Morgunblaðið - 01.04.2000, Page 47
46 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 47
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
RAUNHÆF
GJALDTAKA
FRIÐRIK Jóhannsson, stjórnarformaður Utgerðarfé-
lags Akureyringa og framkvæmdastjóri Burðaráss,
eignarhaldsfélags Eimskipafélags íslands, flutti athyglis-
verða ræðu á aðalfundi UA fyrir skömmu þar sem hann fjall-
aði m.a. um lögin um fiskveiðistjórnun og umræður um þau
og sagði m.a.:
„Fiskveiðistjórnunarmál hafa verið mjög í deiglunni und-
anfarna mánuði. Beðið er úrskurðar í svonefndu Vatneyrar-
máli og þá eru starfandi tvær mikilvægar nefndir, Auðlind-
anefnd og nefnd um endurskoðun á lögum um
fiskveiðistjórnun. Kvótakerfi var tekið upp fyrir 17 árum
síðan en undanfarin ár hafa deilur um kerfið farið vaxandi í
kjölfar þess, að einhverjir útgerðarmenn hafa kosið að
hætta í greininni og hafa selt kvóta sinn, stundum fyrir háar
fjárhæðir. Óánægjan, sem skapast beinist stundum mjög
svo óverðskuldað að þeim aðilum, sem áfram eru starfandi í
sjávarútvegsgreininni. Mjög mikilvægt er að fá niðurstöðu í
það hver réttarstaða aðila er og í framhaldinu að ná sátt um
fískveiðistjórnarkerfí til framtíðar.“
í framhaldi af þessum orðum fjallaði Friðrik Jóhannsson
um fjárhagslega getu útgerðarfyrirtækjanna til þess að
standa undir greiðslu auðlindagjalds í einhverju formi og
benti á, að samkvæmt ársreikningum tólf sjávarútvegsfyrir-
tækja, sem skráð eru á Verðbréfaþingi, og tveggja að auki,
sem birt hafa afkomutölur hafí veltufé frá rekstri þessara
fjórtán fyrirtækja numið um 5,3 milljörðum króna á síðasta
ári og 6,4 milijörðum á árinu 1998.
Ekki er óeðlilegt að nota þessar tölur sem nokkurn mæli-
kvarða á það hvert bolmagn fyrirtækjanna er til þess að
standa undir gjaldtöku.
Auk þeirra sjávarútvegsfyrirtækja, sem skráð eru á Verð-
bréfaþingi er mikill fjöldi annarra fyrirtækja rekinn í sjáv-
arútvegi. Þótt sambærilegar tölur liggi ekki fyrir um af-
komu þeirra er áreiðanlega ekki óvarlegt að ætla, miðað við
ofangreindar tölur, að veltufé frá rekstri allra sjávarútvegs-
fyrirtækja á íslandi sé tvöföld þessi tala og hafí numið ná-
lægt 10 milljörðum á síðasta ári og kannski 12 milljörðum
árið áður.
Þegar þessar tölur eru hafðar í huga er ljóst, að afkoma
sjávarútvegsfyrirtækjanna leyfír bæði greiðslur vegna þess
kostnaðar, sem skattgreiðendur greiða nú vegna sjávarút-
vegsins og einnig sanngjarnt og hóflegt gjald fyrir afnot af
auðlindinni.
í umræðum um þessi mál hefur Morgunblaðið fyrst og
fremst lagt áherzlu á það grundvallaratriði, að greiðsla
kæmi fyrir afnot af auðlind, sem samkvæmt íslenzkum lög-
um er í eigu þjóðarinnar allrar. Blaðið hefur hins vegar
aldrei lýst skoðun á því hver sú upphæð ætti að vera og get-
ur þess vegna ekki tekið til sín eftirfarandi ummæli for-
manns ÚA: „...mér virðist að umræða um það hver gjaldtaka
geti verið sé á villigötum og yfirleitt sé verið að ræða um
mun hærri tölur en raunhæft er.“
í ræðu Friðriks Jóhannssonar á aðalfundi ÚA sagði hann
m.a.: „Því hefur til dæmis verið haldið fram í opinberri um-
ræðu, að veiðileyfagjald af sjávarútvegsfyrirtækjum geti
numið sem svarar öllum tekjusköttum sem einstaklingar
greiða, en þar er um að ræða allt að 30 milljarða króna á ári.“
Það er auðvitað alveg ljóst, að slíkar tölur eru ekki til um-
ræðu en um leið er líka óþarfí fyrir talsmenn útgerðarinnar
að hampa sí og æ slíkum tölum, sem vísbendingu um óraun-
sæi þeirra, sem sett hafa fram kröfu um að útgerðin greiði
gjald fyrir afnot af auðlindinni. Þótt hægt sé að fínna dæmi
um slíkan málflutning hefur hann ekki einkennt sjónarmið
þeirra, sem mest hafa fjallað um þessi málefni.
Kjarni málsins er auðvitað sá, að samkomulag þarf að
nást um greiðslu auðlindagjalds af hálfu útgerðarinnar og
ýmissa annarra atvinnugreina. En um leið er eðlilegt að í
slíku kerfí sé sveigjanleiki, sem tryggi að þegar illa gengur
greiði útgerðin minna en þegar vel gengur greiði hún meira.
Ræða Friðriks Jóhannssonar á aðalfundi ÚA bendir hins
vegar ótvírætt til þess að ný kynslóð forystumanna útgerð-
arfélaga á Islandi skilji nauðsyn þess að ná sátt um þetta
mál og það er vissulega skref í rétta átt að af þeirra hálfu
skuli umræður hafnar um það, hvernig hægt sé að nálgast
raunsæjar tölur í því sambandi.
Ef menn koma sér saman um það grundvallaratriði að
greiðsla skuli koma fyrir afnot af auðlindinni verður hægt að
ná samkomulagi um upphæð þeirra greiðslna. Jafnframt
mun slíkt samkomulag greiða fyrir því að hægt verði að af-
nema margvíslegar takmarkanir, sem nú koma í veg fyrir,
að útgerðarfyrirtækin geti náð mestu hagkvæmni í rekstri.
Garrí Kasparov, heimsmeistari í skák, teflir hérlendis um helgina
Skýrsla Landsvirkjunar um virkjun Kárahnúka í tveimur áföngum
Á toppnum
ííjögur
ár ennþá
Garrí Kasparov, heimsmeistari í skák, teflir í
Heimsmótinu í Salnum í Tónlistarhúsi Kópa-
vogs um helgina. Hann gagnrýnir Alþjóða-
skáksambandið harkalega í viðtali við Karl
Blöndal og segir að sjö mánaða gamalt fyrir-
tæki sitt á Netinu verði upplagt tæki til að
finna upprennandi skákmenn.
Morgunblaðið/Jim Smart
my.s.
800,
700
600
500
4ð0
300
200
Þrælaháls
ilnntak
621 m
Gtúmstaða- buri8nr»t»6»- .
Jöfnunarþró
%
Adgöng
Aörennsllsgöng
TF
-Jökulsá I
Fljótsdal
____30 m y.s.
100
stööv ftfhús
12
15
18
21
24
27
30
33
36
39
42 kn
Hentar aðeins mjög
stórum orkukaupanda
Landsvirkjun stendur nú frammi fyrir hug-
myndum um stærra álver í Reyðarfírði sem
krefjast risavaxinnar virkjunar við Kára-
hnúka. Björn Ingi Hrafnsson rýndi í þær
staðreyndir sem fyrir liggja um slíkt mann-
virki og ræddi málin við Friðrik Sophusson,
forstjóra Landsvirkjunar.
Tölvuvinnsla/Landsvirkjun
Jökulsá á Brú yrði stifluð við Fremri-Kárahnúk. Kárahnúkastífla, efst í
Dimmugljúfrum, yrði um 189 m há.
GARRÍ Kasparov er sennilega
besti skákmaður, sem uppi
hefur verið. Hann varð
heimsmeistari árið 1985, að-
eins 22 ára gamall, og enn hefur enginn
lagt hann að velli í einvígi þótt aðrir
geri tilkall til sama titils. Hann er enn í
toppformi og telur að hann geti haldið
sér á tindinum í nokkur ár enn.
„Eitt veit ég fyrir víst,“ segir Kasp-
arov þegar hann er spurður hversu
lengi hann vilji vera besti skákmaður
heims til viðbótar. „Ég vil að sonur
minn sjái mig tefla. Hann er nú þriggja
og hálfs árs og ég þarf því fjögur ár í
viðbót til að sonur minn geti horft á mig
tefla og notið þess. Ég held að ég eigi
góða möguleika. Ég er fullur orku, vel
á mig kominn líkamlega og í betra for-
mi en yngri andstæðingar mínir. En ég
er að eldast og þótt ég geti kljáðst við
Kortsnoj, Karpov, Anand og Kramník
get ég ekki kijáðst við tímann og þar
kemur að minn tími er úti.“
Hann kveðst þurfa að verja meiri
tíma nú tál að undirbúa sig og fylgjast
með. Einnig fari meiri tími í líka-
msrækt. Hann stundi róður og sund á
sumrin og allan ársins hring æfi hann
með þjálfara í eigin aðstöðu: „Persónu-
legt met mitt er 102 armbeygjur og það
er meira að segja til á filmu, sem
franskir heimildarmyndagerðarmenn
tóku.“
Hann segir að andlegt ástand skipti
einnig miklu máli: „Ef þér líður vel tefl-
ir þú betur.“
Pútín njóti efans en frammistaða
eldd tilefni til bjartsýni
Karpov hefur greinilega áhyggjur af
þróuninni í rússneskum stjómmálum.
Hann kveðst vilja leyfa Pútín, hinum
nýkjöma forseta, að njóta vafans, en
frammistaða hans hingað til gefi ekki
tilefni til bjartsýni. Þar sé hann ekki
aðeins að vísa til Tsjetsjníu:
„Það er allt. Ég held að maður, sem
kemur úr KGB, þurfi að leggja hart að
sér til að sannfæra fólk um að hann ætli
ekki að fylgja reglum þeirrar stofnun-
ar. Hingað til höfum við h'tið fengið að
sjá. En það er aldrei að vita. Kannski
verður hann maður mikilla umbóta.
Það á eftir að koma í ljós. En ef marka
má orð hans er hann ekki að gefa rétt
boð.“
Kasparov grettir sig þegar hann er
spurður um sigur Pútíns, sem fékk
hreinan meirihluta í forsetakosningun-
um þannig að ekki þurfti að fara fram
önnur umferð.
„Fólk í Rússlandi er þreytt,“ segir
hann. „Rússar voru ánægðir með að sjá
mann, sem er ungur, öflugur, kraftmik-
ill og harður. En þetta er eins og að
kaupa draum og enginn veit fýrir hvað
hann stendur. Máhð var að fá einhvem
nýjan í embættið, nýtt andht.“
í Rússlandi vita allir að rangt
var haft við í kosningnnum
Kasparov bendir á að Pútín hafi ver-
ið mjög vinsæll í janúar. Nú sé hann
farinn að dala í vinsældum og í júni
verði hann kominn í veruleg vandræði.
Hann segir einnig að úrslit kosning-
anna segi ekki alla söguna. „í Rúss-
landi tekur enginn úrsht kosninganna
alvarlega," sagði hann. „52,5% atkvæða
er aðeins meira en hann fékk í raun og
veru. Stærðfræðilega er það þannig að
þegar búið er að telja 40% atkvæða
þarf ekki að búast við miklum breyt-
ingum. Þá var Pútín með 46%, en á
miðnætti var hann allt í einu kominn
með meirihluta. Lögmál stærðfræðinn-
ar gilda alls staðar nema í Rússlandi."
Kasparov segir að það sé á hvers
manns vörum að úrshtum kosninganna
hafi verið hnikað til, en menn láti sig
það htlu varða vegna þess að á endan-
um hefði Pútín staðið uppi sem sigur-
vegari.
„Ég er hins vegar þeirrar hyggju að
þetta sé rangt vegna þess að ég kann
ekki að meta þegar valdamikill maður
byijar ekki með hreinar hendur. Aug-
ljóslega er upphaf valdatíma hans
markað óheppilegum atburðum og það
stuðlar ekki að trausti hvemig hann
var kjörinn. Fólk segir sem svo að
þetta hafi verið örlögin og því ætti að
spara peninga með því að sleppa við
seinni umferðina.“
Þegar tahð berst frá rússneskum
stjómmálum til Alþjóða skáksam-
bandsins (FIDE) hefur Kasparov á
orði að þetta tvennt sé ósköp svipað og
spyr: „Hver er munurinn?"
Heimsmeistarinn gekk úr FIDE ár-
ið 1993 og hefur gagnrýnt sambandið
harkalega. Hann kveðst vilja vera viss
um að þeir peningar, sem hann þiggi,
séu löglegir.
„Fyrir mér er þetta ekki spurning
um að velja," segir hann. „Ef ég tek
þátt í skákmóti þarf ég að vera viss um
að upprani fjárins, sem keppt er um, sé
löglegur. Svo virðist sem flestir kollega
minna séu ósammála eða þeim standi á
sama. Það er ljóst að FIDE er ósam-
mála. Það er samviskuvandi hvers og
eins. En þegar upp er staðið er þetta
ekki spuming um hreinar hendur eða
flekkaðar hendur, heldur leiðir þetta í
öngstræti."
Hann tekur sem dæmi einvígi
Bobbys Fischers og Borísar Spasskys
1992. „Þá birtist Jezdimir Vasiijevic,
frægur afbrotamaður, og skipulagði
einvígið," segir hann. „Hann eyddi pen-
ingum í skák og allir vora í sjöunda
himni og sögðu: „Messías er kominn og
hann eyðir peningum á alla bóga.“ Ég
sagði þeim að þetta myndi ekki endast.
Það er ekki hægt að reisa vonir sínar á
svona peningum. Það hlustaði enginn
og hvemig fór?“
Kasparov segir að hér sé hann ekki
að benda á hvemig síðan fór fyrir Fi-
scher, sem í raun er útlagi frá heima-
landi sínu, heldur hugmyndir manna
um skákheiminn.
,Alhr viija sjá galdramann," segir
hann. „Þeir vilja fá mann, sem spreðar
peningum í allar áttir og gerir þá ham-
ingjusama án þess þeir þurfi að lyfta
fingri. Þannig ganga hlutirnir ekki fyr-
ir sig. Ef skákheimurinn einbeitir sér
ekki að vandamálum sínum og reynir
að leysa þau mun ekkert breytast."
Kasparov segir að Kirsan Ujúmsín-
ov, forseti FIDE, sé ekki lækningin
heldur hluti af vandamálinu. „Nú er
fólk farið að gera sér grein fyrir þessu
og fá skýrari mynd,“ segir hann.
„Iljúmsínov eyðir minna og minna fé og
FIDE er farið að heimta peninga frá
skipuleggjendum. Þannig virkar þetta.
í upphafi borga þeir þér og kaupa þig.
Síðan kemur að þér að borga. Þetta er
miður.“
Nú hefur rödd Anatolís Karpovs,
hins foma fjanda Kasparovs, bæst í kór
þeirra, sem gagnrýna Alþjóða skáks-
ambandið. Kasparov segir að sú gagn-
rýni sé hins vegar ekki sambærileg við
það, sem hann hafi fram að færa.
„Karpov gagnrýnir ekki FIDE sem
ríkjandi kerfi,“ segir hann. „Hann
gagnrýnir FIDE fyrir að láta ekki und-
an kröfum sínum. Þar er mikill munur
á. Ég gagnrýni FIDE vegna uppbygg-
ingar þess og almenns ranglætis. Kar-
pov berst við FIDE vegna þess að þeir
veittu kröfum hans ekki athygli. FIDE
lét í 22 ár - frá 1975 til 1997 - undan
hverri einustu kröfu Karpovs. Ef litið
er á helstu breytingar í uppbyggingu
heimsmeistaraeinvígisins í skák vora
þær allar gerðar til að einn maður
hagnaðist á þeim. Þátttakendumir
vora margir. Það má nefna Fischer,
Kortsnoj, Kasparov, Kamskí, Timman
og fleiri. En þegar upp er staðið var
hver einasta breyting gerð í þágu Kar-
povs. Ég held að Karpov hafi verið orð-
inn ofdekraður af að fá allt sem hann
vildi í 22 ár og hafi orðið hissa þegar allt
í einu var sagt nei við hann.“
Kasparov segir ólíklegt að FIDE
hefði ákveðið að láta Karpov sigla sinn
sjó ef hann hefði verið jafn öflugur árið
1998 og hann var 1994.
í ágúst í fyrra var haldið heims-
meistaramót á vegum FIDE. Það fór
fram í Las Vegas og stóð rússneski
stórmeistarinn Alexander Kalífman,
sem nú er í 32. sæti á lista FIDE yfir
bestu skákmenn heims, uppi sem sig-
urvegari eftir að hafa sigrað sjö leik-
menn á fjóram vikum.
„FIDE vildi fá nýtt andlit," segir
hann.,Augljóslega vildu þeir að Vladi-
mír Kramnik eða Alexei Sjírov ynni í
Las Vegas. Það var orðinn brandari að
Karpov væri heimsmeistari, en úrslitin
í Las Vegas vora líka brandari. En Kal-
ífrnan var sennilega það, sem þeir áttu
skilið."
Kalífman hefur lýst yfir því að hann
líti á sig sem heimsmeistara, þótt
Kasparov sé besti skákmaðurinn um
þessar mundir. í samtali við þýska
vikuritið Der Spiegel sagði hann að
þetta væri rétt eins og allir hafi sagt að
Brasilíumenn hafi verið með besta liðið
í knattspymu á síðasta heimsmeistara-
móti, en Frakkar hafi staðið uppi sem
sigurvegarar. Hann geti hins vegar
ekki neytt neinn til að taka þátt í
heimsmeistaramóti.
Tekur ekki mark á heims-
meistaranum frá Las Vegas
„En Brasilía tapaði fyrir Frakk-
landi,“ segir Kasparov. „Það er stóri
munurinn. Hann leiðir einfaldlega hjá
sér grundvallarvanda og það er skiljan-
legt að hann segi það því annars er titill
hans einskis virði - og ég tel að hann sé
einskis virði. Titill heimsmeistara var
búinn til í því skyni að skilgreina besta
skákmann heirns."
Kasparov benti á að FIDE hefði ver-
ið til frá 1924. í upphafi hefði Jose
Capablanca, sem var heimsmeistari
1921 til 1927 ekki virt Max Euwe, sem
var heimsmeistari frá 1935 til 1937, við-
lits. Sambandið hefði ekki leyst vanda-
málið með heimsmeistaratitilinn fyrr
en Alexander Aljekín lést árið 1946.
„Þá var fyrirkomulagið þannig að
heimsmeistarinn átti titilinn,“ segir
hann. „FIDE lét til dæmis undan
hverri kröfu Botvinniks. Sú staðreynd
að Sovétkerfið tengdist meistaratitlin-
um skyggði á þá staðreynd að meistar-
inn hafði enn tögl og hagldir. En þegar
upp var staðið vissu allir að heims-
meistarinn var besti skákmaðurinn á
þeim tíma.“
Þetta breyttist árið 1993 þegar
Kasparov og Nigel Short, sem í næstu
viku teflir hér á Reykjavíkurmótinu,
tefldu heimsmeistaraeinvígi og gengu
úr FIDE.
„Hvað breyttist við það?“ spyr hann
sjálfan sig. „Ég krefst þess ekki að hafa
opinberan titil. Ég ki’efst þess að minn
titill sé hluti þeirrar hefðar, sem hófst
með Steinitz. Karpov er kannski ekki
alveg hluti af þeirri hefð þar sem hann
náði ekki titlinum í einvígi, en hann var
án efa besti skákmaðurinn í 10 ár. Síð-
an era nokkrir FIDE-meistarar eins
og Euwe og Kalífman, sem koma okkur
ekkert við. Á hvaða forsendu er hægt
að kalla Kalífman heimsmeistara? Eg
tilheyri bestu skákmönnum heims og
það að Kalífman skuli segjast vera
heimsmeistari traflar mig ekki vegna
þess að allir vita að það er grín. En eina
leiðin til að verða heimsmeistari er að
sigra Kasparov eða þá að ég hætti og
sterkustu skákmennimir komi saman
til að ákveða hver sé bestur."
Heimsmeistaraeinvígi
við Kramnik í október
Kasparov kveðst vonast til þess að
næsta heimsmeistaraeinvígi verði
haldið í október á þessu ári. Hann efast
um að það verði Viswanathan Anand,
sem er skráður næstbestur á síðasta
lista, sem FIDE birti, eins og vera átti
á síðasta ári.
„Svo virðist sem Anand hafi hikað of
mikið og tafið og þeir, sem söfnuðu
fénu á Bretlandi, ætli að veðja á
Kramnik,“ sagði hann. „Ef þú vinnur
ekki eitt einasta skákmót í 18 mánuði
eins og Anand getur þú ekki gert tilkall
til þess að vera skráður næstbestur í
heiminum."
Kasparov hefur stofnað fyrirtæki á
netinu, kasparov.com, og ætlar að nota
netið til að efla skákina og finna undra-
böm. Hann líkir þessu kerfi við það,
sem var við lýði í Sovétríkjunum á sín-
umtíma.
„Ég held að þetta sé eitthvert besta
tækifærið til að búa til tengsl milli al-
mennings og atvinnumanna í skák,“
segir Kasparov. „Þetta era þau tengsl,
sem sjónvarpinu tókst aldrei að mynda.
Á netinu er skákin ekki í samkeppni við
neina aðra íþrótt og ég held að þar sé
hægt að draga fram alla helstu kosti
skákarinnar án þess að hún missi
bragðið. Hugmyndin að kasparov.com
er að blanda saman skáklúbbnum og
CNN. Það er mikill metnaður að baki
þessu verkefni og starfar að því hópur í
þremur borgum, skákin er í Moskvu,
tæknistuðningur í Tel Aviv og fram-
kvæmdastjórnin í New York.“
OHÆTT mun að fullyrða að
áætlunum um virkjana-
framkvæmdir hafi verið
kollvarpað með yfirlýsingu
fjárfesta sem standa að Reyðaráls-
verkefninu í vikunni. Þeir vilja láta
kanna hagkvæmni þess að reisa strax
240 þúsund tonna álver með stækkun-
armöguleika upp í 360 þúsund tonn, í
stað þess að reisa í fyrstu atrennu 120
þúsund tonna álver við Reyðarfjörð,
eins og hingað til hefur verið stefnt að.
Um slíkt verkefni fjallaði svonefnt
Hallormsstaðasamkomulag frá í júní á
síðasta ári og tímarammi því tengdur
og fyrir slíka stóriðju var miðað við
orku úr Fljótsdalsvirkjun og væntan-
lega Bjarnarflagi að auki. Fyrrnefnda
virkjunin nýtur undanþágu gagnvart
ákvæðum laga um mat á umhverfis-
áhrifum, en nú er Ijóst að virkjunar-
kostir þeir sem blasa við; báðir áfang-
ar Kárahnúkavirkjunar þurfa að
ganga í gegnum slíkt mat. Því fylgja
umfangsmiklar rannsóknir sem tekið
geta nokkurn tíma. Forstjóri Lands-
virkjunar segir að endanleg ákvörðun
um virkjun við Kárahnúka ætti að
geta legið fyrir seint á árinu 2001 eða
snemma árs 2002 - verði þá fyrir hendi
kaupendur að allri þeirri orku sem
virkjunin sú hefur upp á að bjóða.
Stíflan á við þrjár
Hallgrímskirlqur
í skýrslu þeirri, sem Landsvirkjun
lét vinna í nóvember sl. um umhverfi
og umhverfisáhrif Fljótsdalsvirkjun-
ar, er í sérstökum kafla vikið að öðram
kostum, eins og þeir era kallaðir. Þar
er m.a. að finna umfjöllun um hugsan-
lega Kárahnúkavirkjun og einnig
seinni áfanga slíkrar virkjunar - með
veitu úr Jökulsá í Fljótsdal.
í framhönnun Kárahnúkavirkjunar,
sem er í raun fyrri áfangi heildarvirkj-
unarinnar, er gert ráð fyrir 500 MW
virkjun með 1.880 G1 miðlun. Yfirfalls-
hæð miðlunarlóns, sem kallast Háls-
lón, yrði 621 m yfir sjávarmáli og flat-
armál þess um 52 km2. Stíflustæðið
yrði við Fremri-Kárahnúk syðst í
Dimmugljúfram. Gert er ráð fýrir að
stífluhæð verði 185 m og þar með yrði
til langstærsta mannvirki hér á landi -
nær þreföld hæð Hallgrímskirkju á
Skólavörðuholti, svo dæmi sé tekið.
Að auki er gert ráð fyrir tveimur
hjástíflum; annars vegar 50 m hárri
stíflu í Desjarárdragi og hins vegar 25-
30 m hárri stíflu í Sauðárdalsdrögum.
Farvegur Lagarfljóts
yrði dýpkaður
Frá Hálslóni myndu liggja um 37
km löng aðrennslisgöng að lóðréttum
stálfóðruðum fallgöngum sem liggja
að stöðvarhúsi neðanjarðar. Frá
stöðvarhúsinu lægju lárétt frárennsl-
isgöng og þaðan skurður út í farveg
Jökulsár í Fljótsdal, skammt innan við
Valþjófsstað. Ráðgert er að stífla út-
fall Bessastaðaár úr Gilsárvötnum og
veita henni inn í aðrennslisgöng virkj-
unarinnar.
Til þess að koma í veg fyrir óæski-
lega vatnsborðshækkun í Lagarfljóti,
samfara veitu Jökulsár á Brú austur í
Fljótsdal, er ráðgert að dýpka farveg
Lagarfljóts neðan Egilsstaða, einkum
við Strauma og ofan flóðgátta við Lag-
arfossvirkjun.
Uppsett afl slíkrar Kárahnúkavirkj-
unar er meira en tvöfalt afl Fljóts-
dalsvirkjunar og orkugeta áætluð um
3.500 Gígawattstundir á ári.
Seinni hlutí framkvæmda á Kára-
hnúkum lyti að virkjun með veitu Jök-
ulsár í Fljótsdal úr litlu inntakslóni og
þá án miðlunar á Eyjabökkum. Með
öðram orðum; sleppa mætti því að
leggja þá undir vatn.
Þessi kostur var m.a. nefndur í riti
iðnaðarráðuneytisins frá 1994 um
virkjanir norðan Vatnajökuls. Þar sem
unnt er að þyrma Eyjabökkum með
þessari útfærslu hafa margir orðið til
þess að lýsa áhuga á að hún verði farin,
m.a. samvinnunefnd um svæðisskipu-
lag miðhálendis íslands í greinargerð.
Kárahnúkastífla 189 m há
Tilhögun miðlunarvirkja við Kára-
hnúka með veitu úr Fljótsdal er að
mestu leyti ráðgerð. Jökulsá á Brú
yrði stífluð við Fremri-Kárahnúk og
er yfirfallshæð miðlunarlónsins ráð-
gerð 625 m y.s. Sjálft miðlunarlónið,
Hálslón, mun rúma um 2.100 G1 miðl-
un. Kárahnúkastífla, efst í Dimmu-
gljúfrum, yrði um 189 m há, eða 4 m
hærri en sú sem gerð yrði ef virkjað
yrði án veitu að austan. Jökulsá í
Fljótsdal er stífluð um 2 km neðan við
Eyjabakkafoss. Yfirfallshæð í inntaks-
lóni yrði 626 m y.s. en mesta stífuhæð í
árfarvegi 35 m. Gert er ráð fyrir að
vatni af Hraunum verði að einhverju
leyti miðlað í lóni í farvegi Kelduár og
er talið að þar megi ná allt að 50 gl
miðlun.
Göngin frá Jökulsá í Fljótsdal að-
rennslisgöngum frá Hálslóni skammt
norðan Laugarár og verða þaðan að-
rennslisgöng norður að Teigsbjargi.
Aðrennslisgöngin verða um 40 km
löng og veitugöngin frá Jökulsá um 9
km. Með þessari tilhögun verður miðl-
unarlóni á Eyjabökkum sleppt, en
miðlun rennslis Jökulsár í Fljótsdal og
þess vatns sem veitt verður til virkjun-
arinnar verður í Hálslóni.
Unnt er að skipta þessari virkjunar-
tilhögun í áfanga þannig að fyrst verði
virkjað rennsli Jökulsár á Brú með
uppsettu afli um 500 MW, en síðar yrði
rennsli Jökulsár í Fljótsdal tengt inn á
aðrennslisgöngin og aflið aukið í tæp
700 MW.
Þess er getið 1 skýrslu Landsvirkj-
unar að þessi virkjunartilhögun sé
heldur óhagkvæmari með tilliti til
orkunýtingar en Kárahnúkavirkjun og
Fljótsdalsvirkjun hvor í sínu lagi, þar
sem um 100-240 Gwst meiri orka fæst
á ári ef virkjað er í tveimur virkjunum.
Kostnaður á hveija orkueiningu yrði
hins vegar svipaður í báðum tilvikum.
Aurburður getur
orðið vandamál
Hins vegar er bent á þann kost til-
högunarinnar, að komið sé til móts um
að hlífa Eyjabökkum, en ókostir séu
að vandamál kunni að verða vegna
aurburðar í inntakslón við Jökulsá í
Fljótsdal auk þess sem tilhögunin
henti aðeins mjög stóram orkukaup-
anda.
Sá „mjög stóri orkukaupandi," virð-
ist nú fundinn ef hugmyndir um 240
þús. tonna og síðar 360 þús. tonna ál-
ver í Reyðarfirði verða að veraleika.
Landsvirkjun hefur leitt að því líkur
að ef umhverfismat Kárahnúkavirkj-
unar yrði jákvætt mætti fara að af-
henda úr henni orku fyrir árslok 2007.
Friðrik Sophusson, forsljóri
Landsvirkjunar, segir að stjórn fýrir-
tækisins hafi komið saman til fundar
sl. miðvikudag til að ræða þá stöðu
sem upp sé komin. Annar fundur sé
áætlaður í næstu viku þar sem taka
eigi ákvörðun um næstu skref í mál-
inu. Fyrir þann fund muni verða lögð
ýmiskonar gögn og staðreyndir um
virkjunarmöguleika við Kárahnúka,
enda liggi fyrir að láta fara fram lög-
formlegt mat á umhverfisáhrifum
slíkrar virkjunar.
„Það er Ijóst að heildarpakkinn færi
strax í slíkt mat,“ segir Friðrik, þ.e.
fyrri og seinni hluti Kárahnúkavirkj-
unar. „Ailt það ferli og rannsóknir sem
í því felast getur tekið nokkurn tíma.
Ég á þó von á því að endanleg ákvörð-
un um slíka virkjun ætti að geta legiá
fýrir á fyrri hluta árs 2002.“
Þá þarf að liggja fyrir að einhver
kaupandi sé að þeirri gríðarlegu orku
sem í boði verður, ekki aðeins að ork-
unni úr fyrri hlutanum, heldur einnig
þeim síðari.
„Þetta er samtvinnað verkefni, enda
er mjög æskilegt að gera ráð fyrir
stækkun strax í upphafi. Það þýðir að
við yrðum að gera ráð fyrir hækkun
stíflunnar um fjóra metra og breiðari
göngum," bætir forstjóri Landsvir-
kjunar við. *.
Sérstakt félag um
framkvæmdirnar?
Ljóst má vera að gríðarlegt fyrir-
tæki yrði að reisa virkjun við Kára-
hnúka. Friðrik var spurður hvort til
greina komi að öðram aðilum verði fal-
in framkvæmd verksins, eða hvort til
greina komi samstarf við aðra aðila í
þessum efnum.
„Undirbúningsvinnan, sem fyrst er
á dagskrá, snýr kannski fyrst og
fremst að rannsóknum vegna mats á
umhverfisáhrifum og undirbúningi
hönnunar. Jafnframt þarf að skoða
mjög nákvæmlega hvernig eðlilegast
er að standa að framkvæmdunum.
Eitt af því sem þar kemur til athugun-
ar er hvort Landsvirkjun eigi að*
standa að slíkum framkvæmdum ein
og sér eða mynda um það sérstakt og
sjálfstætt félag, með öðram fjárfest-
um, t.d. öðram orkufyrirtækjum, inn-
lendum og erlendum.
Slík rannsókn mun fara fram á
næstunni og ætti að leiða í ljós með
hvaða hætti er hentugast og hag-
kvæmast að standa að þessum fram-
kvæmdum, ef af þeim verður.“
Friðrik segir að fyrir þurfi að liggja
ítarlegri upplýsingar, áður en ákvarð-
anir verði teknar. Margt þurfi að
skoða, því augljóst sé að framkvæmd-
irnar myndu hafa áhrif á lánshæfi fyr-
irtækisins og eigið fé. „í þessu fælist
gífurleg skuldaaukning. Landsvirkjun
skuldar nú tæpa 70 milljarða, en þess-
ar framkvæmdir allar myndu einar
kosta um 90 milljarða. Þótt ég sé nú
sjálfur vanur stóram tölum úr mínu
fyrra starfi þá er þetta auðvitað gríð-
arlega há tala í ljósi þess að um ein-
stakt fyrirtæki er að ræða. Því er
brýnt að finna bæði hentugustu og
hagkvæmustu lausnina,“ segir hann.
Komið hefur fram að um þremur
milljörðum króna hafi þegar verið var-
ið til undirbúnings framkvæmda við
Fljótsdalsvirkjun, t.d. í formi rann-
sókna. Forstjóri Landsvirkjunar er
ekki á því að þar sé um glatað fé að
ræða. „Þeir fjármunir nýtast að vera-
legu leyti nú, enda vora rannsóknir
gerðar með tilliti til þessa svæðis og
þeirra framkvæmda sem þá vora áætl-
aðar,“ segir Friðrik og bætir við:
„Þessar rannsóknir nýtast því ekki
einungis til samanburðar heldur einn-
ig sem grandvöllur mats á umhverfis-
áhrifum sem og framkvæmdarinnar.“