Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 41 MINNINGAR HELGI GÍSLASON + Helgi Gíslason fæddist í Skóg- argerði í Fella- hreppi í N-Múlaýslu 22. ágúst 1910. Hann iést á Sjúkra- húsinu á Egilsstöð- um 27. maí síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Egilsstaða- kirkju 3. júni. Þeir ganga hver á fætur öðrum fyrir ætternisstapann, mennirnir sem undir- ritaður átti mest samskipti við í aldarfjórðungsafskiptum hans af stjórnmálum á Austurlandi á ár- unum 1963-1988. Nú síðast einka- vinur hans og lóss Helgi Gíslason á Helgafelli í Fellahreppi. Hann hef- ir fengið kærkomna hvíld eftir að Elli kerling hefir um skeið þjarmað óvægilega að honum. Hefði enda náð níræðisaldri 22. ágúst nk. og hafði þess vegna lifað langan dag - langan dag og giftudrjúgan sér og sínum og samferðamönnum. Helgi fæddist og ólst upp í fjöl- mennum systkinahópi að Skógar- gerði á Héraði, sonur Gísla Helga- sonar bóndá þar og kunns fræðimanns og konu hans Dagnýj- ar Pálsdóttur, sem sá sem þetta ritar hitti á heimili Helga, háaldr- aða en vel erna. í æsku Helga var leiðin til mennta ógreið afdalabörn- um, sem veglausar sveitir landsins máttu allar heita þá. Til þess stóð þó hugur Helga og varð honum enda drjúgum ágengt, þar sem hann náði að verða gagnfræðingur á Akureyri innan við tvítugt 1929. A þeim tíma þótti það allmikill menntaframi og minnir mig að Helgi hafi sagt mér að þá hafi greitt götu hans föðurbróðir hans, Indriði Helgason kaupmaður á Ak- ureyri. Fljótlega eftir skólavistina á Ak- ureyri hóf Helgi kennslu í heima- högum og stundaði hana upp- styttulítið í tuttugu ár og fórst það einkar vel úr hendi að sögn þeirra er til þekktu. Árið 1936 reisti Helgi nýbýli norðan Lagarfljóts, þar sem nú stendur Fellabær, og bjó þar búi sínu á þriðja tug ára og átti þar heimili æ síðan, þótt brigði búi upp úr 1960. Frá öndverðu hlóð- ust á Helga félags- störf hvers konar og er ekki djúpt í árinni tekið, þótt sagt sé, að hann hafi um áratuga- skeið verið óumdeild- ur foringi sveitar sini> ar á sviði félagsmála. I stjórnmálum var hann óhvikull fylgismaður Sjálfstæðis- flokksins og í framboði fyrir þann flokk í Norður-Múlasýslu á sinni tíð. Þegar Helga voru færð þau tíð- indi að sá sem hér heldur á penna væri búinn að segja sig úr Sjálf- stæðisflokknum var að vísu mjög að honum sorfið andlega en þó mátti greina að hann andvarpaði þunglega: „Ja, mikið hefir gengið á fyrst svona þurfti að fara.“ Helgi tók snemma við verkstjórn í vegagerð á Héraði og var héraðs- stjóri þeirra mála austur þar síð- ustu árin fyrir aldursmörk. Var hann einkar vinsæll af verkmönn- um sínum, enda heyrðist Helga Gíslasyni aldrei hallmælt, ekki einu sinni af harðsnúnustu andstæðing- um hans í pólitík sem nóg var þó af þar um sveitir og sumir ærið óbilgjarnir. Helgi var heldur ekki áleitinn við aðra menn. Það var hlutskipti hans að leysa vanda manna sem til hans leituðu sem forystumanns í héraðsmálum. Það tókst honum farsællega á sinn hóg- væra en staðfasta máta. Greinarhöfundur kynntist þeim hjónum Gróu og Helga á Helgafelli á vordögum 1963 þegar hann hóf hergöngu sína í framboði til Al- þingis austur þar. I minningunni eru þeir dagar litaðir miklu sól- skini, enda þótt frambjóðandinn væri oft í öngum sínum. En á heim- ili hjónanna á Helgafelli átti hann vísan griðastað frá fyrsta degi. Þar voru knýtt þau vináttubönd sem einna traustust hafa reynzt þeim sem þetta ritar. Heimsóknir til þeirra voru álíka og að koma heim til foreldra sinna. Slík var alúðin, þótt ýkjulaus væri með öllu enda húsbændur kyrrlát- ar manneskjur og öll yfirborðs- mennska þeim sem fjarlægust. Fá- málug en kímin og glaðsinna og vildu öllum vel. Helgi átti gott bókasafn og fræðimennska honum eðlislæg. Undi hann þar vel hag sínum, sérstaklega eftir að ævidegi tók að halla en Gróa gengin á vit feðra sinna. En minningin um þessar gæða- manneskjur lifir í miklu sólskini eins og dagarnir forðum er hin fyrstu kynni hófust. Sverrir Hermannsson. Nú er hann Helgi minn búinn að fá hvíldina og mig langar að minn- ast hans í örfáum orðum. Eg man að mér hafði verið sagt að hann væri seintekinn og ekki allra, áður en ég hitti hann, en einhvern veg- inn laðaðist ég að þessum manni og naut þess að spjalla við hann, sér- staklega um gamla tímann. Það var gaman sjá hvernig hann varð blíð- ur á svipinn þegar hann talaði um mömmu sína og leiftrandi af áhuga þegar hann var að segja sögur úr vegavinnunni. Eins var skemmti- legt að fara með honum út í Skóg- argerði, þar sem hann þekkti nán- ast hverja þúfu og hafði frá mörgu að segja. Ég bjó í nábýli við hann í nokkur ár og hann reyndist mér og sonum mínum afar vel. Það voru ekki allir eins heppnir og við Hilmar að geta farið í bókhlöðuna hjá Helga eða flett upp í honum sjálfum þegar við vorum að skrifa ritgerðir eða gera verkefni í Menntaskólanum. Eða öll frímerkin sem hann safnaði handa Sæmundi og hélt því áfram löngu eftir að við vorum flutt. Eg man líka hvað hann var ánægður þegar Dagný var skírð og hvað hann reyndist henni góður afi. Hún var ekki gömul þegar hún skreið upp tröppurnar á Helgafelli og alla leið inn í bókhlöðu til afa síns, settist í fangið hans og fékk að róta í skúffunni hans og ná sér í brjóstsykur. Um leið og ég þakka Helga fyrir vináttu og góða samfylgd sendi ég börnum hans, tengdabörnum, barnabörnum, barnabarnabörnum og systkinum samúðarkveðjur. Hjördís Hilmarsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf- ang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki ^tuttnefni undir greinunum. pm>í() Inger Ölrtfiur Útfamrstj. Útjamrstj. Útfamrstj. LÍKKISTUVINNUSTOl A EYVINDAR ÁRNASONAR 1899 OSWALDS SÍMI 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTRÆl l 4B • 101 REYKJAVÍK ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. sími 896 8242 Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Sumaropnun Opið í sumar til kl. 19 öll kvöld Blómaskreytingar við öll tilefni Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. + Ástkær eíginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÁSTA JÓNSDÓTTIR, Efstaleiti 14, Reykjavík, sem andaðist á Landspitalanum við Hringbraut föstudaginn 26. maí sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 5. júní kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minn- ast hennar, er góðfúslega bent á Thorvaldsensfélagíð. Árni Gestsson, Jónína Árnadóttir, Gestur Árnason, Judith Hampshire, Börkur Árnason, Lisa-Lotta Reynis Andersen, Ásta Árnadóttir, Jón Grétar Margeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær sambýliskona, móðir, tengdamóðir og amma, DÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR, Logafold 77, verður jarðsungin frá Seljakirkju þriðjudaginn 6. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Tónlistarskóla Grafarvogs, reikningur nr. 324-13-200065. Einar Bjarnason, Lovísa Guðbjörg Sigurjóns, Sigurjón Harðarson, Dóra Björk Aðalsteinsdóttir, Guðjón Örn Aðalsteinsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR Ijósmóðir frá Bæ, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 6. júní kl. 15.00. Snorri R. Jóhannesson, Guðrún Hafiiðadóttir, Jóhann G. Jóhannesson, Sóley Sveinsdóttir, Kristjana G. Jóhannesdóttir, Hjalti Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐJÓNU ALBERTSDÓTTUR frá Súgandafirði. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á vinnustofu Hrafnistu og öðru starfsfólki sem annaðist hana. Jón Valdimarsson, Jóhannes Kr. Jónsson, Guðrún M. Hafsteinsdóttir, Valbjörg Jónsdóttir, Albert F. Jónsson, Julie V. Jónsson, Sveinbjörn Jónsson, Elfn Bergsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. r + Útför elskulegs föður- og móðurbróður okkar, DAVÍÐS ÁSMUNDSSONAR, Laufásvegi 18, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. júní nk. kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknar- stofnanir. Fyrir hönd ættingja og vina, Sigrún Þuríður Runólfsdóttir, Jón Reynir Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.