Morgunblaðið - 19.04.2000, Page 22

Morgunblaðið - 19.04.2000, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Starfsemi Landsbankans á Akureyri efld LANDSBANKI íslands hefur opnað þjónustuver á Akureyri og jafnframt hefur Viðskiptastofa Landsbankans á Akureyri verið efld. í þjónustuveri Landsbankans á Akureyri verða í byijun 3 störf en stefnt er að því að öll aukning í þess- ari starfsemi hjá bankanum á næst- unni komi fram í fjölgun starfa í þjón- ustuverinu á Akureyri, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Lands- bankanum. Um miðlæga þjónustu er að ræða, þannig að þeir sem hringja munu jafnt njóta þjónustu frá Reykjavík og Akureyri. Hjá Viðskiptastofu Landsbankans á Akureyri munu alls starfa sex há- skólamenntaðir sérfræðingar, að starfsmanni Landsbréfa meðtöldum. Starfsemi Viðskiptastoíunnar hefur verið flutt í húsnæði á 2. hæð útibús Landsbankans á Akureyri, við hlið þjónustuversins. Sigurður Sigurgeirsson, svæðis- stjóri Landsbankans á Norðurlandi, segir í fréttatilkynningunni að sterk staða bankans á fyrirtækjasviði á Norðurlandi geri bankanum kleift að byggja starfsemi sem þessa á Akur- eyri. Sigurður nefnir einnig aðgengi að sérmenntuðu fólki sem tryggt er með starfsemi Háskólans á Akureyri. BRAVILOR Ánægðir gestir koma alltaf aftur Bjóddu þínum viðskiptavinum upp á bragðgott ilmandi kaffi sem helst heitt og ferskt. Bravilor kaffivélar eru til í mörgum staerðum og gerðum, veldu þá sem hentar þér og þínu fyrirtæki. Hagkvæmar, smekklegar og einfaldar vélar sem krefjast lágmarks viðhalds. Veldu Bravilor og búðu í haginn fyrir tíðar heimsóknir viðskiptavina. Bravilor kaffivélar sjóða vatnið og hella bæði upp d hitabrúsa og glerkönnur -13 bollar d aðeins 5 mtn. A. Karisson hf. er þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í heildariausnum fyrir iðnað, matvæla-, versl- unar- og hótelrekstur. Persónuleg samskipti og lipur þjónusta auðvelda þér að búa þitt fyrirtæki enn betur með vörum í hæsta gæðaflokki. Ef þú leitar hagstæðra lausna fyrir þinn reksturfinnurðu svarið hjá okkur. A. Karlsson hf. A. KARLSSON hf. Brautartiolt 28 • 105 Reykjavik Simi 5 600 900 • Fax 5 600 901 www.akarisson.is Stefán Friðfinnsson, forstjóri íslenskra aðalverktaka, ásamt hluta stjórnarmanna á aðalfundinum. Næst honum sitja Sveinn R. Eyjóifsson stjórnarformaður Frjálsrar fjölntiðlunar og Árni Grétar Finnsson hrl. Morgunblaðid/Jim Smart Aðalfundur íslenskra aðalverktaka hf. Ahugi á samstarfí við er- lendan aðila til framtíðar MIKILL áhugi er af hálfu stjórnar íslenskra aðalverktaka á að fá að fé- laginu traustan erlendan samstarfs- aðila á sviði verktöku og mannvirkja- gerðar til framtíðar. Þetta kom fram í ræðu Jóns Sveinssonar, stjórnar- formanns íslenskra aðalverktaka, á aðalfundi félagsins í gær. íslenskir aðalverktakar keyptu á síðasta ári allt hlutafé í bygginga- verktakafyrirtækjunum Armanns- felli, Álftarósi og Úlfarsfelli. Öll fé- lögin hafa nú verið sameinuð undir merkinu ÍAV og annast félagið al- hliða verktakastarfsemi innan og ut- an varnarsvæðisins á Keflavíkurflug- velli. Starfsemi utan vamarsvæða hefur eflst verulega eftir kaupin á verktakafyrirtækjunum. í yfirlitsræðu Jóns Sveinssonar kom fram að mikil umsvif væru fram- undan á sviði ýmiss konar stórfram- kvæmda á næstu árum. Hann nefndi virkjanir og jarðgangagerð, auk tvö- fóldunar Reykjanesbrautar. Við und- irbúning slíkra verka væri ætlunin að byggja á þekkingu og afli samstæð- unnar en jafnframt að afla félaginu erlendra samstarfsaðila í þeim verk- þáttum sem eru félaginu nýir. Jón lýsti miklum áhuga stjórnarinnar á samstarfi við erlendan aðila til fram- tíðar. „Er það mat stjórnenda að slíkt muni treysta stoðir félagsins enn frekar og gera það enn betur sam- keppnisfært,“ sagði Jón. Á aðalfun- dinum í gær var stjórn ÍAV hf. end- urkjörin og samþykkt var að greiða hluthöfum 7% arð, samtals 98 mil- ljónir króna. Fram kom að frá ára- mótum hafa Islenskir aðalverktakar selt 80 hús, íbúðir eða lóðir á ýmsum byggingarstigum íyrir nær einn milljarð króna. Markmið ÍAV er að geta boðið til sölu um 300 íbúðir á ári. Stefán Friðfinnsson, forstjóri ÍAV, segir í samtali við Morgunblaðið að töluvert hafi verið um samstarf við erlenda aðila við tilboðsgerð. „Ég tel æskilegt að fá að félaginu erlenda að- ila, hvort sem það er með eignarhaldi eða nánu samstarfi. Svið sem við höf- um ekki unnið á eins og jarðganga- gerð verða mjög umfangsmikil í framtíðinni og við viljum vera þátt- takendur í því.“ Stefán gerði tvöföldun Reykjanes- brautar að umtalsefni. Á sínum tíma fjármögnuðu Islenskir aðalverktak- ar sf. þá Reykjanesbraut sem nú er í notkun. Slík tilhögun hefur verið í umræðunni um tvöfóldun Reykja- nesbrautar og ef stjórnvöld óskuðu eftir einkafjármögnun nú yrðu marg- ir reiðubúnir að gera tilboð, að sögn Stefáns, sem fullyrti að ÍAV yrði í þeim hópi. íslenskir aðalverktakar og Stáltak hf. hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að standa að byggingarfram- kvæmdum á hafnarsvæðinu í Reykjavík og standa viðræður við hafnar- og borgaryfirvöld nú yfir, að því er fram kom í ræðu Stefáns á að- alfundinum í gær. Svæðið í kringum Slippinn er eftirsótt íbúðarsvæði, að sögn Stefáns, en þar áStáltak nokkr- ar lóðir. Það er von íslenskra aðal- verktaka að þríhliða samstarf fyrir- tækjanna tveggja og Reykjavíkur- borgar takist um uppbyggingu á svæðinu. Á fundinum kom fram að höfuð- stöðvar IAV, sem nú eru í Keflavík, munu flytjast að Suðurlandsbraut 24 í næsta mánuði. Landsafl keypti hús- ið nýlega en þar hafa íbúðalánasjóð- ur og Landsbankinn starfsemi sína nú. Landsafl er orðið að einum um- svifamesta rekstraraðila fasteigna hér á landi, að því er fram kom í ræðu Stefáns. Félagið er í 80% eigu ís- lenskra aðalverktaka en Landsbanki íslands á 20%. Félagið sinnir fast- eignarekstri og eignaumsýslu. Fram kom í máli Jóns Sveinssonar að félag- ið hefði aukið umsvif sín verulega á síðasta ári og heildarfjárfesting í húsnæði til langtímaútleigu næmi nú um fjórum milljörðum króna. Jón sagði stjóm ÍAV binda miklar vonir við Landsafl og vænta verulegs arðs af starfsemi fyrirtækisins í framtíð- inni. Island í 10. sæti í samkeppnishæfni landa ÍSLAND er í 10. sæti í könnun IMD á samkeppnishæfni landa árið 2000 og hefur hækkað um sjö sæti frá síð- asta ári, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Þjóðhags- stofnun sem annast hefur gagna- söfnun varðandi íslenskan hluta könnunarinnar. Island hefur verið þátttakandi í könnun International Institute for Management Development (IMD) frá árinu 1995. IMD gefur árlega út skýrslu þar sem fram kemur mat stofnunarinnar á samkeppnishæfni landa út frá þeirri umgjörð sem fyr- irtækjum er búin. Alls eru 47 lönd þátttakendur og byggist könnunin á upplýsingum um 290 mismunandi atriði. Tölulegar staðreyndir um efnahagsmál em 2/3 hlutar upplýs- inganna og þriðjungur endurspegl- ar viðhorf forráðamanna fyrirtækja. Efni skýrslunnar er flokkað í átta efnisþætti: Styrkleiki hagkerfisins, alþjóðavæðing, stjórnsýsla, fjármál, innviðir þjóðfélagsins, stjórnun, tækni og vísindi og mannauður. Samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar nú lendir ísland í fyrsta sæti varðandi mannauð og í fjórða sæti hvað varðar styrkleika hag- kerfisins. Þau atriði sem öðra frem- ur valda því að Island hækkar um sjö sæti er stórbætt staða hvað varðar alþjóðavæðingu landsins, en þar hækkar Island úr 37. sæti í það 23. Stjórnsýslan styrkist einnig vemlega í samanburðinum eða úr 14. sæti í það 5. og varðandi stjórnun fyrirtækja fer Island úr 21. sæti í 15. sæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.