Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.04.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Kópavogur hafnar samstarfí við Knatthús hf. Vilja byggja yfir gervi- grasið í Smáranum Kópavogur BÆJARRÁÐ Kópavogs sam- þykkti á fundi sínum í fyrradag að taka ekki þátt í samstarfi við Knatthús ehf. um að reisa yfirbyggðan knattspymuvöll í Vetrarmýri í Garðabæ í sam- starfi við Hafnarfjarðarbæ, Garðabæ og Bessastaðahrepp. Að sögn Gunnars I. Birgisson- ar, formanns bæjarráðs, hyggst bærinn í staðinn kanna möguleikann á því að byggja yfir gervigrasvöllinn í Smáran- um. „Það var þverpólitísk sam- staða um þessa ákvörðun og menn voru mjög samstiga í þessu enda að hugsa um hags- muni bæjarfélagsins," sagði Gunnar I. „Við höfum fengið tilboð frá öðrum aðilum um að byggja yfir gervisgrasvöllinn hjá okkur og þau tilboð eru á allt öðrum nótum en tilboð Knatthúsa. Þetta er allt spum- ing um krónur og aura og við töldum því mun vænlegra fyrir bæjarfélagið að skoða nýju til- boðin.“ „Þótti þetta ekki sniðugt" Gunnar sagði að tilboð hefðu borist frá Amarfelli ehf. og Pólsýn ehf. og að þau væm bæði vel innan við 300 milljón- ir. „Tæknideildin er að skoða þessi tilboð og í framhaldi af því þá ákveðum við hvað við gerum og ætli sú ákvörðun muni ekki liggja fyrir í sumar. Við höfum haft efasemdir um það hvemig Knatthús ætl- uðu að gera þetta. Dæmið hjá þeim var þannig að bæjarfé- lögin áttu að koma með 50 milljónir, fjárfestar áttu að koma með 200 milljónir og 250 áttu að vera teknar að láni. Síð- an áttu bæjarfélögin að greiða fyrir reksturinn á hveiju ári í 25 ár og borga þannig niður fjárfestinguna hjá þessum fjárfestum, sem eru kannski með einhveija 7 til 8% ávöxt- unarkröfu, plús lánin og í lok tímans þá eiga bæjarfélögin ekki húsið einu sinni. Þetta þótti okkur ekki sniðugt." Gunnar sagði að til að taka þátt í verkefni Knatthúsa, þá hefði Kópavogsbær þurft að leggja út 15 milljónir í hlutafé og greiða svona 15 tíl 18 millj- ónir á ári í rekstur og niður- greiðslu lána. A 25 ámm þá næmu útgjöld bæjarins vegna þessa um 400 milljónum króna. Einkaframkvæmd ekki vænleg til vinnings „Það er skoðun allra í bæjar- ráði að við eigum að gera þetta fyrir eigið fé og lenda ekki í þessum hroðalegu vöxtum og fargani. Það er allt annað ef sveitarfélagið sjálft fram- kvæmir þetta, þá em allt aðrir vextir í boði, við gætum verið með vexti upp á 4,5 til 5% í stað þess að vera með 7 til 8% vexti eins og era boði úti á markaðn- um. Þannig að þetta munar miklu og sýnir að þessi einka- framkvæmdarleið er ekki vænleg til vinnings til framtíð- ar fyrir sveitarfélag." Að sögn Gunnars I. myndi yfubyggður gervigrasvöllur í Smáranum tengjast íþrótta- húsinu og þeirri aðstöðu sem þar væri íyrir hendi. „Þama em öll bílastæði fyr- ir hendi, hægt er að samnýta aðstöðu í íþróttahúsinu, bún- ingsaðstöðu og annað og enga hitun þarf inn í húsið, því hita- lögn er undir vellinum.“ Markmiði Knatthúsa náð Þorbergur Karlsson, for- maður stjómar Knatthúsa, sagði gleðilegt ef Kópavogs- bær hygðist reisa knatt- spymuhús, því ef það yrði gert væri meginmarkmiði Knatt- húsa náð. „Markmið Knatthúsa var náttúrlega ekki annað en það að kanna möguleikann á því að reisa knattspymuhús og ef það rís hús án okkar þátttöku, þá er það bara gott, þá er því markmiði náð,“ sagði Þorberg- ur. Þorgbergur sagði að ný staða væri komin upp í málinu, viðræður væm í fullum gangi við aðra fjárfesta og að þessi ákvörðun bæjaryfirvalda í Kópavogi þyrfti ekki að þýða það að Knatthús myndu ekki reisa yfirbyggðan knatt- spymuvöll fyrir sveitarfélögin sunnan Reykjavíkur. „Við gerðum bæjarfélögun- um fastmótað tilboð til að fá af- stöðu þeirra fram. Tilboðið hljóðaði upp á það að sveitar- félögin myndu leggja fram 50 milljónir í hlutafé og kaupa 60% af nýtanlegum tímum í húsinu fyrir 30 tfi 35 milljónir á ári. Þrátt fyrir það að Kópa- vogur hafi ekki gengið að þessu tilboði þá geta þeir eftir sem áður gert samning við okkur um leigu á tímum.“ Þorbergur sagði að nú þyrftu Breiðablik og HK að ákveða hvort þau hygðust vera áfram aðilar að Knatthúsum. Hann sagði að þótt Kópavogur hygðist ekki taka þátt í verk- efni Knatthúsa, þá gætu íþróttafélögin gert það, svo lengi sem þau fengju aðra fjár- festa til að standa á bak við sig. Þorbergur sagði að framtíð- aráform og staða Knatthúsa yrðu metin á hluthafafundi, sem haldinn yrði innan skamms. Af fjóram sveitarfélögum sem boðið var að taka þátt í verkefninu hafa tvö samþykkt, þ.e. Garðabær og Bessastaða- hreppur, Hafnarfjörður hefur ekki tekið afstöðu. Skoðanakönnun (nafiaskoðun) meðal nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík Hefurðu neytt einhverra eftirtalinna efna? Amfeta- Ecstacy Sveppir LSD Heróín Kókaín ------mín 4,2% 1,2% 3,0% 1,2% 0,3% 1,8% Hass 19,0% Hvað hefurðu sofið hjá mörgum? Engum 45,3% 1 21,9% I 2 1 ° Q°/ ! 3 4 5 6 7 8 eða fleirum 3,5% Hversu háar tekjur hefurðu að jafnaði á mánuði? Krónur. 40-50 þ 75-100 þ Vasapeningar frá foreldrum <10 þús. 17,1% 10-20 þús. 20-30 þús. -40 þ. j-75^. ^_>100þús. og sumarvinna ekki meðtalin. 15,3% Engar 35,7% Drekkurðu kaffi? WBl .............................. . .. Já 28,6% Hvernig ferðu að jafnaði í skólann? Fæ far 34,2% Tek srætó 33,6% Á einkabíl Fótgangandi Annað 1,8% Reykirðu? Já, en aðeins Já, að Nei 71,5% 19,1% 9,4% Drekkurðu áfengi? Já 79,8% Nei 20,2% Hversu oft ferðu á skemmtistaði? Hverja Aðra hverja heigi Aldrei helgi Einu sinni í mán. Sjaldnar 7,9% 13,5% 20,0% 35,6% Hefurðu farið á nektarstaði? Nei 74,0% -ílJLí lia Já 26,0% Hvernig finnst þér kennsluaðferðirnar í skólanum? Mjög 45,5% 40,1% 6,3% m | Mjög 'élegar 2,4% Hvað sefurðu lengi að jafnaði á næturnar á virkum dögum? 6-7 klst. 7-8 klst. 5-6 klst. >8 klst. 4-5 klst. PBEW'/Sl----F! <4 klst. 42,0% 25,9% 18,1% 6,1% 1,5% 26% MR-inga hafa komið á nektardansstað Morgunblaðið/Kristinn Gervigrasvöllurinn í Kópavogi. Bæjarsfjóm Kópavogs stefnir að því að byggja yfír völlinn og tengja íþróttahúsinu sem sést á myndinni. Reykjavík 26% nemenda í Menntaskól- anum í Reykjavík hafa farið á nektardansstað. 40,6% pilta og 15,7% stúlkna í nemenda- hópnum hafa komið á nektar- dansstaði, ef marka má niður- stöður skoðanakönnunar, sem Skólablaðið, skólablað MR, gerði meðal nemenda í nóvember. Meðal annarra niðurstaðna er að 9,4% nem- enda reykja að staðaldri. 79,8% drekka áfengi en 71,4% drekka ekki kaffi. Gerð er grein fyrir niður- Fullorðinsfræðsla fatlaðra kynnir starfsemi sína Reykjavík FULLORÐINSFRÆÐSLA Fatlaðra um kynna starfsemi sína í Ráðhúsi Reykjavíkur á næstu þremur dögum, en kynningin hefst formlega klukkan 14 á morgun og stendur til 18, en Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra verður heiðursgestur. „Okkurfinnst rétt á menn- ingarborgarári að kynna í Ráðhúsinu það sem fullorðins- fræðsla fatlaðra leggur til menningarinnar í borginni,“ sagði María Kjeld, skólastjóri Fullorðinsfræðslu fatlaðra. „Við emm ekki mjög sýnileg og þetta er ekki stórt framlag en engu að síður mikilvægt. Okkar vinna er fólgin í því að tryggja að allir fullorðnir, án undantekningar, eigi kost á sí- menntun, - fræðslu við sitt hæfi, líka þegar þeir era full- orðnir.“ Fullorðinsfræðsla fatlaðra, sem starfar á höfuðborgar- svæðinu, Suðurlandi og Norð- urlandi, er námskeiðamiðstöð, sem skipuleggur kennslu fyrir þá sem vegna fötlunar sinnar eiga ekki kost á námstilboði við sitt hæfi í framhaldsskól- um eða almennri fullorðins- fræðslu. Fullorðinsfræðslan býður upp á fjölda ólíkra námskeiða m.a. í líkamsrækt, tölvunotk- un, bóknámi og listgreinum. Um 500 nemendur stunda nám hjá Fullorðinsfræðsl- unni, þar af á fjórða hundrað á höfuðborgarsvæðinu, og er markmið hennar að auka sjálfstæði, öryggi og vellíðan nemenda innan heimilis og úti í samfélaginu með því að auka almennan skilning og þekk- ingu þeirra, efla félagsfæmi, tengsl og boðskipti, ýta undir þroskandi nýtingu tómstunda, bæta við og viðhalda áunninni færni og stuðla að almennu heilbrigði. Kennslan fer fram á 11 stöðum víðs vegar um höfuð- borgarsvæðið en höfuðstöðv- arnar em í Blesugróf. Kennarar og nemendur skólans hafa undirbúið kynn- inguna undanfamar vikur og mun kynningin taka til starfs vel flestra hópa nemenda, að sögn Maríu. Leiklistarhópurinn Perlan og hljómsveitin Plútó verða með atriði á opnuninni í dag auk þess sem nemendur flytja tónlist og María Hreiðars- dóttir nemandi flytur ávarp. Sýndar verða ljósmyndir frá starfinu og ennfremur verða þar sýnishorn af myndverkum og annarri vinnu nemenda. stöðum skoðanakönnuninnar í nýútkomnu tölublaði Skóla- blaðsins og varðandi aðsókn nemenda að nektardansstöð- um bendir blaðið á að hér um bil allir MR-ingar hafi ekki náð tilskildum aldri til að stunda staði sem þessa. Lagðar vora 20 spumingar fyrir nemendur og meðal ann- ars sem kemur fram í könn- uninni er að 19% nemenda hafa einhvern tímann reykt hass. 4,2% hafa neytt amfeta- míns, 1,2% e-töflu, 3% hafa tekið sveppi, 1,2% LSD, 0,3% heróín og 1,8% kókaín. Drekkurðu kaffi? var ein spurningin. Henni svöraðu 71,4% neitandi en 28,6% ját- andi. Hvað hefurðu sofið hjá mörgum? var spurt. 45,3% nemenda höfðu ekki sofið hjá neinum, 21,9% hjá einum og 12,9% hjá tveimur. 37,5% hafa engar launatekjur 35,7% nemenda við MR hafa engar tekjur að frátöld- um vasapeningum frá for- eldram og tekjum vegna sum- arvinnu. 17,1% hafa tekjur undir 10 þús. kr. á mánuði, 15,3% hafa 10-20 þús kr. og 18,3% 20-30 þús. kr. á mánuði. 9,4% nemenda reykja að staðaldri, ef marka má skoð- anakönnunina, 19,1% reykja en aðeins „á fylleríum" en 71,5% reykja ekki. 79,8% nemenda drekka áfengi en 20,2% ekki. Nemendur voru spurðii- álits á kennsluaðferðum í skólanum og töldu 45,5% þeirra þær sæmilegar. 40,1% töldu kennsluaðferðirnar góð- ar, 6,3% mjög góðar, 5,7% lé- legar og 2,4% mjög lélegar. Einnig var spurt hve lengi nemendur svæfu að jafnaði um nætur á virkum dögum. 6,4% kváðust sofa meira en 8 klst., 25,9% kváðust sofa 7-8 klst., 42% kváðust sofa 6-7 klst, 18,1% sofa 5-6 klst., 6,1% sefur 4-5 klst. og 1,5% sofa 4 klst eða minna að jafnaði. Loks var kannað viðhorf nemenda til stjórnmála- flokka, en eins og fyrr sagði var könnunin gerð í nóvem- ber. Spurt var: Ef gengið yrði til alþingiskosninga nú og þú hefðir kosningarétt, hvern eftirtalinna stjórnmálaflokka myndir þú kjósa? 3,6% styðja Framsóknarflokkinn 48,9% sögðu Sjálfstæðis- ílokkinn, 26,5% Vinstri- græna, 12,1% Samfylkinguna, 4,9% nefndu Frjálslynda flokkinn, 4% annað og 3,6% Framsóknarflokkinn. Að sögn Fróða Steingrims- sonar, sem er ritstjóri Skóla- blaðsins ásamt Gunnari Erni Erlingssyni, var könnunin gerð þann 22. nóvember. 792 nemendur era í skólanum og 395 lentu í úrtaki, eða 49,9% heildarnemendafjölda. Úr- takið var valið þannig að ann- ar hver nemandi var látinn svara spurningalista. Svarhlutfall var 86,8%. Of- angreindar niðurstöður end- urspegla aðeins þá sem af- stöðu tóku til spurninganna, hverrar og einnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.