýpstu samúð.
Sigurbjörn J. Hallsson.
Mig langar með nokkrum fátæk-
legum orðum að minnast afa míns
Sigurbjörns. Margt kemur upp í
hugann en erfiðara getur reynst
að koma því niður á blað. Afi var
fæddur 3. maí árið 1906 í Litlabæ í
Stafneshverfi á Miðnesi og hefði
því orðið 94 ára í vor hefði hann
lifað. Lífsbaráttan á öndverðri 20.
öldinni var hörð og fór afi ekki
varhluta af því. Erfitt er fyrir okk-
ur yngra fólkið að gera okkur í
hugarlund hvað fólk á þeim tímum
þurfti að leggja á sig til að draga
fram lífið. Ungur hóf afi að stunda
sjóróðra á opnum árabátum. Hann
þótti efnilegur sjómaður og fiskinn
og var honum því ungum falin for-
mennska. Jafnframt sjómennsk-
unni stundaði afi garðrækt og kúa-
búskap fyrst um sinn en sneri sér
því næst alfarið að garðræktinni
og sjómennskunni.
Ég varð ungur þeirrar gæfu að-
njótandi að fá að dvelja á sumrin
hjá afa og ömmu Júlíu á Stafnesi
eða frá 9 ára aldri og vel fram yfir
fermingu. Fór ég til þeirra strax
og skóla lauk á vorin og dvaldi hjá
þeim þar til skóli hófst á haustin.
Afi var vinnusamur og ætlaðist
hann til þess sama af öðrum. Þótti
mér, óhörðnuðum unglingnum, oft
nóg um. Seinna skildist mér þó að
ég og aðrir sem hjá honum dvöldu
höfðum gott af að læra snemma að
taka til hendinni. Hjá afa lærði ég
handtökin við að rækta garðávexti,
svo sem rófur og kartöflur, og
nýttist það mér vel seinna er ég
var með nokrka ræktun sjálfur,
ásamt föður mínum og bróður. Afi
kom þar reyndar nærri og var
hann með okkur í garðræktinni
fram undir nírætt.
Er amma mín Júlía lést árið
1979 flutti afi til Sandgerðis til
dóttur sinnar Sesselju Sóleyjar og
tengdasonar Guðjóns Óskarssonar.
Þar leið honum vel og er aðdáun-
arvert hversu vel þau hugsuðu um
hann, allt til hinstu stundar.
Afi fylgdist vel með málefnum
líðandi stundar. Hann fylgdist vel
með þeim breytingum sem urðu á
þjóðfélaginu. Sumt líkaði honum
Elsku afi minn, mig langar að
skrifa nokkrar línur og þakka þér
fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig á
meðan þú varst á meðal okkar. Nú
ertu farinn og þótt það sé erfitt að
hugsa sér að geta ekki hitt þig veit
ég að þar sem þú ert núna líður
þér afar vel og get ég alltaf farið
til þín í huga mínum. Þú varst allt-
af svo góður afi og man ég rosa-
lega vel eftir því er ég var lítil og í
heimsókn á Stafnesi hjá þér og
Júlíu ömmu. I huga mínum finnst
mér alltaf hafa verið sól og sumar
þar. Hjá ykkur lærði ég allar bæn-
ir sem ég kann og man ég best eft-
ir þessari.
Vertu guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiðir mig út og inn,
og svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Pét.)
En nú ertu farinn, afi minn, og
ég trúi því, að Júlía amma, Gummi
frændi og litla íris mín taki nú á
móti þér.
Þín dótturdóttir,
Þórdís.
+ James Davis
fæddist í Penn-
sylvaníu í Bandaríkj-
unum hinn 12. sept-
ember 1928. Hann
lést úr Lou Gehrig’s-
veiki í Fairbanks í
Alaska hinn 23. febr-
úar síðastliðinn. Red,
eins og hann var
kallaður, kvæntist
Rósu Vagnsdóttur
og áttu þau fjögur
börn saman og er
Helen elst, svo Jam-
es, Donald og Andr-
ew. Rósa og börnin
búa öll í Alaska.
Minningarathöfn um Red fór
fram 27. febrúar.
Ég varð þess aðnjótandi að
kynnast Red og Rósu hér á Islandi
og enn betur í Alaska á árunum
þegar ég og fjölskylda mín bjugg-
um þar, þar sem enn meiri tengsl
mynduðust og hafa haldist síðan.
Red kom sem ungur maður til Is-
lands upp úr 1950 á vegum verk-
taka sem gerðu Keflavíkurflugvöll.
Hann fékk fljótt veiði- og fjalla-
mannabakteríu og ferðaðist um
öræfi íslands öll árin sem hann
var hér.
A þessum frumherjaárum fjalla-
manna var eftirsótt að ferðast með
Red og vildu allir komast með
honum eða í samfloti við hann
hvort sem það var hér á Islandi
eða í Alaska. Ég á honum að
þakka mörg ferðalög í Alaska og
er mér minnisstæðust tíu daga
haustveiðiferð á bátum niður Yuk-
on-fljótið en þangað fór hann nær
árlega í fjölda ára á
svokallaðar elgveiðar
(Alaska Moose) og er
bara sú ferð efni í
heila bók. Svipað má
segja um mánaðar
bátsferð sem við
nokkrir vinnufélagar
hjá Flugleiðum áttum
því láni að fagna að
fara með honum frá
Seattle til Alaska.
Hvílík náttúrufegurð.
Red hafði mottó
sem er mikilvægt og
gerir menn að sjálf-
skipuðum foringja:
„Ef þú getur ekki sagt eitthvað
gott, segðu þá ekkert.“ Hann var
alla tíð foringi bæði í vinnu og leik.
Red var meðal frumkvöðla í
fjallaferðum hér á landi og voru
þeir Guðmundur Jónasson og hann
miklir mátar og bar hann mikla
virðingu fyrir Guðmundi.
Red hafði ferðast um nær öll
öræfi Islands með fjölskyldu sinni
og öðrum föstum ferðafélögum og
má þar nefna Hemma heitinn í
Axminster en þeir voru bestu vinir
alla tíð.
í síðustu heimsókn sinni til ís-
lands reyndi Red að hafa upp á
gömlum ferðafélögum til að rifja
upp gamlar stundir en eins og
gengur þá rætist ekki úr öllu en
hann vildi hafa samband og spurði
mig alltaf frétta af þeim.
Hann var einnig mikill laxveiði-
maður og fór hann árlega í mörg
ár austur í Vopnafjörð og setti upp
veiðistöð, eins og hann orðaði það,
sunnan við Burstafell og fékk
veiðileifi hjá landeigandanum,
Methusalem, „the landlord Mr.
Methusalem“, heitnum. Red sagði
mér að Methusalem hefði verið
einn af þessum virðulegu mönnum
sem hann leit upp til og var hans
fyrsta verk í heimsókn sinni til ís-
lands fyrir nokkrum árum að
heimsækja Burstafell og var ekki
síður höfðingsskapur hjá barna-
barni hans en þegar Methusalem
bauð honum inn í gamla bæinn
forðum. Red fékk að fara í allar
gömlu veiðibækurnar og rifjuðust
upp margar góðar minningar þar.
Hann talaði lengi á eftir um gest-
risnina þar og getur undirritaður
sem var viðstaddur tekið undir
það.
Það væri hægt að skrifa heila
bók um Red og Rósu og um ævin-
týraferðir þeirra um óbyggðir Is-
lands, Alaska, Yukon og Kanada.
Labrador höfðu þau einnig komið
til og séð rústir gömlu landnáms-
manna okkar þar sem þeir námu
land í Ameríku. ísland var samt
alltaf ofarlega í hans huga.
Áður en Red lagði í sína hinstu
ferð þá háði hann mikla baráttu
við þessa svokölluðu Lou Gehrig’s-
rýrnunarveiki og var vitað fljótt að
stuttur tími væri eftir. Þrátt fyrir
það vildi Red ekki gefast upp og
ferðaðist um þver og endilöng
Bandaríkin í leit að bæði hefð-
bundnum og óhefðbundnum lækn-
ingum en varð fljótt að láta í minni
pokann þar sem hann missti allan
líkamlegan kraft en reyndi samt
að halda áfram með hjálp fjöl-
skyldu sinnar. Það er engin lækn-
ing til enn þann dag í dag við þess-
um sjúkdómi.
Á sama tíma og Red dó kom
hann fram í draumi hjá fjölskyldu
minni hér á íslandi sem kannski
merkir það að hér hafi hamingja
hans átt rætur sínar.
James Red Davis var sannkall-
aður íslandsvinur.
Valdimar Samúelsson
og fjölskylda.
JAMES (RED)
DAVIS
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
SIGURBJÖRN METÚSALEMSSON,
Vestu r-Staf nesi,
lést á Sjúkrahúsi Suðumesja laugardaginn
26. febrúar sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Karlotta Sigurbjörnsdóttir,
Margrét Eirikka Sigurbjörnsdóttir, Theodór Ólafsson,
Sesselja Sóley Sigurbjörnsdóttir, Guðjón Óskarsson,
Gotta Ása Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir, Stefán Þ. Guðmundsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
t
Elskulegur sonur okkar, bróðir og bamabarn,
JÓN ÖRN GARÐARSSON,
Gnoðarvogi 52,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 14. mars kl. 15.00.
Sigurdís Jónsdóttir, Birgir Rafn Árnason,
Garðar Ingþórsson, Ingibjörg Óladóttir,
Tanja Mist Birgisdóttir,
Tómas Óli Garðarsson
Matthías Garðarsson,
Heiða Björk Garðarsdóttir,
Jón Eiríksson,
Jóna Karítas Jakobsdóttir,
Ingþór Björnsson,
Kalla Lóa Karlsdóttir.
t
Elskulegur sonur okkar, bróðir, frændi og
mágur,
ÞORMÓÐUR KARLSSON,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 14. mars kl. 13.30.
Halla Jóhannsdóttir, Karl B Guðmundsson,
Anna Karlsdóttir, Ómar Hannesson,
Auður Karlsdóttir, Sigurður Þór Hafsteinsson,
Jóhann Ármann Karlsson,
Hildur Ómarsdóttir,
Rúnar Ómarsson,
Karl Bergmann Ómarsson.
t
Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
GUÐBJÖRG ARNÓRSDÓTTIR
Stella,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðviku-
daginn 15. mars nk. kl. 15.00.
Þórarinn Jakobsson,
Hilmar Ægir Þórarinsson, Elín Bima Guðmundsdóttir,
Jakob Þórarinsson, Svandís ívarsdóttir,
Þórarinn Þórarinsson, Helen Viggósdóttir,
Már Þórarinsson, Ester Gunnsteinsdóttir
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUNNAR WEDHOLM STEINDÓRSSON,
Tjarnarbóli 6,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsunginn frá Seltjamarneskirkju
þriðjudaginn 14. mars kl. 15.00.
Jóna Jóhannesdóttir,
Bjarney W. Gunnarsdóttir, Gunnar Vilhelmsson,
Soffía Wedholm, Helgi Björnsson,
Regína W. Gunnarsdóttir, Bjöm Gunnlaugsson,
barnabörn og langafabarn.