Morgunblaðið - 01.04.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 01.04.2000, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Orðrómur um að reynt verði að steypa forseta Filippseyja af stóli Herforingjar sagðir undir- búa valdarán um helgina Manila. AFP. LEYNIÞJÓNUSTA Filippseyja hefur hafíð rannsókn á fréttum um að herforingjar hyggist reyna að taka völdin í sínar hendur um helg- ina, að sögn embættismanna í Man- ila í gær. Orðrómur um yfirvofandi valda- rán og óvissa í stjómmálum landsins vegna vaxandi óánægju með Joseph Estrada forseta olli umróti á fjár- málamörkuðum landsins. Helsti aðstoðarmaður forsetans, Ronaldo Zamora, sagði að fréttir fjölmiðla um að valdarán væri yfir- vofandi kynnu að byggjast á „ein- tómum sögusögnum“. Hann bætti hins vegar við að stjómin hefði allan varann á og hefði fyrirskipað rann- sókn á því hvað hæft væri í fréttun- um. Hermt var að óánægðir herfor- ingjar hygðust reyna að taka völdin í sínar hendur í dag eða á morgun þegar forsetinn verður í heimsókn á einni af eyjum landsins. Zamora sagði að pólitískir and- stæðingar forsetans kynnu að hafa komið orðróminum á kreik í því skyni að grafa undan stjóminni. Hann taldi litlar líkur á því að valda- ránstilraun myndi takast. Sagt er að á meðal þeirra sem hyggist steypa stjórninni séu nokkr- ir herforingjar sem tóku þátt í sjö valdaránstilraunum á valdatíma Corazon Aquino, fyrrverandi for- seta, á ámnum 1986-89. Orlando Mercado varnarmálaráð- hema sagði fréttimar „hreint og beint fáránlegar" og mnnar undan rifjum andstæðinga Estrada, sem hefur verið sakaður um spillingu og frændhygli. Jose Calimlim, yfirmaður leyni- þjónustu hersins, kvaðst hafa rætt við þá herforingja, sem sakaðir hafa Reuters Joseph Estrada, forseti Filippseyja, meðal hermanna sem beijast við skæruliða í suðurhluta landsins. verið um að undirbúa valdarán. Þeir hefðu sagt að þeir „teldu ekki að valdarán myndi takast núna og því væri engin ástæða til að reyna það“. Hann bætti þó við að herinn væri „við öllu búinn“. „Við styðjum for- setann, stjórnarskrána og lýðræðis- lega kjöma embættismenn lands- ins,“ sagði hann. Fyrr í vikunni hafði leyniþjónust- an skýrt frá því að skæmliðar kommúnista hefðu lagt á ráðin um að myrða Estrada og öryggisgæslan í forsetahöllinni var því hert. 44% óánægð með forsetann Gengi hlutabréfa og gjaldmiðils landsins lækkaði vemlega í gær vegna pólitísku óvissunnar. Estrada er fyrrverandi kvikmynd- astjarna og naut mikilla vinsælda í landinu þegar hann var kjörinn for- seti fyrir tæpum tveimur ámm. Fylgi hans hefur hins vegar hranið á síðustu mánuðum. Ný skoðanakönn- un, sem gerð var fyrir stjórnina, leiddi í Ijós að 44% Filippseyinga em óánægð með forsetann. Leiðtogi kaþólsku kirkjunnar á Filippseyjum, Jaime Sin kardináli, sagði að vandræði forsetans væm honum sjálfum að kenna þar sem hann hefði ekki staðið við loforð sín um að uppræta spillingu í stjórnkerf- inu og bæta kjör fátækra. Hagvöxtur í Bandaríkj- unum 7,3% okt.-des. Washington. AP. HAGVÖXTUR í Bandaríkjun- um var 7,3% á síðasta fjórð- ungi liðins árs og hefur ekki verið meiri í 16 ár. Hefur þetta hagvaxtarskeið nú staðið í níu ár og er orðið það lengsta í sögu landsins. Upphaflega hafði verið búist við, að hagvöxturinn á síðustu þremur mánuðum liðins árs yrði um 5,8%, en síðan var sú tala hækkuð í 6,9%. Útkoman var að lokum 7,3% og kom flestum hagfræðingum á óvart. Á þessum tíma jókst hagnaður fyrirtækja um 2,7% eftir skatta og er það 15% betri árangur en á sama tíma 1998. Þessi góðu tíðindi komu þó ekki í veg fyrir slæman dag í Wall Street en Nasdaq-vísita- lan lækkaði um 186,49 stig, um 4%, og það varð aftur til að draga niður Dow Jones um 38,47 stig. Hagfræðingar segja, að nú sé enn líklegra en áður, að seðlabankinn muni hækka vexti enn einu sinni, en þeir hafa verið hækkaðir tvisvar það sem af er þessu ári. Þeir segja þó, að ekkert bendi til, að vaxtahækkanimar hafi haft mikil áhrif enn sem komið er. Mikil einkaneysla Einkaneyslan, sem stendur undir tveimur þriðju efna- hagsstarfseminnar, jókst um 5,9% á síðasta fjórðungi liðins árs og útgjöld alríkisins um 14,7%. Því er nú spáð, að hag- vöxtur á öllu síðasta ári hafi verið 4,2% og hefur hann þá verið meira en 4% þrjú ár í röð. Gerðist það síðast á ár- unum 1976 til 1978 er efna- hagslífið var að jafna sig á fyrstu olíukreppunni. Skeifunrti Grensásvegi 3 sími 533 1414 fax 533 1479 evro@islandia.is næg bllastæöi velkomin I nýjan & stórglæsilegan sýningarsal TJALDVAGNAR & FELLIHÝSI tórsýning aim laugardag 11-16 Sunnudag 13-16 Hugleiðingar formgja 1 ítalska þjóð- varðliðinu valda uppnámi Vill auka pólitísk áhrif hersins Röm. AFP. MIKIÐ uppnám er á Ítalíu vegna Æ skjals eða skrifa mjög háttsetts for- ^ ingja í ítalska þjóðvarðliðinu. Þar mælir hann með því, að gerðar verði veralegar breytingar á stjórnar- skránni og áhrif hersins á stjórn landsins stóraukin. Antonio Pappalardo, foringi í þjóðvarðliðinu, skrifaði skjalið í jan- úar sl. en ítalskir fjölmiðlar birtu það í gær. Þar kvartar hann undan ýms- um meinum, sem honum finnast hrjá ítalskt samfélag, til dæmis atvinnu- leysi, almennu öryggisleysi, mafíu- glæpum, pólitískri spillingu, litlum þegnskap, umhverfisníðslu og al- mennu siðleysi. Lausnin er sú að hans mati, að nýir stjórnmálaflokkar breyti stjórnarskránni og geri þjóð- varðliðinu kleift að gæta hagsmuna sinna og hafa áhrif á stjóm landsins. Þá ættu þjóðvarðliðið og lögreglan að vera sjálfstæðari gagnvart réttar- kerfinu í rannsóknarstarfi sínu. „Heraflinn er ávallt homsteinn lýð- ræðisins í hverju landi," segir Pappalardo. Þjóðvarðliðið, carabinieri, nýtur mikillar virðingar á Ítalíu en það er sérstök deild innan hersins. Á það að verða alveg sjálfstætt og voru lög um það samþykkt í fyrradag. Lögsókn hugsanleg Massimo D’AIema, forsætisráð- herra Ítalíu, Sergio Mattarella varn- armálaráðherra og Enzo Bianco inn- Antonio Pappalardo Ap anríkisráðherra sögðu í gær í sameiginlegri yfirlýsingu, að hug- leiðingar Pappalardos væm „óviðun- andi“ og yrði hugsanlega gripið til aðgerða gegn honum. Hefur það raunar verið gert nú þegar því að Pappalardo hefur verið settur af sem yfirmaður einnar deildar þjóðvarð- liðsins í Róm og fluttur til annarrar úti á landsbyggðinni. Pappalardo er lögfræðingur að mennt og var kjörinn á þing 1992 fyrir sósíaldemókrata, sem em hægriflokkur á Ítalíu. Ári síðar varð hann aðstoðarfjármálaráðherra í stjórn Carlo Azeglio Ciampis en að- eins í tvær vikur. Neyddist hann til að segja af sér er herdómstóll fann hann sekan um meiðyrði en hann var síðan sýknaður af því 1997.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.