Morgunblaðið - 12.03.2000, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 12. MARS 2000 41
A
+ Hulda Guðbjörg
Helgadóttir
fæddist á Þingeyri
við Dýrafjörð 5.
október 1925. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans 6.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Jóhanna
Bjamadóttir, f. 2.6.
1889, d. 1.6. 1982, og
Helgi Símonarson, f.
15.12. 1893, d. 12.1.
1980, frá Þingeyri.
Hulda ólst upp í
foreldrahúsum og er
fj'óröa í röðinni af sjö systkinum;
Olafur Jakob, f. 24.12. 1920;
Hulda, f. 10.8. 1922, d. 17.10.
1924; Jósep, f. 16.6. 1924; Símon-
ía Kristín, f. 1.10. 1927; María
Jóna, f. 22.7. 1930; og Sigríður
Markúsína, f. 15.7. 1933.
Hulda giftist eftirlifandi eigin-
manni sínum 6. mars 1948, Birni
Jónatan Björnssyni skipstjóra, f.
26.1. 1925 frá Tálknafirði. Börn
þeirra: 1) Guðmundur Helgi, f.
16.12. 1947, maki Hjördís Karls-
Elskuleg tengdamóðir mín og vin-
kona er látin. Mig langar að kveðja
hana með nokkrum orðum.
Það eru tæp þrjátíu ár síðan ég
kom fyrst á heimili hennar og
tengdapabba, og þau tóku mér og
dóttur minni opnum örmum og ætíð
fór vel á með okkur.
Það voru famar nokkrar ferðir á
sumri til Patró, þegar börnin voru
yngri, alltaf var jafn gott að koma á
heimili þeirra, og bömunum leið vel
þar, garðurinn hennar ömmu var
leikvöllurinnn þeirra.
Hulda var með græna fingur, og
garðurinn hennar bar þess merki,
hún ræktaði rósir, og sáði sjálf fyrir
sumarblómunum sínum, það var
reyndar alveg sama á hverju hún
snerti, hún var listakona, hún hafði
gaman af öllu föndri, saumaði og
prjónaði heilu dressin á barbí-dúkk-
urnar fyrir bömin, ekki bara fótin,
líka veski, skó og hvaðeina.
Hulda var mikil saumakona, hún
saumaði ekki bara á dúkkurnar og
börnin, nei, hún saumaði jakkaföt,
dragtir, kjóla og bara það sem hún
var beðin um, og hafði mjög gott
auga fyrir því sem var í tísku hverju
sinni.
Það lék allt í höndunum á henni, og
var hún alltaf til í að leiðbeina okkur,
það var ekki sjaldan gem komið var
með efni meðferðis í heimsókn, þó
ekki væri búið að finna snið, en alltaf
fann hún snið við hæfi.
Annars fékk ég alltaf svefnsýki
þegar ég kom í heimsókn, ég slapp-
aði svo vel af, því kyrrðin var svo
mikil. Hún tengdamamma var ekki
hávaðasöm kona.
Hulda var gestrisin, og tók vel á
móti fólki, enda vai' ávallt gestkvæmt
hjá þeim hjónum, og alltaf heitt á
könnunni, nýbakaðar kleinur og
„píadínur" eins og við kölluðum
hveitikökurnar hennar.
Hulda dvaldi síðustu sex vikumar
á líknardeild Landspítalans, og þar
leið henni vel, enda starfsfólkið þar
alveg frábært í alla staði, það er vart
hægt að lýsa því hve vel var staðið að
öllu þar. Mig langar að þakka þeim
öllum fyrir allan þann hlýhug og
elskulegheit sem þau sýndu Huldu
og okkur fjölskyldu hennar. Einnig
vil ég þakka stai-sfólki á 13 D og
geisladeild Landspítalans fyrir
þeirra hlýhug til okkar allra.
Elsku Hulda, ég þakka þér fyrir
góð kynni, mig langar að segja svo
miklu meira en það er ekki hægt að
koma því í orð. Eg sakna þín mikið,
en ég veit að það var tekið vel á móti
þér þar sem þú ert, og þér líður vel
núna.
Elsku tengdapabbi, megi algóður
guð styrkja þig og styðja í þinni
sorg.
dóttir, þau eiga þrjú
börn og eitt barna-
barn. 2) Jóhanna, f.
3.10. 1951, maki
Erling Rafn Orms-
son, þau eiga þrjú
börn og fimm
barnabörn. 3) Egg-
ert, f. 9.4. 1954,
maki Ragnheiður
Gísladóttir, þau
eiga þrjár dætur og
tvö barnabörn. 4)
Gunnar Óli, f. 20.2.
1958, maki Jóna
Júlía Böðvarsdóttir,
þau eiga þrjár dæt-
ur. 5) Anna, f. 2.5. 1959, maki
Sigurður Ingi Guðmundsson, þau
eiga tvö börn og Anna á tvo syni
frá fyrra hjónabandi. 6) Ingi-
björg, f. 14.2. 1961, d. 28.12.
1962.
Minningarathöfn fór fram í
Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn
10. mars.
Útför Huldu fer fram frá Pat-
rekskirkju, Patreksfirði, mánu-
daginn 13. mars og hefst athöfn-
in klukkan 14.
„Hún er ekki mynd, sem menn sjá,
eða ljóð, sem þeir heyra, heldur er
hún mynd, sem lifir í hjartanu, þótt
augunum sé lokað, og ljóð, sem ómar
í sálinni, þó að eyrað nemi ekkert
hljóð. Hún er ekki safinn bak við
skorpinn börk eða vængjuð ránfugls-
kló, heldur er hún garður, sem aldrei
fölnar, og hópur engla, sem fljúga að
eilífu.“ (Spámaðurinn.)
Þessi orð eru tileinkuð fegurð.
Fegurð sem alla tíð var kennd við
þig, elsku amma mín. Það er sama
hvort um var að ræða hjarta þitt,
andlit þitt eða alla yndislegu stóru og
litlu hlutina sem þú skapaðir með
þínum fallegu penu fingrum. Þú
varst hrein manneskja, laus við
syndir og listakona fyrst og fremst.
Þú munt alltaf vera stór hluti af mín-
um innblæstri þar sem ég fékk hluta
af næmi fallegu fingi-a þinna í arf. Ég
þakka þér fyrir það, elsku amma
mín. Blómahúsið og garðurinn þinn
var annar heimur fegurðar sem þú
bjóst yfir. Þessir fallegu litir og form
ásamt yndislegii angan sem fyllti vit
okkar og umlyktu á fallegum sumar-
dögum, þegar tíminn var hjá mér og
þér, elsku amma mín. Nú þegar þú
ert ekki bundin við neinn stað, svo
sannað sé, sé ég þig, elsku amma
mín, standandi í miðju blómahafi. Yf-
ir þér ríkir mikil birta, friður og feg-
urð þar sem þú stendur ásamt öllum
ættingjum þínum og vinum handan
svefnsins langa, þú horfir á þau með
fallegu brúnu augunum þínum eins
og nývaknaður engill.
„Því að hvað er það að deyja annað
en standa nakinn í blænum og hverfa
inn í sólskinið? Og þegar jörðin
krefst líkama þíns, muntu dansa í
fyrsta sinn.“ (Spámaðurinn.)
Nafn mitt fékk ég frá þér strax við
fæðingu. Alla tíð hef ég verið stolt af
því að bera þitt nafn, elsku amma
mín. Það myndaði ákveðin Huldu
tengsl og alltaf vil ég vera þér til
sóma sem nafnan þín. Ég vil þakka
þér íyrir þetta fallega nafn og þá
undra sögu sem því fylgir og okkur.
Takk fyrir stundimar í Kópavogin-
um, þær eru mér ómetanlegar.
Megi máttur himins og jarðar
styrkja þig og styðja í sorg þinni,
elsku afi minn.
Hulda Guðbjörg Helgadóttir.
Mig langar til að minnast Huldu
frænku, móðursystur minnar, er lést
á líknardeild Landspítalans 6. mars
sl. eftir erfið veikindi.
Hulda var elsta systir móður
minnar, en móðir mín var yngst.
Bjuggu þær - báðar á Patreksfirði
fram til ársins 1981 að við fluttum
suður. Mikill kærleikur var milli
systranna og einnig var mikill kær-
leikur og samgangur milli heimil-
anna. Fylgst var að í gegnum sætt og
súrt allt fram á þennan dag þótt fjar-
lægð hafi komið í veg fyrir daglegar
heimsóknir seinni árin þá var síminn
mikið notaður.
Hulda var mjög dul kona og bar
ekki tilfinningar sínar á torg, en
kærleiksrík vai’ hún og vildi öllum
vel. Hún eignaðist sex böm með
Bjössa, eiginmanni sínum, en yngstu
dótturina misstu þau er hún var tæp-
lega tveggja ára, en hin bömin fimm
komust öll vel til manns og eiga þau
öll böm og barnabörn.
Huldu var ýmislegt til lista lagt,
hún var einstaklega handlagin og
listræn og gerði margan listagripinn.
í gegnum tíðina saumaði hún mikið
af fötum. Hún var ung er hún bytjaði
að sauma á systur sínar en síðan á
bömin og fjölskylduna. Síðar varð
saumaskapur helsta vinna hennar og
saumaði hún þá fyrir fólk á Patró og
einnig nágrannabyggðum. Fólk leit-
aði mikið til hennar ef laga þurfi flík
og ef hún gat ekki leyst vandann við
nýja eða notaða flík var það líklega
ekki hægt. Hin síðari ár var hún far-
in að minnka sumaskapinn en sneri
sér í staðinn að annars konar sköpun.
Á yngri áram hafði hún lært að vinna
skrautmuni úr mannshári og rifjaði
hún þann lærdóm upp fyrir nokkram
áram og vann margar nælur og og
aðra skrautmuni úr hári. Hárið fékk
hún frá ýmsum velviljuðum og jafn-
vel fékk hún að klippa lokk úr hári
einhverrar stúlkunnar ef réttur hár-
litur fannst. Annað mikið áhugamál
hennar nú hin síðari ár vai’ perlu-
saumur og vann hún einnig mörg
listaverk úr perlunum. Fleiri við-
fangsefni væri hægt að telja upp sem
hún vann, öll jafn vel og af jafn mik-
illi natni og eitt er víst að hún átti
mikið eftir ógert í þeim efnum, því
jafnvel eftir að hún var orðin aívar-
lega veik nú í haust var öll tóm-
stundavinnan henni ofarlega í huga
og hlakkaði hún til að geta hafist
handa að nýju sem hún gerir örugg-
lega nú á öðram tilverastigum. Börn-
in hennar hafa öll erft þennan list-
ræna hæfileika hennai’.
Annað áhugamál átti Hulda og það
var gróður og garðrækt. Hún var
með garð við húsið sitt á Patró og bar
hann glöggt vitni um natni hennar og
elju við erfið ræktunarskilyrði. Hún
vai’ vakandi og sofandi að hugsa um
garðinn og ræktaði oft upp plöntur
sem hún gróðursetti síðan eða hafði í
gróðurhúsinu sínu. Er ég kom við hjá
henni sl. sumar fannst henni garður-
inn í mestu órækt því hún hafði ekki
getað sinnt honum eins og hún vildi
vegna veikinda en ekki gat ég séð þá
+
Þökkum öllum, sem sýndu okkur samúð,
vináttu og hlýju við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu, móður okkar, tengdamóður, dóttur,
systur og mágkonu,
GUÐRÚNAR ÞORBJARGAR
SVANSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar
Landspítalans fyrir einstaka umönnun.
Daníel Árnason,
Árni Svanur Daníelsson, Guðrún Harðardóttir,
Davíð Már Daníelsson, Tinna Maria Emilsdóttir,
Álfhildur Kristjánsdóttir, Svanur Kristjánsson,
Inga Rósa Sigursteinsdóttir, Þorvarður Elíasson,
Kristján Rúnar Svansson, Edda Bachmann,
Skarphéðinn Sigursteinsson, Ragnheiður Hinriksdóttir.
HULDA
GUÐBJÖRG
HELGADÓTTIR
órækt því garðurinn bar af. Nú fyrir
stuttu er ég kom að heimsækja hana
á spítalann var hún að segja mér frá
krókusunum sem komnir væra upp
nálægt heimili Önnu dóttur hennar
sem býi’ í Danmörku, þannig að
áhuginn var ekki langt undan. Hún
hafði einnig mikla ánægju af því að
heimsækja Önnu til Danmerkur og
skoða alla fallegu garðana þar.
Hulda hafði gaman af því að ferð-
ast þótt hún hafi ekki alltaf haft
mörg tækifæri til þess. Hún fór þó
nokkram sinnum til útlanda og hafði
mikið gaman af en mest ferðaðist
hún þó í huganum og fræddist um
fjarlægar þjóðir í gegnum erlenda
vini sína sem hún kynntist íýrir vest-
an.
Hulda er nú komin á annað tilver-
ustig og veit ég að þar hefur verið
tekið vel á móti henni af þeim fjöl-
skyldumeðlimum sem á undan era
farnh’ og þá einkum af dótturinni
sem hún syrgði alltaf.
Elsku Hulda ég þakka þér allan
þann kærleik og ástúð sem þú hefur
sýnt mér og fjölskyldu minni frá
upphafi.
Guð gefi Bjössa, börnunum ykkar,
tengdabörnum, barnabörnum og
barnabamabörnum styrk í sorginni,
einnig systkinum og þeii’ra fjölskyld-
um því missir okkar allra er mikill.
Þótt lífið hylji ljósm sín,
og lífsins gátá ei verði skýrð,
á bak við sortann sólin skín,
í sinni miklu geisladýrð.
(BöðvarBj.)
Eyrún Baldvinsdóttir.
I örfáum orðum langar mig til að
minnast hennar Huldu frænku, hún
var alltaf kölluð það af okkur syst-
kinunum og þau orð höfðu meiri
merkingu en bara frænka. Hulda
frænka sem ég minnist helst sem
konunnar sem við gengum alltaf að á
sínum stað heima hjá sér og oftast
sat hún fyrir framan saumavélina
eða var að annast blómin sín sem hún
hafði svo mikið yndi af. Ein af bestu
jólagjöfum sem ég minnist er einmitt
frá systkinunum á Brannum 9, það
var fullur skókassi af heimasaumuð-
um fötum á dúkkuna sem amma og
afi höfðu gefið mér. Þessi föt vora
svo fín og komu sér svo vel í mömmu-
leiknum hjá mér.
Eftir að ég flutti suður og stofnaði
heimili vora heimsóknimar vestur
ekki margar en samt eru þær mér'
dýrmætar því alltaf var gott að koma
á Brannana og þiggja veitingar því
aldrei kom maður að tómum kofun-
umþar.
Elsku Hulda frænka, amma Hulda
á Patró (eins og krakkarnir mínir
segja) nú ert þú búin að fá hvíldina
þína og ferð að hitta Ingu litlu og alla
hina sem fóru á undan þér.
Til Bjössa og allra í fjölskyldunni
ykkar vil ég senda mínar innilegustu
samúðarkveðjur og megi Guð veita
ykkur styrk til að lifa með þessum
breytingum sem hafa orðið hjá ykk-
ur. 4.
Selma Baldvinsdóttir
og íjölskylda.
Elsku hjartans amma, þótt þú sért
horfin sjónum eigum við lærdóminn
sem þú gafst. Þú varst yndisleg, um-
hyggjusöm og góð kona. Það var allt-
af svo fallegt í kringum þig og gott að
koma til þín.
Þú ert hetjan okkar, æðralaus og
af rósemi tókst þú á við það sem
koma skyldi. Við viljum þakka þér
fyrir samfylgdina og biðjum góðan
guð að vaka yfir afa og veita honum
styrk.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt
Þig umvefji blessun og bænir,
égbiðaðþúsofirrótt
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þásælteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margt að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
éghittiekkiumhríð, *
þin minning er jjós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Ásgerður og Gísli Þór.
+
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
INGI RAGNAR HELGASON
hrl.,
Hagamel 10,
er látinn.
Ragna M. Þorsteins,
Álfheiður Ingadóttir,
Ragnheiður Ingadóttir,
Steinunn Ásmundsdóttir,
Eyrún Ingadóttir,
Ingi Ragnar Ingason.
+
Útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
MAGNEU GRÓU SIGURÐARDÓTTUR,
Þrastarlundi 18,
Garðabæ,
fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
15. mars kl. 13.30.
Sigrún Einarsdóttir, Karl Eyjóifsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi,
KRISTJÁN BRYNJÓLFSSON
vélstjóri
frá Þingeyri,
verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn
14. mars kl. 13.30.
Elín Kristjánsdóttir, Guðjón Þ. Þórarinsson,
Sigrún Kristjánsdóttir, Mark Bouchard
og barnabörn.
Hjördís.