Morgunblaðið - 01.04.2000, Síða 37

Morgunblaðið - 01.04.2000, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR i. APRÍL 2000 37 Að þora að setja upp grímu Danska leikkonan Charlotte Bgving heldur á næstunni leiklistarnámskeið í Kramhús- inu fyrír þá sem hafa áhuga á að uppgötva hvernig þeirra eigin gríma lítur út og eru nógu hugrakkir til að setja hana upp. Margrét Sveinbjörnsdóttir gægðist bak við grímu leikkonunnar, sem býr nú í vesturbæ Reykjavíkur ásamt manni sínum og ársgamalli dóttur. Morgunblaðið/Sverrir Charlotte Boving og Anna Róshildur, dóttir hennar og Benedikts Erl- ingssonar. Sú stutta er ekki hrædd við grímurnar. CHARLOTTE Boving er vel þekkt leikkona í Dan- mörku og hefur fengið af- bragðsgóða dóma fyrir frammistöðu sína á fjölunum, fyrst í Arósaleikhúsinu og síðan í Kaup- mannahöfn. Arið 1996 hlaut hún hin virtu Henkel-verðlaun. Það var í fyrsta sinn í þrjátíu ára sögu verð- launanna sem þau féllu í skaut leik- konu við eitt landshlutaleikhúsanna en fram að því höfðu þau ekki farið út fyrir Stór-Kaupmannahafnar- svæðið - og raunar ekki mikið út fyr- ir Konunglega leikhúsið. Charlotte býr nú í Reykjavík - með öðrum leik- ara, Benedikt Erlingssyni, og dótt- urinni Önnu Róshildi. Hennar aðal- hlutverk um þessar mundir er móðurhlutverkið. A næstunni mun hún bregða sér í hlutverk kennara á námskeiðinu „Grímugaldur" í Kramhúsinu og síð- ar einnig í Leiklistarskólanum. Námskeiðið í Kramhúsinu hefst nk. þriðjudag og stendur yfir í þrjú kvöld og eina helgi. „Það er mín eigin forvitni um galdur grímunnar sem rekur mig áfram,“ segir Charlotte, sem hefur unnið mikið með grímur á leiksviði, aflað sér menntunar á því sviði og kennt öðrum. „Það sem ég hef áhuga á er að gera grímu sem kemur manni á óvart þegar maður setur hana upp - maður veit í raun ekki hvers konar persónu hún hefur að geyma fyrr en maður er kominn með hana á andlitið, opnar munninn og segir eitthvað. Þessar grímur sem við gerum á námskeiðinu segja við fyrstu sýn ekki sérlega mikið, þær eru hljóðar í upphafi en geta lært að tala. Fyrst eru þær svolítið eins og börn, mjög opnar, forvitnar og fullar af tilfinningum. Það getur kannski komið fólki á óvart að sumar grímur eru árásargjarnari en aðrar, sumar eru blíðar og viðkvæmar, aðrar hryllilega forvitnar, sumum líkar vel að láta horfa á sig meðan aðrar kæra sig ekkert um það. Þetta er það sem mér finnst svo spennandi við grím- umar; oft veit fólk ekki - og ég ekki heldur - hver útkoman verður,“ seg- ir hún. Grípur svo til útskýringar nokkrar grímur sem hún hefur gert og lýsir því hvernig þær eru búnar til. Segir fyrstu kvöldin fara í það að gera afsteypur af andlitum þátttak- enda og síðan gifsgrímur úr þeim, sem svo eru málaðar. Fyrst þá er hægt að setja þær upp og færist þá heldur betur fjör í leikinn. Grímurn- ar mæta hver annarri og upplifa ým- islegt í samspilinu - og þátttakendur læra sitt af hverju um sjálfa sig. Charlotte bregður sem snöggvast upp grímu sem hún hefur gert með andlit hinnar góðkunnu dönsku leik- konu, Johanne Louise Heiberg, að fyrirmynd - en til Henkel-verðlaun- anna fyrrnefndu var einmitt stofnað í minningu hennar. „Þessi gríma elskar að láta horfa á sig,“ segir hún og greinilegt er að Anna litla hefur líka gaman af að horfa á hana, því hún skríkir af gleði. „Ólíkt mörgum öðrum börnum er hún ekki hrædd við grímur - enda barn tveggja leik- ara,“ segir móðirin. En fyrir hveija skyldi námskeiðið aðallega vera hugsað? „Fyrir hvern þann sem þorir að vera eitthvað ann- að en hann sjálfur og að setja upp grímu - og á þann hátt kannski upp- götva eitthvað um sjálfan sig,“ segir Charlotte, og nefnir, fyrir utan leik- ara og áhugafólk um leiklist, til dæmis kennara og aðra sem á ein- hvern hátt vinna með tjáningu. Einu sinni slæm gagnrýni Charlotte lauk námi frá leiklistar- skóla Árósaleikhússins árið 1992 og var fastráðinn leikari þar í fjögur ár, flutti sig þá um set til Kaupmanna- hafnar, þar sem hún var í lausa- mennsku í hálft þriðja ár, m.a. í Betty Nansen-leikhúsinu og Danska leikhúsinu. Þá hefur hún leikið í bamaefni í sjónvarpi, útvarpsleikrit- um og lítið hlutverk í kvikmyndinni „Den eneste ene“ eftir Susanne Bier. Árið 1994 var stórt ár á ferli Charl- otte, árið sem hún sló í gegn, ef svo má segja. Ekki í einu hlutverki, held- ur þremur. Einn gagnrýnandinn skrifaði að eftir hlutverk sín í „Storminum" og „De forkerte“ sé Charlotte Bpving „ein af hinum stóru vonum yngstu kynslóðar leik- ara. Öll loforð efnd fram að þessu. í „Sjúkri æsku“ jafnvel enn meira en það.“ Þegar blaðamaður nefnir að hún hafi nær alltaf fengið afspymu- góða dóma fyrir leik sinn segir Charlotte: „Eg hef fengið slæma gagnrýni einu sinni - og því gleymi ég heldur aldrei!“ Á hausti komanda stendur til að Charlotte leiki í nýrri sjónvarps- þáttaröð hjá danska sjónvarpinu. Með í för verður Benedikt, maður hennar, í minna hlutverki þó. Eigin- lega segir hún of snemmt að segja nánar frá því verkefni, þar sem ýmis- legt sé enn ófrágengið, en út fara þau. Hún segir gott að geta haldið sambandinu við Danmörku og danskt leiklistarlíf með því að taka þaf verkefni annað slagið. í því augnamiði leitar hún nú logandi ljósi að sumarhúsi til að búa í þegar hún er í Danmörku, helst á Mið-Jótlandi í grennd við móður hennar. Vaxin frá sviðinu? Annars er ýmislegt að bijótast um í henni núna og verið getur að hún söðli algerlega um. „Satt að segja er ég orðin svolítið þreytt á leikhúsinu - ég hef enn ekki löngun til að fara aft- ur á fjalirnar. Kannski er ég vaxin frá sviðinu? Ég hef í raun alltaf hugs- að mér að kannski myndi ég hætta á einhverjum tímapunkti og fara að gera eitthvað allt annað - en maður skyldi þó aldrei segja aldrei og það getur vel verið að ég snúi aftur,“ seg- ir hún og bætir við að hún hafi ekki séð eftir því eitt augnablik að hafa valið sér þessa menntun og þetta starf. „Það var ótrúlega stór gjöf að fá að vinna svona með sjálfa sig en það er ekki gaman endalaust að skoða naflann á sér. Nú gæti ég vel hugsað mér að einbeita mér meira að öðrum,“ segir hún og kveðst t.d. vel geta hugsað sér að nýta reynslu sína í kennslu. „Ég myndi líka gjaman vilja leika meira í kvikmyndum og kanna þann miðil frekar. Svo gæti komið að þvi að ég léki hjá Bene- dikt,“ segir hún og kveðst hafa mikla trú á leikstjórahæfileikum eigin- mannsins. Hún upplýsir líka að hún sé að búa sig undir inntökupróf í Listaháskóla Islands, en hún hefur lengi lagt stund á keramik meðfram leiklistinni. „Stundum getur maður haft á til- finningunni í hvaða átt líf manns er að hallast en er kannski ekki alveg reiðubúinn að viðurkenna það. Vegna þess að fyrir mig er það á ein- hvem hátt skelfilegt að viðurkenna það að ég vilji fara út úr leikhúsinu, því þetta er það sem ég hef lært og það sem ég kann og geri vel - og hvers vegna þá að yfirgefa það? Leikarar em jú flestir hveijir dauð- hræddir um að fá ekki næsta hlut- verk. Sumir líta svo á að maður sé búinn að stimpla sig út þegar maður fer svona í burtu, eins og ég sem fer til íslands. En ég er ekki hrædd við að missa vinnuna eða gera eitthvað allt annað. Hvers vegna ætti ég ekki að geta snúið aftur ef ég vil það?“ segir Charlotte, sem lítur á móður- hlutverkið sem það sem mestu máli skiptir þessa stundina. En skyldi hún geta hugsað sér að leika á íslensku þegar fram líða stundir? „Það tekur sinn tíma að læra nýtt tungumál og ég er ekki bjartsýn á að ég geti náð því að tala alveg án hreims," segir Charlotte en hún hefur sótt námskeið í íslensku í Háskólanum og Námsflokkunum. „Það væri þá helst að ég gæti leikið einhvem sem talar með hreim,“ seg- ir hún og lýsir aðdáun sinni á ís- lensku leikhúsi. „Þar er verulega margt spennandi að gerast.“ Draumahlutverkið ekki til Að síðustu er freistandi að spyrja hvort Charlotte Bpving eigi sér eitt draumahlutverk framar öðram. „Nei, það er ekki til,“ segir hún ákveðin, „vegna þess að draumahlut- verk getur fljótt orðið hversdagslegt þegar maður þarf að standa á sviðinu og leika það á hverju einasta kvöldi." Svo hugsar hún sig um. „Drauma- hlutverk og draumahlutverk - það eru auðvitað til margir spennandi karakterar. Ég gæti til dæmis vel hugsað mér að leika Lafði Macbeth og Virginiu Woolf - en það myndi svo sannarlega fara eftir því hver leik- stýrði, hveijir meðleikaramir væra og í hvaða leikhúsi við værum. Hvað dreymir mann annars um í sínu eigin lífi? Ef það sem mann dreymir rætist allt í einu, þá er það í raun og vera kannski ekki svo frábært lengur. Á þann hátt er leikhúsið kannski ekki svo frábragðið lífinu sjálfu." Aðalfundur Vindorku ehf. verður haldinn á Hótel Loftleiðum í Reykjavík, laugardaginn 15. apríl nk. Fundurinn hefst kl. 16. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. grein 14 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um nýjar samþykktir sem lúta að breytingu á formi félagsins úr einkahlutafélagi í hlutafélag og uppfærslu hlutafjár. 3. Önnur mál. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningar verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 54, Reykjavík, vikuna fyrir aðalfund. Reykjavík, 1. apríl 2000 Stjórn Vindorku ehf. vindorka ehf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.