Morgunblaðið - 01.04.2000, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Sigursveit MR skipa Svanur Pétursson, Hjalti Snær Ægisson og Sverrir Teitsson.
MR-sigur áttunda árið í röð
MENNTASKÓLINN í Reykjavík
sigraði Menntaskólann við Hamra-
hlíð í úrslitaviðureign spurninga-
keppni framhaldsskólanna Gettu
betur í gærkvöldi. Þetta er átt-
unda árið í röð sem MR ber sigur
úr býtum í keppninni. Sigursveit
MR skipa Svanur Pétursson, Hjalti
Snær Ægisson og Sverrir Teitsson.
Keppnin fór fram í Valsheimil-
inu fyrir troðfullu húsi. Sigurveg-
ararnir hlutu að launum Hljóð-
nemann, farandbikar keppninnar
sem Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra afhenti þeim.
Sementsverð
lækkar um 6%
Skoða
samein-
ingu með
jákvæðu
hugarfari
„SAMEINING þessara tveggja
banka er auðvitað stór tíðindi," segir
Pálmi Jónsson, formaður bankaráðs
Búnaðarbankans, um þær viðræður
sem nú eiga sér stað á milli íslands-
banka og FBA um sameiningu bank-
anna. Pálmi segir að þessi tíðindi kalli
á að aðrir möguleikar séu skoðaðir,
þar á meðal hugsanleg sameining
Búnaðarbanka og Landsbanka. „Mín
skoðun er sú að það beri að skoða það
með jákvæðu hugarfari," sagði
Pálmi.
Aðspurður hvort ástæða væri til að
flýta þessum athugunum og undir-
búningi sagðist Pálmi telja rétt að
gefa sér einhvem tíma í að skoða
þessi mál. „Ég vil ekki setja nein
tímamörk um þau efni,“ sagði Pálmi.
Bankaráð Landsbankans kom
saman sl. fímmtudag þar sem fjallað
var um samruna á fjármálamarkaði í
framhaldi af yfirlýsingu bankastjóra
FBA og íslandsbanka. í yfirlýsingu
bankaráðsins segir að ef til samein-
ingar milli Islandsbanka og FBA
komi blasi sá kostur við að sameina
Landsbanka og Búnaðarbanka.
Að sögn Pálma verður ekki haldinn
fundur í bankaráði Búnaðarbankans
fyrr en í annarri viku aprílmánaðar,
en Pálmi er nú staddur erlendis.
-----++-4-----
Samið um
flóttamenn
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, Páll
Pétursson, hefur ákveðið að ganga
til samninga við bæjarstjóm Siglu-
fjarðarkaupstaðar um að taka á móti
20-25 flóttamönnum frá Krajina-hér-
aði fyrrverandi Júgóslavíu.
Ráðuneytið auglýsti í janúar sl.
eftir áhugasömum sveitarfélögum til
að taka á móti flóttamannahópi og
var umsókn Siglufjarðarkaupstaðar
eina umsóknin sem barst.
DANSKA sementsverksmiðjan Aal-
borg Portland AS hefur hafið fram-
kvæmdir í Helguvík við birgða- og
afgreiðslustöð fyrir sement.
Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri
Hafnarsamlags Suðumesja, segir að
framkvæmdum við stöðina verði lok-
ið í haust, en að fyrii-tækið muni
hefja innflutning og sölu á sementi í
VERÐ á sementi lækkar frá og með
deginum í dag um 6% að meðaltali.
Þar með hefur raunverð á sementi
frá Sementsverksmiðjunni hf. lækk-
að um 16-17% á sextán mánaða
tímabili, en verðið var lækkað um
6-7% í desember 1998. Verðlag í
landinu hefur hækkað á þessu tíma-
bili um 4-5%, sem ekki hefur skilað
sér í hækkuðu sementsverði.
Að sögn Gylfa Þórðarsonar,
framkvæmdastjóra Sements-
maí. „Þarna verða byggðir birgða-
tankar og þjónustustöð. Fram-
kvæmdir eru byrjaðar og verða í
gangi í allt sumar og lýkur líklega í
haust. í maí munu þeir byrja að
flytja inn sement í pokum og selja og
verður það geymt í vöruhúsi í Njarð-
vík til að byrja með,“ segir Pétur Jó-
hannsson.
verksmiðjunnar hf., hefur aukin
hagræðing í rekstri Sements-
verksmiðjunnar á síðustu árum
skilað sér í betri afkomu og kemur
það neytendum til góða með lækk-
andi sementsverði. Framleiðslugeta
verksmiðjunnar hefur verið nýtt til
fulls síðustu þrjú árin og að sögn
Gylfa er gott útlit fyrir yfirstand-
andi ár.
Sementsverksmiðjan hf. seldi
rúmlega 130 þúsund tonn af sem-
Hann segir að tankarnir sem
þama verði byggðir muni taka um
þrjú til fjögur þúsund tonn og að
sementið verði flutt hingað með
skipum frá sementsverksmiðjunni í
Álaborg. Sementið verður fyrst og
fremst selt til steypustöðva hér á
landi sem munu nota það til
steinsteypuframleiðslu.
enti á síðasta ári, sem er mesta sala
á einu ári í ellefu ár, eða frá 1988.
Gylfi segir að gera megi ráð fyrir að
salan í ár verði á bilinu 120-130
þúsund tonn. „Árið fór vel af stað
og salan í janúar reyndist vera sú
næstmesta sem um getur í þeim
mánuði frá upphafi. Salan í febrúar
og mars var hins vegar með dræm-
ara móti, enda viðraði illa til
steypuvinnu um allt land,“ sagði
Gylfi.
Fyrsta skák
Kasparovs
gegn Kortsnoj
GARRÍJ Kasparov mætir Viktor
Kortsnoj í fyrstu umferð Heims-
mótsins í skák sem hefst í Salnum í
Kópavogi klukkan 13 í dag.
Keppt er í tveimur riðlum. í A-
riðli tefla Jóhann Hjartarson, Hann-
es H. Stefánsson, Jón L. Árnason,
Alex Wojtkiewicz, Ivap Sokolov og
Viswanathan Anand. í B-riðli tefla
Helgi Ólafsson, Jan Timman, Viktor
Kortsnoj, Garríj Kasparov, Friðrik
Ólafsson og Margeir Pétursson.
Undanúrslit og úrslit fara fram á
morgun, sunnudag.
Gögn í
Geirfínns-
málinu
berast
ráðuneyti
GÖGN í Geirfinnsmálinu eru farin
að berast dómsmálaráðuneytinu
eftir að ráðuneytið fór þess á leit
við m.a. embætti ríkislögreglustjór-
ans og sýslumanninn í Keflavík að
embættin leituðu gagna sem tengd-
ust málinu og afhentu ráðuneytinu.
Frá sýslumanninum í Keflavík
hefur borist mappa sem inniheldur
afrit af skýrslum sem teknar voru
við rannsókn málsins og frá ríkis-
lögreglustjóra hafa komið gögn-
sem embættið taldi að gætu komið
ráðuneytinu að gagni.
Aðdragandi þess að ráðuneytið
óskaði eftir gögnunum var sá að
Magnús Leópoldsson fór fram á, á
grundvelli breytinga á lögum um
meðferð opinberra mála í fyrravor,
opinbera rannsókn á tildrögum
þess að hann var grunaður um aðild
að hvarfi Geirfinns Einarssonar.
Farið var fram á að ríkissaksóknari
fyndi gögn í málinu sem afhent
voru á skrifstofu ríkissaksóknara
hinn 5. janúar árið 1976.
Lögmaður Magnúsar, Jón Stein-
ar Gunnlaugsson, telur að í um-
ræddum gögnum kunni að leynast
þýðingarmiklar upplýsingar um
málið.
-----------------
Tilkynninga-
kerfi sannaði
gildi sitt
NEYÐARSENDING frá sjálfvirku
tilkynningakerfi Tilkynningaskyld-
unnar leiddi til eftirgrennslanar
eftir smábátnum Sædísi SF sem
sökk suður af Selvogi í fyrrakvöld.
Eiríkur Þorbjörnsson, verkefnis-
stjóri hjá Tilkynningaskyldunni,
segir kerfið hafa sannað gildi sitt.
Farið var að svipast um eftir
Sædísi SF þegar neyðarsending
barst í gegnum sjálfvirkt tilkynn-
ingakerfi Tilkynningaskyldunnar.
Kerfið hefur enn ékki verið tekið
opinberlega í notkun en það verður
væntanlega nú í apríl.
„Kerfið styttir viðbragðstíma úr
6 til 12 klukkustundum í 1 til 2
klukkustundir ef óhöpp verða á
sjó. Þetta er fyrsta kerfi sinnar
tegundar í heiminum og er að
mínu mati eitt mesta framfara-
skref sem stigið hefur verið í ör-
yggismálum sjómanna,“ segir Eir-
íkur.
Smábáturinn Dodda NS sökk
einnig á Selvogsgrunni í fyrra-
kvöld. Ekki var sjálfvirkur tilkynn-
ingaskyldubúnaður um borð í
Doddu.
Lögreglan í Grindavík hefur
óhöppin til rannsóknar en
rannsóknanefnd sjóslysa mun
einnig skoða málið.
Danska sementsverksmiðjan Aalborg Portland AS
Hefja sölu á sementi
hér á landi í maí
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is