Morgunblaðið - 01.04.2000, Síða 64
64 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000
J?-----------------------
UMRÆÐAN
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
-1
A að hengja
lögmann fyrir
biskup?
FRÚ Margrét
Kjartansdóttir, sem
flytur inn inn vörur
frá þrælaríkinu Indl-
andi, spyr mig: „Har-
aldur skrifar í grein
*%inni að við ættum að
kaupa indverskum
börnum frelsi. Hvem-
ig eiga þau viðskipti
að fara fram?“ Enn-
fremur spyr hún: „ Er
ekki nær að hjálpa
Indverjum að hjálpa
sér sjálfir og það ger-
um við með því að eiga
við þá viðskipti og efla
atvinnulíf þeirra en
ekki með því að kaupa
þeim frelsi, hvað sem það nú er
Ég tel rétt að árétta það, að það
er herra Karl Sigurbjörnsson bisk-
up, sem sem biður íslenskan al-
rnúga að hjálpa til við að kaupa
••sfendlandsbörnum frelsi. Frú Mar-
grét á því að spyrja biskup um
þetta en ekki mig. Ég hefí tekið
undir sjónarmið biskups og bent á
auðvelda leið til þess að fá fé til
verksins. Það er að hætta við að
senda forseta lýðveldisins til þessa
þrælaríkis og nota ætlaðan farar-
eyri til að kaupa þrælunum frelsi.
Haraldur
Blöndal
Jafnframt hefi ég
sagt, að það eigi ekki
að hafa viðskipti við
þetta þrælaland.
I fréttum útvarps
fyrir skömmu var sagt
frá því, að ofsóknir
gegn kristnum mönn-
um færðust í aukana á
Indlandi og væri al-
gengt, að nunnum
væri nauðgað og
prestar drepnir. I
fyrri grein minni lýsti
ég því, hvernig örlög-
um ekkna er háttað,
og hvernig stór hluti
þjóðarinnar er af
trúarástæðum ekki
talinn til manna.
I mörg ár höfðu íslendingar ekki
viðskipti við Suður-Afríku vegna
stefnu þess ríkis í kynþáttamálum.
Hvítir Suður-Afríkumenn voru
englar í viðskiptum sínum við
svarta meðbræður sína miðað við
framkomu Indverja við sína með-
bræður.
Ég efa það ekki, að það er hægt
að finna 20 þús. manna borg í 900
millj. manna ríki, þar sem vesöldin
blasir ekki við öllum. Þó grunar
mig, að ef frú Margrét færi í
Indland
Hætta á við að senda
forseta lýðveldisins til
þessa þrælaríkis, segir
Haraldur Blöndal,
og nota ætlaðan farar-
eyri til að kaupa
þrælunum frelsi.
skúmaskot í þessari húsgagnaborg
sinni, myndi hún finna þar lítil
þrælabörn, sem höfð eru til að
raspa eða rífa lit, eins og íslenzkir
sakamenn á Brimarhólmi.
Frú Margrét er með þá bábilju,
að Indverjar þurfí á hjálp að halda
frá Vesturlöndum. Það er mikill
misskilningur. Indverjar búa í auð-
ugu landi og hafa öll efni til að
skapa gott þjóðfélag. Þeir búa t.d.
við svo mikla tæknikunnáttu, að
þeir eiga sér kjarnorkuvopn, sem
þeir smíðuðu til þess að kasta á
granna sína Pakistana. Það sem
heftir för þeirra til betri lífskjara
er, að þeir hafa kosið sér lífsháttu,
sem felur í sér mannfyrirlitningu
og mannhatur. Þess vegna eigum
við ekki að hafa viðskipti við þessa
menn.
Eftirfarandi sjónarmið Margrét-
ar á þjóðkirkjunni má hún hafa fyr-
ir sjálfa sig:
„Prestar þeirra ráðast ekki á
fólk og þurfa ekki að biðjast opin-
berlega afsökunar á framferði sínu,
svo ég tali nú ekki um biskupa og
ekki liggja þeir í brennivíninu."
Höfundur er lögmaður.
„ Alspilaborgin hrunin -
fjárfestar snúa við blaðinu
ÁLVERSFARSINN á Austur-
landi tók nýjan snúning um miðja
þessa viku. Opnað var inn í bakher-
bergi fjárfesta sem nú hafa koll-
varpað stóriðjudæmi ríkisstjórnar-
innar í einu vetfangi.
Fljótsdalsvirkjun sem
lagt hefur undir sig
þjóðmálaumræðuna í
mörg ár og upptók
tíma Alþingis fyrri
hluta vetrar hefur nú
yerið sett til hliðar og
"%r væntanlega brátt úr
sögunni. I hennar stað
er teflt fram umdeildri
Kárahnjúkavirkjun til
að þjóna 240 þúsund
tonna byrjunaráfanga í
risaálverksmiðju við
Reyðarfjörð. Valgerð-
ur iðnaðarráðherra
gekk fram í sviðsljósið
og hneigði sig fyrir
hönd Halldórs Ás-
grímssonar. Umhverfisráðherrann
sást hins vegar hvergi, enda ekki
bergnumin af Eyjabökkum. Nýtt
sjónarspil er að hefjast, en á engu
traustari grunni en hið fyrra. Spila-
þorg stóriðjunnar eystra er að
farynja.
Reiknistokkur fjárfestanna
Tvö og hálft ár eru liðin frá því að
formaður Framsóknarflokksins
kynnti Austfirðingum fagnaðarer-
indi sitt um risaálbræðslu. Álíka
lengi hefur verið tekist á um kröf-
una um að farið verði að leikreglum
og Fljótsdalsvirkjun sett í lögform-
legt umhverfismat. Á
þetta máttu ráðherr-
amir ekki heyra
minnst, handjárnuðu
þá sem þeir komu
höndum yfir á Alþingi
og kvörnuðu út úr
Samfylkingunni sér til
stuðnings. Nú, aðeins
þremur mánuðum eft-
ir sögulega atkvæða-
greiðslu í þinginu, er
hið ómögulega í einu
vetfangi í lagi, ekki
fyrir tilverknað ráð-
herranna heldur eftir
að peningamenn tóku
upp reiknistokkinn.
Eyjabakka verður
hægt að friðlýsa og
frekari bollaleggingar fara í mat
lögum samkvæmt. I stað 2003 nefn-
ir forstjóri Landsvirkjunar nú árin
2007 eða 2008 að hægt verði að ræsa
virkjun til að knýja álverksmiðju!
AHa orkunýtingu
í endurmat
Búið er að fara hroðalega með
Austfirðinga í þessu sjónarspili og
setja um leið Island allt á annan
Hjörleifur
Guttormsson
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaii
\ Skólavörðustíg 21, Reykjavík, síini 551 4050
Bókhaldskerfi
^l KERFISÞRÓUN HF.
http://www.kerfisthroun.is/
Álver
Gömul orðtæki ganga
nú, segir Hjörleifur
Guttormsson, í endur-
nýjun lífdaga - ekki er
öll vitleysa eins!
endann. Nú er brýnt að linni og
bætt verði fyrir þann skaða sem
hlotist hefur. Stóriðjuhugsuninni
þarf að víkja til hliðar og setja öll
orkunýtingaráform í rækilegt end-
urmat, m.a. með vetnissamfélag 21.
aldar í huga. Gripið verði strax til
verndaraðgerða á Eyjabakkasvæð-
inu og stefnt að stofnun Snæfells-
þjóðgarðs hið íyrsta. Hlúa þarf að
víðtækri nýsköpun í atvinnulífi á
öllu Austurlandi og leggja fé í sam-
göngubætur sem um munar með
jarðgöngum á tveimur stöðum, þ.e.
milli Héraðs og Vopnafjarðar og
miðsvæðis á Austfjörðum.
Framsóknarforystan
suður?
Brýnt er að treysta félagslega
stöðu landsbyggðarinnar og hverfa í
því samhengi frá óheillavænlegri
breytingu á kjördæmaskipan. Ef
fyrirliggjandi tillögur meirihluta
kosningalaganefndar ná fram að
ganga hverfur Austfirðingafjórð-
ungur af sjónarsviðinu í fyrsta sinn
frá þjóðveldisöld.
Endileysa þessa máls birtist
mönnum í togstreitunni um hvorum
megin hryggjar Austur-Skaftafells-
sýsla eigi að liggja. Það er nú í há-
mælum að framsóknarforystan hafi
sveiflað mörkum Suðurlands austur
að Lónsheiði þegar fjárfestarnir
sýndu þeim á spilin og álborgin
hrundi. Gömul orðtæki ganga nú í
endumýjun lífdaga - ekki er öll vit-
leysa eins!
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.
Frelsi
SÉRSTAKT væri ef
ekki kæmu fram mis-
munandi sjónarmið við
samningsgerð af svip-
uðum toga og nýi bú-
vörusamningurinn er.
Þar eru mörg efni til
úrlausnar og enn fleiri
til álita. I raun takast
þar á tveir stríðir
straumar, frelsis og
forsjár. Frjálsræði
hefur jafnan átt sterk-
ar rætur í hugskoti ís-
lenska bóndans. Það
ræðst af samskiptum
hans við landið og fjöl-
breytilegan starfs-
vettvang. Hér er m.a. að finna skýr-
inguna á að bændur margir hverjir
hafa látið sér lynda þótt þeir
byggju við eitthvað lakari kjör en
gerðist meðal skyldra starfshópa.
Forsjárhyggjan
handhæg lausn
Það er alkunna að þegar vanda
ber að höndum í einstökum grein-
um atvinnulífsins er forsjárhyggjan
þekkt leið til úrlausnar. Að hverfa
frá slíkum áherslum hefur ekki
reynst á allra færi, raunar langt því
frá, en eins og dæmin sanna og ís-
lensk hagsaga staðfestir hefur jafn-
an fengist skjótur árangur þegar
vilji og þrek hefur verið fyrir hendi
til að kasta forræðishyggjunni fyrir
róða. Nærtækasta dæmið hér um
er efnahagsbatinn á síðasta áratug,
þar sem Davíð Oddsson lýsti í upp-
hafi yfir að sjóðatímabilinu væri
lokið.
Stærsti kostur frjálslyndra hug-
mynda er hversu einfaldar og auð-
skildar þær jafnan eru. Þessar
staðreyndir eiga ekki síður við í
landbúnaði en í öðrum greinum. I
ljósi þess er nauðsynlegt að horfa
til nýja búvörusamningsins, en þar
var ráðum frjáslyndra hugmynda
og sjálfræðis um frjáls viðskipti í
framleiðslu sauðfjárafurða í raun
hafnað. Eins var um þær áherslur
að stuðningur ríkisvaldsins færi í
enn ríkari mæli til bænda og að
komið væri á virku markaðsstarfi
fyrir sauðfjárafurðir hér á landi, en
sérstaklega þó erlendis.
Þessar mikilvægu áherslur og
aðrar af sama toga nutu auðvitað
ekki náðar forsjárhyggjunnar. Hún
fór líka með sigur af hólmi.
Svarti milljarðurinn
Einn milljárð þurfti til að stöðva
þá óhæfu að sauðfjárbændum væri
heimilt að njóta þess frelsis sem í
því felst að eiga viðskipti sín á milli
með framleiðslurétt. Svoleiðis
kúnstum ber forræðishyggjunni að
hafa gát á. Nauðsynlegt er að leit-
ast við að meta hvernig þessi millja-
rður skilar sér inn í hagkerfi sauð-
fjárræktarinnar, jafn mikið fé og
hér er á ferðinni. Af þeim 45 þús-
und ærgildum sem þessi milljarður
á að kaupa út úr sauðfjárframleiðsl-
unni verður 25 þúsund ærgildum
úthlutað aftur til baka. Þessi endur-
úthlutun nemur ca. 108 millj. króna,
en það gerir 7% aukningu miðað við
þær beingreiðslur sem eftir lifa að
loknum uppkaupunum. Væru þess-
ar greiðslur skoðaðar í samhengi
við afkomu í sauðfjárbúskap, eins
og verið hefur í þessari búgrein á
síðustu árum, má fá góða mynd af
þeirri arðsemi sem felst í samning-
num. Til nánari skýringar er auð-
velt að skoða afkomu í sauðfjárbú-
skap árið 1998, þ.e. síðasta ár sem
afkomutölur liggja fyrir um sam-
kvæmt niðurstöðum Hagþjónustu
landbúnaðarins. Á þessu ári hafði
kaupmáttur launagreiðsluvísitölu
lækkað frá árinu 1991, þegar þjóð-
arsáttin gekk í garð, um 19,9% mið-
að við 7% hækkun beingreiðslna
hefði lækkun launagreiðsluvísitöl-
unnar orðið 13,5%. Hallarekstur
hefði því, miðað við framangreindar
forsendur, minnkað um ca. þriðj-
ung. Það má því segja að árangur
þessa samnings sé í því fólginn að
Rasshandar-
samningur
Þess gætti nokkuð á
Búnaðarþingi þegar
samningurinn var þar
til umræðu að heldur
væri af hendi ríkisins
smátt skammtað. Það
gagnstæða kom fram hjá öðrum að
óraunhæft hefði verið að búast við
hærri greiðslum af hendi hins opin-
bera. Lang mikilvægasta áherslan
sem fram kom á þinginu um samn-
inginn var að í honum kæmi ekki
fram markaðssýn. Hér er um
grundvallaratriði að tefla. Það er
algörlega ljóst að greiðslur frá rík-
inu bæta ekki stöðu þessarar grein-
Búvörusamningur
Tækifæri til að laga bág
kjör bænda hefur nú
verið sleppt, segir Egill
Jónsson, en þær leiðir
valdar sem eiga rætur í
forræðishyggju og
stjórnsýslu þar sem
fjármuna er illa gætt.
ar umfram beinar greiðslur nema
þær greiði fyrir framþróun í grein-
inni. Tvær stórar ákvarðanir eru
teknar í þessum samningi kostaðar
af opinberu fé, sem beinlínis hindra
framþróun. Annars vegar er rúm-
lega 200 milljónum kr. árlega varið
til stuðnings við sláturleyfishafa.
Greiðsla nú sem fyrr slævir mark-
aðsvitund og dregur úr sölu og svo
er það uppkaupa milljarðurinn.
Hann hindrar frjáls viðskipti innan
greinarinnar með rétt til beingr-
eiðslna, eins og áður hefur verið
fjallað um. Það verður því að vera
hugfast öllum þeim sem ábyrgð
bera á þessum samningi eða hags-
muna eiga að gæta að alfarið hafi
verið valdar þær leiðir við útdeil-
ingu þess mikla fjár sem helst ork-
uðu til kjarabóta fyrir sauðfjár-
bændur nema síður væri.
Hvað um frjálsu viðskiptin? Nú
er sagt að tími frelsins í viðskiptum
með framleiðslurétt sé í nánd, þeg-
ar uppkaupa milljarðurinn er búinn
að fá sitt. Hér er að ýmsu að
hyggja. Forsjárhyggjan kann
nefnilega ýmislegt fyrir sér og veit
sem er að oft gagnast vel að beita
krók á móti bragði. Því að fyrir
liggur að á fimm síðari árum samn-
ingsins rýrnar verðgildi þessa
framleiðsluréttar um rúmlega
fimmtung. Að auki er komin til sög-
unnar ný viðmiðun í stjórn fram-
leiðslunnar, sérlega þóknanleg for-
æðishyggjunni sem öllu ræður á
þessum bæ. Svo að komist verði hjá
öllum getgátum í þessum efnum er
gott ráð að spyrjast fyrir á hinum
almenna fjármagnsmarkaði hvert
gengi þeirra hlutabréfa yrði sem
hefðu þá lögbundnu kvöð á sér að
verðgildi þeirra lækkaði árlega um
rúm 4% og allt eins væri líklegt að
eignin sem stæði fyrir bréfum þess-
um yrði verðlaus að fimm árum
liðnum. Svarið vefst tæpast fyrir
nokkrum manni.Það ætti því að
vera öllum ljóst að við þessar að-
stæður er frjálst framsal, ef um það
er á annað borð hægt að tala við
þessar aðstæður, því miður ekki lík-
legt til árangurs í framþróun sauð-
fjárbúskapar í framtíðinni.
Hrútasýninga andakt
eða forsjá
minnka hallarekstur í
sauðfjárbúskap um
þriðjung frá því sem
hann var á síðasta ára-
tug. Hér verður svo
öðrum látið eftir að
meta hversu þessi nið-
urstaða er metnaðar-
full.
Egill Jónsson