Morgunblaðið - 01.04.2000, Síða 51

Morgunblaðið - 01.04.2000, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 51 DAGMAR MARIA ÁRNADÓTTIR + Dagmar María Árnadóttir fæddist í Grindavík 4. apríl 1918. Hún lést á Hjúkrunar- hcimilinu Víðihlíð 25. mars síðastlið- inn. Forldrar henn- ar voru hjónin Ing- veldur Þorkelsddttir, f. 14. desember 1891, d. 21. janúar 1970, og Árni Guðmundsson útvegsbdndi, f. 4. júní 1891, d. 29. ap- ríl 1991. Eignuðust þau 11 böm: 1) Margrét, f. 18.2. 1915, d. 9.4. 1986. 2) Vilborg, f. 16.7. 1916, d. 25.3. 1968. 3) Dagmar, f. 4.4. 1918. 4) Guð- mundur, f. 16.1. 1920. 5) Laufey, f. 18.7. 1921, d. 24. 11. 1996. 6) Þorkell, f. 3.1. 1923. 7) Jdn, f. 25.12. 1925, d. 5.1. 1989. 8) Ingi Ármann, f. 19.10. 1926, d. 4.3. 1934. 9) Unnur, f. 28.4. 1929. 10) Vilberg Magnús, f. 29.12. 1930, d. 26.6. 1931. 11) Ingi Ár- mann, f. 4.7. 1934, d. 5.12. 1990. Dagmar giftist Jdni Ágústi Jönssyni bifreiðastjóra 27. oktd- ber 1937. Foreldar hans voru Jdn Sveinsson og Margrét Jdnsddttir,. bæði ættuð úr Borgarfirði. Dagmar og Jdn hdfu búskap f Bræðraborg í Grindavík. Var Grindavík ætíð þeirra staður. Jdn Ágúst lést 13. oktdber 1987. Dagmar og Jón eignuðust þrjú börn og eru þau búsett í Grinda- vík. 1) Elvar, f. 13. september 1940, kvæntur Margréti Guð- mundsddttur, eiga þau þrjú börn: Guðnýju, Dagmar Jdnu og Sigurbjörn. 2) Jenný, f. 22. mars 1943, gift Reyni Jóhannssyni, eiga þau þrjú börn: Önnu Maríu, Jón Berg og Birgi Rafn. 3) Svava, f. 21. mars 1952, gift Ben- óný Þörhallssyni, eiga þau þrjú börn: Þdrhall Ágúst, Sigríði Fjdlu og Berglind. í dag eru barnabörnin orðin 20. Útför Dagmarar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma mín. Nú er komið að kveðjustund. Það er erfitt að setjast niður og ætla að skrifa tilfinningar sínar um svo ást- kæra ömmu sem þú varst. Minning- arnar um þig mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Þegar ég hugsa aftur í tímann er mér efst í huga hversu samband okk- ar var alltaf gott og hversu blíð og góð þú varst, og hvað það var alltaf gott að koma til ykkar afa Nonna. Alltaf var jafn innilega tekið á móti okkur krökkunum, sem og öll- um öðrum, og iðulega var það sama sagan, við vorum vart komin inn fyr- ir þröskuldinn þegar ilmurinn af pönnukökunum þínum æsti upp í okkur hungrið, sem og annað góð- gæti sem á borð var borið. Eg mun sakna þess að setja ekki rúllur í hár- ið þitt, þvi það var partur af lífi mínu sl. 25 ár. Síðastliðið eitt og hálft ár hef ég ekki getað gert mikið fyrir þig þar sem ég hef búið svo langt frá þér, en í fríum mínum á Islandi reyndi ég að hitta þig eins mikið og ég gat elsku amma mín. Um síðustu jól fannst mér trúlegt að við mundum ekki hittast aftur, og kvaddi ég þig með það í huga. Hinn 20. mars sl. tal- aði ég við þig í síma og mikið gladdi það mig að heyra í þér þótt samtalið væri stutt. Elsku amma mín, ég á eftir að sakna þín mikið, en ég veit að þér líð- ur vel þar sem þú hefur nú sameinast afa og öðrum ættingjum á ný. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margseraðminnast, margterþéraðþakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. . Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Anna Maria og íjölsk., Fldrída. Að hryggjast og gleðjast hérumfáadaga, aðheilsastogkveðjast, þaðerlífsinssaga. (Páll. J. Árdal.) Eg átti með ömmu minni margar góðar stundir. Hún var mér ætíð elskuleg og umhyggjusöm og fyrir það allt þakka ég. Birgir R. Reynisson og fjölskylda. Elsku amma mín, nú hefur þú kvatt okkur, og leiðir okkar skilja að sinni. Þessa dagana rifjast upp margar góðar minningar sem við átt- um saman niður í Artúni, Heiðar- hrauni og síðustu árin þín í Víðihlíð. Ég fæddist hjá þér í Ártúni. Allt frá þeirri æsku var alltaf líf og fjör að koma til ykkar afa, þar var alltaf margt um manninn og ekki fór mað- ur svangur frá ykkur. Árin liðu og þið afi skiptuð um húsnæði og fluttuð á Heiðarhraun 30 og minntist ég þess, að oft hittumst við frændurnir í morgunkaffinu hjá ykkur og einnig eftir daga afa. Árin héldu áfram að líða og heilsan hjá ömmu fór að segja til sín og fór hún á dvalarheimilið Hrafnistu í Hafnarfirði í eitt ár, flutti svo suður til Grindavíkur á hjúkrun- arheimilið Víðihlíð þar sem hún lést 25. mars. Sjá, hér tímans brotnar bára, byltist fram með straumi ára; geirar milli hærðra hára, hrukkótt ennið nýtur sín. - Þetta er hún amma mín. Þótt hún sömu verkin vinni, vefi, tæti, kembi, spinni, alltaf er hennar sama sinni, sífelld vinnugleði og fjör. - Svona eru ömmu ævikjör. Amma er dáin, dagur liðinn, Drottinn veitti henni friðinn. Enn eru sömu sjónarmiðin, Sami áhuginn og fyrr fyrir innan Drottins dyr. (Haraldur Hjálmarsson.) Elsku amma mín, hafðu þökk fyrir allt. Jón Berg Reynisson og fjölskylda. 25. marz sl. lést Dagmar María Árnadóttir frá Teigi í Grindavík. Með henni hverfur af sjónarsviðinu mæt og merkileg kona sem margir munu minnast með þakklæti og virð- ingu. Hún er ein úr ellefu systkina hópi sem ólst upp í þorpi sem barðist við náttúruöflin og fátæktina sem var viðvarandi í sjávarplássum á ár- unum fyrir seinna stríð. En svipur þessa fólks bar ekki merki neinnar vanmáttarkenndar, það var hnar- reist og frjálst í fasi og bað ekki for- láts á sjálfu sér. Dagga eins og vinir og fjölskylda kölluðu hana ævinlega, var djörf og glaðbeitt í framkomu. Hafði ríka kímnigáfu og gerði góðlátlegt grín að sjálfri sér. Hún var græskulaus og hrein og bein og einhver gáski bland- inn ljúfleika myndaðist í návist henn- ar. Hún var myndarleg og fær hús- móðir, sama hvort um ræddi hannyrðir eða matargerð. Ekkert verk vann hún öðruyísi en fullkomn- un væri takmarkið. Ég hef oft hugs- að um hversu langt hún hefði náð á sviði matargerðar hefði hún hlotið menntun í greininni, en aðstæður þeirra tíma leyfðu ekki slíkt. Hún tók um nokkurt skeið kostgangara heim til sín og þótti lukkunnar pam- fíll sem það happ hreppti. Hún var líka mörg ár matráðskona hjá út- gerðarfél. Fiskanesi. Fyrst þegar við kynntumst vorum við báðar ungar og ég verðandi mág- kona hennar. Frá okkar fyrsta fundi vorum við alltaf vinkonur. Hún var þá nýgift Jóni Ágústi Jónssyni sem vann við verslun Einars Einarssonar kaupmanns í Grindavík. Jón var ljúf- ur maður og með eindæmum greiða- samur. Á því sviði mátti ekki á milli sjá hvort hjónanna hafði betur. Þá voru tvö eldri börnin fædd og ég reikna með að peningaráð hafi verið takmörkuð. En þrátt fyrir það var sannkallaður höfðingjabragur á heimilinu. Við gestum blasti smekk- legur húsbúnaður, þó íburður væri ekki mikill, en Dagga hafði góðan og dýran smekk. Ég býst ekki við að á þeim árum hafi fundist á mörgum heimilum daglaunafólks dýrasta gerð af postulínsstelli og silfurborð- búnaður frá teskeið og uppúr. Að þannig búnu borði settust gestir hjá þeim hjónum. Mikil gestakoma var á heimili þeirra hjóna og skyldi engan undra, því gestrisnin og glaðværðin mætti manni í útidyrunum. Sjaldan kom ég þar svo að einhver aðkomandi sæti ekki við kaffidrykkju og fólk væri ýmist að koma eða fara. Þau voru af- ar vinamörg og vinsæl. Dagga hafði mikinn metnað fyrir heimili sitt sem slíkt og börnin. Þau hjónin höfðu mikið bamalán. Bömin urðu þrjú, Guðm. Elvar, Jenný Klara og Svava Árný sem öll em mikið myndar- og manndómsfólk. En umfram allt góð- ar og heiðarlegar manneskjur sem seja svip á umhverfi sitt. Dagga var mikill mannvinur, allt smátt og vanburða átti hjarta henn- ar óskipt. Hún leit til þeirra sem bágt áttu og bar ekki á torg þó hún gerði smælingjum gott. Hún var svo gjafmild að oft tók hún sér til baga til að gefa öðmm. Dagga var afar skemmtileg kona. Hún hafði gaman af svo mörgu og naut til fulls þess sem í boði var. Henni þótti sérstaklega gaman að spila. Það lá við að það væri henni nautn. Bingó var líka hennar eftir- lætisskemmtun. Ferðalög og bíltúr- ar vora henni mjög að skapi. Mér era ógleymanlegar slíkar ferðir sem við hjónin fóram nokkrum sinnum með bæði þeim hjónum og svo henni einni eftir að hún varð ekkja. Eina stóra skyssu taldi hún sig hafa gert á lífsleiðinni og það var að taka ekki bílpróf. Enda sagðist hún ætla að láta það verða sitt fyrsta verk þegar hún kæmi hinumegin. Ég er viss um að hún er nú þegar farin að svipast um eftir ökukennara og miðað við vinsældir hennar hér mun henni verða auðvelt að finna einn slíkan þar. En nú er Dagga okkar öll. Ég og mín fjölskylda kveðjum hana með söknuði, miklum trega og þakklæti fyrir samfylgdina sem alltaf var Ijúf og mannbætandi. Hún miðlaði okkur eins og öllum öðrum af sjálfri sér og gaf okkur fordæmi um að taka á móti lífinu og lifa því í orðsins fyllstu merkingu. Það var hennar lífsins kúnst. Við óskum henni góðrar heim- komu þar sem ástvinir hennar taka á móti henni og biðjum góðan Guð að halda í hönd hennar í nýjum heim- kynnum eins og hann gerði ævinlega hér. Fjölskyldu hennar og öðram syrgjendum sendum við samúðar- kveðjur. Auður og fjölskylda. Elsku amma okkar. Nú er kallið komið og kveðju- stundin rannin upp. Þú sofnaðir ljúft og lygndir aftur augunum á fallegum degi. Það er erfitt að vita að þú sért far- in frá okkur en við huggum okkur við það að núna sértu komin til afa og að þið getið verið saman á ný eftir langa fjarvera. Hún amma okkar var yndislegasta amma sem maður gat átt. Þær vora margar heimsóknir okkar til ömmu og afa, fyrst niður í Artún, síðan að Heiðarhrauni 30. Alltaf voram við velkomin til þeirra og ávallt var eitthvað gott til hjá henni, kökur, kex, ekki má gleyma brjóstsykrinum og pönnu- kökur bakaði hún af snilld og var fljót að því. Áhugamál ömmu vora bingó, spil og prjónaskapur. Ofáar era lopapeysurnar, vettlingamir og sokkarnir sem þú prjónaðir á okkur til að ylja okkur. Þú varst vön að segja „kaldar hendur, hlýtt hjarta“. Það hafðir þú svo sannarlega elsku amma, um- hyggjusemin og góðmennskan var þitt merki. Við biðjum góðan Guð að varð- veita minningu ömmu okkar sem okkur þótti svo innilega vænt um.Við eigum eftir að sakna þín mikið, elsku amma, þú verður ávallt í okkar huga. Kalliðerkomið, komin er nú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimirkveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margseraðminnast, margserhéraðþakka. Guði sé lof fyrir Hðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljðta skalt. (V. Briem.) Þórhallur (Dúddi), Fjóla og Berglind. Laugardaginn 25. mars sl. lést á hjúkranarheimilinu Víðihlíð í Grindavík Dagmar Amadóttir frá Teigi tæplega áttatíu og tveggja ára að aldri. Dagmar hafði átt við nokkra vanheilsu að stríða hin síðari ár en hélt reisn sinni og glaðværð fram á hinstu stund. Hún var gift móður- bróður mínum, Jóni Ágústi Jónssyni, sem látinn er fyrir nokkram áram. Þegar ég var að alast upp þótti það eftirsóknarvert að komast í sveit á sumrin. Sveitin mín var jafnan Grindavík, heimili Nonna og Döggu. Ég man mjög vel eftir Bræðraborg, stóra og reisulegu húsi sem þeir bræður Nonni og Láras heitnir reistu sér og fjölskyldum sínum. Síð- ar reistu Nonni og Dagga húsið Ár- tún í félagi við Elvar son sinn og vora íbúar þess jafnan kenndir við það eins og önnur hús í Grindavík fyrr á áram. Það var jafnan mjög eftirsóknar- vert að komast til Grindavíkur og fá að gista. Þá var allt það besta sem til var hveiju sinni dregið fram og hald- ið að manni góðgætinu þar til maður stóð á blístri svo að strákur yrði sterkur og stór. Þessari íslensku gestrisni hélt Dagga til hins síðasta og hafði af því eilífar óþarfa áhyggj- ur að ekki væri nóg á borð borið og vildi helst af öllu að fólk tæki með sér nesti heim. Húsmóðirin vasaðist í mörgu en einna minnisstæðust era mér augna- blikin þegar heimilið fylltist af kost- gönguram og hversu sældarlegir karlamir vora í framan því ekki var sparaður við þá kosturinn. Þarna vora iðulega samankomnir 15-20 karlar samtímis, aUur matur búinn til í eldhúsinu og borinn fram í stór- um gangi í miðju húsinu þegar fjöl- mennast var. Merkilegt fannst mér hversu léttilega allt þetta var fram- kvæmt og átti þar elja og vinnusemi ásamt eðlislægu glaðlyndi og hlýju stærstan þáttinn. Þennan eiginleika hafa börnin, Elvar, Jenný og Svava, tekið í fyllsta mæli í arf og ástæða til að minnast á þessari stundu hversu mikUsverð og gefandi vináttan við þau og fjölskyld- ur þeirra hefur verið móður minni, mér og Steinunni og verður áfram þótt nú hafi sUtnað einn strengurinn. Minningin um glaðsinna dugnað- arfork og myndarkonu Ufir. Ég sendi börnunum og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðarkveðjur. Af eilífðarljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðm. Vortlíf sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Guð blessi ykkur öll. Einar Magnússon. t Faðir minn og bróðir okkar, JÓN BREIÐFJÖRÐ FRIÐLEIFSSON, Birkihlíð 4A, Hafnarfirði, andaðist á Vífilsstaðaspítala þriðjudaginn 28. mars sl. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 6. apríl nk., og hefst athöfnin kl. 13.30. Theódór Ásgeir Jónsson, Svavar Friðleifsson, Grétar Friðleifsson. + Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞORSTEINN HÖRÐUR BJÖRNSSON vélfræðingur, Bugðulæk 17, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans þriðjudaginn 28. mars. Arnheiður Einarsdóttir, Eyrún Þorsteinsdóttir, Guðmundur H. Kristinsson, Heiður Þorsteinsdóttir, Guðmundur J. Einarsson, Laufey Hrönn Þorsteinsdóttir, Isleifur Árni Jakobsson, Hörður Þorsteinsson, Margrét Þór, Arna Björk Þorsteinsdóttir, Jóhann Thorarensen, barnabörn og barnabarnabörn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.