Morgunblaðið - 01.04.2000, Page 52

Morgunblaðið - 01.04.2000, Page 52
52 LATKjXÍWAfttÍk l.’AÍ'RÍI. 200Ó MOkGt.'NífR.AÐffi MINNINGAR GESTUR EYJÓLFSSON + Gestur Eyjólfs- son fæddist á Húsatóftum á Skeið- um 11. maí 1921. Hann lést á Land- spítalanum 21. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Guðrún Sigmunds- dóttir, f. 1. júní 1889 á Vatnsenda í Vill- ingaholtshreppi, d. 28. desember 1931, og Eyjólfur Gestsson, f. 30. júlí 1883 á Ilúsatóftum, Skeið- um, d. 15. apríl 1976. Systkini Gests eru: Guðmundur, f. 23. maí 1917; Helga, f. 20. júní 1918; Sigmundur, f. 13. september 1923, d. 23. aprfl 1970; Sigurður Marteinn, f. 17. júní 1925, d. 7. ágúst 1975 og Gunnar, f. 12. jan- úar 1927, d. 10. október 1977. Hinn 11. maí 1945 kvæntist Gestur eftirlifandi eiginkonu sinni Halldóru Guðlaugu Steindórs- dóttur, f. 7. febrúar 1927 í Ós- gerði, Ölfusi. Foreldrar hennar voru Þorkelína Sigurbjörg Þor- kelsdóttir, f. 25. júlí 1894 í Skál- holti við Skálholtsstíg í Reykjavík, d. 20. aprfl 1945 og Steindór Sig- urbergsson, f. 12. júní 1890 í Fjósakoti í Meðallandi, d. 26. maí 1930. Börn Halldóru og Gests eru : 1) Eyjólfur, f. 29. ágúst 1946, börn hans : a) Áslaug Dóra, maki: Sigurður Nordal, þeirra barn: Jón. Móðir Áslaugar: Sigurþóra Stefáns- dóttir. b) Guðrún Rut, maki Lýður Guðmundsson, þeirra barn: Alexan- der. c) Gestur. Móðir Guðrúnar og Gests (skildu): Sigurbjörg Vermundsdóttir. 2) Sigrún Valgerður, f. 15. aprfl 1950, maki Sigursveinn K. Magnússon. Þeirra börn: a) Diljá; b) Ólöf, maki Amit Goyal. Þeirra barn: Madhav David Goyal. 3) Steindór, f. 26. júní 1953, maki Ólöf Jóns- dóttir. Þeirra börn: a) Halldóra Guðlaug; b) Sveinn; c) Anna Guð- rún; d) Amar Eh'; e) Ólafur Dór. 4) Guðríður, f. 15. aprfl 1956, maki Kristján B. Gíslason. Þeirra börn: a) Kristín, hennar barn: Benedikt Jökull. Faðir Benedikts Jökuls: Helgi Þór Einarsson. b) Valgerð- ur; c) Tinna; d) ívar Marteinn; e) Atli Sigurður. 5) Sigurbjöm Ár- mann, f. 21. ágúst 1964, börn hans: a) Gunnar Atli. Móðir Gunn- ars Atla: Sigurborg Atladóttir. b) Dagný Sif; c) Anna Marfa; d) Linda Dögg. Móðir þeirra (skildu): Sigríður Anna Hjartar- dóttir. Utför Gcsts fer fram frá Hvera- gerðiskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Það dýrmætasta sem við öðlumst á lífsleiðinni er samvera með fólki sem gefur af sér og stendur fyrir þau lífsgildi sem þroska okkur og efla. Lífsgildi sem blása okkur í brjóst trúna á kærleika, heiðarleika og umhyggju hvert fyrir öðru. Elskulegur faðir minn, Gestur Ey- jólfsson, sem lést eftir erfiða sjúk- dómslegu, hafði í ríkum mæli já- kvæða og heilbrigða sýn á lífið. Og í hjarta mínu finn ég að sá tómleiki sem hefur gagntekið mig við fráfall föður míns er að víkja fyrir björtum og fallegum minningum um góðan mann. Á æskuárunum var hann veill til heilsu, og þegar hann var tíu ára gamall dó móðir hans og stóð afi einn uppi með börnin. Helga systir hans gekk þá í hús- móðurstarfið og hún ásamt afa og móðursystur sinni, Ingibjörgu Sig- mundsdóttur, sem reyndist þeim ákaflega vel, hélt utan um heimilið. Eg held að það lífsviðhorf sem einkenndi föður minn hafi byrjað að mótast á þessum árum, i samvist- um við fólk þar sem umhyggja hvert fyrir öðru var i fyrirrúmi. Heilsu náði hann á ný, iðkaði íþróttir og tók meðal annars þátt í fimleikasýningu á landsmóti ung- mennafélaganna í Haukadal 1940. Arin 1939-1940 er faðir minn í skóla í Reykholti í Borgarfirði og 1940-1942 er hann við verslunar- störf í Reykjavík og á Djúpuvík. 1943 vann hann við jarðboranir með bræðrunum Sveini og Aðal- steini Steindórssonum og kynntist þá systur þeirra, Halldóru Guð- laugu. Þau kynni voru gæfuspor beggja og giftu þau sig 1945 og hófu búskap í litlu húsi við Hvera- hlíð í Hveragerði sem hét Borg. 1954 festu foreldrar mínir kaup á garðyrkjustöð í Hveragerði og þau ráku garðyrkjustöðina allt til ársins 1993, en Steindór, sonur þeirra, hefur rekið hana síðan. Á fimmta áratugnum hóf faðir minn að fara í söluferðir með blóm og grænmeti til Suðurnesja og fljótlega fór Aðal- steinn mágur hans að fara með honum. Þetta voru vikulegar ferðir og fyrst í stað voru flestir þéttbýlis- staðirnir á Suðurnesjum heimsóttir , en síðar varð Keflavík og þá Njarðvík aðaláfangastaðurinn. Oft var líf og fjör í kringum blómabíl- inn, enda um nýmæli að ræða og varan fersk og ódýr. Vina- og kunn- ingjahópurinn á Suðurnesjum var orðinn æði fjölmennur eftir því sem árin liðu. Síðar myndaðist þarna ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar. Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sverrir Einarsson útfararstjóri. sími 896 8242 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Á._________________...................................... ;......... ....-J Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Bóbó Frederiksen útfararstjórí. sími 895 9199 dálítið markaðstorg þar sem fleiri komu sér fyrir við hliðina á blóma- bílnum og buðu til sölu ýmiskonar varning. Þessum ferðum er haldið áfram enn þann dag í dag. Þessi torgsala hefur nú verið stunduð í u.þ.b. 45 ár og mun starfsemi af þessu tagi, í svo langan tíma, vera einsdæmi í atvinnusögu landsins. Faðir minn var félagslyndur maður og fjölhæfur. Hann lét málefni bæj- arins sig nokkru skipta, einkum hvað varðaði skóla- og uppeldismál. Um skeið sat hann í skólanefnd og barnaverndarnefnd. Eins og fyrr sagði stundaði hann íþróttir meðan heilsan leyfði, og áhuga á íþróttum hafði hann alla tíð. Hann hafði mik- inn áhuga fyrir leiklist og starfaði með Leikfélagi Hveragerðis um árabil. Þar var honum falið að fara með mörg stór hlutverk og fórst honum það vel úr hendi. Þessi leikl- istaráhugi hans smitaði inn á heim- ilið og við fundum hve mikils virði þetta starf var honum og einkum samstarf hans við kröfuharða leik- stjóra þ.á.m. Gísla Halldórsson. Pabbi hafði unun af söng og tónlist frá barnsaldri. Hann tók það í arf frá móður sinni sem bæði lék á or- gel og hafði fallega söngrödd. Þetta áhugamál pabba fylgdi honum alla tíð. Hann söng tenór í kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarkirkju í áratugi og síðustu árin söng hann í Kór eldri borgara á Selfossi sér til mikillar ánægju. Árið 1982 varð faðir minn fyrir hjartaáfalli og hann fór til London í hjartaupp- skurð. Uppskurðurinn tókst nokk- uð vel og átti hann mörg góð ár eft- ir uppskurðinn. Já, hann er okkur erfiður sá endanlegi aðskilnaður sem fráfall ástvinar er, en faðir minn skildi eftir sig fjársjóð handa okkur sem unnum honum og þekkt- um hann. Ég er auðugur af falleg- um minningum um mann, sem hafði ríka réttlætiskennd og mátti ekkert aumt sjá. Ég á minningar um góðan föður sem ásamt móður minni lagði mikið á sig til þess að sjá fjölskyldu sinni farborða, en hafði þó alltaf tíma fyrir okkur systkinin í starfi og leik. í pabba áttum við félaga og vin sem við gátum treyst. Ég minn- ist glaðsinna manns sem ætíð var jákvæður. Ég minnist líka voranna þegar spörfuglarnir hófu söng sinn, en þá var pabbi í essinu sínu, vegna þess að hann var maður vorsins. Gæt þessa dags því að hann er lífið lífið sjálft. Og í honum býr allur veruleikinn og allur sannleikur tilverunnar unaður vaxtar og grósku dýrð hinna skapandi verka Ijómi máttarins. Því að gærdagurinn er draumur og morgundagurinn hugboð en þessi dagur í dag sé honum vel varið umbreytir hverjum gærdegi í verðmæta minningu og hverjum morgundegi í vonarbjarma. Gæt þú því vel þessa dags. (úr Sanskrít.) Elsku pabbi, þú gættir vel að hverjum degi, og við sem nú höld- um áfram okkar leið, höfum fengið okkar veganesti. Hafðu þökk fyrir. Læknum og hjúkrunarfólki á Landspítalanum þökkum við fram- úrskarandi aðhlynningu. Einnig eiga læknar og starfsfólk Heilsu- gæslustöðvarinnar í Hveragerði bestu þakkir skilið. Fyrir hönd móður, systkina og fjölskyldna, Eyjólfur Gestsson. Elsku afi minn, þú ert nú farinn á góðan stað þar sem þú þarft ekki að þjást meira. Ég er glöð að þú sért á stað sem ég veit hvar þú ert og ég vona að þú vakir yfir mér sem engill. Alltaf þegar við komum til Hveragerðis varst þú svo glaður að fá okkur úr Keflavíkinni og þeg- ar þú varst ekki inni þá varst þú í gróðurhúsinu og ég hljóp til þín, þar varst þú að snyrta rósir og tókst utanum mig. Alltaf var gaman að koma til ykkar ömmu. Ég gleymi ekki hvað þér fannst gott að borða brauð með eplum. Elsku besti afi minn, ég mun ávallt elska þig og sakna þín. Afi, takk fyrir alla umhyggju og ást. Þín Tinna. í dag kveðjum við afa í Hveró. Heimili afa og ömmu stóð okkur alltaf opið og alltaf var sama gleðin og umhyggjan þegar þangað var komið. Afa þótti alveg ótrúlega vænt um öll barnabörnin sín og var sú vænt- umþykja svo sannarlega endur- goldin. Hann var ótrúlega duglegur bæði í vinnu og frístundum enda hefur maður nú oft heyrt leikara- og söngsögurnar af honum. Það var alltaf mikil tilhlökkun hjá okkur að fara í Hveró enda var alltaf vel tekið á móti okkur, amma alltaf tilbúin með kræsingar, afi úti i gróðurhúsi og alltaf vorum við fljót að hlaupa til hans og kyssa hann. „Greyin mín gráu á höldun- um bláu“ var afi vanur að segja þegar við reyndum að plata hann í eitthvað, t.d á góðum sumardegi þegar okkur langaði í is. Elsku afi, ég kveð þig nú með söknuði og þakka fyrir að hafa fengið að vera með þér öll þessi ár. I lokin vil ég senda þér þessar ljóð- linur. Eg sendi þér kæra kveðju, nú er komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu af hafa þig hér og það er svo margt að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfrnn ú heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guð blessi þig, elsku afi minn. Elsku amma, guð styrki þig í sorg- inni, hugur minn er hjá þér. Valgerður Kristjánsdóttir. Góður vinur minn og vandamað- ur er látinn, mágur minn, Gestur Eyjólfsson. Það mun hafa verið árið 1943 er ég heyrði fyrst þessa góða manns getið. Minningarnar streyma fram, hver af annarri, svo það er úr vöndu að ráða hverri þeirra á að sinna og festa á blað, en eitt er víst að allar eru þær góðar. Sveinn heit- inn, bróðir minn, kynnti Gest fjöl- skyldunni, en þeir unnu saman að jarðborunum fyrir heitu vatni að Húsatóftum á Skeiðum. Þeir féllu vel saman, báðir bráðskemmtilegir ungir menn, sannkallaðir grínarar. Er ekki að orðlengja það að Dóra systir mín og Gestur urðu par. Gestur kom úr stórum systkinahóp, þau urðu sjö systkinin, eitt dó ný- fætt, upp komust fimm bræður og ein systir. Sorgin gleymir engum. Gestur missir móður sína 10 ára gamall. Hann var ekki fyrir að víla eða vola, en þessu sorgartímabili held ég að hann hafi ekki átt gott með að gleyma. Börnin áttu góðan föður. Eyjólfur var ljúfur og góður maður. Svo var það gæðakonan góða, Ingibjörg Sigmundsdóttir, móður- systir Gests, er tók sig upp á vorin í mörg ár með son sinn, Sigmund Ragnar Helgason, og dvaldi sumar- langt hjá fjölskyldunni á Húsatóft- um. Var hún virt og elskuð af frændfólkinu. Tímar líða. Gestur var við nám í Reykholtsskóla. Hann var góður íþróttamaður á sínum yngi-i árum. Hann vann tvö sumur á Djúpavík sem verslunarmaður hjá Alliance hf. og um tíma sem slíkur í Kiddabúð við Bergstaðast- ræti. Nú fara hlutirnir að gerast hratt. Gestur festir kaup á húsinu Borg í Hveragerði, nú Hverahlíð 8. Hinn 11. maí árið 1945, taka þau Dóra og Gestur sér ferð á hendur til Reykjavíkur í ákveðnum erinda- gjörðum. Við Steini fórum með þeim upp á Freyjugötu 17, til séra Sigurbjörns Einarssonar og frú Magneu. Þar voru þau gefin saman í heilagt hjónaband, sem að varað hefur í tæp 55 ár. Seinna þennan dag ókum við þeim austur á gamla Eskininum. Ég gleymi aldrei hversu mildur vorúðinn var á leið- inni yfir heiðina. Á Borginni feng- um við kaffi og pönnukökur. Síðan hurfum við til okkar heima og þessi elskulegu ungu hjón byrjuðu að búa. Borginni fylgdi nokkuð stór lóð og þar var lítið gróðurhús þar sem Gestur ræktaði blóm og græn- meti. Hann plantaði líka mörgum trjáplöntum á lóðinni. Þessi tré hans Gests hafa oft veitt okkur sem búum í næsta nágrenni gott skjól, það getur stundum kulað af norðri þótt sumar sé. Á Borginni búa þau í nokkur ár. Þar fæðast þrjú elstu börnin, Eyjólfur, Sigrún og Stein- dór. Gestur fer að vinna á garð- yrkjustöðinni Akri hjá Snorra Tryggvasyni og Brynhildi Jóns- dóttur. Vinnur hjá þeim um tíma, en kaupir síðan af þeim hluta af stöð- inni árið 1954, sem varð garðyrkju- stöð Gests Eyjólfssonar. Þarna var ævistarfið unnið. Margar eru sölu- ferðirnar að baki, alla föstudaga má segja allt árið um kring til Kefla- víkur. Aðalsteinn, mágur hans, var með honum í þessum ferðum í mörg ár. Voru þeir aufúsugestir þar syðra. Margir komu við í stöðinni hjá þeim hjónum og myndaðist kunn- ingsskapur við ýmsa er þangað komu. Gestur var mjög prúður maður og elskulegur og tók öllum vel sem að garði bar. Rósirnar hans voru í sérflokki. Hann bjó til falleg- ar blómaskreytingar. Jólaundir- búningurinn var fullkominn, þegar jólaskreytingin frá Gesti og Dóru var komin. Þó held ég að sú er ég fékk um síðustu jól hafi verið sú fal- legasta. Máske hefur það verið til- finningin fyrir því að þær yrðu ekki fleiri. Eftir nokkurra ára búsetu á Borginni byggðu þau hús við garð- yrkjustöðina, Heiðmörk 42. Þar bjuggu þau í nokkur ár, en þar kom að fjölskyldan sprengdi utan af sér og byggðu þau annað hús beint á móti að Hveramörk 2. Þá voru börnin orðin fimm, Guð- ríður og Sigurbjörn höfðu bæst í hópinn. I hálfa öld eða rúmlega það, hef- ur Gestur unnið við garðyrkju. Hygg ég að hann eigi metið í stétt- inni í Hveragerði. Fyrir 2-3 árum lét hann stöðina af hendi til Steind- órs, sonar síns, og konu hans, Ólaf- ar. Við þau tímamót fluttu þau aft- ur yfir götuna í gamla húsið. Heilsa Gests var þá farin að bila að ráði. Hér áður fyrr tók Gestur virkan þátt í félagslífinu í Hveragerði. Lék í mörg ár með leikfélaginu og söng í kirkjukór Kotstrandar og Hvera- gerðis. Hann var söngglaður maður, hafði mjög góða rödd. Síðustu árin á meðan heilsan leyfði, söng hann með kór eldri borgara á Selfossi. Gestur elskaði sólina og vorið. Þau hjónin fóru nokkrar sólar- landaferðir, kom hann alltaf endur- nærður til baka. Við Steinþór fór- um eina slíka ferð með þeim hjónum til Portúgal og var það góð ferð. Fyrir átján árum fór Gestur í hjartauppskurð til London og voru nú tvísýnar horfur með bata. En þessa framlengingu fékk hann blessaður, þótt oft hafi horft í tvísýnu með heilsuna síðan þetta skeði. Gestur minn stóð ekki einn í lífsbaráttunni, með Guðs og góðrar konu hjálp var tekist á við það sem að höndum bar. Hann var mikill fjölskyldumaður, naut sín vel í návist afkomenda sinna. Það hefur alltaf verið innilegur vinskapur milli heimila okkar og muna börnin mín ekki fyrr eftir sér en að Dóra og Gestur og þeirra börn komi við sögu og sakna þau hans innilega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.