Morgunblaðið - 01.04.2000, Page 7

Morgunblaðið - 01.04.2000, Page 7
STOFNAÐ 1913 KAFFÍ QG MEÐLÆTf UM HELGINA 78. TBL. 88. ÁRG. Sérframleiddir fyrir íslenskar aðstæður íslenskar aðstæður reyna mikið á fellihýsi og því er nauð- synlegt að þau séu sterk og vönduð. íslenskir malarvegir era oft erfiðir sem aðeins bestu hýsin standast eins og margir fellihýsaeigendur hafa fengið að reyna. Seglagerðin Ægir hefur um árabil flutt inn fellihýsi af mörgum tegundum og ætíð lagt kapp á að styrkja þau sem best og búa undir ferðalög á íslandi. Þetta hefur tekist vel og eigendur fellihýsa ffá Seglagerðinni geta treyst þeim og ferðast áhyggju- lausir um landið. Ríkulegur búnaður Nýju Palomino fellihýsin frá Seglagerðinni eru ríkulega búin aukahlutum. Má þar nefna spennubreyti sem breytir 220 volta rafmagni í 12 volt. Þetta er nýjung sem kemur sér vel þar sem hægt er að komast í rafmagn á tjaldsvæðum. Annar búnaður sem má nefna er rafmagnsvatnsdæla, hitamiðstöð, lofdúga, eldunarhellur, fatahengi, rafgeymabox, kælibox og gaskútur. Hýsin eru einnig ryðvarin. LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hefstkl. llídag: Opnunar- sýning um helgina í dag, 1. apríl, og á morgun verður glæsileg sýning í Tjaldvagnalandi Seglagerðarinnar við Eyjarslóð 7 í Reykjavík. Tjaldvagnaland er stærsti tjaldvagnasýningarsalur landsins. A sýningunni verður glæsilegt úrval tjaldvagna, fellihýsa og fellihjólhýsa. Þar verður einnig hægt að skoða það nýjast og heitasta á þessum markaði, heilsársbústaði á hjólum! www.seglagerdin.is Vagnarnir komnir á veraldarvefínn Frá og með 1. apríl verður hægt að nálgast allar upplýsingar um tjaldvagna, fellihýsi og fellihjólhýsi sem Tjaldvagnaland hefur til sölu í sumar. Slóðin www.seglagerdin.is er heimasíða Seglagerðarinnar og þar er einnig að finna allar upp- lýsingar um fyrirtækið, þjónustu og deildir. Starfsfólk Tjaldvagnalands mun nota heimasíðuna til að koma á framfæri nýjum upplýsingum um vagnana, verð og tæknileg atriði. Setið við Palomino fellihýsi við Mývatn sumarið 1999. „Palomino eru bestir“ íslendingar ferðast í auknum mæli innanlands og hafa síðustu ár tileinkað sér ferðalög í tjaldvögnum og fellihýsum. Þessi ferðamáti er sérlega hentugur og feliur vel að þörfum þeirra sem vilja frelsi á ferðum sínum og vilja eiga þess kost að geta elt góða veðrið í sumarfríinu án þess að þurfa að standa í óvinsælum afpöntunum á gistingum. Nú, þegar vor er innan seilingar, fara landsmenn að huga að sumarfríum og meðal annars þeim möguleikum sem bjóðast til ferðalaga innanlands. Sumarfrí í fellihýsi frá Segla- gerðinni er einn mest spennandi kosturinn í sumar og hýsin hafa aldrei fyrr verið jafn vel búin og nú. Seglagerðin leggur mikla áherslu á að bjóða ávallt vönduð og vel búin fellihýsi með nýjasta og besta búnaði sem völ er á. Fellihýsin ffá Palomino era dæmi um það og má líkja þeim við fimm stjömu hótel á hjólum. Þau era einstaklega vel útbúin og fást á mjög hagstæðum kjörum, sérstaklega fyrir þá sem ákveða að kaupa snemma. En reynsla ánægðra viðskipta- vina era bestu meðmælin. Meðal þeirra era hjónin Sigga og Ingvar sem eiga Palomino Colt fellihýsi sem þau keyptu fyrir tveimur árum. „Síðustu sumarfríin hafa verið ævintýri líkust og mikið um ferðalög sem gleymst seint," segja þau. Ingvar og Sigga hafa síðustu tvö ár verið samanlagt á ferðalagi í 83 daga í fellihýsinu en það verður að teljast gott þegar íslenska sumarið er haft í huga. „Það er líf okkar og yndi að ferðast innanlands, skoða landið og njóta náttúrunnar og það besta er að við getum farið að stað með stuttum fyrirvara og komist í algjöra paradís á skömmum tíma." „Og Palomino er bestur," segir Ingvar og bætir við að áður hafi þau hjón átta annað fellihýsi en að fara í Coltinn hefði verið eins og að fara úr tjaldi í tjaldvagn. Þessii má engiim missa af; Fljúgandi fellihýsi! í dag kl. 15.00 Klukkan þijú í dag verður hægt að fylgjast með einstæðum viðburði við Seglagerðina að Eyjarslóð 7 í Reykjavík. Þá verður fullbúnu Palomino fellihýsi sleppt í tveim 25 fermetra fallhlífum úr þyrlu í 10.000 feta hæð. Fellihýsinu verður stýrt með sérstökum búnaði inn á flötina fyrir framan Seglagerðina og lendir þar skömmu eftir kl. þrjú. Ef veður leyfir munu þrjú fellihýsi koma svífandi til jarðar. Þeir sem vilja fylgjast með þessu eru beðnir um að fara Frá œfingu fellihýsaflugsins við gætilega ef eitthvað skyldi mis- Héraðsvötn ímars. farast í lendingunni. Fellihýsi frá Palomino Mest seldu vagnarnir á íslandi 1999 Palomino fellihýsin hafa stöðugt aukið vinsældir sínar og árið 1999 voru Palominp COLT mest seldu fellihýsin á íslandi samkvæmt upplýsingum frá Bifreiðaskráningu fslands. Þessar miklu vinsældir má fyrst og fremst þakka hversu vel fellihýsin era hönnuð fyrir íslenskar aðstæður. Þau era rúmgóð og henta mjög vel kjamafjölskyldunni auk þess að vera létt í drætti og meðförum. Með Palomino er hægt er að fá sérhannað fortjald sem eykur þægindin og verð og greiðslukjör koma skemmtilega á óvart. SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJARSLÓÐ 7 107 REYKJAVÍK Sími 51 I 2203

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.