Morgunblaðið - 01.04.2000, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000 67
- ■III... .......
tjarnarneskirkju, segir að þetta séu
kærkomnir gestir og hún hvetur
alla á höfuðborgarsvæðinu sem eiga
ættir sínar að rekja til Blönduóss
og Húnavatnssýslu að fjölmenna til
messu og fagna frændum að norð-
an. Séra Solveig segir að heimsókn-
in verði væntanlega endurgoldin í
haust þegar kirkjukór, organisti,
prestar Seltjarnarneskirkju og
fleiri heimsækja Blönduóskirkju.
Alls verða um 50 manns í hópn-
um, að meðtöldum mökum og ætla
Blöndósingarnir m.a. að bregða sér
í leikhús á laugardagskvöldinu.
Fræðslufundur
í safnaðarfélagi
Dómkirkju
Fræðslufundur verður haldinn í
Safnaðarfélagi Dómkirkjunnar
sunnudaginn 2. apríl nk., um kl. 12
á hádegi, að lokinni árdegismessu í
Dómkirkjunni,en messan hefst kl.
11. Á fundi Safnaðarfélagsins mun
sr. Bernharður Guðmundsson,
fræðslustjóri á Biskupsstofu, halda
erindi um „Lífsátök í ýmsum pláss-
um“, þar sem hann fjallar um ólík
lífsviðhorf eftir heimshlutum og
menningarheimum. A fundinum
verður vorferð Safnaðarfélagsins
einnig kynnt, en ákveðið hefur ver-
ið að fara norður í land og til Akur-
eyrar helgina 13.-14. maí nk.
Fræðslufundir Safnaðarfélagsins
eru haldnir eftir árdegismessu
fyrsta sunnudag hvers mánaðar og
hefjast um kl. 12 á hádegi. Þeir eru
haldnir á 2. hæð í Safnaðarheimili
Dómkirkjunnar, á horni Vonar-
strætis og Lækjargötu og standa
yfirleitt í rúma klukkustund. Fund-
irnir hefjast með léttummálsverði
og að honum loknum koma valdir
gestir í heimsókn, sem halda stutt-
erindi um hin ýmsu málefni.
Fundir Safnaðarfélagsins eru
opnir öllum velunnurum Dómkirkj-
unnar, innan sóknar sem utan, og
eru þeir tilvalið tækifæri til að
mynda og styrkjatengsl við Dóm-
kirkjuna og Dómkirkjufólkið.
Stjórn Safnaðarfélags
Dómkirkjunnar.
Kristniboðsvika
í Reykjavík
2.-9. apríl
Upphafsorð flytur Salóme Huld
Garðarsdóttir, verðandi kristniboði.
Einnig verður tekið viðtal við hana.
Dilbert á Netinu
S' mbl.is
_4tí.W/= £lTTH\SAO fJÝn-
^Mmanta/iúóið
Urval ferm'
Þorlákskirkja.
KSS-kórinn syngur. Ræðu flytur
Bjarni Gíslason, kristniboði. Tertu-
uppboð, klink og seðlar koma sér
vel. Mikill söngur og fræðsla fyrir
börnin.
Kristniboðssambandið.
Neskirkja. Félagsstarf aldraðra
kl. 12.30. Jóna Hansen kennari sýn-
ir litskyggnur. Fram verður borin
tvíréttuð heit máltíð. Allir velkomn-
ir. Frank M. Hallsrsson.
Fríkirkjan Vegurinn: Samkoma
kl. 20. Lofgjörð, prédikun og fyrir-
bæn. Allir hjartanlega velkomnir.
Hvammstangakirkja. Sunnu-
dagaskóli kl. 11.
Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl.
11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13.
Stjórnandi Elín Jóhannsdóttir.
maGOF=iBLJÐin
Golfkúlur 3 stk. í pakka
aðeins 850 kr
(^mbl.is
-ALLTAT eiTTHVAO HÝTl
www.mbl.is J»r