Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
127. TBL. 88. ÁRG.
SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Umdeild
hátíðarhöld
í Rómaborg
Róm. AFP.
LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA
Italíu, Alfonso Pecoraro Scanio,
viðurkenndi á laugardag að hann
væri tvíkynhneigður og sagðist
hafa rétt til „algers frelsis í kyn-
ferðismálum". „Eg er ekki að játa
á mig synd og ég skammast mín
ekki,“ var haft eftir landbúnaðar-
ráðherranum i nokkrum ftölskum
dagblöðum á laugardag.
Játning ráðherrans er gerð að-
eins nokkrum vikum áður en um-
deild hátíðarhöld samkyn-
hneigðra, World Gay Pride, eiga
að fara fram í Rómaborg. Páfa-
garður hefur harðlega mótmælt
því að hátíðarhöldin skuli vera á
dagskrá f borginni á þessu ári,
þegar kirkjan fagnar því að 2000
ár eru liðin frá fæðingu frelsar-
ans.
Amato andvígur
hátíðarhöldunum
Miklar deilur hafa staðið á ítal-
íu vegna World Gay Pride sem
áætlað er að fari fram 1.-9. júlí í
sumar. Meðal þeirra sem lýst hef-
ur andstöðu við þau er forsætis-
ráðherra landsins, Giuliano Am-
ato. Borgaryfirvöld eiga eftir að
gefa út formlegt leyfí til forráða-
manna hátfðarhaldanna.
Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason
Til hamingju með daginn, sjómenn
FLEST skip fslenska fiskiskipaflotans liggja nú
bundin við bryggju í tilefni af sjómannadeginum
sem er í dag, sunnudag. Samkvæmt upplýsingum
frá Tilkynningaskyldunni eru þó fimm skip á fjar-
lægum miðum, þrjú þeirra í Flæmska hattinum og
tvö í Barentshafi.
Á myndinni má sjá sjómenn á togaranum Vigra
hífa karfatroll á Reykjaneshrygg.
Sameinuðu þjóðirnar
Viljaleysi
stjórnmála-
manna
gagnrýnt
Sameinuðu þjóðunum, New York. AP.
PÓLITÍSKAN vilja hefur skort til
að uppfylla þau fyrirheit sem gefin
voru á kvennaráðstefnunni í Peking
fyrir fimm árum, að mati forseta
allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna
(SP). Forseti allsherjarþingsins,
Theo-Ben Gurirab, sagði á föstudag
að fjárskortur og viljaleysi stjórn-
málamanna hefði komið í veg fyrir
að markmið sem sett voru á kvenna-
ráðstefnu SÞ árið 1995 hefðu náðst.
Á mánudag hefst fimm daga ráð-
stefna á vegum Sameinuðu þjóðanna
þar sem ætlunin er að fara yfir
hvaða árangur hefur orðið af
kvennaráðstefnunni í Peking. Þar
samþykktu 189 ríki framkvæmda-
áætlun þar sem ríkisstjómir voru
hvattar til að endurskoða löggjöf til
að tryggja jafnrétti kynja, t.d. með
því að bæta rétt stúlkna til menntun-
ar og með þvi að auka möguleika
kvenna til að stýra bameignum.
Einnig var þeim tilmælum beint til
forkólfa í atvinnulífi að þeir beittu
sér fyrir því að konur fengju stjórn-
unarstöður.
Pólfarinn
lentur á
Svalbarða
Wythall. AFP.
DAVID Hempleman-Adams,
sem á fimmtudag varð fyrsti
maðurinn til að fljúga yfir
norðurpólinn í loftbelg, lenti
heilu og höldnu á Svalbarða á
laugardag, að þvi er aðstand-
endur ferðar hans sögðu. „Ég
hef ratað í mörg ævintýri um
mína daga en aldrei lent í öðru
eins,“ sagði kappinn í yfirlýs-
ingu sem birt var eftir lend-
inguna.
Mjög gott veður var á Sval-
barða er Hempleman-Adams
lenti og kom loftbelgurinn nið-
ur ekki langt frá þeim stað þar
sem hann hóf sig á loft í upp-
hafi ferðar fyrir viku. Hann
náði að lenda belgnum í um 20
km fjarlægð frá norðurpólnum
en ekki var hætt á að lenda á
pólnum vegna mikilla haf-
strauma og óhagstæðra vinda.
Grænt bókhald
bilameng’unar
Clinton Bandaríkiaforseti situr fund leiðtoga mið- og vinstriflokka í Berlín
Markaðshagkerfi og fé-
lagsleg ábyrgð fara saman
Berhn. AFP, Reuters.
FJÓRTÁN leiðtogar ríkisstjóma
mið- og vinstriflokka lýstu því yfir í
Berlín á laugardag að rödsvaldið
hefði mikilvægu hlutverki að gegna í
markaðssamfélagi nútímans. Fundur
leiðtoganna, sem haldinn var í tengsl-
um við Evrópuheimsókn Bills Clint-
ons Bandaríkjaforseta, ályktaði að
ríkisvaldinu bæri m.a. að tryggja fulla
atvinnu og félagslegt réttlæti.
Auk Clintons sátu fundinn kanslari
Þýskalands og forsætisráðherrar
Italíu, Frakklands, Hollands, Kan-
ada, Svíþjóðar, Portúgals, Grikklands
og Nýja Sjálands. Einnig forsetar
Chile, Argentínu, Brasilíu og Suður-
Afríku. Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands og formaður breska
Verkamannaflokksins, var fjarver-
/
I fögrum 24
fuglasöng
andi, að sögn þar sem hann þurfti að
annast nýfæddan son sinn í Lundún-
um.
„Við teljum að markaðshagkerfi og
félagsleg ábyrgð eigi að fara saman
svo takast megi að skapa forsendur
fyrir langtíma hagvexti, stöðugleika
og fullri atvinnu,“ segir m.a. í yfir-
lýsingu fundarins. Leiðtogamir
ræddu einnig um hvert vera skyldi
hlutverk rfldsvaldsins á tímum þeirra
öru samfélagslegu og tæknilegu
breytinga sem einkenndu samtím-
ann. „Ríkisvaldið á að viðhalda stöð-
ugri hagstjóm, tryggja jafnvægi í op-
inberum útgjöldum og beita sér gegn
verðbólgu."
Leiðtogamir álíta að rfldsvaldið
eigi að leitast við að skapa stöðugleika
30-50 manna vinnu-
staður eftir þrjú ár
á fjármálamörkuðum, tryggja greið-
an aðgang að upplýsingum á markaði
og stuðla að réttlátri samkeppni. Þá
benda þeir á þörfina fyrir úrbætur á
því regluverid sem fjármálamarkaðir
búi við og að hið opinbera og einka-
aðilar verði að deila með sér ábyrgð á
því sviði með sanngjömum hætti.
Leiðtogamir benda á að atvinnu-
hættir „nýja hagkerfisins" hafi
breiðst út um heimsbyggðina og
skapað mikla auðlegð en að ávöxtum
hnattvæðingarinnar sé misskipt.
Hnattvæðingin verði að skapa öllum
íbúum jarðar betri lífskjör og megi
ekki verða til þess að skaða umhverfið
og skerða réttindi launþega.
Fundurinn í Berlín á laugardag
kemur í kjölfar hliðstæðs fundar sem
leiðtogar mið- og vinstriflokka sóttu í
Flórens á síðasta ári undir yfirskrift-
inni „Þriðja leiðin".
Ræða um eldflaugavarnir
Að loknum fúndi leiðtoganna í
Berlín hélt Clinton til Moskvu til
fundar við Vladimír Pútín, forseta
Rússlands. Forsetamir munu ræða
um eldflaugavamaáætlun Banda-
ríkjamanna og viðbrögð Rússa við
henni. Hinir síðamefndu hafa lýst sig
andvíga breytingum á samningi ríkj-
anna um bann við uppsetningu eld-
flaugavamakerfa, ÁBM-sáttmálan-
um sk. Breytingar á samningnum em
nauðsynlegar til að Bandarfldn geti
komið upp slíku kerfi.
Rússneskur hershöfðingi, Vladimir
Yakovlev, sagði á laugardag að ef
Bandarfldn virtu áhyggjur Rússa að
vettugi og héldu fast við áætlanir sín-
ar um uppsetningu eldflaugavama-
kerfis, myndu Rússar svara með því
að koma sér aftur upp fjölodda
kjamaflaugum. Slíkar fiaugar geta
borið fleiri en eina kjarnasprengju og
em bannaðar samkvæmt gildandi
samningum.