Morgunblaðið - 01.04.2000, Qupperneq 54
54 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000
MINNINGAR
MORG UNBLAÐIÐ
+ Guðbrandur Jón
Frímannsson
fæddist í Neskoti,
Haganeshreppi í
Skagafirði, 26. maí
1922. Hann lést á
Vífilsstaðaspítala
20. mars síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Jósefina
Jósefsdóttir, f. 18.
janúar 1893, d. 6.
október 1957, og
Frímann Viktor
Guðbrandsson, f. 12.
janúar 1892, d. 5.
maí 1972. Jósefína
og Frímann bjuggu lengst af á
Austara-Hóli í Fljótum, Skaga-
firði. Systkini Guðbrands eru: Jón
Frímann, f. 12. mars 1913, d. 6.
júní 1994; Katrín Sigríður, f. 12.
júlí 1914, d. 9. júlí 1992; Jórunn
Normann, f. 12. júlí 1915; Sigur-
björn, f. 26. apríl 1917; Ásmund-
ur, f. 31. júlí 1919; Stefanía Anna,
f. 23. nóvember 1920, d. 27. mars
1993; Gestur Árelíus, f. 28. febr-
úar 1924; Þórhallur Jón, f. 9.
Jæja, elsku afi minn, nú ertu far-
inn frá okkur eftir erfítt veikinda-
stríð. Þegar pabbi færði mér þær
fréttir að þú værir dáinn, kom svo
margt upp í hugann, svo margar
góðar minningar um þig, afi minn.
Þá fór ég að hugsa um þegar ég sá
þig í síðasta sinn. Það var þegar þið
amma voruð að fara suður og þú að
fara í rannsókn á Landspítalann. Þá
voru Frímann, mamma og pabbi að
fara með ykkur á flugvöllinn. Þú
kvaddir alla svo hlýlega og þegar þú
kvaddir mig þá sagðir þú: „Bless
elskan, og farðu nú vel með þig.“
„Sömuleiðis og gangi þér vel,“ sagði
ég. Það var það síðasta sem við töluð-
um saman.
Amma var þér stoð og stytta. Hún
fór með þér allt sem þú þurftir að
fara og studdi þig í þínum veikind-
um.
Ég kom svo oft í Grenihlíðina til
ykkar ömmu, dinglaði bjöllunni og
beið eftir að einhver kæmi til dyra.
Þá heyrði ég fallegt blístur sem nálg-
aðist og svo opnuðust dyrnar. Þegar
ég heyrði blístrið þitt þá var Ijóst að
þú værir heima og værir að koma til
dyra. Ég öfundaði þig svo af þessu
blístri. En nú er allt breytt, þú hefur
fengið hvíldina eftir þín erfiðu veik-
indi sem þú talaðir svo h'tið um og
sagðir alltaf: „Það er allt í lagi með
mig.“ Svonavarstu alltaf.
Þegar ég var lítil og þið amma átt-
uð heima á Fomósnum, var ég alltaf
hjá ykkur þegar mamma og pabbi
fóru í ferðalög með Karlakómum
Heimi. Þegar ég fór að sofa, sastu
alltaf hjá mér og last bænimar með
mér. Það eru svo margar góðar
minningar um þig sem ég tel ekki
+ Ragnheiður Briem fæddist í
Reykjavík 3. febrúar 1938.
Hún lést á Landspi'talanum 19.
mars siðastliðinn og fór bálför
fram í kyrrþey.
Við viljum í örfáum orðum minn-
ast eins besta kennara sem við höf-
um nokkm sinni kynnst. Fyrir sex-
tán ára nýnema í Menntaskólanum
er dýrmætt að fá að kynnast jafn-
miklum höfðingja og Ragnheiði
Briem. Það em ekki margir kennar-
ar í framhaldsskóla, ef nokkrir, sem
láta sér jafnannt um nemendur sína
og Ragnheiður. Flestir urðu hissa
þegar hún bað okkur um að skila
segulbandsspólu um leið og við skil-
uðum til hennar okkar fyrstu rit-
gerð. Ragnheiði fannst nefnilega
ekki nóg að gefa bara einkunn og
strika í ritgerðina með rauðu á
stöku stað. Nei, hún las inn á spól-
ágúst 1925, d. 30. des-
ember 1949; Hafliði,
f. 7. júní 1927; Guð-
mundur, f. 25. apríl
1929; Benedikt, f. 27.
júlí 1930; Sveinsína, f.
17. október 1931;
Zophanfas, f. 18. júlí
1933; Pálína, f. 10.
janúar 1935; og
Regína, f. 23. júlí
1936.
Guðbrandur
kvæntist 17. maí 1953
Hallfn'ði Eybjörgu
Rútsdóttur, f. 8. nóv-
ember 1927, á Sauð-
árkróki. Börn þeirra eru: 1) And-
vana sonur, f. 1950, 2) Frfmann
Viktor, f. 1953, rafvirki á Sauðár-
króki, maki Auður Valdimars-
dóttir röntgentæknir. Börn
þeirra eru: Vala, f. 1980, Ester, f.
1982, og Guðbrandur Viktor, f.
1992. 3) Margrét Sveinsína, f.
1956, skólaliði Varmahlfð, maki
Stefán Reynir Gislason tónlistar-
kennari. Börn þeirra eru Halla
Rut, f. 1977, sambýlismaður Stef-
upp núna í þessum minningarorðum
heldur geymi í hjarta mínu.
Ég er þess fullviss að nú líður þér
vel og mig langar að enda þetta á
bænunum okkar sem við lásum svo
oft saman.
Láttu nú Ijósið þitt,
logaviðrúmiðmitt,
hafðuþarsessogsæti,
signaður Jesúsmæti.
(Höf. ók.)
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessum þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginniyfirminni.
(Sig. Jónsson.)
Guð blessi þig, afi minn.
Þín
Sara Katrín.
„Þó ég sé látinn, harmið mig ekki
með tárum. Hugsið ekki um dauð-
ann með harmi og ótta, ég er svo
nærri að hvert ykkar tár snertir mig
og kvelur. En þegar þið hlæið og
syngið með glöðum hug, lyftist sál
mín upp í mót til Ijóssins. Verið glöð
og þakklát fyrir allt sem lífið gefur,
og ég tek þátt í gleði ykkar.“ (Höf.
ók.)
Okkar elskulegi afi er látinn eftir
hetjulega baráttu við illvígan sjúk-
dóm og hefur nú hlotið hvíld og frið.
Þegar mamma hringdi frá Vífils-
staðaspítala og bað okkur að koma,
vissum við í hvað stefndi og erum
guði þakklátar fyrir það að hafa get-
að kvatt elskulegan afa okkar áður
en hann kvaddi þennan heim og nú
vitum við að honum líður vel þar sem
una tíu til fimmtán mínútna umsögn
þar sem hún bæði hrósaði því sem
vel var gert og gerði athugasemdir
við það sem betur mátti fara. Þetta
gerði hún fyrir hundrað manns.
Setningafræði og stafsetning eru
ekki uppáhaldsfög margra en Ragn-
heiði tókst að vekja hjá okkur áhuga
og metnað fyrir þessum fögum og sá
til þess að í dag erum við án efa mun
betur talandi og skrifandi en ef
hennar hefði ekki notið við. Það er
þó ekki bara kennarinn Ragnheiður
sem við minnumst heldur persónan
Ragnheiður sem gaf okkur svo
margt annað en góða kunnáttu í ís-
lensku. Hún var glæsileg, hlýleg og
yndisleg og kom fram við nemendur
af einstakri virðingu og vináttu.
Aðstandendum vottum við okkar
dýpstu samúð.
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
og Sigurlína Valgerður
Ingvarsdóttir.
án Örn Guðmundsson; Guðrún, f.
1978, d. sama ár; Berglind, f.
1979, sambýlismaður Birkir Már
Árnason; Sara Katrín, f. 1985. 4)
Guðbrandur Jón, f. 1964, tónlist-
arkennari Sauðárkróki, sambýlis-
kona Sigurlaug Vordís Eysteins-
dóttir nemi. Börn hans með
Sólveigu Maríu Hjaltadóttur, An-
íta, f. 1985, og Andrea, f. 1990. 5)
Einnig dvaldist hjá þeim hjónum
Baldvin Kristjánsson, f. 1944,
bankastarfsmaður, frá átta ára
aldri um nokkurra ára skeið,
maki Jóna Björg Heiðdals leik-
skólastarfsmaður. Börn þeirra
eru Kristján, f. 1968, sambýlis-
kona Karen Emilía Jónsdóttir,
börn þeirra: Baldvin Már, f. 1992,
Jónbjörg Erla, f. 1996; Róbert
Páll, f. 1972; Margrét, f. 1979,
sambýlismaður Jón Svanur
Sveinsson, barn þeirra: Sveinn
Máni, f. 1998.
Guðbrandur lauk námi í raf-
virkjun við Iðnskólann á Sauðár-
króki 1955. Hann starfaði hjá
Rafveitu Sauðárkróks og Raf-
magnsveitum ríkisins frá 1949-
1973. Síðar slökkviliðsstjóri hjá
Brunavörnum Skagafjarðar frá
1973 til starfsloka 1993.
Utför Guðbrands fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
hann er núna og er laus við allar
þjáningar.
Margar góðar minningar streyma
upp í hugann á stundu sem þessari.
Állar góðu stundimar sem við áttum
saman þegar þú varst hjá okkur á
Ásbrautinni og margar eru minning-
amar að Fomósnum, allur söngur-
inn og gleðin sem þar ríkti og em
lögin ófá sem þú kenndir okkur,
elsku afi, og er okkur minnisstæðast
„Sofðu unga ástin mín“. Einnig eru
minnisstæðir allir gömlu dansamir
sem við dönsuðum og allar sjoppu-
ferðimar sem við fómm til að kaupa
súkkulaði. Alltaf var áhugamálum
okkar sýndur mikill áhugi. Þar má
nefna alla körfuboltaleikina sem
hann mætti á til að horfa á okkur
spila, alla tónleikana sem afi og
amma mættu á í Varmahlíð og jafn-
vel alveg út í Hofsós og einnig em
minnisstæðar allar heimsóknirnar
heim til okkar í Varmahlíð þegar við
vomm litlar, hversu sárt okkur þótti
og hversu mikill grátur var þegar afi
og amma héldu til síns heima úr
heimsókninni.
Þegar við fómm í fjölbraut, þá
beið afi æði oft fyrir utan til að sækja
okkur í morgunkaffi og í vondum
veðmm kom ekkert annað til greina
en að keyra okkur í skólann og alltaf
fengum við hrós þegar vel gekk í
skólanum.
Hann afi okkar hafði alltaf verið
heilsuhraustur þar til þessi illvígi
sjúkdómur herjaði á hann. Hann var
alltaf jákvæður, sama hvað á gekk.
Hann var svo staðráðinn í því að rífa
sig upp úr þessum veikindum, vonin
var alltaf til staðar.
Elsku amma, við biðjum guð að
styrkja þig, þú ert búin að standa þig
Skilafrestur
minningar-
greina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum íyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útmnninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
eins og hetja og gefa okkur öllum svo
mikinn styrk.
Við viljum kveðja elskulegan afa
okkar í hinsta sinn með þessu ljóði
sem okkur finnst svo fallegt.
Eg sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt
Þig umvefji blessun og bænir,
égbiðaðþúsofirrótt
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þásælteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikmda viðjum,
þínverölderbjörtáný.
Eg þakka þau ár sem ég átti
þáauðnuaðhafaþighér.
Og það er svo margs að minnast
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
oglýsirumókomnatíð.
(Þórunn Sig.)
Vertu sæll, elsku afi. Guð blessi
minningu þína.
Þínar
Halla Rut og Berglind.
Sem þá á vori sunna hlý
sólgeislum lauka nærir
og fífilkolli innan í
óvöknuð blöðin hrærir,
svo vermir fógur minning manns
margt eitt smáblóm um sveitir lands,
fijóvgar og blessun færir.
(Jónas Hallgr.)
Elskulegur vinur, Guðbrandur
Frímannsson, er látinn.
Þegar við hjónin kvöddum hann í
haust á Sauðárkróki, var hann glað-
ur og kátur, með sitt bjarta bros og
hlýja handtak. Við höfðum átt yndis-
lega stund með þeim hjónum Höllu
og Brandi, þar sem Brandur lék á als
oddi og þuldi yfir okkur vísur og
sagði frá skemmtilegum atburðum.
Það voru því illar fréttir, sem við
fengum skömmu síðar af veikindum
hans.
Ég talaði nokkrum sinnum við
hann í síma eftir að hann veiktist og
alltaf bar hann sig vel. Var auðheyrt
að víl var honum ekki í huga, heldur
kostaði hann huginn að herða.
Brandur hefði orðið 78 ára á þessu
ári og er nú um það bil hálf öld síðan
ég kynntist honum en það var þegar
hann giftist Hallfríði Rútsdóttur.
Halla tengdist fjölskyldu minni á
Sauðárkróki lítil telpa og hafa þau
bönd aldrei slitnað og hafa þau
Brandur og þeirra böm og bama-
böm verið sem partur af minni fjöl-
skyldu. Þau sýndu það líka í verki
þegar faðir minn var orðinn veikur
og kominn á Dvalarheimilið á Sauð-
árkróki, bæði með því að heimsækja
hann og fylgjast með honum og
marga bíltúrana var Brandur búinn
að fara með hann um Krókinn og
enduðu þau ferðalög venjulega í kaffi
hjá Höllu.
Ég flaug mikið norður þessi árin
og þá var það venjulega Brandur
sem beið eftir mér á flugvellinum og
þá var líka farið með mig heim þar
sem Halla beið með kaffið, en þeir
sem til þekkja vita hvað það þýðir.
Það er margt og mikið að þakka.
Guðbrandur Frímannsson var
mikill mannkostamaður. Ég held að
ég hafi aldrei kynnst nokkrum
manni, sem hefur verið jafn viljugur
að hjálpa öðrum. Hugsunarsemi og
tillitsemi við aðra var honum í blóð
borin. Hann var líka glaður og
skemmtilegur og eins og sannur
Skagfirðingur gat hann bæði sungið
og leikið og ekki eru mörg ár síðan
hann steig síðast á fjalirnar. Gamall
var orð sem passaði ekki við Brand.
Hann var ungur í anda, útliti og
hreyfingum. Síðustu árin voru þau
hjón bæði í kór aldraðra á Sauðár-
króki og höfðu mikla ánægju af.
Tónlistin var mikill gleðigjafi beggja
og setti mikinn svip á þeirra heimilis-
líf.
Á síldarárunum keyrði Brandur
rútu milli Siglufjarðar og Sauðár-
króks, sem í þá daga var töluvert
ferðalag. Siglufjarðarskarð þá
nýopnað fyrir bílaumferð. Vegirnir
mjóir og brattir og sýndust mörgum
óárennilegir. Það sauð á bílunum af
erfiðinu og bílstjórarnir lentu oft í
erfiðleikum. Þá var gott að vera úr-
ræðagóður og að hafa létta lund.
Þar sem ég var alin upp í báðum
GUÐBRANDUR JÓN
FRÍMANNSSON
RAGNHEIÐUR
BRIEM
þessum kaupstöðum og fór oft sem
lítil stelpa yfir Skarðið, þá hafði ég
afskaplega gaman af að heyra Brand
segja frá þessum árum, frá fólki og
atburðum. Allt var græskulaust þó
alltaf væri stutt í húmorinn.
Brandur var alinn upp á Austara-
Hóli í Fljótum. einn af 16 systkinum.
Hann settist að á Sauðárkróki 1945
og 1948 settu þau Halla saman bú.
Eftir að hann hætti atvinnuakstri,
lærði hann rafvirkjun og vann eftir
það við Rafveituna á Sauðárkróki.
Árið 1973 hóf hann vinnu hjá Bruna-
vörnum Skagafjarðar og var slökk-
viliðsstjóri þar til hann lét af störfum
vegna aldurs.
Það er mikil gæfa að hafa kynnst
Guðbrandi Frímannssyni og hafa átt
vináttu hans öll þessi ár.
Við hjónin kveðjum hann með
söknuði og sendum Höllu og bömum
þeirra, Frímanni, Margréti, Guðbr-
andi og þeirra fjölskyldum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Guðný Þórðardóttir
og Grétar Guðbergsson.
Einn hluti af því að eldast er að
kveðja samferðamenn. Við spyrjum
hver sé næstur en sem betur fer fá-
um við ekki svör. Þetta leitar á hug-
ann þegar við kveðjum Guðbrand J.
Frímannsson. Ég kýs að tala um
hann sem Brand.
1947 hitti ég Brand fyrst er ég rak
hótelið á Hofsósi á vegum Kaupfé-
lags Austur-Skagfirðinga. Baldvin
Kristinsson var með rútuferðir á
milli Varmahlíðar og Siglufjarðar og
„drengimir hans“ höfðu þar við-
komu.
„Drengirnir hans“ voru Brandur,
Svafar Helgason, Svavar Einarsson
og Gunnar Þórðarson og heima á
Krók voru Kristján og Bragi. Öllum
þessum mönnum, sem áttu bílinn og
því sem honum fylgdi að áhugamáli,
var Sólarborg á Sauðárkróki aðsetur
en þar var Þorfinna húsmóðir. I
þessu samfélagi var margt brallað.
Kæri vinur, sem ert kvaddur hér.
Þínir gömlu vinir frá Sólarborg vilja
segja við þig: Kæra þökk fyrir árin
sem við áttum saman.
Samveru okkar Brands var ekki
lokið með veru minni sem hótelstýru
á Hofsósi. Einn af strákunum hans
Balda tók sér stöðu í hjarta mínu og
1950 gengum við Gunnar Þórðar í
hjónaband. Það sama ár var byrjað á
byggingu Hólavegar 17. Brandur
átti byggingarleyfi, sem lágu ekki á
lausu á þeim tíma. Samkomulag varð
um að fá leyfinu breytt í leyfi fyrir
tvíbýlishús og sýnir þar vel hina
traustu vináttu sem ríkti. Þeir vinir
hófu undirbúning að húsinu og tóku
til starfa. Húsið var byggt upp á
skömmum tíma og við Halla fluttum
inn í hálfklárað hús. Drengimir okk-
ar, Brandur og Gunnar, héldu áfram
að byggja yfir okkur og nokkru síðar
var þakinu lyft og uppi á lofti komu
herbergi.
Samvera okkar var góð, við Halla
áttum margar stundir saman en
Brandur var mörg ár í héraðslög-
reglunni meðan Gunnar var hér yfir-
lögregluþjónn. Voru þeir þá oftast að
vinna um helgar á ballvöktum en við
Halla skruppum stundum á ball.
Alltaf var Brandur hýr á svip þegar
við birtumst.
Brandur var afar léttur í lund, allt-
af stutt í glens. Þau hjón voru bæði
söngvin og störfuðu í kórum hér á
Sauðárkróki, nú síðast í kór aldr-
aðra.
Börnin okkar áttu margar stundir
saman, sérstaklega Margrét og
Birna Þóra.
Snemma í búskapartíð Höllu og
Brands dó Margrét Valdimarsdóttir,
vinkona Höllu, og lét eftir sig son
sem Baldvin Kristjánsson heitir.
Halla og Brandur tóku hann að sér
og ólu hann upp og var hann ávallt
eins og eitt af þeirra bömum.
Að ég segi þessa sögu gefur okkur
sýn í samferð okkar Gunnars með
Brandi og Höllu. Við bjuggum ára-
tugi undir sama þaki sem við komum
upp í sameiningu.
Þar ólust bömin okkar upp saman
og mynduðu ævarandi vináttu. Við
eigum svo margt sem muna skal.
Kæri vinur. Þú ert kvaddur með
kærri þökk fyrir samfylgdina. Fjöl-
skyldu þinni biðjum við blessunar.
Júfríður, Gunnar og dætur.