Morgunblaðið - 01.04.2000, Qupperneq 68
68 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MÚSÍKTILRAUNIR
Söngvan Raddlausrar
raddar á flugi.
Söngvari Ecko stöð
sig sérdeilis vel.
Ljósmynd/Erna Björt
Liðsmenn Kraumfengins stóðu sig allir með prýði.
Gítarleikari Decadent Podunk
var í miklu stuði.
Skörungur magnaði upp svart-
málmsstemmningu.
Afró-menn létu hyóðfærin tala.
Liðsmenn Smarty Pants fóru á
kostum í stælum.
Dissan Bunny tapaði söngvaran-
um óforvarandis.
Landsbyggðar-
rokkið lifír góðu lífi
TONLIST
Tónabær
Siðasta undanúrslitakvöld Músíktil-
rauna, haldið í Tónabæ sl. fimmtu-
dagskvöld. Þátt tóku Kraumfeng-
inn, Skörungur, Decadent Podunk,
Ntfrissan Bunny, Raddlaus rödd, Ecko,
Smarty Pants, Opium og Afró.
SÍÐASTA tilraunakvöld Músítkil-
rauna er helgað hljómsveitum utan
af landi, enda hægast fyrir þær að
taka þátt þá ef þær komast í úrslit á
annað borð. Hljómsveitimar voru
víða að líkt og jafnan, frá Eskifirði/
Reyðarfirði, Dalvík, Akranesi, Húsa-
vík, Keflavík, Sauðárkróki, Laugar-
vatni, ísafirði, Ólafsfirði og Akur-
eyri, en léku flestar keimlíka tónlist,
rokk í þyngri kantinum.
Fyrsta sveit á svið, Kraumfeng-
inn, stakk reyndar nokkuð í stúf, lék
Mezzofortefönk með skólabókarsóló-
um. Liðsmenn stóðu sig allir með
prýði þó lögin hafi verið heldur
átakalaus, sérstaklega var hljóm-
borðsleikarinn öflugur.
Skörungur sem kom næstur stakk
einnig í stúf, en ekki bara við hljóm-
sveitirnar þetta kvöld heldur allar
aðra sveitir músíktilrauna þetta árið.
Hann lék einskonar dauðatölvupönk,
og nýtti hljóðsmala og trommuheila,
en talsvert hefði tónlistin orðið
magnaðri ef hann hefði haft öfluga
hljómsveit á bak við sig. Hann stóð
sig þó með prýði og magnaði upp
slíka svartmálmsstemmningu að
þegar aðstoðarkona hans henti til
áheyrenda samanbrotnum bréf-
sneplum með auglýsingu hljómsveit-
arinnar hrukku þeir upp til handa og
fóta af ótta við að verið væri að dreifa
yfir þá einhverju djöfullegu.
Decadent Podunk setti síðan í
rokkgír, kom vel æfð til leiks og
ákveðin. Liðsmenn héldu sig við
klassíkt þungarokk og gerðu það vel
með öguðum gítarleik og kraftmikl-
um söng, sérstaklega í öðru lagi sínu
sem var hreint afbragð.
Næsta sveit á eftir, Dissan Bunny,
var ekki eins vel undir tilraunirnar
búin og þannig var fyrsta lag sveitar-
innar hálfkarað, eiginlega ekki nema
langur inngangur að lagi. Ekki bætti
úr skák að gítar var allt of lágt stillt-
ur framan af laginu. Það verður að
segja þeim Dissan Bunny-félögum til
málsbóta að þeir stóðu uppi söngv-
aralausir rétt fyrir tilraunirnar sem
hefur eflaust sett undirbúning í upp-
nám. Þeir þurfa þó að búa sig mun
betur undir tónleikahald, skerpa á
lagasmíðum og henda út öllum
óþarfa flækjum og æfa vel og lengi.
Raddlaus rödd tók þátt í síðustu
tilraunum. Sveitin hefur ekki lagt
mikla rækt við æfingar síðan þá, þó
gítar- og trommuleik hafi farið mjög
fram. Það vantaði fyllingu í leik
sveitarinnar og bassaleikur var full
firumstæður. Söngur var líka ómót-
aður og ekki nóg að syngja eins og
Óttarr Proppé til að verða góður. I
síðasta laginu komst söngvarinn þó á
visst flug, en ekki víst að telja megi
það sveitinni til tekna. Lokalagið var
endalaust og að það hafi verið sæmi-
lega áhugavert í upphafi var það orð-
ið eins og leiður gestur í lokin.
Eftir hlé birtust á sviði aldursfor-
setar tilraunanna að þessu sinni,
Smarty Pants, og fóru á kostum í
stælum. Tónlistin var kraftmikið
pönkað rokk, verulega vel flutt á
köflum, en söngurinn leiðigjarnt ösk-
ur sífellt í sömu tónhæð. Þeir félagar
sýndu mikið æðruleysi þegar gítar-
strengur slitnaði í miðju lagi og eins
og sönnum rokkurum sæmir var
ekkert verið að stoppa, bara spýtt í
lófana og ætt áfram.
Ópíum var öflugasta hljómsveit
kvöldsins, sú sem best var undirbúin
með útpæld lög og massífa keyrslu.
Söngvari sveitarinnar var vel fjöl-
breyttur, trymbillinn öflugur og
traustur og bassaleikarinn fór á
kostum. Ekki má svo gleyma gítar-
parinu sem spilaði sem einn maður
með risagítar.
Ecko breytti heldur betur um stíl
og stefnu í dagskránni; í stað mylj-
andi rokks kom grípandi gítarpopp,
ágætlega gert. Lög sveitarinnar
voru prýðilega samin, þó það sé hjá-
kátlegt að heyra fermingarunglinga
syngja um ástarævintýri fyrir átta
árum. Söngvari sveitarinnar stóð sig
sérdeilis vel, mikið efni.
Afró kom síðust á svið og byrjaði
leik sinn á að slíta streng. Það kallaði
á stutta töf, en svo var haldið af stað
að nýju í ágætis keyrslu. Tvö fyrstu
lögin voru án söngs og heldur and-
litslaus fyrir vikið. Þriðja lag sveitar-
innar var best, en í því voru líka
nokkrar viðeigandi söngrokur.
Frammistaða Smarty Pants skil-
aði þeim sigursætinu úr sal, en
dómnefnd sendi áfram Ópíum og
Decadent Podunk.
Árni Matthíasson
Langur laugardagur LINSAN
Laugavegur 8 • 551 4800