Morgunblaðið - 01.04.2000, Side 34
34 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Tsjetsjenskir skæruliðar veita enn harða mótspyrnu í Suður-Tsjetsjníu
39 rússneskir
hermenn
innikróaðir
Moskva, Urus-Martan. AP, AFP.
ENN geisa bardagar milli tsjetsj-
enskra uppreisnarmanna og rúss-
neskra hermanna í fjalllendi Suður-
Tsjetsjníu. Yfirmenn Rússa hafa
staðfest að 39 hermenn séu inni-
króaðir af uppreisnarmönnum og
hafi ekki tekist að rjúfa einangrun
þeirra.
Hermennirnir eru hluti 49 manna
herflokks sem u.þ.b. 150 uppreisnar-
menn veittu fyrirsát á miðvikudag.
Upphaflega var hermt að tekist hefði
að bjarga 16 hermönnum en í gær til-
kynnti talsmaður rússneskra stjóm-
valda í málefnum Tsjetsjníu, Sergei
Yastrzhembsky, að einungis hefði
tekist að frelsa sex og að vitað væri
að fjórir hermenn hefðu fallið í bar-
dögum. Ónefndur rússneskur her-
maður sagði fréttamanni rússnesku
RTR-ríkissjónvarpsstöðvarinnar
hins vegar að átta lík rússneskra
hermanna hefðu sést nálægt staðn-
um þar sem umsátrið átti sér stað.
Fyrirsátin á miðvikudag er eitt
fjögurra hliðstæðra tilvika sem upp
hafa komið á síðustu vikum. Atvikið
þykir sýna að rússneski herinn sé
berskjaldaður fyrir árásum upp-
reisnarmanna í fjöllunum og að átök-
unum sé langt því frá lokið.
Á sama tíma og hernaður Rússa
verður fyrir áföllum ræða ráðamenn
í Kreml um pólitíska framtíð Tsjetsj-
Tsjetsjenskar konur hjálpast að við að endurbyggja Reutcrs
aðaljárnbrautarstöðina í Grosní í gær.
níu. Nikolai Koshman, einn æðsti
fulltrúi rússneskra stjómvalda í mál-
efnum Tsjetsjníu, sagði í gær að
hann og Vladimír Pútín forseti hefðu
rætt þann möguleika að koma á
beinni stjóm forsetans í héraðinu.
„Unnt verður að efna til kosninga í
héraðinu eftir tæp tvö ár, jafnskjótt
og reglu hefur verið komið á.“
Mary Robinson, yfirmaður mann-
réttindamála hjá Sameinuðu þjóðun-
um, kom til Tsjetsjníu í gær og mun
m.a. annars kynna sér fangabúðir
þar sem uppreisnarmenn em hafðir í
haldi. Ymis mannréttindasamtök
hafa haldið því fram að rússneskir
fangaverðir stundi það að pynta
fanga reglulega.
Óbirt skýrsla styður
kröfur um lokun Sellafield
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ÓBIRT skýrsla sérfræðinga á veg-
um OECD um endurvinnslu kjam-
orkuúrgangs sýnir að endurvinnsla
eins og sú, sem fer fram í Sellafield-
verinu á vegum British Nuclear
Fuels, BNFL, felur aðeins í sér mjög
litla endumýtingu kjamorkuúr-
gangs og veldur meiri mengun en að
geyma úrganginn án endurvinnslu.
Um leið er hún stuðningur við sjón-
armið íslendinga, Dana og fleiri
landa, sem hafa leitast við að fá
Sellafield-verinu lokað vegna geisla-
virkrar mengunar við strendur Dan-
merkur, Noregs, íslands og í norður-
höfum.
Skýrslan, sem var kynnt á blaða-
mannafundi Greenpeace í Kaup-
mannahöfn í gær, hefur ekki enn
verið gerð opinber en Helen Wall-
ace, vísindamaður hjá Greenpeace í
London, sagði að skýrslunni hefði
verið lekið til samtakanna og þau
ákveðið að kynna efni hennar.
Gordon MacKerron, yfirmaður
orkurannsóknadeildar Sussex-há-
skóla í Bretlandi, hefur farið yfir
skýrsluna fyrir Greenpeace og segir
að í henni séu tölur sem sýni að
mengun af völdum geislunar sé 80
prósent hærri við endurnýtingu en
ef kjarnorkuúrgangurinn væri
geymdur á viðunandi hátt.
Bæði Wallace og MacKerron segj-
as vonast til þess að röksemdir
Fjölmennt
fylgdarlið
með föður
Elians
Washington, Havana. AP
VERÐI af heimsókn Juan Miguel
Gonzalez, fiiður kúbanska flótta-
drengsins, Elians Gonzalez, til
Bandarikjanna mun um 30 manna
fylgdarlið verða í för með honum.
Stærð hópsins hefur vakið undr-
un bandarískra yfirvalda, en auk
föðurins og annarra ættingja er á
Iistanum að finna rúman tug
skólabarna og sérfræðinga á borð
við sálfræðinga og geðlækna. Að
sögn kúbvcrsku ríkisstjórnarinnar
kemur ekki til greina að fækka
fylgdarmönnunum. „AHir á listan-
um eru ómissandi eigi barninu að
líða vel í sínu fyrra fjölskyldu- og
skýrslunnar muni vega þungt á fundi
OSPAR-nefndarinnar í Danmörku í
sumar, þar sem mengunin frá Sella-
field verði til umræðu. Skýrslan,
þrýstingur frá kjarnorkuverum í
Þýskalandi og Japan, sem eru
óánægð með viðskiptin við BFNL,
og mótmæli Dana og Islendinga
gegn verinu auka líkumar á að end-
urvinnslunni verði hætt.
Lengi í smíðum
Skýrslan, sem um ræðir, er skrif-
uð af sérfræðingum Kjarnorkustofn-
unarinnar, NEA, á vegum OECD.
Hafist var handa við hana að undir-
lagi OSPAR-nefndarinnar 1994, en
hún hefur enn ekki verið birt. OSP-
AR-nefndin er grundvölluð á OSP-
AR-sáttmálanum, sem gerður var
1992, og er nefndinni ætlað að hafa
eftirlit með og stuðla að reglum um
Norðaustur-Atlantshafið. Aðilar að
sáttmálanum eru ísland, Belgía,
Bretland, Danmörk, Finnland,
Frakkland, Holland, Irland, Lúxem-
borg, Noregur, Portúgal, Spánn,
Sviss, Sviþjóð, Þýskaland og
Evrópusambandið, ESB.
Þótt liðin séu sex ár síðan hafist
var handa við skýrslugerðina hefur
hún enn ekki verið lögð fram. Green-
peace hefur náð í uppkast að skýrsl-
unni þar sem öll meginrökin virðast
þegar hafa verið dregin saman.
félagslega umhverfi," sagði í til-
kynningu stjórnarinnar.
Yfirvöld í Bandaríkjunum kanna
nú vandlega vegabréfalöggjöfina
enda gilda strangar reglur um
vegabréfsáritanir Kúbveija og því
ekki víst að öllum förunautum Ju-
an Miguel Gonzalez verði hleypt
Spurð af hverju skýrslan hefði enn
ekki verið birt sagði Wallace að það
væri hugsanlega sökum þess að
Bretar og Frakkar hefðu ekki haft
mikinn áhuga á að skýrslunni yrði
lokið og hún lögð fram. Endur-
vinnsluver hliðstætt Sellafield er
starfrækt í La Hague í Frakklandi.
Næsti fúndur OSPAR verður í
Kaupmannahöfn í júní. Enn er ekki
Ijóst hvort skýrslan verður lögð fram
á þeim fundi. Með birtingu skýrsl-
unnar nú hyggst Greenpeace vænt-
anlega þrýsta á um að skýrslan verði
lögð íyrir fundinn.
Endurvinnsla kjarnorku-
úrgangs deyjandi grein
MacKerron, sem hefur verið sér-
fræðingur ýmissa breskra þing-
nefnda og fleiri aðila um kjarnorku-
mál, benti í gær á að tveir
möguleikar væru á meðhöndlun
kjarnorkuúrgangs. í fyrsta lagi að
geyma úrganginn, í öðru lagi að end-
urvinna hann, eins og gert væri í
Sellafield. Iðulega væri talað um að
úrgangurinn væri þá endumýttur en
orðið „endumýting" væri hins vegar
rangt. í raun væri aðeins mjög lítill
hluti úrgangsins endumýttur, svo
nær væri að tala um endurvinnslu.
Að mati MacKerrons eru í skýrsl-
unni tölur, sem sýna á óyggjandi
hátt að meiri mengun fylgir endur-
inn í landið. Tilkynnt var fyrr í
vikunni að Gonzalez hefði hug á að
koma til Bandaríkjanna og dvelja
hjá syni sinum er bandariskir
dómstólar kvæðu upp úrskurð
sinn. Fidel Castro vill að feðgarnir
og föruneyti dvelji á heimili sendi-
manns Kúbu í Washington.
vinnslunni en geymslu og nefndi þar
að mengun við endurvinnslu væri 80
prósent meiri en við geymslu.
Greenpeace heldur því fram að
mengunin við verið sé svo mikil að
hafsbotninn þar megi flokka sem
kjamorkuúrgang. I nágrenni við
verið er hærri tíðni hvítblæðis meðal
bama en annars staðar í Bretlandi.
í skýrslunni er bent á að hugsan-
lega muni finnast leið í framtíðinni til
að minnka mengun við endurvinnslu.
Þessa röksemd sagði MacKerron að
væri erfitt að fallast á og hún virtist
helst til þess fallin að draga úr öðr-
um upplýsingum í skýrslunni um hið
vafasama við endurvinnslu.
Eldsneytið, sem Sellafield fram-
leiðir er aðeins nýtanlegt í tiltölulega
fáum kjarnorkuverum. Wallace
benti á, að nýjasta breska kjarn-
orkuverið væri ekki hannað til að
skila úrgangi, sem yrði endumýttur,
heldur ætti að geyma hann. Sökum
niðurskurðar í kjarnorkuvopnum er
enginn hörgull á eldsneyti í kjarn-
orkuver, heldur er þvert á móti til
gífurlegt magn af eldsneyti og end-
umnna eldsneytið er dýrara.
Framleiðslan hleðst upp
Um fjárhagslegar forsendur
rekstrarins í Sellafield sagði Wallace
að erfitt væri að fá innsýn í þær, en
endurvinnslan gæti tæplega skilað
hagnaði nema þá hugsanlega vegna
þess að japanska, svissneska og
þýska stjómin gerðu samninga við
bresku stjómina á áttunda áratugn-
um um endurvinnslu, sem eru enn í
gildi. Aðeins lítill hluti af endur-
unnum úrgangi Sellafield er seldur
og mestur hluti framleiðslunnar
hleðst upp. Það bætir ekki úr skák að
BNFL heíúr glatað trúnaðartrausti
viðskiptavina sökum svindls, sem
kom upp í haust. Bandaríkjastjóm
hefur lýst því yfir að hún efist um að
BNFL verði treyst fyrir verkefnum í
Bandarílgum.
Sellafield er hins vegar miklu um-
fangsmeira en endurvinnslan ein-
göngu. Þar em að sögn MacKerron
mörg hundmð geymslubyggingar,
sem hýsa geislavirkan úrgang og
verið mun því verða starfrækt um
ófyrirsjáanlega framtíð. Þar em í
geymslu 60 tonn af geislavirkum
úrgangi, sem er mesta safn þeirra
efna utan hergagnageymslna. End-
urvinnslan væri hins vegar deyjandi
ferli, sem alls staðar væri verið að
hverfa frá sökum mengunar. „Það er
bara spuming um hve hratt hún
deyr út,“ sagði MacKerron.
AP
Elian Gonzalez brosir til fjölmiðla og Kúbverja f Miami, en áfram er
deilt um hvort Elian skuli til Kúbu eða vera um kyrrt í Bandaríkjunum.
Olíuverð
hækkar
eftir
lækkun
VERÐ á hráolíu fór yfir 25 doll-
ara fatið í London í gær og er
hækkunin rakin til óvissu um
birgðir þrátt fyrir ákvörðun
OPEC, Samtaka olíuútflutn-
ingsríkja, um að auka vinnsl-
una. I Bandaríkjunum fór verð-
ið í tæpa 27 dollara. Á
markaðnum er nú almennt tal-
ið, að nokkur tími muni líða áð-
ur aukins framboðs frá OPEC-
ríkjunum taki að gæta og þang-
að til að minnsta kosti muni
olíuverðið verða á bilinu 24 til
26 dollarar. OPEC ætlar að
auka framboðið um rúmlega 1,4
millj. fata á dag og Mexíkó og
Noregur, sem era utan samtak-
anna, um 250.000 föt samtals. Á
móti kemur, að eftirspurnin
hefur aukist mikið og eykst enn
er vorar á norðurhveli og birgð-
ir hafa sjaldan verið jafn litlar.
Frændi
Jiangs sakað-
ur um svik
TAI Zhan, frændi Jiang Zem-
ins, forseta Kína, hefur verið
sakaður um að svíkja út á ann-
að hundrað milljóna ísl. kr. Er
hann sagður hafa falsað innsigli
fasteignafyrirtækis og sett 45
húseignir þess að veði fyrir
bankaskuld. Kom málið fyrir
rétt í september en kommún-
istaflokkurinn í Yangzhou batt
enda á réttarhöldin í október.
Var því borið við, að starfsleyfi
fasteignaíyrirtækisins hefði
verið afturkallað.
Stórrán í
Danmörku
TVEIR vopnaðir menn komust
burt með um 90 milljónir ísl. kr.
er þeir rændu póstbíl í Hillerod
á Sjálandi í gærmorgun. Er
þetta annað mesta rán í danskri
sögu. Kemur það á óvart hvað
mikið fé var verið að flytja í
póstbílnum og er nú verið að
kanna það mál. Ekki var um að
ræða brynvarða bifreið enda
fáar shkar í Danmörku, heldur
bara venjulegan bíl og ómerkt-
an. Þá era ökumenn á þessum
bílum aldrei vopnaðir. Mesta
rán í Danmörku var framið í
nóvember 1988 er fimm menn
rændu um 130 millj. ísl. kr. á
aðalpósthúsinu í Kaupmanna-
höfn.
Margir vildu
selja nýra
FJÖLDI manna hefur gefið sig
fram í Bretlandi og boðist til að
selja úr sér annað nýrað fyrir
117 millj. kr. Kaupandinn heitir
Mick Taylor, 26 ára gamall, en
hann hefur þjáðst af nýrna-
bresti frá 11 ára aldri. Tvisvar
hefur verið grætt í hann nýra
en líkaminn hafnaði því fyrra
eftir ár og því síðara eftir þrjú
og hálft ár. Nú bíður hann eftir
nýju nýra og var svo heppinn
að vinna um 480 millj. ísl. kr. í
lottóinu. Bresk lög banna hins
vegar sölu á líffæram og Taylor
hefur því dregið tilboðið til
baka. Hafa margir, ekki síst
læknar, hneykslast á tilboðinu
og alveg sérstaklega á því fólki,
sem er tilbúið til að selja úr sér
líffærin.