Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.06.2000, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 ."■»>. i i n MINNINGAR + Ásta Jónsdóttir fæddist á Vatns- stíg 4 í Reykjavík 18. desember 1920. Foreldrar hennar voru Jón Vilhjálms- son, skósmfðameist- ari, frá Stórahofi á Rangárvöllum, og kona hans Jónína Jónsdóttir, hann- yrðakona, ættuð frá Seljalandi, V-Eyja- “■ fjöllum. Ásta var yngst sjö barna þeirra hjóna, en þau voru Guðjón, Guðrún Hanna, Sig- ríður, Guðni, Þóra og Ásgeir og eru þau nú öll látin. Asta ólst upp og bjó öil sín uppvaxtarár í föður- garði á Vatnsstíg 4, en það hús var kaliað Skuggaprýði. Ásta gekk í Austurbæjarskóiann og síðan í Verslunarskólann og það- an útskrifaðist hún árið 1939, þá 19 ára gömui. Að námi loknu hóf Elsku mamma. Það er erfitt að sætta sig við að þú skulir vera farin frá okkur svo skyndilega, nú þegar vorið með allri sinni birtu, sem var þinn uppáhalds- árstími, var að ganga í garð og allt að vakna til lífsins eftir langan og snjó- þungan vetur. Þú varst alltaf svo hraust, hafðir aldrei kennt þér alvar- legs meins og aldrei lagst inn á spít- ala. Daginn áður en kallið kom varst þú að undirbúa ferð ykkar pabba í sumarhús ykkar að Helluvaði þar sem þú hafðir búið ykkur yndislegan samastað frá ys og þys borgarlífsins. Helluvað var samkomustaður fjöl- skyldunnar í sveitinni, en þar áttum við öll góðar stundir. Síðast um pásk- ana kom öll fjölskyldan saman og þá sýndi pabbi skyggnur úr lífi fjöl- skyldunnar og úr hestaferðalögum ykkar með vinum ykkar um óbyggð- ir landsins, sem þú hafðir svo mikið yndi af. Bemskuheimili okkar að Lang- holtsveginum var alltaf opið öllum okkar vinum og alltaf varst þú til- búin til að lauma að okkur einhverju góðgæti. Þegar pabbi var að byggja upp fyrirtæki sitt tókst þú á móti við- skiptavinum hans með miklum glæsibrag og reisn í öll þau 40 ár, sem þið bjugguð á Langholtsvegin- um og síðar í Efstaleitinu og þinn þáttur í vexti og gengi fyrirtæksisins verður seint fullmetinn. Til að fá hvíld frá erli og amstri dagsins sett- ist þú við píanóið inni í stofu og spil- aðir eitthvert verka gömlu meistar- anna eða eitthvert laganna hans Fúsa, sem þér þótti svo vænt um. Þegar tónamir fóra að berast um húsið vissum við krakkarnir að nú vildi mamma eiga stund með sjálfri sér og höfðum því hægt um okkur. Bæði heimilin bára vott um smekkvísi og listfengi þitt, en í mörg ár hafðir þú haft yndi af útsaumi og postulínsmálun. Aður en þú lagðir upp í þína hinstu ferð varst þú að mála jólakönnur og bolla fyrir bama- bömin, sem nýlega höfðu hafið sam- búð, en á jólunum í fjölda ára gafst : þú okkur börnunum, þegar við höfð- um stofnað heimili, eitthvert lista- verka þinna, sem nú skipa heiðurs- sess á heimilum okkar. Okkur sem og öllum öðram fannst þú vera falleg og glæsileg kona, | sterkur persónleiki, umburðarlynd og umhyggjusöm. Þú hugsaðir alltaf i meira um okkur bömin svo og alla aðra heldur en um sjálfa þig. Þegar erfiðleika bar að í lífí okkar bam- anna varst þú okkur stoð og stytta og hjálpaðir okkur að leysa úr vandamálum okkar. Aldrei skipti ^ldur máli þegar málin vora rædd og várst þú okkur ekki einungis besta móðir heldur líka okkar besti vinur. Þó harmur okkar sé mikill þá er sorg pabba mest. Þið vorað búin að þekkjast í 70 ár og voruð gift í 57 ár og vorað einstakiega samrýnd. Þó áfallið vegna svo skyndilegs fráfalls þíns sé mikið er það okkur huggun ijarmi gegn að vita að þú þjáðist ekki. hún störf hjá heild- verslun Péturs Þ.J. Gunnarssonar og síð- an hjá heildverslun- inni Heklu hf. Árið 1943, hinn 20. nóvember, giftist hún eftirlifandi manni sínum, Árna Gests- syni, stórkaupmanni í Globus hf., f. 14. júní 1920, og eignuðust þau fjögur börn, en þau eru: 1) Jónína, gjaldkeri, f. 6.11. 1946, hún var gift Kristjáni Þórðarsyni, bygginga- meistara, en þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: a) Arna, f. 17.11. 1970, maki Ivar Trausti Jósafats- son, f. 12.6. 1961. Barn þeirra er: Ólafur Ingi, f. 7.8. 1999. b) Þórð- ur Ingimar, f. 15.10. 1974, sam- býliskona Ann Kristín Hrólfsdótt- ir, f. 24.4. 1976. Barn Þórðar er Elísabet Ama, f. 25.5. 1996. 2) Elsku pabbi, megi góður guð veita þér styrk til að takast á við þinn mikla missi, en þú mátt treysta því að við munum ávallt vera þér við hlið. Minningin um elskulega móður mun lifa og gefa okkur öllum kjark til að takast á við lífið áfram þar til við hittumst á ný. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt. Kjark til að breyta því, sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Börnin. Elsku Ásta. Við eram harmi slegin vegna skyndilegs fráfalls þíns og söknuður okkar er mikill. Við viljum þakka þér fyrir að veita svo mikilli ást og gleði inn í líf okkar. Við munum ávallt minnast með mikilli ánægju sam- verastundanna þegar öll fjölskyldan kom saman og þeirrar miklu vinnu, sem þú inntir af höndum til að gera þessar stundir svo ánægjulegar og eftirminnilegar. Okkur fannst mikið til matreiðslu þinnar koma og fund- um alltaf fyrir ástúð þinni og um- hyggju þegar við heimsóttum þig í þitt yndislega heimili í Efstaleitinu og á Helluvað. Alltaf gátum við og böm okkar leitað ráða og huggunar hjá þér þegar erfiðleikar steðjuðu að. Á heimilum okkar era fjöldi postu- línslistaverka, sem þú málaðir af miklu listfengi og natni. Ávallt mun- um við minnast gleði þinnar þegar þú varst vitni að undran og ánægju okkar þegar við opnuðum þessar yndislegu gjafir þínar. Við, sem berum harm í hjarta Hugann byrgi sorgar ský Megum ekki kveina og kvarta Kærleiks sólin vermir hlý Bak við myrkrið sorgar svarta Sjáum kvikna ljós á ný Þakka skal og þráfalt muna Mna kæru samveruna. Guð blessi þig og varðveiti. Tengdaböm. Elsku amma okkar, Við eigum erfitt með að trúa því að þú sért horfin frá okkur, svo óvænt var fráfall þitt. Á stundu sem þessari era minningar okkar um þig dýr- mætar og víst er að af nógu er að taka. Amma var stórglæsileg kona, ávallt vel til höfð og hugguleg til fara sama hvert tilefnið var. Hún var mikil handverkskona og fá heimili okkar allra að njóta góðs af því. Heimili ömmu og afa var einstaklega fallegt. Styttur og munir frá öllum heimshornum, málverk og postulín eftir ömmu bára vott um hversu mikill fagurkeri hún var. Jólin með ömmu, asparssúpan gómsæta, ijúpurnar (hamborgar- hryggur fyrir Magnús Áma) og eplakakan var ómissandi. Jólatréð á Gestur framkvæmdastjóri, f. 27.5. 1948, sambýliskona Judith Anna Hampshire, þau eru barn- laus. 3) Börkur, framkvæmdastjóri Giobus hf., f. 14.7. 1955, maki Lísa-Lotta Reynis Andersen, f. 23.5. 1958. Börn þeirra eru: a) Elva Björk, f. 26.2. 1981, unnusti Tryggvi Lárusson, f. 15.3. 1979. b) Hrannar Árni, f. 29.1. 1989. 4) Ásta ritari, f. 5.11.1960, maki Jón Grétar Margeirsson, f. 11.4. 1959. Börn þeirra eru. a) Eiríkur Ingi, f. 29.4. 1992. b) Asta Þórey, f. 20.3. 1997. Fyrir átti Ásta Magn- ús Árna Gunnarsson, f. 3.6. 1981. Ásta og Árni stofnuðu heimili fyrst á Víðimel 66 og byggðu sér síðan hús á Langholtsvegi 153 ár- ið 1946 og bjuggu þar samfellt í 40 ár eða þar til þau fluttu í Efstaleiti 14. Ásta starfaði mikið í Thorvaldsensfélaginu og Oddfell- owreglunni og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Einnig var hún ein af stofnendum Inner Wheel í Reykjavfk. Útför Ástu fer fram frá Dóm- kirkjunni á morgun, mánudaginn 5. júní, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Langholtsveginum, svo stórt og fal- lega skreytt. Spennan var mikil þeg- ar jóla- og afmælisgjafirnar frá ömmu og afa vora opnaðar því þar var ávallt að finna fallega hand- verksmuni eftir ömmu sem eru okk- ur kærir. Samverustundimar með ömmu og afa á Helluvaði eru ógleymanlegar. Grilluðu kótiletturnar, fallegi garð- urinn, sólstofan þar sem amma sat löngum stundum og saumaði myndir eða gerði listaverk úr nammibréfum. Síðasta minning okkar frá Hellu- vaði er okkur afar kær. Þar hittist öll fjölskyldan síðastliðna páska, borð- aði saman og horfði á slidesmynda- sýningu frá þeim tíma er amma og afi bjuggu á Langholtsveginum. Amma var alltaf jafn glæsileg og kjólarnir hennar vöktu aðdáun okk- ar kvennanna. Það var gaman að sjá myndir frá þeim tíma er foreldrar okkar vora á svipuðum aidri og við eram núna. Þá sáum við hversu mik- ið við líkjumst hvert öðru. Minningar sem þessar eiga eftir að varðveitast í hjörtum okkar að ei- lífu og hjálpa okkur að vinna úr sorg- inni. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Elsku amma okkar, við vitum hvað þér þótti vænt um okkur öll og hvað það skipti þig miklu máli að fjöl- skyldan væri samheldin og samrýnd. Því lofum við þér að halda áfram að hittast og varðveita minningu þína um ókomna tíð. Við munum standa við hlið afa okkar, sem þú hugsaðir alltaf svo vel um, á þessum erfiðu tímum. Núleggégaugunaftur ó, Guð þinn náðarkraftur mínverivömínótt Æ, virzt mig að þér taka méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Við elskum þig. Arna, Þórður, Elva Björk, Magnús Árni, Hrannar Arni, Eiríkur Ingi og Ásta Þórey. Elsku langamma. Mig styrk í stríði nauða, æ, styrk þú mig í dauða. Þitt lífsins ljósið bjarta, þá ljómi’ í mínu hjarta. Með blíðum bamarómi mitt bænakvak svo hljómi: Mtt gott bam gef ég veri oggóðanávöxtberi. (P. Jónsson) Við söknum þín. Elísabet Árna og Ólafur Ingi. • Fleiri minningargreinar um Ástu Jónsdóttur bí'ða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. + Ragnhildur EI- íasdóttir, Mark- landi 10, Reykjavík, fæddist 22. nóvem- ber 1923. Hún lést á Landspitalanum i Fossvogi 24. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Elías Högnason, verkstjóri, f. 20.10. 1894, d. 11.11. 1936, og Steinunn Auð- unsdóttir, f. 24. 3. 1902, d. 29. 6. 1991. Systkini hennar eru: Jón, f. 10.5. 1926; Valgerður, f. 24. 7. 1928; Hösk- uldur, f. 25. 6. 1930; Guðrún, 25.6. 1930, og Hilmar, f. 5.11. Ragnhildur Elíasdóttir, móður- systir mín lést að kvöldi 24. maí eftir stutta sjúkdómslegu. Ragna, eins og við kölluðum hana, var elst systkina sinna og tók við því hlutverki móður sinnar að tengja saman stóra fjöl- skyldu. Hún hafði sterkan persónu- leika, jákvætt viðhorf til lífsins og var ávallt tilbúin að rétta öðram hjálparhönd. Að loknu gagnfræðaprófi árið 1940 starfaði Ragna hjá Mjólkur- samsölunni um nokkurra ára skeið. Síðan réðst hún til starfa hjá Þor- steini Þorsteinssyni í versluninni Vík, Laugavegi 52. Árið 1966 fór hún til Eimskipafélagsins þar sem hún vann síðari hluta starfsævi sinn- ar, eða allt þar til í desember 1992. Áhugamál Rögnu voru mörg, fyrst man ég eftir útskurðarmynd- um en einnig tók hún þátt í nokkrum samsýningum áhugamálara. Sem barn heimsótti ég hana oft og dvaldi hjá henni. Við notuðum tímann í föndur, útskurð og til náttúraskoð- unar. Ragna var mikið náttúrabarn. Hún ferðaðist mikið og fáum hef ég kynnst sem höfðu jafnmikla ánægju af sköpunarverkinu í öllum þess fjölbreytiieika. Við Guðrún keyptum okkar fyrstu íbúð í sama húsi og Ragna í Hvassa- leiti 6-10. Hún var þá sem og síðar boðin og búin til að aðstoða okkur á ýmsan hátt. Þegar við fóram til náms í Bandaríkjunum sendi hún okkur reglulega kort að heiman, öll með mynd af íslenskum dýram eða náttúru. Hér fylgir texti eins korts- ins, sent 2.11.1992: „Sæl þið öll. Ég vona að þið hafið það gott og allt gangi ykkur í hag. Af mér er allt gott að frétta, mjög ánægð með heimsreisuna mína. Ég er búin að fá nýjan bíl, hann er sömu tegundar og eldrauður. Það er góð tíð hér á Islandi eins og er. Kær kveðja, elskurnar. Ragna.“ Ragna kynntist Sigurgeiri Jóns- syni frá Gestsstöðum í Strandasýslu sem varð henni dyggur lífsföranaut- ur. Við vottum honum samúð okkar og vonum að tengslin rofni ekki þó Ragna sé fallin frá. Síðastliðinn vetur var annasamur í lífi Rögnu. Guðrún Ólafsdóttir, tengdadóttir hennar, lést í byrjun ársins og Ragna gerði mikið til að létta undir með Ella syni sínum. Sól- argeislinn í lífi hennar síðustu árin hefur án efa verið langömmubarn hennar, en Ragna gætti hennar um tíma meðan foreldrarnir stunduðu nám og vinnu. Á þessum tímamótum er okkur efst í huga þakklæti fyrir það að hafa fengið að njóta samvista við Rögnu og samúð með hennar nán- ustu fjölskyldu. Sigurður Sigurðsson, Guðrún Reykdal. Kæra frænka. Við systkinin og fjölskyldur okkar viljum þakka þér fyrir allan þann hlýhug og vináttu sem þú hefur sýnt okkur í gegnum árin. Frændrækni þín var mikil. Kallið kom snöggt og óvænt og maður er aldrei viðbúinn því. Við sem búum í öðra landi gerum okkur enn ekki al- veg grein fyrir að leiðir hafa skilið. 1931. Ragnhildur eignaðist einn son, Elías, f. 7.2. 1948, með Gisla Símonar- syni, f. 12.2. 1921. Elías Gíslason var giftur Guðrúnu Ólafsdóttur, f. 20.5. 1949, d. 6.1. 2000. Elías og Guðrún eignuðust son, Ólaf, f. 18.8. 1967. Sam- býliskona Ólafs El- íassonar er Elsa Herjólfsdóttir, f. 4.7. 1971. Þau eiga eitt barn, Guðrúnu, f. 26.7. 1997. Útför Ragnhildar var gerð frá Bústaðakirkju 2. júní. Við geymum um þig margar góðar minningar. Sérstaka kveðju sendir Valur þér, þú varst alltaf að gleðja hann á ýms- an hátt, og svo hún nafna þín. Ragna frænka, við kveðjum þig með söknuði. Blessuð sé minning þín. Okkar innilegustu samúðar kveðjur til Elíasar, Ólafs og fjöl- skyldu og Sigurgeirs. Jóhanna Hlíf, Steinunn Rósa, Ragnhildur, Hilmar, Hrafnhild- ur, Sigurður Valur, Auðunn og fjölskyidur. Vinkona mín Ragnhildur Elías- dóttir, er fallin frá og leiðir okkar í þessari lífsvist hefur skilið. En ég á um hana margar góðar minningar sem ég get yljað mér við. Ég kynnt- ist Rögnu þegar ég hóf störf hjá Eimskip árið 1972. Fór strax vel á með okkur og urð- um við fljótlega góðar vinkonur. Eitt af okkar sameiginlegu áhuga- málum vora ferðalög og fóram við brátt að ferðast saman. Við fórum í margar ferðir með Ferðafélagi ís- lands, inn á hálendi og út til stranda. Betri ferðafélaga er vart hægt að hugsa sér. Hún var alltaf jákvæð og í góðu skapi og hlógum við oft mikið þegar við voram að malla og skipta með okkur matnum. Og ekki var hún síðri ferðafélagi þegar við ferð- uðumst til annarra landa. Svo vora þær ótaldar ferðir okkar í bústað minn í Mýrdalnum. Ragna var mikið náttúrubarn og gat hún hrifist af lítilli þúfu af lambagrasi eða því að sitja í blágresisbrekkunni og hlusta á fossniðinn úr gilinu. Oft sátum við úti á palli á haustin í niða- myrkri og horfðum á stjörnur og norðurljós. Arum saman voram við einnig með fasta miða í leikhúsi, ásamt fleiri konum, og um tíma var Steinunn móðir hennar ein úr leik- húshópnum. Ragna var ákaflega listræn og skar út í tré og málaði myndir og fékk mikið út úr þeim tíma sem hún varði til listsköpunar. Ragna var heilsteyptur persónuleiki, hafði ríka samúð með náunganum og mátti ekkert aumt sjá, án þess að reyna að hjálpa. Hún bar ætíð velferð fjöl- skyldu sinnar fyrir brjósti og hafði í gegnum tíðina mikla gleði af Ólafi barnabarni sínu og seinna Elsu konu hans og Guðrúnu litlu lang- ömmustelpunni. Það var henni mik- ið áfall þegar Guðrún tengdadóttir hennar féll frá fyrir örfáum mánuð- um. Reyndist hún þá Elíasi syni sínum og einkabami stoð og stytta í hans miklu sorg. Nú hefur annað áfall dunið yfir Elías og fjölskylduna við fráfall Rögnu. Börn mín og fjölskyldur þeirra senda innilegar samúðarkveðjur. Ég bið Guð að styrkja Elías, Ólaf og fjölskyldu hans, Sigurgeir vin henn- ar og aðra aðstandendur. Að leiðar- lokum þakka ég Rögnu tryggð hennar og okkar góðu samvera- stundir sem aldrei féll skuggi á. Ég veit að Ragna á góða heimkomu á æðri svið. Guð geymi hana. Laufey Torfadóttir. ÁSTA JÓNSDÓTTIR RA GNHILD UR ELÍASDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.