Morgunblaðið - 19.04.2000, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.04.2000, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Starfsemi Landsbankans á Akureyri efld LANDSBANKI íslands hefur opnað þjónustuver á Akureyri og jafnframt hefur Viðskiptastofa Landsbankans á Akureyri verið efld. í þjónustuveri Landsbankans á Akureyri verða í byijun 3 störf en stefnt er að því að öll aukning í þess- ari starfsemi hjá bankanum á næst- unni komi fram í fjölgun starfa í þjón- ustuverinu á Akureyri, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Lands- bankanum. Um miðlæga þjónustu er að ræða, þannig að þeir sem hringja munu jafnt njóta þjónustu frá Reykjavík og Akureyri. Hjá Viðskiptastofu Landsbankans á Akureyri munu alls starfa sex há- skólamenntaðir sérfræðingar, að starfsmanni Landsbréfa meðtöldum. Starfsemi Viðskiptastoíunnar hefur verið flutt í húsnæði á 2. hæð útibús Landsbankans á Akureyri, við hlið þjónustuversins. Sigurður Sigurgeirsson, svæðis- stjóri Landsbankans á Norðurlandi, segir í fréttatilkynningunni að sterk staða bankans á fyrirtækjasviði á Norðurlandi geri bankanum kleift að byggja starfsemi sem þessa á Akur- eyri. Sigurður nefnir einnig aðgengi að sérmenntuðu fólki sem tryggt er með starfsemi Háskólans á Akureyri. BRAVILOR Ánægðir gestir koma alltaf aftur Bjóddu þínum viðskiptavinum upp á bragðgott ilmandi kaffi sem helst heitt og ferskt. Bravilor kaffivélar eru til í mörgum staerðum og gerðum, veldu þá sem hentar þér og þínu fyrirtæki. Hagkvæmar, smekklegar og einfaldar vélar sem krefjast lágmarks viðhalds. Veldu Bravilor og búðu í haginn fyrir tíðar heimsóknir viðskiptavina. Bravilor kaffivélar sjóða vatnið og hella bæði upp d hitabrúsa og glerkönnur -13 bollar d aðeins 5 mtn. A. Karisson hf. er þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í heildariausnum fyrir iðnað, matvæla-, versl- unar- og hótelrekstur. Persónuleg samskipti og lipur þjónusta auðvelda þér að búa þitt fyrirtæki enn betur með vörum í hæsta gæðaflokki. Ef þú leitar hagstæðra lausna fyrir þinn reksturfinnurðu svarið hjá okkur. A. Karlsson hf. A. KARLSSON hf. Brautartiolt 28 • 105 Reykjavik Simi 5 600 900 • Fax 5 600 901 www.akarisson.is Stefán Friðfinnsson, forstjóri íslenskra aðalverktaka, ásamt hluta stjórnarmanna á aðalfundinum. Næst honum sitja Sveinn R. Eyjóifsson stjórnarformaður Frjálsrar fjölntiðlunar og Árni Grétar Finnsson hrl. Morgunblaðid/Jim Smart Aðalfundur íslenskra aðalverktaka hf. Ahugi á samstarfí við er- lendan aðila til framtíðar MIKILL áhugi er af hálfu stjórnar íslenskra aðalverktaka á að fá að fé- laginu traustan erlendan samstarfs- aðila á sviði verktöku og mannvirkja- gerðar til framtíðar. Þetta kom fram í ræðu Jóns Sveinssonar, stjórnar- formanns íslenskra aðalverktaka, á aðalfundi félagsins í gær. íslenskir aðalverktakar keyptu á síðasta ári allt hlutafé í bygginga- verktakafyrirtækjunum Armanns- felli, Álftarósi og Úlfarsfelli. Öll fé- lögin hafa nú verið sameinuð undir merkinu ÍAV og annast félagið al- hliða verktakastarfsemi innan og ut- an varnarsvæðisins á Keflavíkurflug- velli. Starfsemi utan vamarsvæða hefur eflst verulega eftir kaupin á verktakafyrirtækjunum. í yfirlitsræðu Jóns Sveinssonar kom fram að mikil umsvif væru fram- undan á sviði ýmiss konar stórfram- kvæmda á næstu árum. Hann nefndi virkjanir og jarðgangagerð, auk tvö- fóldunar Reykjanesbrautar. Við und- irbúning slíkra verka væri ætlunin að byggja á þekkingu og afli samstæð- unnar en jafnframt að afla félaginu erlendra samstarfsaðila í þeim verk- þáttum sem eru félaginu nýir. Jón lýsti miklum áhuga stjórnarinnar á samstarfi við erlendan aðila til fram- tíðar. „Er það mat stjórnenda að slíkt muni treysta stoðir félagsins enn frekar og gera það enn betur sam- keppnisfært,“ sagði Jón. Á aðalfun- dinum í gær var stjórn ÍAV hf. end- urkjörin og samþykkt var að greiða hluthöfum 7% arð, samtals 98 mil- ljónir króna. Fram kom að frá ára- mótum hafa Islenskir aðalverktakar selt 80 hús, íbúðir eða lóðir á ýmsum byggingarstigum íyrir nær einn milljarð króna. Markmið ÍAV er að geta boðið til sölu um 300 íbúðir á ári. Stefán Friðfinnsson, forstjóri ÍAV, segir í samtali við Morgunblaðið að töluvert hafi verið um samstarf við erlenda aðila við tilboðsgerð. „Ég tel æskilegt að fá að félaginu erlenda að- ila, hvort sem það er með eignarhaldi eða nánu samstarfi. Svið sem við höf- um ekki unnið á eins og jarðganga- gerð verða mjög umfangsmikil í framtíðinni og við viljum vera þátt- takendur í því.“ Stefán gerði tvöföldun Reykjanes- brautar að umtalsefni. Á sínum tíma fjármögnuðu Islenskir aðalverktak- ar sf. þá Reykjanesbraut sem nú er í notkun. Slík tilhögun hefur verið í umræðunni um tvöfóldun Reykja- nesbrautar og ef stjórnvöld óskuðu eftir einkafjármögnun nú yrðu marg- ir reiðubúnir að gera tilboð, að sögn Stefáns, sem fullyrti að ÍAV yrði í þeim hópi. íslenskir aðalverktakar og Stáltak hf. hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um að standa að byggingarfram- kvæmdum á hafnarsvæðinu í Reykjavík og standa viðræður við hafnar- og borgaryfirvöld nú yfir, að því er fram kom í ræðu Stefáns á að- alfundinum í gær. Svæðið í kringum Slippinn er eftirsótt íbúðarsvæði, að sögn Stefáns, en þar áStáltak nokkr- ar lóðir. Það er von íslenskra aðal- verktaka að þríhliða samstarf fyrir- tækjanna tveggja og Reykjavíkur- borgar takist um uppbyggingu á svæðinu. Á fundinum kom fram að höfuð- stöðvar IAV, sem nú eru í Keflavík, munu flytjast að Suðurlandsbraut 24 í næsta mánuði. Landsafl keypti hús- ið nýlega en þar hafa íbúðalánasjóð- ur og Landsbankinn starfsemi sína nú. Landsafl er orðið að einum um- svifamesta rekstraraðila fasteigna hér á landi, að því er fram kom í ræðu Stefáns. Félagið er í 80% eigu ís- lenskra aðalverktaka en Landsbanki íslands á 20%. Félagið sinnir fast- eignarekstri og eignaumsýslu. Fram kom í máli Jóns Sveinssonar að félag- ið hefði aukið umsvif sín verulega á síðasta ári og heildarfjárfesting í húsnæði til langtímaútleigu næmi nú um fjórum milljörðum króna. Jón sagði stjóm ÍAV binda miklar vonir við Landsafl og vænta verulegs arðs af starfsemi fyrirtækisins í framtíð- inni. Island í 10. sæti í samkeppnishæfni landa ÍSLAND er í 10. sæti í könnun IMD á samkeppnishæfni landa árið 2000 og hefur hækkað um sjö sæti frá síð- asta ári, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Þjóðhags- stofnun sem annast hefur gagna- söfnun varðandi íslenskan hluta könnunarinnar. Island hefur verið þátttakandi í könnun International Institute for Management Development (IMD) frá árinu 1995. IMD gefur árlega út skýrslu þar sem fram kemur mat stofnunarinnar á samkeppnishæfni landa út frá þeirri umgjörð sem fyr- irtækjum er búin. Alls eru 47 lönd þátttakendur og byggist könnunin á upplýsingum um 290 mismunandi atriði. Tölulegar staðreyndir um efnahagsmál em 2/3 hlutar upplýs- inganna og þriðjungur endurspegl- ar viðhorf forráðamanna fyrirtækja. Efni skýrslunnar er flokkað í átta efnisþætti: Styrkleiki hagkerfisins, alþjóðavæðing, stjórnsýsla, fjármál, innviðir þjóðfélagsins, stjórnun, tækni og vísindi og mannauður. Samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar nú lendir ísland í fyrsta sæti varðandi mannauð og í fjórða sæti hvað varðar styrkleika hag- kerfisins. Þau atriði sem öðra frem- ur valda því að Island hækkar um sjö sæti er stórbætt staða hvað varðar alþjóðavæðingu landsins, en þar hækkar Island úr 37. sæti í það 23. Stjórnsýslan styrkist einnig vemlega í samanburðinum eða úr 14. sæti í það 5. og varðandi stjórnun fyrirtækja fer Island úr 21. sæti í 15. sæti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.