Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 48
^8 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Ijóska
Ferdinand
Smáfólk
MY 6RAMPA UJENT TO MI5
HI6H SCH00L'5 FORTIETH
REUNION LAST NIGHT..
HE 5 AL50 6EEN TO A
C0LLE6E REUNION ANP] ^
AN ARMV REUNION...
HE HA5 A NEU) CAREER..
HE 60ES BACK.T0THIN65
Afi minn for í 40 ára
útskriftarafmæli
menntaskólans í gærkvöldi.
Hann er líka búinn að fara á
endurfundasamkomu í
háskólanum og að hitta gömlu
félagana úr hernum.
Hann er kominn með nýtt starf..
Hann ferðast aftur í tímann.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Taka stjórnvöld
mark á vísindaleg-
um niðurstöðum?
Krístján Tryggvason, jarðeðlis-
fræðingur og framhaldsskólakenn-
ari skrífar:
VÍSINDALEGAR niðurstöður eru í
mörgum tilfellum sá grunnur sem
við byggjum á. Mörg dæmi eru þó
um að þeim sé kastað á glæ og til-
finningar, hagsmunir eða pólitík lát-
in ráða. Sem dæmi má nefna að hval-
veiðiþjóðir fá ekki að veiða tegundir
sem vísindamenn telja óhætt að
veiða.
I meira en fjóra áratugi hafa legið
fyrir marktækar niðurstöður ótal
rannsókna um skaðsemi reykinga,
tengsl þeirra við krabbamein,
lungna-, hjarta- og æðasjúkdóma.
Samt er það nú svo að stjórnvöld
margra landa íhuga að fara í mál við
tóbaksframleiðendur vegna skaðans.
Það má vera að þetta sé klókt í heimi
þar sem hægt er að vinna hin fárán-
legustu mál og knésetja þannig
tóbaksiðnaðinn. Þeir hefðu þá jafn-
framt viðurkennt að hafa valdið
miklum skaða sem væru skilaboð
sem tekið yrði eftir. Hins vegar sætu
stjórnvöld uppi með þann stimpil að
hafa tekið óábyrga afstöðu undan-
farna áratugi.
Síðustu ár hefur framboð ólög-
legra fíkniefna aukist mjög og ís-
lensk stjórnvöld brugðist nokkuð
hart við, m.a. með því að efla lögreglu
og tollgæslu. Framboð reyktóbaks
hefur hins vegar verið gott í marga
áratugi og getur vart verið betra.
Það er vel þekkt staðreynd að tengsl
eru milli reykinga og eiturlyfja-
neyslu. Segja má að með reykingum
og snúsnotkun séu ungmenni búin að
leggja grunninn að fikti við sterkari
efni. Eiturlyfjaframleiðendum ekki
síður en tóbaksframleiðendum er því
mikið í mun að sala á þessum löglegu
fíkniefnum gangi vel og sé óhindruð,
framboð gott og dreifikerfið öflugt.
Núverandi sölukerfi með nánast
óteljandi útsölustöðum hlýtur því að
vera draumastaða framleiðenda.
Hægt er að kaupa t.d. sígarettur á
mun fleiri stöðum en mjólkina og það
sem meira er, að allt að 90% unglinga
á aldrinum 15-17 ára geta óhindrað
keypt tóbak. Óhjákvæmilega kemur
upp í hugann orðið stjórnvald. Hvar
er stjómin og valdið í þessu máli?
Dreifing tóbaks (smásala) ætti að
vera í höndum ríkisins ef menn ætla
sér að minnka söluna - annað hlýtur
að teljast mikið vantraust á einka-
framtakið. Bara sú breyting að færa
söluna til ríkisins gæfi skýr skilaboð
sem öllum ættu að vera ljós og bæri
jafnframt vott um umhyggju fyrir
þegnunum. Það hlýtur líka að teljast
skýr ábending um skaðsemi ef verð
tóbaks hækkaði verulega. Skilaboðin
í dag hljóta að vera þau að lítið mark
sé takandi á vísindalegum niður-
stöðum, hversu marktækar sem þær
nú annars eru að sögn vísindamanna,
á meðan hægt er að kaupa tóbak í
nánast hvaða verslun sem er og á
þokkalega lágu verði.
Að lokum er verðugt að velta fyrir
sér hvaða skilaboð eru fólgin í því að
hafa lögleg fíkniefni inni í neysluvísi-
tölunni. Ætli það stuðli að því að
þjóðin nái settum markmiðum í fíkni-
efnavömum?
KRISTJÁN TRYGGVASON,
Bakkasíðu 2,
Akureyri.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Maestro
ÞITT FE
HVAR SEM
ÞÚ ERT