Morgunblaðið - 01.04.2000, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 57
MINNINGAR
BÖÐVAR ÁMUNDASON
OG MARGRÉTINGIBJÖRG
THEODÓRSDÓTTIR
+ Böðvar
Ámundason
fæddist í Dalkoti á
Vatnsnesi í V-Húna-
vatnssýslu 1. janúar
1917. Hann lést á
Landspítalanum 24.
janúar si'ðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Fossvogs-
kirkju 4. febrúar.
Margrét Ingi-
björg Theodórsdótt-
ir fæddist í Dalkoti á
Vatnsnesi í V-Húna-
vatnssýslu 23. júní
1919. Hún lést á
Sjúkrahúsi Hvammstanga 14.
mars síðastliðinn og fór útför
hennar fram frá Hvammstanga-
kirkju 21. mars.
Böðvar föðurbróður minn hefur
gengið veg lífsins á enda. Við andlát
hans rifjast upp og ylja góðar minn-
ingar og þakklæti. Hann var af þeirri
kynslóð sem hefur lagt allt sitt í að
gera mína kynslóð að því sem við er-
um og vona ég að við séum þess
megnug að flytja þá hlýju, góðvild og
hvatningu sem Böðvar bjó yfir til
framtíðar. Var ekkert til sparað af
hans hálfu en þó þekkti hann hvað
var að hafa lítið því tæpast var um
annað að ræða í bemsku og æsku
hans. Böðvar var nýársbarn í stórum
systkinahóp sem ólst upp í Dalkoti í
Hlíðardal á Vatnsnesi. Einn harðasti
vetur í manna minnum var ári eftir
fæðingu hans, og hefur án efa verið
þröngt í búi hjá ömmu og afa í Dal-
koti, það segir sig sjálft. Þegar Böðv-
ar rifjaði upp liðna tíma af frásagnar-
list sem honum var einum lagið brást
röddin á stundum en oftast var létt-
leikinn, gamansemin og það spaugi-
lega sem hann hafði fram að færa,
allt var svo Ijóslifandi og gott og eig-
um við systkinin og fjölskyldur góðar
minningar um föðurbróður okkar.
Skólaganga Böðvars var eins og
tíðkaðist í hans ungdæmi, en skóla
lífsins nýtti hann vel. Böðvar var
ávallt tilbúinn að tileinka sér nýjung-
ar, man ég eftir hvað mikinn áhuga
hann hafði á að efla íslenskan iðnað.
Fyrir norðan vann Böðvar þau störf
sem buðust, einkum bifreiðaakstur
og fólksflutninga. Hann átti góðar
minningar þar um og var nafn Daní-
els Markússonar vinar hans oft nefnt
í þeirri umræðu. Um 1940 flutti
Böðvar til Reykjavíkur og nokkru
síðar gerðist hann slökkviliðsmaður
á Reykjarvíkurflugvelli. Þar var
hans starfsvettvangur í fjóra áratugi
en síðustu starfsárin vann hann hjá
Olís. Hann var félagslyndur, var í
Félagi slökkviliðsmanna, Húnvetn-
ingafélaginu í Reykjavík og þar sem
hann gat lagt góðum málum lið.
Böðvar unni börnum sínum og mikil
var gleði hans þegar hann varð afi.
Böm Stínu og fjölskyldur þeirra
hafa notið ástríkis Böðvars, ánægju-
legt var að fylgjast með hvernig
þeim lánaðist að sameina stórfjöl-
skylduna. Böðvar var einstaklega
bamgóður, þess nutum við systkinin.
Góður var hann lítilmagnanum,
mátti ekkert aumt sjá og hygg ég að
margir hafi notið þess fyrr og síðar.
Ættingjar og vinir Stínu og Böðvars
voru oft um lengri eða skemmri tíma
hjá þeim vegna sjúkleika eða ann-
arra erinda, og vora þau óþreytandi
að keyra um og aðstoða eftir því hvað
þurfti hverju sinni. Allt gert til að
greiða götu af hjálpsemi og hlýhug,
af þeirra fundi var gott að fara.
Böðvar hafði gaman af bílum.
Hann átti þá marga og í seinni tíð var
það eitt hans helsta tómstundagam-
an og ber svarti „Bensinn" vott um
það. Árið 1985 hittumst við afkom-
endur ömmu og afa á ættarmóti fyrir
norðan, m.a. var farið að Dalkoti.
Böðvar var sjálfskipaður leiðsögu-
maður, sagði okkur frá liðnum tím-
um. Það var sem liðnir tímar færðust
fram og staðnæmdust á okkar fundi.
Margt gullkornið var sagt, prakk-
arastrik, viðburðir eins og smala-
mennska, heyskapur; skólaganga
svo og margt fleira. A kveðjustund
er margs að minnast. Sendi öllum
ástvinum hans innilegar samúðar-
kveðjur. Guð blessi minningu Böðv-
ars.
Guðrún Jónsdóttir.
Þegar mér barst andlátsfregn
Margrétar föðursystur minnar
„Möggu frænku“ framkallast ljúfar
minningar og þakklæti. Hún fæddist
norður á Vatnsnesi árið 1919. í upp-
eldi naut hún barnafræðslu sveitar-
innar, eins og tíðkaðist í þá daga, og
skóla lífsins nýtti hún vel og var vin-
sæl meðal samferðafólks og vinnufé-
laga. Mínar fyrstu minningar um
Möggu frænku eru frá heimsókn að
Almenningi þar sem þau Bjarni eig-
inmaður hennar bjuggu ásamt dætr-
um sínum Hólmfríði og Elísabetu,
góðar móttökur og glaðværð eru mér
efst í huga eftir þann fund. Þegar
Ásta amma varð sjötug í maí 1960 sá
Magga um baksturinn. Eg hef aldrei
séð eins mikið magn af smákökum,
fullir balar í mínu bamsminni og
flottar tertur, sem í seinni tfð eru
nefndar „Hnallþórur“. Þá voru ekki
nútímaþægindi við undirbúning, en
Magga frænka töfraði á látlausan
hátt allt það besta sem hægt var að
bjóða, og allt eftirminnilegt. Þegar
foreldrar mínir og við systkinin fór-
um í kaupstaðinn til Hvammstanga
var oftast komið við hjá Bjarna og
Möggu og ekkert til sparað í litla
húsinu þeirra til að taka á móti okkur
af gestrisni, eins og þeim var eigin-
leg og gott var að vera í návist
þeirra.
Magga vann ýmist störf sem buð-
ust, um árabil í eldhúsi Sjúkrahúss-
ins á Hvammstanga. Magga hafði
gaman af að ferðast um landið en
einnig átti hún þess kost að fara er-
lendis, til Þýskalands, Skotlands,
Noregs og Færeyja. Ferðasögur
hennar voru ljóslifandi með glettni,
gamansemi og dillandi hlátri.
Magga tók líka á móti ferðafólki
sem heimsótti hérað hennar og var
hún oft fengin sem leiðsögumaður _
ókunnugum, einkum um Vatnsnesið.
Hafa margir notið gestrisni og glað-
værðar hennar á þeim vettvangi.
Magga frænka var félagsvera, virk í
Kvennfélaginu Sigurósk, sem lagt
hefur mörgum málefnum lið, og í fé-
lagi eldri borgara átti hún margar
góðar stundir. Magga var handlagin,
vann mikið í höndunum og var gjam-
an með margt í takinu, fannst gott að
hvfla sig á einu, og halla sér að öðru
verkefni. Hún var alltaf að og marga
heíúr hún glatt með handverki sínu.
Möggu frænku var annt um fólkið
sitt, dæturnar, tengdasynina og-'
bamabörnin og fjölskyldur þeirra,
sem vom augasteinar hennar. í árs-
byijun 1991 greindist Magga með
krabbamein, fullviss um sigur mætti
hún þeim tíðindum. Mér er minnis-
stæð frásögn hennar þegar hún
missti hárið sem var þykkt og mikið
og gleði hennar vorið 1992 þegar ég
hitti hana og hún sýndi mér „hárið“
sitt. Magga frænka var gjafmild og
hafði gaman af að gleðja. Höfum við
systkinin notið þess á hátíðarstund-
um í lífi okkar og barna okkar. Síðast
þegar ég heimsótti Möggu frænku,
var það í Nestúnið, fallegu íbúðina,
sem hún var svo hreykin og stolt yfir.
„Hér er allt sem ég þarf, meira að
segja eldhúsgluggi í ekki stærri íbúð
og allt vel málað“. Þarna leið frænku
minni vel í návist góðra granna. Á
kveðjustund er margs að minnast,
þakkir fyrir allt sem Magga frænka
hefur lagt af mörkum, góðar minn-
ingar í minningabankann. Samúðar-
kveðjur til allra ástvina hennar. Guð
blessi minningu Möggu frænku.
Guðrún Jónsdóttir.
+ Guðrún Valfríð-
ur Oddsdóttir
var fædd á Efri-
Brunná í Saurbæ í
Dalasýslu 31. des-
ember 1916. Hún
andaðist á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja 22. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Oddur
Jensson, f. 9.4. 1880,
d. 29.7. 1962, hús-
maður og bóndi, og
seinni kona hans
Valfríður Ólafsdótt-
ir, f. 30.7. 1893, d.
9.9. 1984, frá Vatni í Haukadal.
Eiginmaður Guðrúnar var Jens
Elís Jóhannsson, f. 10.2. 1904, d.
2.4. 1989. Börn þeirra eru: Elin-
borg Ósk, f. 10.4. 1935, gift
Kristni Antonssyni í Ytri-Njarð-
vík og eiga þau fimm börn; Unn-
Hún Guðrún Valfríður Oddsdóttir
hefur kvatt sitt líf og haldið í æðri
heima, þar sem alltaf er sól og sum-
ar. Verkefni hennar í lífinu hafa ver-
ið stór og mikið á hana lagt, en alltaf
hefur hún brugðist við með góðsemi,
góðvild og dugnaði.
Guðrún ólst upp með foreldrum
sínum að Hvarfsdal á Skarðströnd
fram yfir fermingu. Hún var ung að
árum þegar hún fluttist að Sælings-
dal í Hvammssveit sem ráðskona til
Elísar Jóhannssonar bónda. Guðrún
var stutt ráðskona. Þau Elís gengu í
hjónaband og bjuggu saman meðan
bæði lifðu og áttu saman fjölda
bama.
Þegar börnin komust á legg og
tíndust að heiman eitt af öðru og
heilsa Elísar var orðin bág fluttust
þau suðui- með sjó til Erlu, dóttur
sinnar, sem hafði ríflegt húsnæði, og
vel fór um þau. Viðbrigðin voru þó
mikil hjá Guðrúnu, lítið um að hugsa
eða starfa.
Það leið ekki langur tími frá því
hún kom suður þar til hún fór aftur
vestur til að taka á móti nýju sumar-
húsi sem hún lét setja niður á feg-
ursta stað í Sælingsdalslandi. Þráin
ur f. 21.3. 1936, í
sambúð með Sigfúsi
Ingimundarsyni í
Hafnarfirði, Unnur á
ijórar dætur með
fyrrverandi maka,
Krisljáni Jenssyni;
Ástvaldur, f. 23.9.
1937, bóndi á Hof-
akri, kvæntur Guð-
rúnu Aðalsteinsdóttur
og eiga þau þrjú
börn; Halldóra Val-
fríður, f. 9.2. 1939,
gift Ásmundi Una
Guðmundssyni á
Akranesi og eiga þau
fjögur börn á lífi; Jóhann Oddur,
f. 27.10. 1940, bóndi á Skerðings-
stöðum, kvæntur Ragnheiði
Iluldu Jónsdóttur og eiga þau sex
börn; Bjartmann, f. 9.11. 1944, d.
16.2. 1953; Fanney, f. 23.4. 1947,
gift Jónasi Ingimundarsyni í
til heimahaganna hefur verið öllu yf-
irsterkari. Þar undi hún sér vel sum-
arlangt og hafði nóg að starfa sem
hún hafði yndi af.
Síðasta ár breyttust hagir henn-
ar. Sjúkdómur, sem ekki var hægt
að ráða við, réðst á líf hennar og
heilsu. Hún hefur fengið eilífa hvíld
frá amstri lífsins.
Guðrún Valfríður Oddsdóttir er
kvödd með djúpri þökk fyrir allt
sem hún hefur áorkað í lífinu.
Jensína Halldórsdóttir
Með þessum orðum langar mig að
minnast ömmu minnar hennar Guð-
rúnar. Ég mun sakna hennar mikið.
Hún hefur alltaf verið hjá mér og
verið mér alltaf svo góð. Ég mun
sakna þess að hafa hana ekki í sveit-
inni þegar ég kem þangað.
Það var alltaf gaman að koma í
sveitina til hennar því hún leyfði
mér alltaf að fara á bak á hestinum
okkar. Á veturna bjó hún hjá for-
eldrum mínum og ég mun sakna
þess að hún muni ekki vera heima
þegar ég kem heim úr skólanum.
Oft þegar ég kom þreytt heim úr
Kcflavík og eiga þau þrjú börn;
Guðborg, f. 30.9. 1948, gift Gunn-
þóri Eiríkssyni í Keflavík og eiga
þau þijú börn; Jens, f. 14.5. 1951,
kvæntur Maríu Kristínu Björns-
dóttur og eiga þau þijú börn og
búa í' Garðinum, Jens átti eitt
barn fyrir; Bjartmann, f. 1.6.
1954, búsettur í Búðardal; Guð-
mundur, f. 29.11. 1955, bóndi í
Sælingsdal, kvæntur Kolbrúnu
Bylgju Sveinbjörnsdóttur og eiga
þau fjögur börn og Kolbrún átti
eina dóttur áður; Olafur Sævar, f.
3.5. 1957, búsettur í Garðinum og
á tvær dætur með Jónu Kristins-
dóttur, sambýliskona Ólafs Sæv-
ars er Gunnþórunn Þorsteinsdótt-
ir og á hún tvö böm; Erla, f. 7.11.
1959, gift Guðjóni Tyrfingi Ivars-
syni í Garðinum og eiga þau fjög-
ur börn; tvíburabróðir Erlu dó í
fæðingu; Elís Þröstur, f. 31.7.
1962, búsettur í Borgarnesi. Af-
komendur Guðrúnar og Elísar
eru orðnir yfir eitt hundrað tals-
ins.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Ilvammskirkju í Dölum í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
skólanum tók hún mig í fangið og
söng gamlar vísur fyrir mig.
Eg samdi ljóð um hana og með
þeim orðum vil ég kveðja ömmu
mína.
Amma
Hún var amma mín og hét Guðrún.
Góð hún var við allt og alla
kom ég heim úr skóla lúin og þreytt
tók hún mig í fang sér og söng
gamlarvisur.
Kallaði hún okkur systur tvær
blómarósimar sínar.
Vertu sæl, amma mín, og guð
geymi þig.
Elísabet.
Mig langar til að minnast hér með
nokkrun orðum hennar Guðrúnar
ömmu minnar.
Söknuður og eftirsjá eftir þessari
einstöku og hjartahlýju konu sem
hún amma var er mikil, en sorgin yf-
ir því að hún hefur kvatt okkur er
einnig huggun og ánægja yfir að hún
skuli loks hafa fengið hvfldina eftir
erfið veikindi.
Þegar foreldrar mínir byggðu sitt
eigið hús, með mig pínulitla, fluttu
amma og afi með þeim inn að hálíú,
þ.e.a.s. þau bjuggu alltaf hjá okkur á
veturna en í sveitinni á sumrin. Ég
man alltaf þegar við systkinin lékum
okkur inni í herbergi hjá þeim, þá
tóku þau oft leikföngin okkar og léku
sér með okkur. Amma var góð við
allt og alla. Hún tók alltaf ákaflega
vel á móti fólki með sinni einstöku
hlýju og góðum veitingum. Alltaf var
lagt á borð þegar fólk bar að garði,
alveg sama hvaða tíma dags það var.
Ég á eftir að sakna hennar mikið,
og þess tíma sem ég átti með henni,
sérstaklega jólanna, því ég hef ekki
lifað þau jól sem hún er ekki hjá okk-
ur, og því held ég að næstu jól verðL
erfið, en ég veit að henni líður vel þvi
nú er hún hjá afa.
Ég vil kveðja hana ömmu mína
með þessum orðum:
Margseraðminnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Vertu sæl, amma mín, og guð
geymiþig.
Heiða.
+
Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför
KRISTJÁNS SIGURPÁLS
GUÐLAUGSSONAR,
Kóngsbakka 1,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir eru sendar Flugvirkjafélagi
íslands og kvenfélaginu Fífunum fyrir einstaka
vinsemd og velvilja.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingimundur Sigurpálsson, Hallveig Hilmarsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar móður minnar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
MAGNEU GRÓU SIGURÐARDÓTTUR,
Þrastarlundi 18,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á hjúkrun-
arheimilinu Holtsbúð, Garðabæ.
Sigrún Einarsdóttir, Karl Eyjólfsson,
Ásgerður Karlsdóttir, Óskar Jensson,
Einar Karlsson, Hege Bull Engelstad,
Magnea Karlsdóttir, Sölvi Sveinsson
og barnabarnabörn.
GUÐRÚN VALFRÍÐ-
UR ODDSDÓTTIR