Morgunblaðið - 12.03.2000, Síða 56

Morgunblaðið - 12.03.2000, Síða 56
56 SUNNUDAGUR12. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Denzel Washington fer með hlutverk hnefaleikakappans Rubin „Hurricane“ Carter Fer á kostum sem íþróttamað- ur og munkur Denzel Washington er tilnefndur til 7 ‘ Oskarsverðlauna, hreppti silfurbjörninn á Berlinale og Golden Globe-verðlaunin sem besti karlleikari í aðalhlutverki fyrir hlut- verk sitt í kvikmyndinni „Hurricane“. Rósa Erlingsdóttir hitti Washington í Berlín. KVIKMYNDAGAGNRÝNENDUR í Berlín voru ekki allir á einu máli um ágæti nýjustu kvikmyndar Norman Jewison, „The Hurricane", en fögn- uðu þó almennt frammistöðu Denzel Washington í hlutverki Rubin „Hurricane" Carter. Denzel Wash- ington á að baki á fjórða tug kvik- mynda, auk þess sem hann hefur -t leikið í virtustu leikhúsum Banda- ríkjanna. Hann öðlaðist heimsathygli með leik sínum í myndinni „Glory“ í leikstjóm Edward Zwicks. Fyrir túlkun sína á hermanninum Trip hlaut hann Óskarinn sem besti leik- ari í aukahlutverki. Hann hafði þá áð- ur verið tilnefndur fyrir hlutverk sitt í mynd Richards Attenborough, „Cry Freedom“, þar sem hann lék hinn fræga baráttumann Steven Biko. Eftir frumsýningu „The Hurri- cane“ í Bandaríkjunum sakaði The j New York Times Norman Jewison um að fara illa ef ekki rangt með sögulegar staðreyndir. Sögu blökku- mannsins og hnefaleikakappans „Hurricane“, sem vegna kynþátta- haturs varð af heimsmeistaratitli í millivigt og fékk seinna þrjá lífstíðar- dóma fyrir þrjú morð sem hann framdi ekki, segir Jewison á tveimur og hálfum tíma sem bandaríska ástríðusögu með góðum endi. í þess- ari löngu samsuðu af íþrótta-, fang- elsis- og réttarsalsmynd leiðir Jewi- son áhorfandann fram og til baka í tíma og rúmi en fer þó aldrei yfír lín- una sem aðskilur hið góða og hið illa. Myndin er lituð pólitískri rétttrúnað- arstefnu á bandaríska vísu, en þar sem hún styðst við sannsögulega at- burði reynist manni auðvelt að fyrir- gefa Jewison nokkrar af hinum sögu- legu tilfærslum sem finna má í handritinu. Hins vegar er ekki hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að frjálslegur frásagnarmáti Jewison er söluvænleg afurð í kvikmyndaiðnaði samtímans. Þar sem kvikmyndir eru án efa öflugasti frásagnarmiðill dags- ins í dag er sú saga sem Jewison sýn- ir okkur, með einn vinsælasta leikara Hollywood í aðalhlutverki, einnig sú útgáfa sem mun festast fólki í minni sem ævisaga Rubin „Hurricane" Carter. Fellibylur í hringnum Rubin Carter hlaut uppnefnið „Hurricane" vegna fími sinnar í hringnum. Hann sigraði andstæðing- inn fljótt og örugglega og var óút- reiknanlegur sem fellibylur. Hnefa- leika hafði hann lært og æft upp á eigin spýtur þar sem hann gisti ýmist upptökuheimili fyrir unglinga eða fangaklefa. Þar var hann þó alsak- laus að sjálfsögðu. Snemma ákvað hann að hvíti maðurinn skyldi hvorki ná tökum á honum né buga lífsgleði hans og boxaði sig í gegnum tilver- una á viljastyrknum einum saman. Hann er áhugaverður, sterkur per- sónuleiki sem kemst snemma í myndinni að mjög einfoldum sann- leik, nefnilega þeim að hvíta meiri- hlutanum geðjast aðeins að frægum blökkumönnum berjist þeir á for- sendum hvíta mannsins fyrir málstað hans. Þennan sannleik er hann ekki til- búinn að samþykkja. Vegna þessa er Hurricane dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð sem ekkert bendir til að hann hafi getað framið. Saklaus af- plánar hann tuttugu og tvö ár á bak við lás og slá. Á blómaskeiði ’68 kynslóðarinnar og stúdentahreyfingarinnar í Banda- ríkjunum varð Rubin Carter, ásamt Muhammed Ali og Malcolm X, tákn- gervingur fórnarlamba kynþáttahat- urs og margir nafntogaðir stjóm- mála- og listamenn börðust fyrir frelsi hans án nokkurs árangurs. Ár- ið 1975 söng til að mynda Bob Dylan „Here comes the Story of the Hurri- cane“. Rubin Carter varð fómarlamb dómskerfis New Jersey, sem á sjötta og sjöunda áratugnum tókst að fang- elsa fleiri blökkumenn en nokkum öðm bandarísku fylki. Þeirri stað- reynd era ekki gerð nægilega góð skil í myndinni. Hún dregur úr tákn- rænu gildi örlaga Carters með þvi bæta við söguna hvítum lögreglu- manni, Della Pesca (Dan Hedaya). Hann á í persónulegu hatrömmu stríði við Carter sem hann vill sjá í fangelsi og reynir með öllum tiltæk- um ráðum að koma honum þangað. Með þessu er Della Pesca persónu- gervingur hins vonda í myndinni og maður fær á tilfinninguna að kyn- þáttahatur hafi aðeins verið við lýði í Bandaríkjunum á meðan enn mátti reykja á hnefaleikakeppnum og karl- menn bám hatt sem höfðuðprýði. Að örlög Rubins Carter séu algjört eins- dæmi. Útkoman er því á köflum mjög klisjukennd og ber vitni slæmu hand- bragði leikstjórans, sem margir gagnrýnendur segja hafa rænt Rub- in Carter virðingu sinni á nýjan leik. I þessari umgjörð kemur túlkun Denzel Washington á Rubin „Hurri- cane“ Carter á óvart. Hann hefur fullkomið vald á flóknu andlegu ástandi baráttumannsins, hvort held- ur hann situr í fangaklefa, stendur frammi fyrir rétti eða berst í hringn- um sem hnefaleikakappi. Meðal ann- ars er augljóst hvemig Carter nær valdi á reiði sinni, sem gefur honum viljastyrk og kraft sem boxara. Þeg- ar hann situr í níutíu daga í einangr- un er hann sem dáleiddur og á í sam- ræðum við sitt eigið sjálf. Rétt eins og þjóðfélagsleg átök eigi sér stað innra með honum þar sem hann reynir í örvæntingu sinni að ftnna svör við óréttlæti heimsins. Fangels- ið breytist í andhverfu sína þar sem Carter öðlast innra frelsi með því að slíta sambandi við umheiminn og lesa Krishnamurti. Einangmninni lýkur ekki fyrr en uppeldissonur þriggja Kanadamanna nær, tuttugu áram seinna, sambandi við Carter og íjór- menningunum tekst í samstarfi við fyrmm lögmenn hans að áfrýja mál- inu til hæstaréttar. Traust Carter til þessara Kanadamanna er í myndinni sett fram sem lausn á mun flóknari pólitískum atburðum, en eins og fyrr sagði em þeim gerð lítil sem engin skil í myndinni. Sáttur við útkomu myndarinnar Rubin Carter er enn á lífi. Hann býr í Kanada þar sem hann hefur helgað líf sitt baráttunni fyrir þá sem sem sitja saklausir í fangelsi. Árið 1994 var hann sæmdur heimsmeist- aratitli í millivigt fyrir bardagann sem var dæmdur honum í óvil árið 1961. Það er heiður sem engum öðr- um boxara hefur hlotnast utan hringsins. í kynningarhefti með myndinni segir Rubin Carter að hann sé mjög sáttur við líf sitt. „Mig svimar við tilhugsunina um að líf mitt sé svo áhugavert að úr því hafi orðið tveggja og hálfs tíma stórmynd," segir Carter. ,Á þeim 62 ámm sem ég hef lifað er þetta það stórkostleg- asta sem komið hefur fyrir mig.“ Þrátt fyrir allt óréttlætið sem Carter varð fyrir í lífinu segir hann þó að hann hefði ekki viljað breyta einni einustu sekúndu. Hann er sáttur við útkomu mynd- arinnar. „Ef ég hefði viljað breyta vissum smáatriðum hefði þurft að breyta öðmm í samræmi við mínar tillögur og útkoman hefði orðið allt önnur. Ég er þakklátur fyrir mynd- ina eins og hún er.“ Carter eyddi miklum tíma í undirbúning með Jewison og Washington. Hann veitti hinum síðarnefnda ráðgjöf í hnefa- leikum og benti honum á þjálfara sem gætu komið honum í form fyrir myndina. „Ég þurfti að byrja eins og Rubin og vinna mig smátt og smátt inn í hugarheim hans,“ segir Wash- ington. „Ég boxaði mikið og eyddi miklum tíma í líkamsræktarsölum, sem ég hafði alveg sérstaklega gam- an af. Ég er hættur því núna þar sem vöxtur hnefaleikamanna er mjög sér- stakur og ég þarf jú að undirbúa önn- ur hlutverk. Auk þess dett ég strax inn í hlutverk Rubin þegar ég byrja að boxa, þar sem persónuleiki hans kom sterklega fram í stíl hans sem atvinnumanns í hnefaleikum." Hann segir blaðamönnum að hann sé núna að undirbúa sig fyrir hlutverk fót- boltaþjálfara og þegar hann æfi í dag sé erfitt að losna við hreyfingar Rub- ins og boxar eins og sannur atvinnu- maður út í loftið. „Það gengur ekki upp að ég sé boxandi fótboltaþjálfari svo ég þarf að leggja boxið á hilluna að sinni.“ Ferðalag frá hatri til kærleika Aðspurður hvort hann sjái mynd- ina sem pólítíska ádeilu eða fyrst og fremst sögu íþróttamannsins segir hann það ekki vera sitt hlutverk að dæma um það hvemig áhorfendur túlka myndina. „Að mínu mati segir myndin sögu af þroskaferli stórbrot- ins einstaklings sem er fyrst og fremst andlegs eðlis og á köflum lýsir hún átökum sem em allt að þvi trúar- leg.“ Washington segir að samstarfið við Carter hafi verið það mikilvæg- asta í undirbúningi hans fyrir hlut- verkið. „Rubin segist engu myndu breyta gæti hann það og sú hógværð er sérstaklega heillandi í ljósi alls þess er hann upplifði. Hann uppgötv- aði að enginn gæti rænt hann hans persónulega frelsi og í raun og vem þurfti hann veggi fangelsisins til að uppgötva að hann gæti haldið áfram að lifa, á stað sem að öllu jöfnu rænir fólk mannlegri reisn og lífsgleði. Sú uppgötvun var Carter mikilvæg og þess vegna segist hann engu vilja breyta.“ í framhaldi af þessu ber Washington saman hlutverk sín í „The Hurricane" og „Malcolm X“ og segir þessa tvo menn eiga það sam- eiginlegt að hafa verið gegnumsýrðir af reiði sem var skiljanleg vegna þjóðfélagslegrar kúgunar blökku- manna í Bandaríkjunum. „En saga þeirra er jafnframt saga einstaklinga og um ferðalag þeirra frá hatri til kærleika. Ég reyndi síðan að bæta eigin lífsreynslu við þessi hlutverk." Viðstöddum blaðamönnum finnst þetta vera ákaflega bandarískar full- yrðingar og inna Wahsington eftir samþykki sem hann er alls ekki til- búinn að veita þeim. Hann segir kyn- þáttahatur, vondar löggur og órétt- látt dómskerfi Bandaríkjanna ekki veita sér neinn sérstakan innblástur fyrir hlutverk sín þar sem þau atriði séu gömul tugga sem allir þekki. Spumingin sé annars vegar hvað við ætlum að gera gagnvart óréttlætinu og hins vegar hvemig fórnarlömbin bregðist við því óréttlæti sem þau verða fyrir. Kvikmyndir um kyn- þáttahatur sem velta þessu fyrir sér geti miðlað til áhorfandans stað- reyndum um mannlega eiginleika sem vonandi veki þá til umhugsunar. Hann segist fagna þróun kvik- myndaiðnaðarins í þá átt að fleiri myndir komi í kvikmyndahúsin sem em gerðar af dökkum kvikmynda- gerðarmönnum, af Bandaríkjamönn- um ættuðum frá Afríku en það sé hins vegar ekki á þeirra ábyrgð, eins og svo margir telji, að segja sögu blökkumanna í Bandaríkjunum. Að- spurður hvort viðhorfið hafi breyst gagnvart lituðum leikuram í Holly- wood segir Washington velgengni þeirra eingöngu ráðast af viðskipta- legum hagsmunum, en hann sjálfur sé undanskilinn lögmálum markað- arins þar sem hann njóti um þessar mundir mikilla vinsælda og geti því valið á milli hlutverka. Vel fagnað á Berlinale Spurningar blaðamanna um sam- skipti svartra og hvítra fara augljós- lega í taugamar á þreyttum Denzel Washington sem hefur veitt viðtöl sleitulaust í þrjá daga. Blaðamenn eiga samt erfitt með að skipta um umræðuefni þar sem maðurinn er jú að fylgja eftir mynd sem fjallar bein- línis um ofangreint efni. Hann virkar öðmvísi en flestar stjömur Holly- wood, sem líkt og stjómmálamenn mala kurteisislega um allt og ekkert við hvaða spurningu sem er. Hvort þeir svara spumingunum er svo allt annað mál. Stjömumar er þjálfaðar af sérfræðingum í almannatengslum sem vita hvernig metta á markaðinn og hvemig á að tala við blaðamenn tii að fyrirbyggja að ekkert misjafnt komist á síður blaðanna um þá eða framkomu þeirra. Denzel Washing- ton virðist vera yfir þessar reglur hafinn. Eftir frumsýningu myndar- innar í Berlinale-Palast varð bókstaf- lega allt vitlaust þegar hann birtist á sviðinu í lok myndarinnar. Lífverðir vopnaðir skammbyssum og gemsum áttu fullt í fangi með að halda mið- aldra uppáklæddum konum frá svið- inu, sem vildu þó aðeins fá mynd í fjöldskyldualbúmið af stjörnunni sinni. Lætin minntu á komu Leon- ardo DiCaprio fyrr á kvikmyndahá- tíðinni og á síðum blaðanna vom stjörnurnar meðal annars bornar saman með hugtökum eins og „Boy- isma“ og „Machoisma".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.