Morgunblaðið - 12.03.2000, Side 50
■1
SUNNUDAGUR 12. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
ÍDAG
/
Islandsklukka
*
Hljómur þeirrar Islandsklukku, sem er
tákn kristnitökunnar í hugum þjóðarinn-
ar, er umfiöllunarefni Stefáns Frið-
bjarnarsonar í hugvekju dagsins.
„Sú var tíð, segir í bókum, að ís-
lenska þjóðin átti aðeins eina sam-
eign sem metin var til fjár. Það
var klukka. Þessi klukka hékk fyr-
1 ir gafli Lögréttuhússins á Þíng-
vöUum við Öxará... “
(Halldór Kiljan Laxness:
íslandsklukkan)
EGAR Alþingi var endur-
reist (sem ráðgjafarþing)
1845 stóðu deilur með
þjóðinni um það, hvort þingið
skyldi háð á Þingvöllum við Öx-
ará, sem íslands saga stóð til, eða
í Reykjavík, er þá var lítið þorp á
mæÚkvaða dagsins í dag. Skáldin,
með Jónas Hallgrímsson og
Fjölnismenn í fararbroddi, héldu
fram Þingvöllum, en veraldlegir
valdsmenn flestir Reykjavík.
Jón forseti Sigurðsson hélt
fram Reykjavík. Hann
komst svo að orði: „Sá
mætti vera tilfinninga-
laus íslendingur, sem
ekki fyndi til föður-
landsástar eða nokk-
urra djúpra hugsana,
þegar hann kemur á
þann stað, sem Alþingi
feðra vorra hefur stað-
ið... En þótt hugur og
tilfinningar mæli fram
með Þingvelli, þá
mælir að minni hyggju
skynsemi og forsjálni
með Reykjavík."
Um aldamótin 1801
voru biskupsstólar á
Hólum og í Skálholti
lagðir niður. Einn
biskup var yfir land-
inu öllu, staðsettur í
Reykjavík. Þetta
tvennt, staðsetning
Alþingis og biskups í
Reylqavík, réð miklu
imi það, að sá staður
varð höfuðborg full-
valda ríkis (1918) og
lýðveldis (1944). Miklu
valda þeir, stendur
einhvers staðar, sem upphafinu
valda.
Þingvellir vóru eftir sem áður
höfuðstaður íslands sögu í hugum
oghjörtum þjóðarinnar. Þarvarð
íslenzkt ríki að veruleika þá er Al-
þingi hið forna kom saman fyrsta
sinni, árið 930. Þar var kristin trú
lögtekin á Jónsmessu skírara árið
1000 (eða árið 999 að mati sumra
söguskýrenda). Þá vóru aðeins 70
ár liðin frá því að íslenzka ríkið
varð formlega til og um 130 ár frá
því að norrænt landnám hófst.
Það er því rétt staðhæfing, þegar
fullyrt er, að kristnin og íslenzka
þjóðríkið hafí átt farsæla samleið
nær alla f slands sögu.
Þingvellir hafa alltaf staðið
þjóðarhjartanu mjög nærri, ekki
sízt á sannkölluðum þjóðhátíðum,
þegar stórra atburða í sögu þjóð-
arinnar hefur verið minnzt. Þús-
und ára byggðar í landinu var
minnzt með stórhátíð á Þingvöll-
um árið 1874. Aiþingi minntist
þúsund ára sögu sinnar og ís-
lenzka ríkisins á Þingvöllum árið
1930. Þangað flykktust þá 30.000
íslendingar. Það var mikið fjöl-
menni þegar tekið er tillit til þess
að það ár vóru landsmenn tæplega
110.000 talsins. Lýðveldisstofnun-
in, 17. júní árið 1944, fór að sjálf-
sögðu fram á Þingvöllum. Það var
sannkölluð þjóðhátíð, sem þorri
þjóðarinnar tók þátt í, annaðhvort
með viðveru eða í útvarpi. Þá var
viðamikil þjóðhátíð á Þingvöllum
árið 1974, þegar minnzt var 11
alda byggðar í landinu. Indriði G.
Þorsteinsson, rithöfundur, kemst
m.a. svo að orði í grein sem hann
nefnir „Helgistaður þjóðar“ og
birt er í afmælisriti um Davíð for-
sætisráðherra Oddsson fimmtug-
an (17. janúar 1998):
„Enn stefnir í volduga hátíð á
Þingvöllum árið tvö þúsund, þeg-
ar minnzt verður þúsund ára
kristnitöku á íslandi, sem var
menningarviðburður slíkur, að
engu verður til jafnað í sögu þjóð-
arinnar... Umhugsunin um
kristnitökuna árið eitt þúsund set-
ur okkur dýpri sögulegar skorður
en aðrar þjóðir geta státað af
nema í litlum mæli - og þá oftar
en hitt sótt í íslenzkar heimildir
vitneskja um þeirra hegðan. Þetta
er í rauninni eins og að við einir
hefðum haft upplýsingamiðil á
borð við sjónvarp, þegar aðrir
klöppuðu stafi á steinana. - Þetta
er líka til vitnis um það, að við eig-
um lengri samfellda og skráða
sögu en flestar vestrænar þjóð-
ir...“
Kristnitakan hafði ríkari áhrif á
þjóðmenningu okkar, þjóðarsögu
og mannúðleg lífsviðhorf en nokk-
ur annar atburður. Það er við hæfi
að þjóðin leiði hugann að því er
kristnir menn sungu messu á
Þingvöllum árið þúsund, stuttu
áður en kristni var lögtekin. Þá
hafa hljómar klukkna, sem þeir
klingdu, bergmálað í klettaveggj-
um Þingvalla. Síðan hafa klukkur
kristninnar hljómað í eyrum þjóð-
arinnar, kynslóð eftir kynslóð, öld
eftir öld, - já, í heilan aldatug.
Þær hafa í aldanna rás runnið
saman í eina íslandskiukku, sem
kallað hefur kynslóðimar til tíða,
til bæna, lofgerðar og sakra-
menta.
Þessi Kristsklukka er annarrar
gerðar en sú sem „hringt var til
dóma og á undan aftökum" á
Þingvöllum, svo notuð séu orð
Nóbelskáldsins úr vinsælu skáld-
verki hans, íslandsklukkunni.
Þessi Kristsklukka verður heldur
ekki „metin til fjár“ eins og klukk-
an sem bífalingsmaður kóngsins
hirti á Þingvöllum forðum daga.
En hún er í raun og sann sameign
íslenzkrar þjóðar, sameign kyn-
slóðanna. Hljómur hennar, hljóm-
ur fagnaðarboðskaparins, mun
óma í eyrum alþjóðar, m.a. á
helgistað íslenzkrar þjóðar, Þing-
völlum, á komandi sumri - og
raunar í hverri byggð í sveit og við
sjó. Megi svo áfram verða þann
nýja aldatug, þá nýju stóröld, er
senn hefst.
Morgunblaðið/Golli
Kirkjuklukkur úr Þönglabakkakirkju í
Fjörðum en þær eru frá árinu 1300.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Margt er skrýtið
í kýrhausnum
MARGT er skrýtið í kýr-
hausnum, segir gamalt mál-
tæki. Stundum sé ég margt
skrýtið í Morgunblaðinu
mínu. Eg sá frétt sem að
mér fannst að hlyti að vera
komin úr kýrhausnum, svo
þrjóskulega fáránleg var
hún. Hún snerist um laun
manna sem hafa gert það að
ævistarfi sinu að hugsa um
fólk, fjölskyldur, allt frá
smábörnum og til þess aldr-
aða. Eðlilega þarf heilbrigt
fólk ekki að leita til þessara
manna en það fer stundum
á fund þeirra vegna barna
sinna eða veikra vina eða
ættingja. Eg er hér að tala
um heimilislæknana okkar.
Þessi stétt sem stendur
grasrótinni næst og veit
mest um líðan landans eins
og hún er hverju sinni.
Mér er óskiljanlegt ef líf-
ið er einhvers virði, hvers
vegna það er lægra metið
að standa á vaktinni árið út
og inn og aðstoða þjóðina í
veikindum nótt og dag en
vinna einhæf sérfræðistörf
á stofum. Eg segi nótt og
dag, því hér í þéttbýlinu eru
það heimilislæknar sem að
annast kvöld- og nætur-
þjónustu til skiptis. Fara
klukkan fímm síðdegis þeg-
ar vinnu lýkur á heilsu-
gæslustöðinni og í kvöld- og
næturþjónustuna.
Inn á þeirra borð koma
öll mannleg mein, þeir
flokka og meta hvað gera
skuli. Þeir sinna langveiku
fólki því að margt er enn
ólæknanlegt í heimi hér. Sú
hugsun að það sé einfalt og
ekki flókið að átta sig á
kvörtunum og ekki vanda-
samt að sjá hvað er að ger-
ast þegar fólk kemur og
biður um hjálp er sú mesta
firra sem að hugsast getur.
Þetta mun þýða það að
heilsugæsluþjónustan mun
leggjast af hægt og hægt.
Ekki áhugavert fyrir unga
lækna að læra heimilis-
lækningar, það verða færri
og færri að leita til og þykir
nú mörgum þegar nóg um
læknaskortinn.
Þuríður Jónsdóttir.
Moka snjó frá dyrum
og merkja lúgur
NU þegar allra veðra er
von vill Pósturinn beina
vinsamlega þeim tilmælum
til húseigenda að þeir haldi
aðgangi að húsum sínum
greiðum þegar snjóar og
strái salti eða sandi á hálku-
bletti, annars getum við
ekki tryggt að við komum
póstinum á áfangastað.
Pósturinn hefur staðið
fyrir átaki til að bæta merk-
ingar á póstkössum, bréfa-
lúgum og húsnæði. Árlega
flytja þúsundir manna bú-
ferlum og til þess að bréf-
berinn geti komið póstinum
til skila fljótt og örugglega
þarf hann að vita hvar við-
takendur búa, því þarf að
tilkynna breytt póstföng til
Póstsins og einnig þurfa
nöfn allra íbúa að vera á/við
bréfalúguna.
Bjarney Harðardóttir,
markaðs- og sölusviði
Islandspósts.
Tapað/fundið
Brún loðkápa týndist
BRUN, síð loðkápa týndist
á Café Victor 11. febrúar sl.
I vasanum var seðlaveski.
Finnandi vinsamlegast hafi
samband í síma 863-3318
eða 557-4226.
Kvengnllúr týndist
KVENGULLÚR týndist í
nágrenni Kjama í Mosfells-
bæ 7. mars. Skilvís finnandi
hafi samband í síma 566-
6707.
Dökkblá kápa tekin
í misgripum
DÖKKBLÁ sparikápa með
fallegu fóðri var tekin í mis-
gripum úr fatahengi Hótels
Loftíeiða í erfisdrykkju 9.
nóvember sl. í staðinn var
skilin eftir dökkblá kamel-
ullarkápa. Þeir sem kann-
ast við þetta hafi samband í
síma 553-8559.
Bíllyklar og húslyklar
BÍLLYKLAR og húslyklar
fundust aðfaranótt sunnu-
dagsins 5. mars sl. í Lækj-
argötu. Lyklarnir eru á
mjög sérstarkri lyklakippu
með blárri kúlu. Upplýsing-
ar gefur Dagný í síma 564-
1416.
Svört hálfsíð
ullarkápa tekin
í misgripum
SVÖRT, síð ullarkápa var
tekin í misgripum á
Glaumbar laugardags-
kvöldið 26. febrúar sl. í
erminni á kápunni voru
trefill og peysa. Fundar-
laun. Vinsamlegast hafið
samband við Veru í síma
564-2813.
Brúnn leður-
hanski týndist
BRÚNN leðurhanski týnd-
ist á horninu á Skálholtsstíg
og Grundarstíg í Reykja-
vík, miðvikudagskvöldið 8.
mars sl. Hann hefur senni-
lega dottið úr bíl. Skilvís
finnandi er vinsamlegast
beðinn að hafa samband við
Hildi í síma 565-4671.
Morgunblaðið/RAX
Víkverji skrifar...
AÐ vakti athygli Víkverja þegar
hann heyrði á dögunum að til
stæði að breyta búningi knattspymu-
liðs KR fyrir komandi keppnistímabii
og nú hefur komið í Ijós að breyting-
amar em aðallega í því fólgnar að
hann verður „ekki eins röndóttur" og
sá gamli - hvað sem það þýðir ná-
kvæmlega.
Víkveiji hefur heyrt að gamlir fé-
lagsmenn virðast sumir hverjir ekki
ánægðir með tiltækið enda KR-bún-
ingurinn „eitt þekktasta vöramerki á
Islandi,“ eins og Magnús Orri
Schram, sem er framkvæmdastjóri
rekstrarfélags KR-inga, orðar það í
viðtali í DV á föstudaginn. Þar segir
hann ennfremur að þrátt fyrir þessa
staðreynd finnist „okkur“ - og á þá
líklega við forráðamenn knattspym-
unnar í KR - nauðsynlegt að laga
búninginn að nútímanum með þeim
breytingum sem á honum verða gerð-
ar. Hvorki meira né minna! „Og nú er
rétti tíminn vegna þess að við erum
að losna úr fjötram fortíðarinnar með
glæsilegum sigrum okkar í fyrra,"
segir framkvæmdastjórinn. Enn-
fremur er haft eftir honum: „Með
þessu móti verður hinum almenna
stuðningsmanni KR gert auðveldara
að eignast búninginn en það hefur
löngum verið erfiðleikum bundið eins
og margir hafa reynt í gegnum árin.“
Víkveija rak í rogastans yfir þessum
rökum, en áttaði sig á samhenginu
strax í næstu setningu framkvæmda-
stjórans: „I hönd fer mikil og góð
markaðssetning á nýrri vöra sem
verður þrátt fýrir allt röndótt.“ Það
kæmi Víkverja sem sagt ekki á óvart
að ástæða breytinganna væri fyrst og
fremst sú von að selja sem mest af
þessum nýja búningi.
xxx
TALANDI um peningaplokk þá
fannst Víkveija nýjungin sem
kynnt var í þætti Happdrættis DAS í
ríkissjónvarpinu í vikunni ótrúleg. I
boði era alls kyns bifreiðir og leikur-
inn kostar fólk ekki neitt eða svo
mátti að minnsta kosti skilja á ungu,
fallegu konunni sem kynnti fyrirbær-
ið. Hún tók skýrt fram í byijun að
fólk þyrfti hvorki peninga né kredit-
kort, aðeins að hringja inn og þá færi
símanúmerið í pott sem síðan yrði
dregið úr og vinningshafinn hlyti bif-
reið. En svo var upplýst að það kost-
aði aðeins 100 krónur að vera með og
upphæðin yrði einfaldlega innheimt á
næsta símareikningi. Sára einfalt! Og
meira að segja er hægt að hringja
tuttugu sinnum úr sama númeri fyrir
hvem drátt. Og kostar varla neitt!
Tuttugu símtöl kosta ekki nema tvö
þúsund krónur. Safnast þegar saman
kemur, hugsaði Víkveiji, og honum
kæmi ekki á óvart þótt einhverjir
þeirra spennu- og spilafíkla sem
byggja landið fái hærri símareikn-
inga á næstu mánuðum en þeir era
vanir.
xxx
ÍKVERJA brá í brún þegar
hann heyrði rödd Pálma Gests-
sonar, leikara, innan úr herbergi
dóttur sinnar á dögunum. Pálmi les
reyndar afbragðs vel og ekkert nema
gott um hann að segja að öllu leyti, en
það sem Víkveiji undraðist vora
málfarsvillurnar í ævintýrinu sem
leikarinn var að lesa. I ljós kom að
dóttirin var að spila geisladiskinn
Ferðafélagi bamanna 99 og sagan
heitir Anna Bella eignast vin. Sagan
hófst með þessum orðum: „Önnu
Bellu hlakkaði til í dag.“ Þegar Vík-
verji lærði íslensku á sínum tíma tók
sögnin hlakkar með sér nefnifall - og
gerir enn, skv. reglum - þannig að
Anna Bella hlakkaði til í dag hefði
verið honum að skapi. Ég hlakka sem
sagt til, en hvorki mig né mér, eins og
reyndar er orðið mjög aigengt í mál-
inu. Víkverja finnst þágufallssýki satt
að segja ákaflega hvimleið; kannski
er hann af svo gömlum skóla eða leið-
inlega íhaldssamur, en sumum virðist
finnast þetta öldungis eðlileg þróun
málsins. Víkverji hefur hins vegar al-
ið böm sín upp þannig að þau tali rétt
mál og finnst því slæmt þegar boð-
skapur eins og ævintýri eða annað
bamaefni sem keypt er handa þeim
skuli ekki vera vandaðra en raun ber
vitni. Ekki skánaði álit Víkverja á
umræddum geisladiski fáeinum and-
artökum eftir áðumefnda setningu
þegar hann heyrði Pálma lesa af inn-
lifun: „Henni hafði lengi langað í..."
Útgefendum geisladisksins, Aðalút-
gáfunni, og öðram sem framleiða efni
fyrir böm, er hér með vinsamlega
bent á að sögnin langar tekur með sér
þolfall. Mig langar sem sagt, en mér
langar ekki...